Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Ný upplýsinga- og tilboðsþjónusta fyrir neytendur og fyrirtæki landsins Tilboðslínan í GÆR var opnað nýtt fyrirtæki, Tilboðslínan, sem sérhæflr sig í þjónustu við neytendur og fyrir- tæki. Markmið fyrirtækisins er að auðvelda neytendum aðgengi að upplýsingum um verð á vörum hjá mismunandi fyrirtækjum og að auð- velda tilboðsgerð bæði fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Axel Axelsson framkvæmdastjóri Tilboðslínunnar var tekinn tali í til- efni opnunar íyrirtækisins og hafði hann eftirfarandi um starfsemina að segja: „Kjarni Tilboðslínunnar er tví- þættur, annars vegar gott símkerfí, sem er stækkanlegt á alla kanta og hins vegar gagnagrunnur Til- boðslínunnar sem er sérsmíðaður af Margmiðlun hf. Gagnagrunnurinn verður upplýsingamiðstöð íyrirtæk- isins en er rekinn af Margmiðlun hf. og verður auk þess á Netinu. Fyrir- tæki gera árssamning við Til- boðslínuna og hafa þá aðgang að gagnagrunninum og geta sett sín tilboð og verð inn um leið og þau verða til eða breytast," segir Axel. Þjónusta sem virkar fyrir neytandann Axel segir að Tilboðslínan veiti þjónustu sem byggist á víxlverkun á milli neytenda og fyrirtækja. „Neytendum er mikill hagur að því að í boði sé mikið af vörum og mörg fyrirtæki séu tengd Tilboðslín- unni.“ Þessi víxlverkun verður að vera í lagi til að þjóna hagsmunum bæði neytenda og fyrirtækja. „Ef neytandinn hringir inn og ekkert aðildarfyrirtæki Tilboðslínunnar hefur vöruna sem spurt er um mun- um við aðstoða við að finna viðkom- andi vöru. Við erum þjónustufyrir- tæki fyrst og fremst og leggjum mikla áherslu á þann þátt fyrirtæk- isins vegna þess að þetta er þjón- usta sem virkar fyrir neytendur," segir Axel. „Ef neytendum líkar þjónustan verður efth-leikurinn auðveldari." Ef fjölskylda ákveður að kaupa t.d. sjónvarp eða tölvu er það fyrsta sem gert er að reyna að átta sig á markaðnum og athuga verð á mis- munandi stöðum. Eins og allir vita sem hafa keypt inn stærri hluti fyr- ir heimilið tekur þetta sinn tíma og oft er heilu tímunum eytt í síman- um til að kanna tilboðin sem bjóð- ast. „En nú getur fólk með einu símtali hringt inn og fengið þessar upplýsingar. Neytandinn sparar því bæði tíma og peninga," segir Axel. Morgunblaðið/Þorkell AXEL Axelsson framkvæmdastjóri Tilboðslínunnar. „Við bindum ekki síður vonir við hinn hluta þjónustunnar sem er til- boðsmarkaður, þar sem menn geta óskað eftir tilboðum í hvað sem er. Fjölskylda sem ætlar að láta gera innkeyrslu hjá sér getur haft sam- band við okkur, og við skráum upp- lýsingar um hvað eigi að gera og hvernig, og síðan sendum við þessar upplýsingar út til okkar aðildarfyr- irtækja eða leitum tilboða." Tilboðs- gerðin er að auki þjónusta sem fyr- irtæki geta nýtt sér sem þurfa að kaupa inn einhverjar vörur í miklu magni. Mikill hluti starfsemi Tilboðslín- unnar fer í gegnum Netið, en Axel leggur samt áherslu á að fyrirtækið sé ekki síður símaþjónusta. „Ekki hafa allir aðgang að Netinu, og þjón- ustan verður að ná til sem flestra,“ segir Axel. Hins vegar segir Axel verða mikið var við hjá fyrirtækja- stjómendum hve meðvitaðir þeir séu orðnir um mikilvægi Netsins og um þá möguleika sem það býður upp á í viðskiptum. „En aðalatriðið hjá Tilboðslínunni er að þjónusta vel, hvort sem það er í gegnum síma eða Netið,“ segir Axel. Sækið sumarið til okkar Bökubotn 250 g mjöl (heilhveiti eða spelt) Fæst í heilsubúðum 1 Vi tsk malað cumin 2 msk sesamfræ 2 tsk cuminfræ 2 msk olía 1 dl vatn (meira ef með þarf) VS> tsk salt Byrjað er með hálfan dl af vatninu og aukið síðan við ef með þarf. Best 1 - Nýtt kínakál í verslanir NÝTt íslenskt kínakál kom í versl- anir í gær, föstudag. I samtali við Aðalstein Guðmundsson, sölustjóra Ágætis hf., kom fram að þetta er óvenjusnemmt, því í venjulegu ár- ferði kemur kínakálið ekki á mark- að fyrr en upp úr miðjum júlí. í fyrra kom kálið reyndar á markaðinn mjög snemma líka, eða 25. júní, en þetta ár slær öll met. Góð tíð, og meginlandsveðurfarið sem hefur yljað landsmönnum und- anfarna daga, gerir að verkum að kálið hefur sprottið óvenjuvel. Aðalsteinn segir að fyrsta kálið á markaðinn sé frá Þorvaldi bónda í Fossvoginum í Reykjavík og sé gam- an fyrir Reykvíldnga að verða nú í fyrsta skipti á undan landsbyggðinni með ldnakálið í verslanir landsins. • Trjáplöntur, sumarblóm og fjölærar plöntur Opnunartímar: • Virka daga kl, 9-21 • Um helgar kl. 9-18 GROÐRA RSTOÐIN ' © tí? STJÖRNVGRÓF18, SÍMl 5814288, FAX 5812228 • Tvö ný fræðslurit komin: g „Gróðursetning" og S „Ræktaðu garðinn þinn“ m • Glæsileg veggspjöld, “ um skrautrunna, lauftré og barrtré i Nýtt efni fyr- ir íþróttafólk NÝTT EFNI ætlað íþrótta- og vaxtarræktarfólki er nú komið á markaðinn. Creatine Plus með Chitosan er flutt inn af Inn- fiutningi og dreif- ingu hf. Samkvæmt upplýsingum inn- flytjenda stuðlar notkun Creatine að kröftugri líkamsæf- ingum með því að endumýja orkusam- eindirnar ATP, og eins jafnar efnið mjólkursýrustig vöðvanna svo hægt er að æfa lengur án þess að finna fyrir þreytu. Chitosan er náttúrulegt efni sem dregur í sig fitu í meltingarvegin- um og veldur því að líkaminn nær að vinna betur úr þeirri fitu sem fyrir er í líkamanum. Creatine Plus er selt í 375 hylkja skömmtum og fæst í Lyfju, Lágmúla 5, Reykja- vík. Sætar kartöflur MARGIR hafa velt því fyrir sér hvers konar grænmeti sætar kartöflur séu. Nafnið bendir til sætleika bragðs og ýtir undir þá skoðun að þetta sé ekki almennilegt gi-ænmeti, heldur einhver bastarður sem sé einhvers staðar mitt á milli grænmetis og sykurs. Víst er það rétt að sætu kartöflumar bera nafn með rentu og eru talsvert sætari á bragðið en hinar venjulegu, en hins vegar eru þær ekki eins hitaeininga- ríkar og nafnið gæti gefið til kynna. Bryndís Eva Birgisdóttir næringar- fræðingur rannsakaði næringargildi í 100 g af venjulegum kartöflum og í 100 g af sætum kartöflum og afrakst- urinn má sjá á meðfylgjandi töflu. Eins og sjá má eru sætar kartöfl- ur aðeins þéttari í sér en venjulegar kartöflur og innihalda aðeins meiri orku, en það er mjög lítið og varla vert að minnast á. Magn helstu vítamína og steinefna er mjög svipað í báðum tegundunum. Bryndís Eva segir að sætar kartöflur séu gæða- matur og góð viðbót við það úrval rótarávaxta sem fyrir er á markaðn- um. Ilvernig á að matreiða þær? Sætar kartöflur eru meðhöndlaðar í eldamennsku á mjög svipaðan hátt og venjulegar. Þær þurfa svipaðan suðutíma, nema ef þær eru soðnar í bitum, en þá þarf að fylgjast vel með þeim því þær meyrna örlítið fyrr en venjulegar kartöflur. Sætar kartöflur eru mjög góðar á grillið og tilvalið að prófa þær næst þegar fjölskyldan hyggst borða glóð- arsteiktan mat. Þær eru einnig góð- ar í alls kyns grænmetissúpur og eins í hina íslensku kjötsúpu, en þær gefa bæði gott og örlítið sætt bragð auk þess að þykkja súpuna. Sólveig Eiríksdóttir á veitinga- staðnum Grænum kosti við Skóla- vörðustíg er landsmönnum vel kunn fyrir góða og holla grænmetismatar- gerð. Hún segist nota sætar kartöfl- ur mikið í sinni matreiðslu, en eins og flestir vita notar Sólveig hvorki hvítt hveiti né sykur í matargerð. Sólveig segir að ef hún hafi hug á að fá örlítið sætan bragðkeim af matn- um séu sætar kartöflur góður kost- ur. Sólveig gaf Neytendasíðunni uppskrift að böku með fyllingu úr sætum kartöflum. Samanburðartafla Kartöflur Sætar kartöflur 100 g 100g Vatn 79,7 g 73,7g Hitaeiningar 304kJ 372kJ 73 kcal 87 keal Prótein 2,2 g 1,2 g Fita 0,3 g 0,3g Kólesteról 0g 0g Kolvetni 15 g 21,3 g Trefjar 2 g 2,2 g Spurt og svarað Nýtt Nýtt Lilan Fourré samlokukex KEXVE RKSMIÐJAN Frón hefur fengið umboð fyrir Lilan Fourré samlokukex með súkkulaðikremi frá belgiska framleið- andanum Dryon Biscuits. Hægt er að kaupa kexið í mismunandi stór- um pakkningum, annars vegar í 300 g pakkningum og hins vegar í 500 g. Lilan Fourré sam- lokukexið fæst í öllum helstu mat- vöruverslunum landsins. Fyrir veiði- manninn KOMINN er á markað svokallaður „túbuhaldari“ frá danska fyrirtækinu Danvise. Það er Veiðimaðurinn í Hafnarstræti sem selur vöruna. er að nota soðið, heitt vatn sem bú- ið er að láta kólna. Deigið á að verða viðkomu eins og mjúkur eyrnasnepill. Deigið er flatt út í bökuform og bakað í 3 mínútur við 200° hita. Fylling 1 bolli (11/2 dl) soðnar, sætar kartöflur sem búið er að mauka 1 hvítlauksrif 2 tsk karrí ______________1/2 tsk kanill__________ 1 tsk salt 2 msk ferskur kóriander, saxaður V4 bolli (1 dl) soyajógúrt, eða venjulegt jógúrt %-1 dl. af rifnum soyaosti eða venjulegum Fyllingin hrærð saman og sett í for- bakaðan bökubotninn og bökuð í u.þ.b. 10 mín. í 180° heitum ofni. Ef bakan er orðin mátulega stíf eftir 10 mínútur er hún tekin út, annars bökuð fimm mínútum lengur. Borið fram sem aðalréttur, með salati og hrísgrjónum, eða borið fram sem meðlæti með aðalrétti hvort sem það er grænmetisréttur, fisk- eða kjötréttur. Ef fólk hefur aldrei borðað sætar kartöflur getur verið ágætt að helminga sætu kartöflumar á móti venjulegum kartöflum, eða jafnvel nota blómkál til helminga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.