Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG Friðarhlaup í tíu daga HÓPUR fólks lagði land undir fót á vegum Heimsfriðarhlaupsins „Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run“ í gær, 19. júní. Stutt upphafs- athöfn fór fram við húsið Höfða í Borgartúninu kl. 12 á hádegi en að því loknu lögðu hlauparar af stað eftir þjóðvegi 1 í austurátt. Friðarhlauparar verða á ferðinni í tíu daga og þrjár nætur. Með loka- athöfn verður tekið á móti Friðar- hlaupinu í Reykjavík um klukkan tvö sunnudaginn 28. júní eftir um það bil 1.400 kílómetra hlaupaleið eftir þjóðvegi 1. Tólf manna hlaupa- hópur fylgir hlaupinu en Friðar- hlaupið er fyrst og fremst almenn- ingsboðhlaup og hlauparar um allt land koma til með að bera kyndil Friðarhlaupsins sín á milli. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem haldið hefur verið annað hvert ár frá því árið 1987. Það er sífellt að stækka og er nú hlaupið í um 80 löndum heims. 8. júní síðastliðinn endaði Friðarhlaup- ið í Ósló eftir 22 daga hlaup frá Kir- kenes í Norður-Noregi, og á mánu- daginn var endaði 10 daga Friðar- hlaup í Cardiff í Wales sem byrjaði í Strasbourg og tengdi saman allar helstu borgir Evrópusambandsins. Nú þegar er hafin skipulagning á gríðarlega stóru Friðarhlaupi á síð- asta ári aldarinnar og árþúsundsins. Hlaupið verður í öllum löndum heims og hvem dag ársins verður hlaupið einhvers staðar í heiminum. Þannig gefst fólki um allan heim tækifæri til að tjá þrá mannsins til hugsjóna, friðar, frelsis og bræðra- lags, segir í fréttatilkynningu. Þátttaka í Friðarhlaupinu er opin öllum þeim sem hafa áhuga á að hlaupa í þágu friðar. Fólki er frjálst að hlaupa hverja þá vegalengd sem það kýs og er engra þátttökugjalda krafist. Hægt er að hafa samband við Friðarhlaupið til að fá upplýs- ingar og einnig sjá íþrótta- og ung- mennafélög víða um land um hlaup- ið á sínu svæði. Heimsklúbbur Ingólfs og Príma kynna hnatt- ferð á leið um landið MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs og Príma: „I kjölfar hagstæðrar gengisþró- unar að undanfomu kynnir Heims- klúbburinn hnattreisu sína um Suð- urhvel jarðar á lækkuðu verði. Nokk- ur viðbótarsæti fást nú á sérkjömm og ótrúlega lágu verði, og verða þau boðin á ferð um landið í næstu viku. Sýnd verður kvikmynd frá ferð í kringum hnöttinn með viðkomu í Suður-Afríku, Ástraiíu, Nýja Sjá- landi, Tahítí og Suður-Ameríku með dvöl í heimsborgunum Buenos Aires og Ríó, en einnig skoðuð dýrð Igu- azú-fossasvæðisins, hins stærsta í heiminum. Á leiðinni ber margt óvenjulegt fyrir augu, bæði í náttúmnni og lit- rikt mannlíf og menning. Allt skipu- lag ferðarinnar og undirbúningur er verk Heimsklúbbsins, og kjörin byggjast á sérsamningum um stór- lækkað verð bæði fyrir flug og gist- ingu á völdum hótelum. Ferðin hefst 5. nóvember og stendur í 30 daga, þegar vetur er genginn í garð á Is- landi en allt í fegursta blóma á suður- hveli jarðar, en hiti hæfilegur, 20-25 stig á mörkum vors og sumars. Far- arstjóri í hnattreisunni verður Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri Heimsklúbbsins og Prímu. Myndasýning og ferðakynning verður á Höfn í Homafirði nk. mánu- dagskvöld 22. júni kl. 20; á Eskifirði þriðjudaginn 23. júní kl. 12 í Félags- miðstöðinni; og á Neskaupstað um kvöldið á Hótel Egilsbúð kl. 20. Á Seyðisfirði verður kynning í Félags- heimilinu kl. 12 á miðvikudag; og á Egilsstöðum miðvikudaginn 24. júní á Hótel Héraði kl. 18 sama dag. Þessum kynningum lýkur að sinni með kvikmyndasýningu af ferð kringum hnöttinn á Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 25. júní kl. 20.30. Á öllum fundunum verða einnig myndasýningar frá siglingum og dvöl í Karíbahafi og kynntar Austurlanda- ferðir Heimsklúbbsins í haust og næsta vetur. Aðgangur er ókeypis og allir fá ferðabæklinga Heimsklúbbs- ins og lukkuseðil, sem er miði í ferða- happdrætti Heimsklúbbsins, þar sem vinningurinn er ferð fyrir tvo.“ VELVAKA]\PI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags V estur-Islending- ar leita ættingja ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Utah er með 20 manna hóp hér á landi og er fólkið að leita ættingja sinna. Hópurinn hefur dvalist á Hótel Sögu en dvelst á Hótel Mosfelli um helgina en fer heim til Utah á mánudag. Hafa skal sam- band við Tyler Shepherd, en hann mun sjá um að samband komist á milli frændfólks. Hér á eftir eru nöfn for- feðra þeirra sem leita ætt- ingja sinna: Fjölskylda Red og Söru Jacobsens: Oddur Guð- finnur Guðmundsson, fæddur í Ási í Núpasveit 1911 og Agla Brynhildur Jacobsen, fædd í Reykja- vík 1910. Fjölskylda Reed og Loraine Braithwaite, Blance Hawkins, Marjorie Shepherd, Diane Elsmore og Betty Roinson: Gísli Gíslason, f. 31. okt. 1844 í Skaftafellssýslu, eða Bjömskoti. Faðir hans, Gísli Brynjólfsson. Móðir hans, Þorbjörg Þorsteins- dóttir. Steinunn Þorsteins- dóttir (eða Johnson), f. 22. sept. 1862 í Vestmannaeyj- um. Frændfólk sem vitað er um á Islandi eru Mar- grét Sigurðardóttir, gift Fjölskylda John K. Johnson: John C. Jónsson f. 24. sept 1857 í Rimakoti, Rang. Guðný Sigurðar- dóttir, f. 22. nóv. 1860 í Búðarhólshjáleigu, Rang. Guðný Sigurðsson, f. 22. nóv. 1860 í Búðarhólshjá- leigu, Rang. Fjölskylda Fred og Darrel Erickson: Eyjólfur Eiríksson f. 26. febr. 1854 í Nýjabæ, Holt, Rang. Jar- þrúður Runólfsdóttir f. 21. ág. 1852 í Mýrarholti, Kjósarsýslu. Fjölskylda Helen, Karen, Leon (Helgi) og Susan Olson: Ólafur Helgason (Ole Helgi 01- son) f. 23. júlí 1870 í Holti, Rangárvallasýslu. Kona Ólafs var Þorbjörg Hólm- fríður Magnússon, f. 6. apríl 1869 í Vestmannaeyj- um. Fjölskylda Tyler og Kellie Shepherds: Runólf- ur Runólfsson, f. 10. apríl 1852 í Vestm.eyjum. Sig- ríður Sigvaldadóttir f. 14. ágúst 1851 í Skagafirði. Ketill Eyjólfsson (Kelly Jameson) f. 9. okt 1864 á Eyjarbakka, Tjarnar. Tapað/fundið Plastpoki týndist á Laugavegi MÁNUDAGINN 15. júní síma 552 0176 eða vs. 525 4545. Steinunn. Barnatraktor týndist í Kópavogi BARNATRAKTOR, grænn og fótstiginn, týnd- ist frá Lindarsmára 12. júní sl. Þeir sem geta veitt upplýsingar um hann vin- samlegast hringið í síma 557 4175. Motorola-farsími týndist MOTOROLA-farsími týndist sl. mánudag, ann- aðhvort fyrir utan Gerplu á Hofsvallagötu eða á Bárugötunni. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 561 3670. Kvenúr týndist KVENÚR týndist sl. mánudag út gulVsilfri ann- aðhvort í Langholtinu eða við Borgarspítalann. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 553 1812. Lyklakippa týnist LYKLAKIPPA á keðju með lyklum af Lödu týnd- ust 17. júní í miðbænum. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 551 9027. Jeppakerra týndist JEPPAKERRA, græn með brúnum krossviði, AF 118, týndist frá Vagnhöfða 9, Reykjavík. Þeir sem hafa orðið varir við kerruna hafi samband við lögreglu eða hringi í síma 852 8614, 854 3820 og 557 2650. Rauð snyrtibudda týndist 17. júní RAUÐ snyrtibudda með lyklum o.fl. týndist 17. júní fyrir framan Amarhól á tónleikum þar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 554 1666. Dýrahald Kettlingar fást gefíns FALLEGIR, kassavanir kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 565 1034. TVEIR fallegir 2 mánaða kettlingar, læða og fress, fást gefins á góð heimili. Eru kassavanir. Upplýs- ingar í síma 581 2396. FIMM kettlingar fást gef- ins. Kassavanir. Upplýs- ingar í síma 554 0798. TVEIR kettlingar, læða og fress, 11 vikna, fást gefins. Upplýsingar í síma 567 7094. KETTLINGAR, annar svartur og hinn bröndótt- ur, 8 vikna og kassavanir óska eftir heimili. Upplýs- ingar í síma 553 8276. týndist plastpoki á Lauga- Haraldi Erni Sigurðssyni, vegi með ýmsu smálegu, Garðabæ og Brynjólfur m.a. rauðum bamaskóm Jónatansson, Vestmanna- sem er sárt saknað. Skilvis eyjum. finnandi hafi samband í SKÁK llmsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á meist- aramóti rússneskra skákfé- laga í Maikop fyrri hluta júnímánaðar. Rússneski stórmeistarinn Alexander Khalifman (2.660) var með hvítt og átti leik, en landi hans Denis Lopoushnoy (2.390) hafði svart. 20. Bxg7+! _ Kxg7 21. Dg6+ _ Kh8 22. Dxh6 og svartur gafst upp, því 22. _ Rf6 er svarað með 23. Bc2+ _ Kg8 23. He5. SK Sberbank-Tatarstan frá Kasan sigraði á mótinu, á undan SK St.-Petersburg, sem fyrirfram var talið öfl- ugra lið. Undanrásir í Evrópu- keppni skákfélaga fara fram í september. Islands- meistararnir í Taflfélagi Reykjavíkur em ekki skráðir til leiks, en Hellir dróst í riðil sem tefldur verður í Tallinn í Eistlandi. Andstæðingar Hellis í fyrstu umferð em öflugir Úngverjar frá borginni Zalaegerszeg. Víkveiji skrifar... VÍKVERJA hefur borist eftirfar- andi bréf frá lesanda: „Kæri Víkverji. Það var ánægjulegt að lesa í dálk- um þínum að þú gleðst yfir að Eim- skipafélagið hefur minnkað hlut sinn í Flugleiðum. Það er gott til þess að vita, að það fer ekki framhjá mönnum að hlutur Eimskips er of stór í fluginu. En það er mikil bjartsýni að halda að áhrif Eimskipafélagsins minnki við þetta. Þeim dugar alveg þau rúmlega 31% sem þeir halda eftir. Þeir hafa áreiðanlega heldur ekki selt hverjum sem er. Kaupand- inn er örugglega hliðhollur þeim. Sem dæmi um áhrif Eimskipafé- lagsins í Flugleiðum get ég nefnt að fulltrúar þeirra linntu ekki látum fyrr en Flugleiðir seldu hlut Loft- leiða í Cargolux. Cargolux skilaði 2,8 milljarða hagnaði á síðasta ári og hefði það verið umtalsverð búbót fyrir rekst- ur Flugleiða og þjóðfélagið allt, hefðu Flugleiðir enn verið hluthafi. XXX MÉR finnst einnig ánægjulegt, hvað Víkverji er áhugasamur um íslenskt mál. Ekki veitir af þeg- ar alls konar afbakanir og málleys- ur eru í gangi. Vil ég aðeins nefna sögnina að versla og misnotkun á henni. Fólk verslar í matinn, verslar mjólk og sumir jafnvel versla bíl. Sögnin að kaupa þykfr kannski ekki nógu fín eða það að gera innkaup. Eins er hvimleitt þegar fólk er beðið að líta við í stað þess að líta inn eða koma við. Að líta við þýðir auðvitað að líta um öxl. Sem betur fer fer fólk í auknum mæli til útlanda en fer ekki erlendis eins og virðist þykja fínt að segja. Erlendis merkir dvöl á stað en er ekki hreyfisögn. Það er alltaf gaman að lesa Vík- verja; ég held að megnið af þjóðinni geri það.“ XXX AÐ hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu fer nú fram í knattspyrnu. Víkverji var á dögun- um á ferð um Frakkland og var greinilegt í þeim stórborgum lands- ins, sem hann heimsótti, að mikið er um að vera þessa dagana. I París var greinilegt að öryggis- gæsla hafði verið hert til muna, til dæmis á lestarstöðvum og í neðan- jarðarlestakerfinu, metróinu, og var hún þó töluverð fyrir. Töluvert hefur verið um fréttir af enskum fótboltabullum er virðast hafa meiri áhuga á að efna til óláta og slagsmála í kringum leiki heldur en á knattspyrnunni sjálfri. Það sama er hins vegar ekki hægt að segja um áhangendur flestra annarra liða. Víkverji var staddur í Lyon það kvöld er leikur Mexíkó og Suður-Kóreu fór fram og settu áhangendur liðanna, ekki síst þess mexíkóska, verulegan svip á bæjarbraginn. í miðborginni gengu stuðningsmenn Mexíkó, sem virtust hafa komið í þúsunda- tali til Frakklands, fylktu liði um götur. Alls staðar mátti sjá hópa af Mexíkönum er fögnuðu sigri eftir að leiknum lauk, ýmist klæddir fatnaði liðsins, sveipaðir þjóðfán- anum eða hreinlega málaðir í fána- litunum. Þrátt fyrir að gleði þeirra hafi verið mikil og ákaft hafi verið fagnað og sungið langt fram eftir kvöldi voru Mexíkanarnir hvergi til vandræða. Þvert á móti virtust þeir alls staðar kalla fram bros og hin einlæga gleði þeirra var smit- andi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.