Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 28

Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 28
28 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Heimsmeistara- mót í tölvutækni ÞAÐ ER ekki hlaupið að því að halda annað eins mót og heims- meistarakeppnina í Frakklandi. Ekki bara að geta tekið á móti á áttunda hundrað leik- mönnum og millj- ónum áhorfenda, heldur þarf einnig að mæta kröfum um nýjustu tækni og til að mynda geta tekið á móti tugmilljónum gesta á heimasíðu mótsins. Til marks um umfang keppninn- ar má nefna að Hewlett-Packard leggur mótshöldurum til 2.000 Vectra HP tölvur, 100 HP Unix og NT nettjóna, 500 Unix vinnustöðv- ar og 500 Laserjet geislaprentara. Þá er ótalinn ýmis búnaður sem sjúkrastofur á völlunum um allt Frakkland geta gripið til og jaðar- tæki til að tengja saman þau 150 net sem sett voru upp í Frakklandi vegna mótsins. Mælingar vegna lyfjaprófa eru einnig gerðar með Hewlett-Packard efnagreiningar- tækjum. Gagnagrunnur keppninnar er frá Sybase og breytir hann gögn- unum í HTML jafnharðan og beðið er um þau á vefsetrinu með PowerDynamo vefþjóni Sybase. Blaðamenn hafa sérstakan aðgang að grunninum og einnig átta millj- ón áskrifendur að Minitel-tölvuneti Frakka, sem er umfangsmesta upphringinet í heimi. Speglaður gagnagrunnur Til að tryggja að ekkert fari úr- skeiðis notast aðstandendur við OpenView-tækni Hewlett-Packard sem gerir þeim kleift að fylgjast með álagi og bregðast við á réttu augnabliki, en einnig er gagna- grunnurinn speglaður samhliða til tólf staða í Frakklandi, sem þýðir að gögnin ættu að vera óhult, og að- algrunnurinn, sem liggur á bak við vefsetrið, er speglaður til Texas og svarar þar beiðnum frá Bandaríkj- unum. Ahugi var síðan svo mikill á keppninni austur í Asíu að önnur spegilmynd er í uppsetningu þar. Mikill gagnagrunnur hefur verið byggður upp um það sem fram fer og þannig hafa skráðir blaðamenn aðgang að tölvutækum mynd- bandabanka þar sem þeir geta séð leikina í bútum til að skoða aftur umdeild atvik frá öllum hliðum. Þeir geta þannig skoðað í vafra þegar Zidane trampar á leikmann- inum arabíska, sem kom honum út; af og í tveggja leikja bann. í gagnabankanum geta þeir einnig fengið alla upplýingar aðrar um Zi- dane; hvenær hann var síðast rek- inn útaf í landsleik, hversu mikil- vægur hann er franska liðinu í markaskorun og fyrirgjöfum og svo má lengi telja. Hvað hreyfi- myndabankann varðar þá sitja tveir sérþjálfaðir starfsmenn keppninnar með Hewlett-Packard Omnibook fartölvur og skrá leikinn jafnóðum með sérstökum stafalykli sem síðar er samkeyrður með upp- töku til að búta hana niður í rétta hluta. Heimsmeistarakeppnin er nú haldin í ljósi nýrra aðstæðna í sam- skiptum þar s_em Netið kemur sterkt inn. A Olympíuleikunum í Atlanta reyndu menn að setja upp lifandi vefsetur en tókst ekki, með- al annars vegna þess að tölvukerfið stóðst ekki álagið, en að þessu sinni segjast aðstandendur keppn- innar geta tekið við 70 milljón heimsóknum á dag á vefsetrið. Uppsetningu kerfisins er síðan þannig háttað að hægt er að bæta við vél- og hugbúnaði án mikillar fyrirhafnar og ef nauðsyn krefur er hægt að bæta við kerfið nánast fyr- irvaralaust getunni til að taka við 100 milljón heimsóknum á dag. /g i * | • * • »» ' jÁ l' Verð frá 14.900 hmum Afl 0,8 ti! 2,5 hestöfl Éígum^ö'rkutaeki fyrír erfiðustu áðstæðurnar VETRARSÓL Hamraborg 1-3 (norðanmegin) Kópavogur • Sími 564 1864 Kaldur sviti Næsta lota er framund- an í baráttu skotleikj- ------?--------------- anna. Arni Matthíasson komst yfir forútgáfu af Unreal og segir hann skemmtilegasta og magnaðasta leik ársins. FÁRRA leikja hefur verið beðið með annarri eins eftir- væntingu og Unreal frá Epic. Á sínum tíma var Unreal kynntur sem arftaki Quake, en hálft annað ár er síðan Quake kom út og þó að myndir hafi. birst úr leiknum í auglýsingum með reglu- legu millibili ætlaði margur að Un- real biðu sömu örlög og svo margra leikja annarra; að daga uppi og gleymast smám saman. Annað kom á daginn, því Unreal er loks kom- inn út þegar þetta birtist og eftir að hafa skoðað rækilega forútgáfu leiksins er óhætt að segja að hann standist allar væntingar og vel það. Hönnuðir Unreal hafa látið þau orð falla að þeir hafi hvað eftir ann- að tekið leikinn upp og breytt graf- íkvélinni sem liggur á bakvið hann í ljósi nýrrar tækni. Þar kom að þeir töldu nógu langt gengið, enda ekki ljóst hvort hægt hefði verið að fara lengra í þessa átt á meðan 400 MHz Pentium Il-tölvur eru ekki orðnar almenningseign. I upphafi leiks er hægt að velja á milli tveggja grunngerða stúlkna og þriggja grunngerða karla, sem síðan má velja ýmsan fatnað á, alls 36 afbrigði. Byrjun leiksins er drungaleg, enda rankar sá sem leikur við sér í flaki geimskips sem flutti fanga til fanganýlendu. Á leiðinni gekk ýmislegt á, meðal annars urðu deilur fanganna sín á milli æ illvígari og blóðugri. Áður en sauð endanlega uppúr lenti skipið í seg- ulgeisla frá óþekktri plánetu og brotlenti þar á endanum með þeim afleiðingum að flestir eða allir, nema sá sem leikur vitanlega, fór- ust voveiflega. Þessi saga kemur smám saman fram eftir því sem ráfað er um skipið í leit að vopnum og verjum, en einn helsti kostur leiksins er einmitt þéttur sögu- þráður sem er einskonar blanda af vísindaskáldskap og ævintýri. Einstök stemmning Stemmningin í leiknum er ein- stök; bæði eru áhrifshljóð eftir- minnileg og svo er ljósanotkun ein- staklega markviss, ekki síst þegar reykur eða gufa er með í spilinu. Þannig slær köldum svita út á leik- anda þar sem hann ráfar um rangala loftræsingar skipsins, stundum í grænni þoku, eða á móti sterkum ljósum, og heyrir neyðar- óp og stunur í fjarska. Upphafsat- riðið er reyndar alls ekki fyrir við- kvæma, því flestir um borð fórust þegar skipið hrapaði og ekki alltaf smekklega; þannig eru sumir í mörgum hlutum á víð og dreif um sali, en aðrir eins og brotnar dúkk- ur. í Quake, sem flestir þekkja, var lítið um útiatriði og þau helst líkust því að vera í óvenjustórum sal. Jedi Knight, aftur á móti, sem all- marg- VERÐHRUN Trjáplöntur runnar - túnþökur Tilboð á efitirtöldum tegundum: runnamura, gljámispill, alparifs, blátoppur, birki, hansarós, rifsberja- runnar, fjallaíura, birkikvistur, sírena, yllir, sólbroddur, skriðmispill, rauðblaðarós, himalayaeinir, gljávíðir, dökk viðja, brekkuvíðir, hreggstaðavíðir, aspir. Verðhrun á alaskavíði, brúnn(tröllavíðir) Einnig túnþökur, sóttar á staðinn eða fluttar heim. Mjög hagstætt verð. Veríð velkomin Æ Trjáplöntu- og túnþökusalan, Núpum, Ölfusi. (Beygt til hægri við Hveragerði). . Sími 892 0388 og 4834388. ir þekkja, var með bráðvel heppn- uð útiatriði, en á kostnað smáat- riða. Unreal aftur á móti leysir úti- atriði frábærlega; leikandi fær til- finningu fyrir því að vera staddur utan dyra, himinninn sýnist óend- anlega hár, klettar raunverulegir, gil og gljúfur og grænar sléttur. Ekki er minna lagt í smáatriði, því hreistur óskepanna er fíngert og þétt, jafnvel þegar þær eru augliti til auglitis má greina húðflúr og andlitsdrætti. Veggir eru ekki legokubbastæða við nánari skoðun líkt og í Quake og svo má telja. Vissulega gerir þessi grafík nokkr- ar kröfur til vélbúnaðar og þó leik- urinn væri reyndir í nokkuð sprækri vél, 266 MHz Pentium II með 64 MB minni og 4 MB 3Dfx- skjákorti, átti hann að til að hökta þegar mest gekk á. Með því að draga eitthvað úr í skrauti og flúri gekk betur, en þegar Creative 8 MB Voodoo 2 kort var sett í vél- ina tók hún rækilegan kipp. Un- real lagar sig þannig að tölvunni sem hann er keyrð- ur á, og eins hægt að keyra hann með hefðbundnu skjá- irti. Umfangsmikil borð Borðin í Unreal era gríðarlega umfangsmikil og þrátt fyrir að hafa verið í leiknum allmikið sást ekki nema toppurinn á ísjakanum. Mik- ill kostur er og að fleiri en ein leið er út úr hverju borði. Olíkt Hexen, sem leiddi mann áfram í endalaus- an sparðatíning, er hægt að kom- ast í gegnum borðin í Unreal á methraða, en miklu skemmtilegra er að gefa sér góðan tíma og njóta ekki bara umhverfisins heldur og einnig borðahönnunarinnar og andrúmsloftsins í leiknum. Olíkt Quake þar sem allt gengur út á að drepa eða verða drepinn borgar sig að gefa sumum veranum líf í leiknum; þannig geta fjögurra arma infæddir sem kallast Nali :omið að góðum notum, meðal nnars vísa þeir á leynisvæði sem geyma ýmislegan hagnýt- an búnað. Vopnin era ekki ýkja spennandi og ekki finnast þar vopn sem jafn- ast á við BFG sælla minninga hvað þá kjamorkusprengjuna sem lyfti Shadow Warrior úr því að vera venjulegur skotleikur í eitthvað meira. Ekki gafst mikill tími til að prófa Unreal sem netleik, en þó nógur til að komast að því að hann á nokkuð í land á því sviði. Uppsetning var óþarflega snúin og klunnaleg. Skemmtilegt útspil höfundar er að hægt er að fara í einskonar netleik með tilbúna andstæðinga, Bot, sem virkuðu ansi eðlilegir á köflum. Unreal verður vísast víðast með í vali yfir leiki ársins, ef hann kemst þá ekki í fyrsta sæti. Ef greitt er út netleikjaflækjum er ekkert að hon- um að finna; tvímælalaust skemmtilegasti og magnaðasti leik- ur sem komið hefur út á árinu. Kemur ekki á óvart að framleið- endur Duke Nukem Forever, sem áður höfðu lýst þeirri ætlan sinni að nota Quake II vélina, hafa samið um aðgang að Unreal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.