Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 41

Morgunblaðið - 20.06.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 41* i I J 1 1 1 í I I f I I I J I J I I DIETER ROTH Dieter Roth, fullu nafni Karl Dietrich Roth, fæddist í Hannover í Þýska- landi 21. apríl 1930. Hann varð bráð- kvaddur í Basel í Sviss 5. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Karl Ul- rich Roth, bókari, f. 6.7. 1903, og Vera Ella Dolla Roth- Feltman, húsmóðir og ljóðskáld, f. 8.1. 1917. Bræður Diet- ers eru Wolfgang forstjóri, f. 2.5. 1931, og Hartwig, f. 11.12. 1942. Þeir búa báðir í Sviss. Dieter kvæntist 31.7. 1957 Sigríði Björnsdóttur, listmálara og Iistþerapista, f. 5.11. 1929. Þau skildu 1965. Foreldrar hennar voru séra Björn O. Björnsson, f. 21.1. 1896, d. 19.9. 1975, og Guðríður Vigfúsdóttir, f. 2.6. 1901, d. 12.4. 1973. Börn Dieters og Sigríðar eru: 1) Karl, f. 17.11. 1957, tölvunarfræðing- ur. Hann er kvæntur Láru Magnúsardóttur, sagnfræðingi, f. 30.4. 1960. Börn þeirra eru Solveig, Þórður og Karl Diet- rich Roth. 2) Björn, listmálari, f. 26.4. 1961. Sambýliskona hans er Þórunn Svavarsdóttir, kenn- ari, f. 11.1. 1958. Börn þeirra eru Oddur, Einar og Vera. 3) Vera, jarðfræðinemi, f. 17.2. 1963. Sambýlismaður hennar var Gísli Jóhannsson, garð- yrkjubóndi í Dalsgarði. Þau skildu. Börn þeirra eru Þor- bergur, Þrándur og Þórunn. Sljúpdóttir Dieters er Guðríður Adda Ragnarsdóttir atferlis- fræðingur, f. 23.4. 1950. Fyrstu 13 árin bjó Dieter í foreldrahúsum í Hannover. Árið 1943 var hann, ásamt hópi bama með svissneskan ríkis- borgararétt, sendur til Sviss til að forða þeim frá hörmungum stríðsins. í Ziirich hlaut hann klassíska menntun til sautján ára aldurs. I stríðslok settist fjöl- skylda hans að í Sviss. Hann lauk námi í auglýsingateiknun í Bern, en vann jafn- framt að eigin mynd- list. Þar kynntist hann verðandi stór- jöxlum í svissneskri myndlist, svo sem Tinguely, Lugenbuhl og Eggenschwiller. Árið 1955 hóf hann störf sem hönnuður í Kaupmannahöfn. I byrjun árs 1957 fluttist Dieter til Reykjavíkur og stofnaði þar heimili. Þar vann hann við ýmis- legt, meðal annas við módelsmíði á skartgripum hjá Halldóri gull- smið, með Herði Ágústssyni, list- málara og fræðimanni, að ýmsum hönnunarverkefnum. Hann vann einnig með Andrési Kolbeinssyni tónlistarmanni að tilraunaljós- myndun. Árið 1958 stofnaði hann í félagi við Einar Braga skáld list- bókaforlagið forlag ed (Einar Bragi og Dieter). Á árunum 1957-1959 vann hann við lóða- hönnun fyrir Alaska, glerhönnun og við keramikframleiðslu í Gliti, með Ragnari Kjartanssyni mynd- höggvara. Upp úr 1962 störfuðu þeir Magnús Pálsson myndlistar- maður saman að ýmiskonar mód- elsmíði. Dieter tengdist Fluxus-hreyf- ingunni í gegnum Daniel Spoerri á 6. áratugnum. Hann vann að þróun bókverka og hreyfilistar, tengdri konkretlistinni, og gerði m.a. skúlptúra úr mat. Þessi verk voru sýnd víða og veittu honum heimsfrægð. Dieter fór fyrst til Bandaríkjanna 1958 og kenndi þá við Philadelphia Museum College of Art. 1964 var hann gestagagn- rýnandi í Yale School of Architecture og 1965 kenndi hann við Rhode Island School of Design og vann að hönnun fyrir efnafyrirtækið Ciba-Geigy. Árið 1968 var hann skipaður prófess- or við Akademie der Kunst í Dusseldorf, en sagði starfínu lausu skömmu síðar. Dieter starfaði oft með öðrum og fór þá ekki í manngreinarálit. Má þar nefna Hermann Nitsch, Gunter Brus, Richard Hamilton, Arnulf Rainer, Ingrid Wiener, Stefan Wewerka og Björn Roth. Hann vann einnig að listsköpun með börnum, vinum og fjöl- skyldu. Hann gerði tilraunir með ýmis efni. Bókmenntapyls- ur hans, súrmjólkurmyndir og ostaorgel vöktu athygli. Árið 1970 hélt hann fræga sýningu á ostum í 40 ferðatöskum í Eugeni Butler-gallernnu í Los Angeles. Árið 1975 hóf hann útgáfu á Tímariti fyrir allt, þar sem hver sem er gat fengið hvað sem er birt. Með tveggja áratuga milli- bili lét hann taka myndir af öll- um húsum í Reykjavík. Meðal verka hans eru ljóð, tónlist, skúlptúrar, uppákomur, kvik- myndir, Ijósmyndir, dagbækur, málverk og bókverk. Síðustu ár- in vann hann mest með Birni syni sínum og hélt sýningar víða. Hann bjó í Basel, Stutt- gart, Vín og Hamborg, en dvaldi hluta af árinu á íslandi. Hann hafði sérstök tengsl við Hellna á Snæfellsnesi, Seyðisfjörð, Loð- mundarfjörð og Mosfellssveit. Síðasta meistaraverk Dieters, að mati Daniels Spoerri, er af- mælisgjöf til hins síðarnefnda. Það er dyrabjöllutónlist, stýrt af símbréfum. Fyrsta einkasýning hans var í Reykjavík 1958. Hann var viðstaddur opnun sýningar sinnar í Ziirich 22. maí síðastlið- inn. Hún verður opin fram í ágúst. Til minningar um Dieter Roth verður haldið teiti í Þingholti á Hótel Holti laugardaginn 20. júni klukkan 14. Aska hans verður grafín í kyrrþey á Helln- um á Snæfellsnesi. Bálförin hef- ur farið fram. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast tengdaföður míns og velgjörða- manns, Dieters Roth. Kannski er ekki hægt að greina á milli manns- ins og listamannsins, en ég kynntist aðallega fjölskyldumanninum Diet- er. Opinberu hliðina á honum sá ég miklu sjaldnar. Þó grunar mig að munurinn hafi ekki verið mikill, enda held ég að hann hafi verið sjálfum sé samkvæmari en flestir aðrir. Hann var áhrifamikill maður í listaheiminum og ekki að ófyrir- synju. Hann hlaut að hafa áhrif á þá sem hittu hann. Hann var með ólík- indum víðlesinn. Hugmyndaauðgi hans var engu lík. Utsjónarsemi, drifkraftur og þrek voru óviðjafnanleg. Gjafmildi og hjálpsemi hans var mikil. Ég get aldrei fullþakkað þann stuðning sem hann veitti mér í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Áhrifamest var samt, að allt sem hann sagði og gerði var satt. I einkalífinu, eins og í listinni, notaði hann engar líkingar og aldrei reyndi hann að breiða yfír ókosti eða veikar hliðar. Það var ekki alltaf auðvelt, enda er sannleikurinn af- stæður. Flestir eru líka óvanir því að leggja kosti og galla, tilfinningar og rökhyggju að jöfnu. Við vitum ekki hvemig á að taka því. En það var sannarlega lærdómsríkt. Dieter var oftast búsettur erlend- is, en var jafnan á Islandi þegar því varð við komið. Hann mat fjöl- skyldu sína meir en nokkuð annað og þótt hann væri oft fjarri tókst honum að halda nánu sambandi við börnin sín og barnabörnin níu. Afi í útlöndum var stór hluti af lífi okkar allra og hans er sárt saknað. Honum hefur verið valinn leg- staður á Hellnum á Snæfellsnesi. Þar átti hann ávallt athvarf langt frá skarkala heimsins, sem var oft meiri en við gerum okkur í hugar- lund, sem fórum í gegnum lífið sem óbreyttir borgarar. Takk fyrir mig. Hvíl í friði. Lára Magnúsardóttir. Draumur er rofinn um nótt þegar eldlitað lauf fellur af sveigðri grein og myndar gust sem bærir bifhár á lausri fjöður fugls og feykir henni á væng sofandi hugarflugs sem vakn- ar með andfælum og ánetjast dögg og angan. Þannig er viðbragð manns við dánarfregn Dieters Roth, snillings- ins Ijúfa, höfðingjans sem kom fær- andi hendi og dreifði gliti í slóð sína um lendur listarinnar. Þegar Dieter Roth fluttist til fs- lands 1957 má segja að hann hafi borið í farteski sínu áhrif alþjóð- legrar hreyfilistar, og um leið bylt- ingarkennda grafíska hönnun undir áhrifum strangflatarlistar, - og jafnframt fyrsta bókverk sitt: kind- erbuch, sem hann lagði drög að 1954. Sambönd hans við útlönd opnuðu nýjar leiðir í tjáskiptum fyrir ungt fólk á íslandi og fyrir hans tilstilli voru margir víðkunnir listamenn fúsir að senda verk á sýningar SÚM-hreyfingarinnar tíu árum síð- ar. Þá átti Dieter Roth mikinn þátt í því að koma ungum listamönnum í sambönd erlendis og bauð þeim sjálfur á sýningar víða í Evrópu. Þegar Nýlistasafnið var stofnað 1978 léði hann nafn sitt á félagatalið og var þar alla tíð í miklu uppáhaldi og fyrsti heiðursfélagi ásamt Herði Agústssyni, vini sínum. Dieter Roth efldi safnið með mikilfenglegum gjöfum, margítrekað, þannig að menn stóðu agndofa yfir örlæti hans og skörungsskap. Síðan fylgdi í kjölfarið ýmislegt smálegt, falleg kort með innilegum kveðjum, myndskreytt bréf, sýningaskrár. Allt þetta fór í hirslur með bókum hans, grafík og teikningum sem að- dáendum hans þykir sérstök unun að draga fram og handfjatla af var- færni, með blæ af lotningu, því ræktarsemi Dieters Roth var ein- stök: hann sáði í akur nágranna sinna, þeir uppskáru. Segja má að verk Dieters Roths í Nýlistasafninu séu kjarni listaverkaeignar þess og sá grunnur sem skapar því nokkurt alþjóðlegt vægi, dýrmætt yfirbragð. Sköpun er hreyfing og hreyfing er sköpun. Listaverk er ekki endan- leg niðurstaða, það er ávísun til næsta áfanga, skref í ákveðinni þró- un sem stöðvast aldrei. Með grafíkmyndum sínum vann Dieter Roth stórvirki sem er ein- stætt í listasögu vesturlanda, að- ferðimar eru margvíslegar, bæði venjuleg, hefðbundin skólatækni eins og steinprent, koparstunga, þurrnál, æting og silkiþrykk, en jafnframt útvíkkun á þessari tækni: Framúrstefna sem er lifandi hluti af myndvinnslunni; seríur þar sem ákveðinni mælingu eða viðsnúningi er beitt í teikningunni og hvert ein- tak er frábmgðið því næsta í röð- inni; þrykkt er yfir blaðið oftar en einu sinni, og óhrein eða misheppn- uð afrit em talin fullgild listaverk; sama undirlagið er notað aftur og myndefninu er breytt lítilsháttar og þrykkt þannig trekk í trekk; málað þunnt yfir með olíulitum, eggja- hræru, sykurlegi, bráðnum osti og súkkulaði; mynd prentuð þar til svertan er horfin af steininum; unn- ar kjötvörur pressaðar inn í pappír- inn; unnið er með ljósmyndatækni- legum aðferðum og yfirlögum á myndefnið þannig að útkoman er ýmist gagnsæ, mött eða glansandi og einstakir myndhlutar skera sig frá og draga athyglina að sér. En það sem einkennir öll grafíkverk Dieters Roth er sjálfsprottin heild- arsýn, staðsetning myndefnis, lita- val, og snilldarleg teikning. Hið sama má segja um málverk hans og höggmyndir, - og raunar allt sköp- unarstarf. Dieter Roth lagði fyrir sig gjöminga, innísetningar, skrif, ljóðagerð, upptökur á myndbönd og filmur, tónsköpun, -stjóm og hljóð- færaleik, útgáfur bóka, tímarita og hljómplatna. Þar fengu ýmsir tæki- færi sem höfðu lítinn sem engan bakgmnn í námi og þekkingu, en höfðu köllun og þráðu einhverja frægð. Dieter Roth gaf þessu fólki tækifæri til að láta ljós sitt skína vegna þess að hann trúði á manninn og skildi löngun hans til að afreka eitthvað sérstakt og gefa heiminum hlutdeild í því. Persónuleiki listamannsins er skuggsjá sem speglar blik fmm- legrar hugmyndar, í henni skín hún; einfaldur, gagnsær kjarni. Listamaðurinn hefur sagt frá því í viðtali hve snortinn hann varð eitt sinn af hugmynd sem lá að baki sér- stökum matseðli, sem honum var réttur á veitingahúsi í Barcelona, og heyrði um leið ámátlegt væl og spangól úr næsta nágrenni. Þjónn- inn sagði honum að selt væri af matseðlinum til styrktar hæli fyrir munaðarlausa hunda. Upp úr þessu spratt fmmlegt verk sem var byggt á sólarhringslangri hljóðupptöku inni á hælinu af gelti, urri og ýlfri, sem síðan var spiluð í sýningarsal í Sviss, og tekið upp allt tal þar á staðnum og blandað saman. Þessu fylgdu um 2.000 teikningar hsta- mannsins af sjálfum sér sem hundi og auk þess 1.400 ljósmyndir af þessum umkomulausu skepnum. I mörgum öðrum verkum gerði Dieter Roth út á þefnæmi fólks, lagði kjötsneiðar inní ljóðabækur, setti saman sérstakt lyktarhljóðfæri eða flautu, mótaði héra úr héraskit og hálmi, hellti súrmjólk í glerkassa eða yfir verk sem honum þótti ekki nógu góð, og náði þannig fram sér- stæðri fegurð. I sælgætisverk- smiðju í Basel í Sviss er salur sem geymir kynstrin öll af htlum skúlpL úrum og afsteypum úr súkkulaði. I öllum þessum listaverkum er það virkni efnisins sem skiptir höfuð- máli: gerjun, rotnun, þurrkun, sem smám saman breytir áferð og yfir- borði, riðlar heildarmyndinni. Lista- verkið er í sífelldri mótun, - sem leiðir jafnvel til upplausnar, hruns og algerrar eyðileggingar einhvern tímann. I fáeinum tilfellum afhjúpar brotthvarf yfirborðsins óvænt und- irlag, teikningu, málverk eða grafík. Endurvinnsluverk Dieters Roth voru gerð m.a. til að koma saman því mikla safni sem hann dró að sér um ævina, breyta því í lífrænar heildir með nýrri skírskotun. Þannig teygði hungrað hug- myndaflug Dieters Roth sig inn í hvem krók og kima, öll viðfangsefni eru jafn rétthá og merkileg. I myndgerð hans bregður stundum fyrir hæðni, sem er hugsanlega stíl- bragð eða listvörn gegn óþægilegu áreiti fólks og umhverfis. Arfleifð listamannsins er sköpun- arstarf hans, gáfa, frumlag, kveikja og hugljómun, verk reist af djúpum skilningi og mannúð, ríkri sam- kennd. Þau lýsa hugrekki viturs manns og snilhngs í leit og baráttu á þeirri hvössu egg sem aðskilur líf og dauða. Með þessum orðum og sýningu á bókverkum senda félagar og vinir Dieters Roth í Nýlistasafninu börn- um hans og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur við leiðarlok. Megi nafn hans ljóma skært í listasögu^ heimsins. Níels Hafstein, Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Ætli nokkur hafí þekkt hann skár en ég? Kannski Jón Gunnar? Kannski Magnús Pálsson - og kannski systir mín, hún Sigga, sem eitt sinn var gift honum. Og senni- lega börnin hans - amk. Bjöm. En hversvegna ég tel mig þekkja hann svo vel er trúnaðarmál - og það hundgamalt. Við höfðum satt að segja þekkst í hálfan mannsaldur - þegar hann tníði mér fyrir því að Brahms (af öllum!) væri eitt albesta tónskáld sem Guð hafði skapað. En þennan trúnað (sem ég er nú að svíkja - að gefnu tilefni) sýndi hann mér að vetrarlagi þegar við vorum á leiðinni í stórum rússajeppa út á Snæfellsnes. Nemahvað, hefði þetta nú verið söngvar eða kammermúsík - eða jafnvel seinni píanókonsertinn eða sú Fjórða - nei: þetta voru Ást- arsöngvamir - og það eftir mann sem músíkólógar fullyrða að hafi verið kvenhatari! Til að milda þetta skildist mér að hann elskaði Hándel, einkum Vatna- og Flugeldasvítuna - af því þær hljóm- uðu svo vel í rússajeppa í íslensku landslagi. Mér skildist einnig - í þessari sömu ferð - að Þórbergur Þórðarson ætti ekki sinn líka í heimslitteratúmum, og það skildi ég enn betur þegar við náðum loks að Hellnum i húsið hans á sjávar- kambinum. Vegna þess að þar var Heimslitteratúrinn upp um alla veggi - og það í vönduðum og fal- legum útgáfum. Og loks trúði hann mér fyrir því, sem hann staðfesti með dæmum, að hann væri farinn að mála landslagsmálverk! Þetta • - átti ég auðvitað ekki að segja. Fyrirgefðu mér, gamh vinur. Enn og aftur! Ein fyrsta minning mín um Diet- er (þá skrifaði hann nafnið sitt með litlu d-i og engu e-i) var göngutúr um svæði sem nú flokkast undir Garðahrepp: mitt í heimspekilegum hugrenningum rákumst við allt í einu á rosalega ryðgaðan vegg af gömlum skúr. Þennan vegg vildi Di- eter kaupa gegn fullu gjaldi og rúm- lega það og selja þekktu listasafni í henni Evrópu. í dag er þessi vinur minn meðal þekktari listamanna í heiminum. En það sem skiptir máli er hinsvegar að þar fór yndislega skemmtilegur og ótrúlega gáfaður,, örlátur og vandaður maður, sem átti einkar auðvelt með að fá menn á móti sér, einkum ef þeir voru hér- umbil jafn gáfaðir og viðkvæmir og hann sjálfur. Sem betur fer fyllti ég ekki þann litla flokk. Sennilega tók hann aðeins minna mark á heimin- um en sjálfum sér. Afturámóti tók hann einhverra hluta vegna mark á íslandi. Hann var satt að segja ótrúlegur! Eftilvill ofnæmur - sbr. Kjarval. Blessuð sé hans minning! Oddur Björnsson. • Fleirí minningargreinar um Dieter Roth bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður, tengdaföður og afa, GUÐNA ERNST LANGER stýrimanns, Gullsmára 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir til séra Gunnars Sigurjónssonar og starfsfólks krabba- meinsdeildar Landspitalans fyrir einstaka umhyggju og hlýhug í hans garð. Halldór Ivar Guðnason, Ása Magnúsdóttir Blöndahl, Edda Guðrún Guðnadóttlr, Sveinn Vignisson, Magndis, fvar, Breki, Sigrún Arna og Ásta Guðný. 4 (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.