Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ 25 ára afmælisút- gáfa Islensku vega- handbokarinnar ÚT er komin 25 ára afmælisútgáfa Islensku vegahandbókarinnar og geta eigendur eldri Vegahandbóka, allt frá 1973 til og með útgáfunni 1996, notað þær sem greiðslur upp í nýju bókina. í inngangsorðum segir Halldór Blöndal samgönguráðherra að gagnsemi bókarinnar sé mikil og hún sé óviðjafnanlegur förunautur á langferðum. I fréttatilkynningu kemur fram að miklar framkvæmdir í vegamál- um endurspeglist í nýjum útgáfum Vegahandbókarinnar. Til dæmis valdi Hvalfjarðargöng og Gilsfjarð- arbrú mikilli röskun á númerakerfi Vegagerðai-innar og sú röskun geri eldri útgáfur að ýmsu leyti úreltar. Meðal nýs efnis að þessu sinni má nefna skrá yfir öll mannanöfn sem er að finna í bókinni. Skráin auð- veldar fólki að fletta upp á einstök- um mönnum, verum eða vættum, sem koma við sögu, hvort heldur það eru fomkappar eins og Egill Skallagrímsson, frelsishetjan Jón Sigurðsson, listaskáldið Jónas Hall- grímsson, draugarnir Tumi og Flóða-Labbi, Hít tröllakona eða Bakkabræður. í bókinni er jafn- framt ítarleg staðarnafnaskrá. I bókinni er nýtt og ítarlegt kort af gönguleiðum á Reykjanesi. Gönguleiðakort eru einnig frá Úlfljótsvatni og Þingvöllum. Þá er gönguleiðum norðan og norð-vestan Snæfellsjökuls lýst með korti, í myndum og máli._ Rauði kross íslands leggur til kafla um skyndihjálp, sem nefnist Viðbrögð á slysstað, eftir Sigríði B. Þormar deildarstjóra. Höfundur frumtexta bókarinnar var Steindór Steindórsson, skóla- meistari frá Hlöðum. Örlygur minn- ist hans sérstaklega í upphafi bók- arinnar, og segir þar m.a.: „Stein- dór Steindórsson féll frá á síðasta ári, hniginn að aldri, en hann lifir í verkum sínum.“ Ritstjórn nýju útgáfunnar var í höndum Örlygs Hálfdanarsonar, Hálfdans Ómars Hálfdanarsonar og Leo Munro. Auk samgönguráð- herra rita aðfararorð þeir Magnús Oddsson, ferðamálastjóri og Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Um- ferðarráðs, en víða í bókinni eru ábendingar frá ráðinu til ferðafólks. íslenska vegahandbókin er 512 bls. í handhægu broti. Hún er filmu- unnin og prentuð hjá Prentmeti ehf. og bundin hjá Félagsbókbandinu Bókfelli hf. Verð bókarinnar er 3.480 kr. m.vsk., en leggi fólk eldri útgáfu bókarinnar á móti þeirri nýju, lækk- ar verð hennar um 1.000 kr. I I I I I I í Cunnunes Geldingá Hólmarnir LaugafneS ^KÓPAVOCUR^ Sigling á skemmtiskipinu Ámesi á sólstöðumínótunni kl. 14.03 á sunnudag úr Kópavogshöfn Sigling á skemmtiskipinu Árnesi kl. 10.00 á sunnu- dag frá Ægisgarði Sumarsólstöðu- siglingar 21.júní ÁHUGAFÓLK um sjóferðir stend- 1 ur fýrir ferðum á sumarsólstöðum, sunnudaginn 21. júní. Nætursigling verður farin við sól- ris kl. 2.54 aðfaranótt sunnudagsins, úr Suðurbugt við Ægisgarð með langskipinu (Víkingaskipinu) ís- lendingi út á Engeyjarsund og sjöbauju; þaðan að eyjum og um sund á Kollafirði og notið sólarupp- I rásar, sjóferðarinnar og landsýnar. j Þátttakendur geta fengið að róa og stýra langskipinu. Áætlað er að 1 koma að landi í Reykjavíkurhöfn um kl. 6 að morgni. Þá verður siglt kl. 10 og kl. 14.03; sú fyrri frá Ægis- garði með skemmtiskipinu Ámesi. Siglt verður út á Kollafjörð og land- sýnar notið. Þátttakendum býðst að skoða lífverur á sjávarbotni í gegn- um nýtt tæki, botnsjá. Seinni ferðin verður farin á sólstöðumínútunni I 14,03 með Árnesinu úr Kópavogs- I höfn. í þeirri ferð verður landsýnar af Skerjafirði notið og skoðað í 1 botnsjána, segir í fréttatilkynningu. Yorfundur Al- þýðubandalags- ins á Húsavík , A-LÞÝÐUB AND ALAGSFÉ LAGA R og stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra halda vorfund og fjölskyldu- dag á Húsavík í dag. Kjördæmisráð Alþýðubandalags- ins stendur fyrir dagski'ánni sem er blanda af leik og starfi eins og oft áður,“ segir í fréttatilkynningu frá kjördæmisráði. Lúðrasveitin Svanur á Ingólfstorgi LÚÐRASVEITIN Svanur heldur tónleika á Ingólfstorgi í dag kl. 14 á Lækjartorgi og marsera eftir Aust- urstræti að Ingólfstorgi þar sem haldnir verða tónleikar í léttum dúr. Svanurinn er að mestu skipaður ungu fólki undir stjórn Haraldar Árna Haraldssonar. LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 45.. FRÉTTIR Hátíðarhöld í besta veðri sumarsins Húsavík. Morgunblaðið. HÁTÍÐARHÖLDIN 17 . júní fóru fram í hinu fegursta veðri og á heitasta degi það sem af er sumri. Hátíðardagskráin hófst við Húsavíkurkirkju kl. 10.30 þar sem Ingólfur Freysson setti há- tíðina með ávarpi. Valgerður Gunnarsdóttir, kennari, flutti ræðu dagsins, Margrét Sverris- dóttir flutti ávarp Fjallkonunnar og kirkjukór Húsavíkur söng undir stjórn Pálínu Skúladóttur. Síðan var gengið til kirkju þar sem séra Guðmundur Guðmunds- son, héraðsprestur söng messu. Kirkjukórinn söng og einleik á fiðlu lék Lára Sólveig Jóhanns- dóttir og Guðni Bragason á trompet. Eftir hádegi var safnast saman á íþróttavellinum og gengið í skrúðgöngu að Borgarholtsskóla undir blæstri lúðrasveitar og með skáta í broddi fylkingar. Við Karlrembuhlaup Finngálkns „HIÐ árlega karlrembuhlaup Finn- gálkns, íþrótta- og hreystimannafé- lagsins, fer fram í dag, laugardag 20. júní. Safnast verður saman fyrir ut- an Vesturberg 8 og hlaupið af stað, stundvíslega, kl. 10.30. Hlaupið verð- ur sem leið liggur um Elliðaárdalinn og Fossvogsdalinn og lýkur hlaupinu á Lækjartorgi. Eftir hlaupið verður farið á veitingastað og snædd steik og drukkinn bjór. Allar sannar rembur af báðum kynjum eru velkomnar í hlaupið,“ segh' í fréttatilkynningu frá Finn- gálkni. Morgunblaðið/Silli MARGRÉT Sverrisdóttir Fjall- kona Húsvíkinga. Borgarholtsskóla var svo farið í ýmsa leiki með börnunum, þeim íeyft að fara á hestbak og gætt á grilluðum pylsum. Hið árlega 17. júní sundmót fór fram í sund- lauginni. En hátíðinni lauk með varðeldi, sem kynntur var í fjör- unni sunnan Þorvaldsstaðarár og þóttu hátiðarhöldin takast hið besta. Miðnæturhlaup á Jonsmessu Á JÓNSMESSU (23. júní) verður haldið miðnæturhlaup fyrir almenn- ing þriðja árið í röð. Hlaupið hefst kl. 23 við Laugardalslaug. Keppt verður í 10 km hlaupi, en einnig verður boð- ið upp á 3 km skemmtiskokk. „Búist er við fjölda erlendra gesta sem koma gagngert hingað til lands til að hlaupa í miðnætursólinni,“ seg- ir í fréttatilkynningu. Allir sem ljúka keppni fá verð- launapening og T-bol. Búningsað- staða verður í sundlauginni í Laug- ardal og frítt í sund fyrir alla þátt- takendur. Afgreiðslutími lengdur í þrem- ur útibúum Islandsbanka ÁKVEÐIÐ hefur verið að lengja af- greiðslutíma Islandsbanka í þeim útibúum sem eru í verslunarmið- stöðvum, þ.e. Eiðistorgi, í Suður- kringlunni og Hólagarði (Lóuhólum). Frá gærdeginum verða þessi útibú opin frá kl. 9.15-18.30 alla virka daga. „Þetta er gert til að geta veitt viðskiptavinum bankans þjónustu á þeim tíma sem mest er að gera í verslunarmiðstöðvunum," segir í fréttatilkynningu frá íslandsbanka. LEIÐRÉTT Línur féllu niður VEGNA tæknOegra mistaka við vinnslu blaðsins féllu niður línur úr umfjöllun á miðopnu í gær um styrki Lýðveldissjóðs og Halldór Halldórs- son heiðursviðurkenningarhafa. Undir millifyrirsögninni „Sæll af verkum vel“ vantar neðst: „Að lok- um sagði Unnsteinn að þegar alls sé gætt megi telja að prófessor Halldór hafi skilað mjög góðu verki og að hann geti, eins og sagt sé í Hávamál- um, verið sæll af verkum vel.“ Undir millifyrirsögninni „Islenska erfitt mál“ féllu einnig niður síðustu línurnar sem eru úr ræðu Halldórs Halldórssonar: „Ég minnist þess að minn gamli meistari Sigurðm- Guð- mundsson hélt því fram að orðið „en“ væri vitrasta orð málsins, gáf- aðasta orðið. Mig langar aftur á móti til að segja að ég held að „fullnuma“ sé heimskasta orð málsins, við verð- um aldrei fullnuma, ekki í neinu fagi, ekki í neinni tungu, hversu gömul sem við verðum. Ég er nú að verða 87 ára gamall og ég kann íslensku ekki til neinnar hlítar þó ég kunni þó nokkuð í henni.“ Morgunblaðið biðst velvirðingar á ofangreindum mistökum. Italiu Dæmi um breytingar á símanúmerum til Italíu: Hringt til Feneyja ÁÐun 00 39 41 1234567 númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer NÚ 00 39 041 1234567 númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer Nú bætist núll framan við svæðisnúmer símanúmera á ítalíu. Landsnúmer ítalíu er eftir sem áður 39. Hringt til Rómar ádur 00 39 6 1234567 númerfyrirval lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer Nú 00 39 06 1234567 "7----^---------------- númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer Nánari upplýsingar um erlend síma- og faxnúmer fást í 114 allan sólarhringinn. Listi yfir lands- og svæðisnúmer í útlöndum er að finna á bls. 8 í Símaskránni. SÍMINN r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.