Morgunblaðið - 20.06.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 20, JÚNÍ 1998 37^
+ Anna Kristjáns-
dóttir fæddist í
Hafrafellstungu í
Oxarfirði 14. nóv-
ember 1908. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Húsavík 9. júní
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Kristján Pét-
ur Jónsson, f. 25.
maí 1868 í Voladal,
d. 13. maí 1947, og
Herborg Sigvalda-
dóttir Eiríkssonar
bónda í Hafrafells-
tungu, f. 21. janúar 1867, d. 2.
janúar 1945. Þau bjuggu í Ha-
frafellstungu frá 1899 til dauða-
dags. Systkini Onnu voru Sig-
valdi Eiríkur, f. 11. mars 1899,
d. 29. júlí 1966, bóndi í Hafra-
fellstungu, Guðrún, f. 5. ágúst
1900, d. 9. nóvember 1991, tal-
símakona á Kópaskeri, Ingi-
björg Kristveig, f. 29. maí 1902,
d. 21. ágúst 1902, Guðný, f. 30.
mars 1904, d. 20. júní 1933, ljós-
Þegar horft er til hinnar öru þró-
unar á ýmsum sviðum menningar-
og atvinnumála þjóðarinnar á þess-
ari öld, sem nú er að renna sitt
skeið, má segja að þeir sem fengu
að kynnast íslensku sveitalífí fyrir
miðbik aldarinnar hafi notið fágætr-
ar reynslu. Vinnuaðferðir við bú-
skapinn, heimilishald og ýmsir siðir,
sem nú eru aflagðir og eru að
hverfa í gleymsku, voru þá hluti af
hinu daglega lífí og höfðu þannig
verið nær óbreyttir um aldir.
A stuttu tímabili um og eftir
miðja öldina varð breyting á öllum
atvinnuháttum til sveita og mörg
handtök sem áður voru unnin hurfu
og nýr tími véla og rafmagns gekk í
garð.
Við bræðurnir, sem áttum þann
góða kost að vera sendir í sveit til
frændsystkina okkar í Hafrafells-
tungu 1 Öxarfirði í samtals tíu sum-
ur á árunum 1933-1943 fengum að
kynnast þessum gamla og horfna
tíma. Sumardvöl í fallegri sveit, fjöl-
breytt mannlíf og þátttaka í hinum
almennu sveitastörfum voru hlunn-
indi og ævintýri, sem enn standa
ljóslifandi í hugum okkar þó liðin
séu 55-65 ár.
Systkinin í Hafrafellstungu, Sig-
valdi, Sigurður og Anna, ásamt for-
eldrum þeirra Kristjáni og Her-
borgu, meðan þau lifðu, mynda
þungamiðju þessara minninga. Það
hefúr sjálfsagt ekki ætíð verið létt
verk, í önn hins daglega lífs við bú-
skapinn, að fá til sumardvalar böm,
móðir, og Sigurður,
f. 12. maí 1906, d.
21. jan. 1985, bóndi
í Hafrafellstungu.
Anna ólst upp á
heimili foreldra
sinna, og sá þar um
húsfreyjustörf eftir
að móðir hennar
gat ekki sinnt þeim
vegna veikinda.
Hún bjó siðan með
bræðrum sínum
Sigvalda og Sigurði
í Hafrafellstungu til
ársins 1964, er þau
systkinin hættu búskap og flutt-
ust til Kópaskers. Þar hélt hún
heimili fyrir bræður sína meðan
þeir lifðu og hún bjó á Kópa-
skeri til ársins 1992, en fluttist
þá í Hvamm, heimili aldraðra á
Húsavík og dvaldi þar síðustu
árin.
Utför Önnu Kristjánsdóttur
fer fram frá Skinnastaðakirkju
í dag og hefst athöfnin klukkan
14.
allt frá fimm ára aldri, sem þurftu
umönnun og aðgæslu í ókunnu um-
hverfi. Þetta tókst þeim systkinun-
um með ágætum. Dvölin í Hafra-
fellstungu (Tungu), þátttaka í störf-
um þeirra sem þar bjuggu varð
hluti af þroska okkar og uppeldi,
sem við höfum búið að allt til þessa
dags.
Anna Kristjánsdóttir, sem nú hef-
ur kvatt þessa lífsbraut tæplega
níutíu ára að aldri, átti stóran þátt í
því að minningar okkar um þessar
sumardvalir eru svo bjartar og
ánægjulegar.
Anna ólst upp á heimili foreldra
sinna í Hafrafellstungu og gekk þar
að öllum störfum með systkinum
sínum. Eftir að móðir hennar gat
ekki lengur sinnt húsmóðurstörfum
sökum aldurs og veikinda, sá Anna
um innanhússstörf heimilisins. Hún
var góð húsmóðir, með afbrigðum
gestrisin, var hispurslaus og glað-
vær í framkomu. Það þekkti m.a. sá
fjöldi fólks, sem á hverju hausti við
göngur og réttir þáði veitingar hjá
Önnu í Tungu.
Hún bjó bræðrum sínum og öðru
heimilisfólki myndarlegt heimili þar
sem gott var að koma og gott að
dvelja og þar ríkti einlæg lífsgleði.
Má í því sambandi minnast þess að
mjög var sótt eftir því að koma
bömum í sveit til systkinanna í Ha-
frafellstungu, svo um nær þrjátíu
ára skeið var alltaf a.m.k. eitt barn
sem hafði sumardvöl hjá þeim
systkinum.
Þegar þau systkinin hættu bú-
skap árið 1964, fluttust þau til
Kópaskers, komu sér þar upp ein-
býlishúsi sem þau nefndu Tungu.
Þó umhverfið væri annað en suður í
Öxarfirði, varð engin breyting á
gestrisni húsfreyjunnar, glaðlegu
viðmóti hennar og myndarskap.
Hún hafði ætíð mikla ánægju af
því að taka á móti vinum og kunn-
ingjum og minnast margir góðra
heimsókna í Tungu á Kópaskeri.
Sigvaldi lést eftir aðeins tveggja
ára búsetu á Kópaskeri, Sigurður
vann í mörg ár við afgreiðslu hjá
KNÞ, en hann lést 1985. Anna var
þá orðin ein eftir í Tungu og heilsan
farin að bila. Fvrii- nokkrum árum
ánafnaði hún Hvammi, heimili aldr-
aðra á Húsavík eigur sínar og bjó
hún á Hvammi hin síðustu ár.
Anna er kvödd með einlægu
þakklæti fyrir hennar góða þátt í
því að gera sumardvöl okkar í Ha-
frafellstungu um tíu ára skeið að
gróðurreit góðra minninga.
Hugheilar þakkir eru færðar
hjónunum Kristbjörgu og Óla Birni
Einarssyni á Kópaskeri, sem ætíð
voru Önnu til aðstoðar þegai’ á
þurfti að halda síðustu árin sem hún
bjó á Kópaskeri.
Sigurður og Sverrir
Jóhannessynir.
Það er júnímánuður 1954 og
Douglas Dakota-flugvél frá Akur-
eyri er að lenda á flugvellinum á
Kópaskeri. Níu ára drengur bíður
þess kvíðinn hvað við tekur, hvort
nokkur muni birtast til að taka á
móti honum og hvernig muni ganga
að komast á áfangastað til sumar-
dvalar hjá ókunnugu fólki á ókunn-
ugum stað.
Grænn vörubíll rennir upp að
flugvélinni. Hann er að sækja vörur
og drenginn. Komið var við á nokkr-
um bæjum á Ieiðinni til að afhenda
varninginn. Alls staðar voru fram
bomar veitingar. Loks var ekið í
hlaðið á bæ undir fallegu fjalli í hlý-
legu umhverfi. Á bæjarhlaðinu
stóðu búsældarleg kona og tveir
karlar.
Þarna sá ég í fyrsta sinn Önnu í
Tungu og „pilta“, bræður hennar
tvo, þá Sigvalda og Sigurð (Valda
og Sigga) sem öll bjuggu í Hafra-
fellstungu í Axarfirði. Hjá þeim átti
ég eftir að dvelja mörg sumur og
kynni mín af þeim áttu eftir að hafa
mikil áhrif á mig, lífsviðhorf mitt og
skoðanir.
Á heimilinu hjá Önnu, Sigga og
Valda var óformleg en samt nokkuð
ákveðin verkaskipting þó svo að all-
ir gengju til þeirra starfa er bú-
skapurinn krafðist hverju sinni.
Sigvaldi var bóndinn, íhugull,
varfærinn og fyrirhyggjusamur.
Hann lét sér afar annt um búið og
bústofninn og greinilegt var að hon-
um var eðlilegt og það veitti honum
mikla ánægju að annast umhirðu
búfjár. Þetta var honum í blóð bor-
ið, byggt á reynslu kynslóða, enda
voru margir þættir í búskaparhátt-
um að ýmsu leyti með svipuðum
hætti og verið hafði í íslenskum
landbúnaði um aldir. Sigvaldi var
elstur systkinanna og þó svo að þau
ættu og rækju búið í sameiningu,
var Ijóst að hann var fremstur með-
al jafningja. Engin ákvörðun sem
máli skipti var tekin án hans sam-
þykkis.
Þó að Sigurður væri að sjálfsögðu
einnig bóndi og virkur þátttakandi í
bústörfum, var það á annan hátt því
hann var jafnframt tæknimaðurinn
á búinu. Vindrafstöð til Ijósa og
hleðslu á útvarpsrafhlöðunni og til-
koma díselrafstöðvar nokkrum ár-
um síðar voru ný viðfangsefni. Þó
svo að heyvinnslutækni sem búið
réð yfir á þessum tíma þætti ekki
merkileg í dag, krafðist viðhald og
rekstur þessa búnaðar þekkingar
sem ekki varð tekinn af reynslu for-
feðranna. Hana varð að sækja ann-
að. Þennan þátt sá Sigurður um.
Hann var á vissan hátt dæmigerður
fyrir þá íslensku bændur sem á einu
æviskeiði voru tengiliðir aldagam-
alla búskaparhátta við fyrstu skref
tæknivæðingar í nútíma landbúnaði.
Anna var húsmóðirin og ráðskon-
an og gekk til bústarfa inni og úti
eftir því sem á þurfti að halda. Það
var ekki lítið verk og vinnudagur oft
langur. Hún sá oftast um að mjólka
kúna og hluta af geitunum. Matar-
gerð og úrvinnsla við heimaslátrun,
mjólkurvinnsla öll, skyr-, smjör- og
ostagerð, þvottar og fjöldamörg
önnur heimilisstörf voru dæmigerð
viðfangsefni Önnu auk ábyrgðarinn-
ar á bömum sem dvöldu hjá þeim
allmörg sumur. AJlt eru þetta verk-
efni sem mörgum þætti meira en
nóg að annast í dag, þó að nú sjái
rafmagnið okkur fyrir tækni sem
gerir sum þeirra auðveld og þægileg
eða að þau eru raunverulega horfin
og gleymd og annað komið í^taðinn.
Frá fyrsta degi gerði Anna sér
far um að ég aðlagaðist nýju um-
hverfi. Hún setti mig inn í gang
mála á heimilinu, fékk mér verkefni
að vinna og var óþreytandi að vara
mig við hættunum sem alls staðar
leyndust að hennar sögn.
Meðal þess sem mér bar að var-
ast var hættan á að drukkna í ánni,
detta af hestbaki, hrapa í gjánni,
skera mig á vasahnífnum eða vera
sleginn af hesti.
Þetta kom mér á óvart, fannst
jafnvel ólíklegt að ég lifði til hausts
jafnhættulegt og sveitalífið virtist í
byrjun.
Eg skildi það fyrst löngu seinna
að stöðug áminning um hættur í
umhverfinu endurspeglaði þá
ábyrgð sem Anna fann til, að skila
þeim börnum sem hjá henni dvöldu
heilum á húfi að hausti. Sú ábyrgð
sem Anna fann til mín vegna meðan
ég dvaldi í Tungu og sú umhyggja
sem hún sýndi mér alla tíð var ein-
læg og hlý. Það sama á við um
Valda og Sigga, en þegar á leið voru
verkefni mín flest tengd þeirra dag-
legu störfum. Dró þá líka nokkuð úr -
lífshættunni.
Það var mikil reynsla fyrir mig að
kynnast lífi og störfum heimilis-
fólksins í Tungu. Breytingin á at-
vinnuháttum í landbúnaði frá þess-
um tíma er ótrúleg. Rafvæðing og
vélbúnaður til allra verka er sýni-
legast á yfirborðinu í dag, en minna
ber á ýmsu öðru sem smám saman
gleymist. Geitabúskapur á gamla
mátann er aflagður. Fráfærur á
miðju sumri, að smala geitunum í
stekk kvölds og morgna til að
mjólka og heimavinnsla allra afurð- f
anna tíðkast ekki lengur.
Varla eru þeir bændur heldur
margir nú til dags, sem horfa með
stolti og ánægju á fallega hlaðinn og
vel frágenginn taðhrauk í lok vinnu-
dags, enda annað eldsneyti heppi-
legra til nútímanota.
Það var líka sérkennilegt fyrir
mig er ég lærði síðar nútímaaðferð-
ir við húsbyggingar, að hafa sjálfur
tekið þátt í því í Tungu að byggja
fjárhús þar sem ekkert byggingar-
efni var aðkeypt nema naglar og
tvær litlar gleri’úður. Torf og grjót í
hlöðnum veggjum, rekaviður í burð-
arvirki, skógarhríslur og torfþökur
til að klæða þakið. Húsið þjónaði
samt lengi og vel sínum tilgangi.
Efst er mér þó í huga fólkið sjálft,
Anna, Valdi og Siggi, og kynni mín
af lífsviðhorfum þeirra og tilfinning-
um. Þau voru í senn sjálfstæðir
bændur, stolt af búskapnum meðan
aðstæður leyfðu að honum væri
haldið áfram, en um leið voru þau
lítillát og nægjusöm. Um allar
væntingar þeirra og drauma getur
enginn vitað þó eflaust hafi nokkuð
á vantað að allir hafi draumar
þeirra ræst. Það var ekki í þeirra
eðli að vera með barlóm. Þraut-
seigja þeirra og þolinmæði, gott geð
og bjartsýni hafa vonandi hjálpað
þeim til að mæta vonbrigðum lífs-
ins. Samviskusemi og heiðarleiki
var þeim eðlislægur. Þau voru
hrekklaus og öll samskipti þeirra
við aðra byggðu á trausti á þvi að
þeir hefðu sömu sjónarmið í heiðri.
Það vai’ mannbætandi að kynnast
og eiga systkinin í Tungu að vinum.
Nú þegar Anna, síðust systkin-
anna, er jarðsett á Skinnastað vil ég
þakka okkar löngu og góðu kynni.
Ég er þakklátur forsjóninni fyrir að
hafa fengið að kynnast þessu góða
fólki. Þau tilfinningatengsl sem við
bundumst á þessum árum hafa ver-
ið og verða mér ætíð mikils virði.
Ég og fjölskylda mín öll biðjum ~
góðan Guð að blessa minningu
Önnu og bræðra hennar um leið og
við þökkum af einlægni hlýhug
þeirra og vináttu alla tíð.
Axel Gíslason.
ANNA
KRIS TJÁNSDÓTTIR
+ Guðni Einarsson
var fæddur á
Eskifirði 23. nóvem-
ber árið 1916. Hann
lést á legudeild
Sundabúðar 16. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ingibjörg Stefáns-
dóttir, húsmóðir, f.
2. febrúar 1890, d.
23. mars 1921, og
Einar Baldvinsson,
kennar og sjómað-
ur, f. 4. okt. 1882, d.
23. okt. 1923.
Guðni kvæntist
Dóru Hjörleifsdóttur frá Unn-
arholtskoti í Hrunamanna-
hreppi og bjuggu þau um tíma í
Fagradal í Vopnafirði, en þau
slitu samvistum. Þau eignuðust
tvo syni, Sigurð, f. 9. febr. 1956,
Við systkinin viljum með nokkr-
um orðum minnast vinar okkar
Guðna Einarssonar en hann lést á
og Ólaf, f. 6. febr.
1959. Kona Ólafs er
Fanney Rut og eiga
þau þrjár dætur.
Guðni ólst upp hjá
foreldrum sínum
meðan þeirra naut
við, en var eftir það
í fóstri hjá skyld-
fólki á Eskifirði í
fjögur ár. Þá fluttist
hann upp á Velli og
var m.a. á Freyshól-
um þar í sveit til
fermingaraldurs.
Þá fluttist hann í
Fögruhlíð í Hlíðar-
hreppi og var þar um nokkurra
ára skeið. Eftir það bjó hann og
starfaði víða bæði á sjó og landi.
títför Guðna fer fram frá
Vopnafjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
hjúkrunarheimilinu Sundabúð á
Vopnafirði hinn 16. júní sl. Þó að
Guðni væri ekki tengdur okkur
blóðböndum var hann samt ávallt
órjúfanlegur hluti af fjölskyldu
okkar og var okkur í raun alltaf
sem eins konar afi. Góðmennska og
hjálpsemi voru áberandi eiginleikar
í fari hans þó ekki væri hann mikið
fyrir að þiggja hjálp sjálfur. Ef
hann vissi hins vegar að einhvern
vanhagaði um eitthvað var hann
fljótur að taka upp símann og gera
það sem hann gat til að bjarga mál-
unum.
Þegar Guðni var á besta aldri fór
hann að missa máttinn í fótunum og
ágerðist sá sjúkdómur eftir því sem
árin liðu. Þrátt fyrir mikla fótlun af
þessum sökum kom aldrei annað til
greina hjá honum en að gera alla
hluti upp á eigin spýtur og fór hann
allra sinna ferða á jeppanum sínum
þar til fyrir tveimur árum, en þá
höfðu fæturnir nær alveg gefið sig.
Hann hafði fengið ríkulegan
skammt af sjálfsbjargarviðleitni í
vöggugjöf sem fleytti honum langt
og hjálpaði honum að takast á við
fötlun sína. Hann var náttúrubarn
og veiðieðlið var honum í blóð bor-
ið. Hann lá fyrir hreindýrum, rjúpu
og gæs þrátt fyrir að fæturnir væru
farnir að svíkja og var áhuga hans
fyrir hvers kyns veiðiskap við-
brugðið. Hann hafði alltaf mikinn
áhuga fyrir því hvernig fiskaðist
hjá trillunum og naut þess mjög að
fá að taka þátt í veiðiskapnum með
óbeinum hætti, t.d. með því að fella
net og þræða netanálar fyrir vini
sína. Mörg vor dvaldi Guðni í
Bjarnarey við veiðar og eftirlit með
æðarvarpi. Þrátt fyrir að hann
kæmist ekki sjálfur í eyjuna síðustu
árin var áhuginn enn til staðar og
ekki eru nema nokkrir dagar síðan
hann var að hringja og spyrjast fyr-
ir um hvernig miðaði byggingu á
nýju húsi í Bjarnarey. Þannig var
Guðni, fylgdist vel með sínu fólki
allt til hinstu stundar.
Guðni Einarsson bjó yfir mikilli
skapfestu og gat verið þrjóskur ef
svo bar undir. Hefði hann tekið
ákvörðun varð honum ekki hnikað
svo auðveldlega. Hann var glað-
sinna og hafði gaman af því að
glettast og kunni þá góðu list að
gera grín að sjálfum sér. Hann var
hjartahlýr, barngóður og sannur
vinur vina sinna. Hann hafði komið
víða við á langri ævi og kunni marg-
ai’ sögur af samferðafólki og at-
burðum og naut þess á góðum
stundum að segja sögur frá liðinni
tíð.
Undir það síðasta þegai- heilsan
fór að bila talaði hann um að nú
væri komið nóg og það er okkar
vissa að hann er hvíldinni feginn.
Við minnumst Guðna með virðingu
og viljum að leiðai’lokum þakka
honum öll gæðin í okkar garð allt
frá fyrstu tíð. Við vottum sonum
hans og barnabörnum svo og öðr-
um ættingjum hans og vinum okkar
dýpstu samúð. Við kveðjum Guðna
með eftirfarandi ljóðlínum og ósk-
um honum velfamaðar á veiðilend-
um eilífðarinnar.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin,
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvaðgeturgrættossþá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja
og gott er allt sem Guði’ er M.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur teQa,
ídauðans dimmum val.
Ur inni harms og hryggða,
til helgra ljóssins byggða,
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(V. Briem)
Magnús, Brynja
og Signý Björk.
GUÐNI
EINARSSON