Morgunblaðið - 20.06.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 20.06.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ 25 ára afmælisút- gáfa Islensku vega- handbokarinnar ÚT er komin 25 ára afmælisútgáfa Islensku vegahandbókarinnar og geta eigendur eldri Vegahandbóka, allt frá 1973 til og með útgáfunni 1996, notað þær sem greiðslur upp í nýju bókina. í inngangsorðum segir Halldór Blöndal samgönguráðherra að gagnsemi bókarinnar sé mikil og hún sé óviðjafnanlegur förunautur á langferðum. I fréttatilkynningu kemur fram að miklar framkvæmdir í vegamál- um endurspeglist í nýjum útgáfum Vegahandbókarinnar. Til dæmis valdi Hvalfjarðargöng og Gilsfjarð- arbrú mikilli röskun á númerakerfi Vegagerðai-innar og sú röskun geri eldri útgáfur að ýmsu leyti úreltar. Meðal nýs efnis að þessu sinni má nefna skrá yfir öll mannanöfn sem er að finna í bókinni. Skráin auð- veldar fólki að fletta upp á einstök- um mönnum, verum eða vættum, sem koma við sögu, hvort heldur það eru fomkappar eins og Egill Skallagrímsson, frelsishetjan Jón Sigurðsson, listaskáldið Jónas Hall- grímsson, draugarnir Tumi og Flóða-Labbi, Hít tröllakona eða Bakkabræður. í bókinni er jafn- framt ítarleg staðarnafnaskrá. I bókinni er nýtt og ítarlegt kort af gönguleiðum á Reykjanesi. Gönguleiðakort eru einnig frá Úlfljótsvatni og Þingvöllum. Þá er gönguleiðum norðan og norð-vestan Snæfellsjökuls lýst með korti, í myndum og máli._ Rauði kross íslands leggur til kafla um skyndihjálp, sem nefnist Viðbrögð á slysstað, eftir Sigríði B. Þormar deildarstjóra. Höfundur frumtexta bókarinnar var Steindór Steindórsson, skóla- meistari frá Hlöðum. Örlygur minn- ist hans sérstaklega í upphafi bók- arinnar, og segir þar m.a.: „Stein- dór Steindórsson féll frá á síðasta ári, hniginn að aldri, en hann lifir í verkum sínum.“ Ritstjórn nýju útgáfunnar var í höndum Örlygs Hálfdanarsonar, Hálfdans Ómars Hálfdanarsonar og Leo Munro. Auk samgönguráð- herra rita aðfararorð þeir Magnús Oddsson, ferðamálastjóri og Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs, en víða í bókinni eru ábendingar frá ráðinu til ferðafólks. íslenska vegahandbókin er 512 bls. í handhægu broti. Hún er filmu- unnin og prentuð hjá Prentmeti ehf. og bundin hjá Félagsbókbandinu Bókfelli hf. Verð bókarinnar er 3.480 kr. m.vsk., en leggi fólk eldri útgáfu bókarinnar á móti þeirri nýju, lækk- ar verð hennar um 1.000 kr. I I I I I I í Cunnunes Geldingá Hólmarnir LaugafneS ^KÓPAVOCUR^ Sigling á skemmtiskipinu Ámesi á sólstöðumínótunni kl. 14.03 á sunnudag úr Kópavogshöfn Sigling á skemmtiskipinu Árnesi kl. 10.00 á sunnu- dag frá Ægisgarði Sumarsólstöðu- siglingar 21.júní ÁHUGAFÓLK um sjóferðir stend- 1 ur fýrir ferðum á sumarsólstöðum, sunnudaginn 21. júní. Nætursigling verður farin við sól- ris kl. 2.54 aðfaranótt sunnudagsins, úr Suðurbugt við Ægisgarð með langskipinu (Víkingaskipinu) ís- lendingi út á Engeyjarsund og sjöbauju; þaðan að eyjum og um sund á Kollafirði og notið sólarupp- I rásar, sjóferðarinnar og landsýnar. j Þátttakendur geta fengið að róa og stýra langskipinu. Áætlað er að 1 koma að landi í Reykjavíkurhöfn um kl. 6 að morgni. Þá verður siglt kl. 10 og kl. 14.03; sú fyrri frá Ægis- garði með skemmtiskipinu Ámesi. Siglt verður út á Kollafjörð og land- sýnar notið. Þátttakendum býðst að skoða lífverur á sjávarbotni í gegn- um nýtt tæki, botnsjá. Seinni ferðin verður farin á sólstöðumínútunni I 14,03 með Árnesinu úr Kópavogs- I höfn. í þeirri ferð verður landsýnar af Skerjafirði notið og skoðað í 1 botnsjána, segir í fréttatilkynningu. Yorfundur Al- þýðubandalags- ins á Húsavík , A-LÞÝÐUB AND ALAGSFÉ LAGA R og stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra halda vorfund og fjölskyldu- dag á Húsavík í dag. Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins stendur fyrir dagski'ánni sem er blanda af leik og starfi eins og oft áður,“ segir í fréttatilkynningu frá kjördæmisráði. Lúðrasveitin Svanur á Ingólfstorgi LÚÐRASVEITIN Svanur heldur tónleika á Ingólfstorgi í dag kl. 14 á Lækjartorgi og marsera eftir Aust- urstræti að Ingólfstorgi þar sem haldnir verða tónleikar í léttum dúr. Svanurinn er að mestu skipaður ungu fólki undir stjórn Haraldar Árna Haraldssonar. LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 45.. FRÉTTIR Hátíðarhöld í besta veðri sumarsins Húsavík. Morgunblaðið. HÁTÍÐARHÖLDIN 17 . júní fóru fram í hinu fegursta veðri og á heitasta degi það sem af er sumri. Hátíðardagskráin hófst við Húsavíkurkirkju kl. 10.30 þar sem Ingólfur Freysson setti há- tíðina með ávarpi. Valgerður Gunnarsdóttir, kennari, flutti ræðu dagsins, Margrét Sverris- dóttir flutti ávarp Fjallkonunnar og kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn Pálínu Skúladóttur. Síðan var gengið til kirkju þar sem séra Guðmundur Guðmunds- son, héraðsprestur söng messu. Kirkjukórinn söng og einleik á fiðlu lék Lára Sólveig Jóhanns- dóttir og Guðni Bragason á trompet. Eftir hádegi var safnast saman á íþróttavellinum og gengið í skrúðgöngu að Borgarholtsskóla undir blæstri lúðrasveitar og með skáta í broddi fylkingar. Við Karlrembuhlaup Finngálkns „HIÐ árlega karlrembuhlaup Finn- gálkns, íþrótta- og hreystimannafé- lagsins, fer fram í dag, laugardag 20. júní. Safnast verður saman fyrir ut- an Vesturberg 8 og hlaupið af stað, stundvíslega, kl. 10.30. Hlaupið verð- ur sem leið liggur um Elliðaárdalinn og Fossvogsdalinn og lýkur hlaupinu á Lækjartorgi. Eftir hlaupið verður farið á veitingastað og snædd steik og drukkinn bjór. Allar sannar rembur af báðum kynjum eru velkomnar í hlaupið,“ segh' í fréttatilkynningu frá Finn- gálkni. Morgunblaðið/Silli MARGRÉT Sverrisdóttir Fjall- kona Húsvíkinga. Borgarholtsskóla var svo farið í ýmsa leiki með börnunum, þeim íeyft að fara á hestbak og gætt á grilluðum pylsum. Hið árlega 17. júní sundmót fór fram í sund- lauginni. En hátíðinni lauk með varðeldi, sem kynntur var í fjör- unni sunnan Þorvaldsstaðarár og þóttu hátiðarhöldin takast hið besta. Miðnæturhlaup á Jonsmessu Á JÓNSMESSU (23. júní) verður haldið miðnæturhlaup fyrir almenn- ing þriðja árið í röð. Hlaupið hefst kl. 23 við Laugardalslaug. Keppt verður í 10 km hlaupi, en einnig verður boð- ið upp á 3 km skemmtiskokk. „Búist er við fjölda erlendra gesta sem koma gagngert hingað til lands til að hlaupa í miðnætursólinni,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Allir sem ljúka keppni fá verð- launapening og T-bol. Búningsað- staða verður í sundlauginni í Laug- ardal og frítt í sund fyrir alla þátt- takendur. Afgreiðslutími lengdur í þrem- ur útibúum Islandsbanka ÁKVEÐIÐ hefur verið að lengja af- greiðslutíma Islandsbanka í þeim útibúum sem eru í verslunarmið- stöðvum, þ.e. Eiðistorgi, í Suður- kringlunni og Hólagarði (Lóuhólum). Frá gærdeginum verða þessi útibú opin frá kl. 9.15-18.30 alla virka daga. „Þetta er gert til að geta veitt viðskiptavinum bankans þjónustu á þeim tíma sem mest er að gera í verslunarmiðstöðvunum," segir í fréttatilkynningu frá íslandsbanka. LEIÐRÉTT Línur féllu niður VEGNA tæknOegra mistaka við vinnslu blaðsins féllu niður línur úr umfjöllun á miðopnu í gær um styrki Lýðveldissjóðs og Halldór Halldórs- son heiðursviðurkenningarhafa. Undir millifyrirsögninni „Sæll af verkum vel“ vantar neðst: „Að lok- um sagði Unnsteinn að þegar alls sé gætt megi telja að prófessor Halldór hafi skilað mjög góðu verki og að hann geti, eins og sagt sé í Hávamál- um, verið sæll af verkum vel.“ Undir millifyrirsögninni „Islenska erfitt mál“ féllu einnig niður síðustu línurnar sem eru úr ræðu Halldórs Halldórssonar: „Ég minnist þess að minn gamli meistari Sigurðm- Guð- mundsson hélt því fram að orðið „en“ væri vitrasta orð málsins, gáf- aðasta orðið. Mig langar aftur á móti til að segja að ég held að „fullnuma“ sé heimskasta orð málsins, við verð- um aldrei fullnuma, ekki í neinu fagi, ekki í neinni tungu, hversu gömul sem við verðum. Ég er nú að verða 87 ára gamall og ég kann íslensku ekki til neinnar hlítar þó ég kunni þó nokkuð í henni.“ Morgunblaðið biðst velvirðingar á ofangreindum mistökum. Italiu Dæmi um breytingar á símanúmerum til Italíu: Hringt til Feneyja ÁÐun 00 39 41 1234567 númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer NÚ 00 39 041 1234567 númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer Nú bætist núll framan við svæðisnúmer símanúmera á ítalíu. Landsnúmer ítalíu er eftir sem áður 39. Hringt til Rómar ádur 00 39 6 1234567 númerfyrirval lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer Nú 00 39 06 1234567 "7----^---------------- númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer Nánari upplýsingar um erlend síma- og faxnúmer fást í 114 allan sólarhringinn. Listi yfir lands- og svæðisnúmer í útlöndum er að finna á bls. 8 í Símaskránni. SÍMINN r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.