Morgunblaðið - 20.06.1998, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
í DAG
Friðarhlaup í
tíu daga
HÓPUR fólks lagði land undir fót
á vegum Heimsfriðarhlaupsins „Sri
Chinmoy Oneness-Home Peace
Run“ í gær, 19. júní. Stutt upphafs-
athöfn fór fram við húsið Höfða í
Borgartúninu kl. 12 á hádegi en að
því loknu lögðu hlauparar af stað
eftir þjóðvegi 1 í austurátt.
Friðarhlauparar verða á ferðinni
í tíu daga og þrjár nætur. Með loka-
athöfn verður tekið á móti Friðar-
hlaupinu í Reykjavík um klukkan
tvö sunnudaginn 28. júní eftir um
það bil 1.400 kílómetra hlaupaleið
eftir þjóðvegi 1. Tólf manna hlaupa-
hópur fylgir hlaupinu en Friðar-
hlaupið er fyrst og fremst almenn-
ingsboðhlaup og hlauparar um allt
land koma til með að bera kyndil
Friðarhlaupsins sín á milli.
Friðarhlaupið er alþjóðlegt
kyndilboðhlaup sem haldið hefur
verið annað hvert ár frá því árið
1987. Það er sífellt að stækka og er
nú hlaupið í um 80 löndum heims. 8.
júní síðastliðinn endaði Friðarhlaup-
ið í Ósló eftir 22 daga hlaup frá Kir-
kenes í Norður-Noregi, og á mánu-
daginn var endaði 10 daga Friðar-
hlaup í Cardiff í Wales sem byrjaði í
Strasbourg og tengdi saman allar
helstu borgir Evrópusambandsins.
Nú þegar er hafin skipulagning á
gríðarlega stóru Friðarhlaupi á síð-
asta ári aldarinnar og árþúsundsins.
Hlaupið verður í öllum löndum
heims og hvem dag ársins verður
hlaupið einhvers staðar í heiminum.
Þannig gefst fólki um allan heim
tækifæri til að tjá þrá mannsins til
hugsjóna, friðar, frelsis og bræðra-
lags, segir í fréttatilkynningu.
Þátttaka í Friðarhlaupinu er opin
öllum þeim sem hafa áhuga á að
hlaupa í þágu friðar. Fólki er frjálst
að hlaupa hverja þá vegalengd sem
það kýs og er engra þátttökugjalda
krafist. Hægt er að hafa samband
við Friðarhlaupið til að fá upplýs-
ingar og einnig sjá íþrótta- og ung-
mennafélög víða um land um hlaup-
ið á sínu svæði.
Heimsklúbbur Ingólfs
og Príma kynna hnatt-
ferð á leið um landið
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Heimsklúbbi Ingólfs og Príma:
„I kjölfar hagstæðrar gengisþró-
unar að undanfomu kynnir Heims-
klúbburinn hnattreisu sína um Suð-
urhvel jarðar á lækkuðu verði. Nokk-
ur viðbótarsæti fást nú á sérkjömm
og ótrúlega lágu verði, og verða þau
boðin á ferð um landið í næstu viku.
Sýnd verður kvikmynd frá ferð í
kringum hnöttinn með viðkomu í
Suður-Afríku, Ástraiíu, Nýja Sjá-
landi, Tahítí og Suður-Ameríku með
dvöl í heimsborgunum Buenos Aires
og Ríó, en einnig skoðuð dýrð Igu-
azú-fossasvæðisins, hins stærsta í
heiminum.
Á leiðinni ber margt óvenjulegt
fyrir augu, bæði í náttúmnni og lit-
rikt mannlíf og menning. Allt skipu-
lag ferðarinnar og undirbúningur er
verk Heimsklúbbsins, og kjörin
byggjast á sérsamningum um stór-
lækkað verð bæði fyrir flug og gist-
ingu á völdum hótelum. Ferðin hefst
5. nóvember og stendur í 30 daga,
þegar vetur er genginn í garð á Is-
landi en allt í fegursta blóma á suður-
hveli jarðar, en hiti hæfilegur, 20-25
stig á mörkum vors og sumars. Far-
arstjóri í hnattreisunni verður
Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri
Heimsklúbbsins og Prímu.
Myndasýning og ferðakynning
verður á Höfn í Homafirði nk. mánu-
dagskvöld 22. júni kl. 20; á Eskifirði
þriðjudaginn 23. júní kl. 12 í Félags-
miðstöðinni; og á Neskaupstað um
kvöldið á Hótel Egilsbúð kl. 20. Á
Seyðisfirði verður kynning í Félags-
heimilinu kl. 12 á miðvikudag; og á
Egilsstöðum miðvikudaginn 24. júní
á Hótel Héraði kl. 18 sama dag.
Þessum kynningum lýkur að sinni
með kvikmyndasýningu af ferð
kringum hnöttinn á Hótel Sögu í
Reykjavík fimmtudaginn 25. júní kl.
20.30.
Á öllum fundunum verða einnig
myndasýningar frá siglingum og dvöl
í Karíbahafi og kynntar Austurlanda-
ferðir Heimsklúbbsins í haust og
næsta vetur. Aðgangur er ókeypis og
allir fá ferðabæklinga Heimsklúbbs-
ins og lukkuseðil, sem er miði í ferða-
happdrætti Heimsklúbbsins, þar sem
vinningurinn er ferð fyrir tvo.“
VELVAKA]\PI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
V estur-Islending-
ar leita ættingja
ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ
í Utah er með 20 manna
hóp hér á landi og er fólkið
að leita ættingja sinna.
Hópurinn hefur dvalist á
Hótel Sögu en dvelst á
Hótel Mosfelli um helgina
en fer heim til Utah á
mánudag. Hafa skal sam-
band við Tyler Shepherd,
en hann mun sjá um að
samband komist á milli
frændfólks.
Hér á eftir eru nöfn for-
feðra þeirra sem leita ætt-
ingja sinna:
Fjölskylda Red og Söru
Jacobsens: Oddur Guð-
finnur Guðmundsson,
fæddur í Ási í Núpasveit
1911 og Agla Brynhildur
Jacobsen, fædd í Reykja-
vík 1910.
Fjölskylda Reed og
Loraine Braithwaite,
Blance Hawkins, Marjorie
Shepherd, Diane Elsmore
og Betty Roinson: Gísli
Gíslason, f. 31. okt. 1844 í
Skaftafellssýslu, eða
Bjömskoti. Faðir hans,
Gísli Brynjólfsson. Móðir
hans, Þorbjörg Þorsteins-
dóttir. Steinunn Þorsteins-
dóttir (eða Johnson), f. 22.
sept. 1862 í Vestmannaeyj-
um. Frændfólk sem vitað
er um á Islandi eru Mar-
grét Sigurðardóttir, gift
Fjölskylda John K.
Johnson: John C. Jónsson
f. 24. sept 1857 í Rimakoti,
Rang. Guðný Sigurðar-
dóttir, f. 22. nóv. 1860 í
Búðarhólshjáleigu, Rang.
Guðný Sigurðsson, f. 22.
nóv. 1860 í Búðarhólshjá-
leigu, Rang.
Fjölskylda Fred og
Darrel Erickson: Eyjólfur
Eiríksson f. 26. febr. 1854 í
Nýjabæ, Holt, Rang. Jar-
þrúður Runólfsdóttir f. 21.
ág. 1852 í Mýrarholti,
Kjósarsýslu.
Fjölskylda Helen,
Karen, Leon (Helgi) og
Susan Olson: Ólafur
Helgason (Ole Helgi 01-
son) f. 23. júlí 1870 í Holti,
Rangárvallasýslu. Kona
Ólafs var Þorbjörg Hólm-
fríður Magnússon, f. 6.
apríl 1869 í Vestmannaeyj-
um.
Fjölskylda Tyler og
Kellie Shepherds: Runólf-
ur Runólfsson, f. 10. apríl
1852 í Vestm.eyjum. Sig-
ríður Sigvaldadóttir f. 14.
ágúst 1851 í Skagafirði.
Ketill Eyjólfsson (Kelly
Jameson) f. 9. okt 1864 á
Eyjarbakka, Tjarnar.
Tapað/fundið
Plastpoki týndist
á Laugavegi
MÁNUDAGINN 15. júní
síma 552 0176 eða vs.
525 4545. Steinunn.
Barnatraktor týndist
í Kópavogi
BARNATRAKTOR,
grænn og fótstiginn, týnd-
ist frá Lindarsmára 12.
júní sl. Þeir sem geta veitt
upplýsingar um hann vin-
samlegast hringið í síma
557 4175.
Motorola-farsími
týndist
MOTOROLA-farsími
týndist sl. mánudag, ann-
aðhvort fyrir utan Gerplu
á Hofsvallagötu eða á
Bárugötunni. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
561 3670.
Kvenúr týndist
KVENÚR týndist sl.
mánudag út gulVsilfri ann-
aðhvort í Langholtinu eða
við Borgarspítalann. Skil-
vís finnandi hafi samband í
síma 553 1812.
Lyklakippa týnist
LYKLAKIPPA á keðju
með lyklum af Lödu týnd-
ust 17. júní í miðbænum.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 551 9027.
Jeppakerra týndist
JEPPAKERRA, græn
með brúnum krossviði, AF
118, týndist frá Vagnhöfða
9, Reykjavík. Þeir sem
hafa orðið varir við
kerruna hafi samband við
lögreglu eða hringi í síma
852 8614, 854 3820 og
557 2650.
Rauð snyrtibudda
týndist 17. júní
RAUÐ snyrtibudda með
lyklum o.fl. týndist 17. júní
fyrir framan Amarhól á
tónleikum þar. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 554 1666.
Dýrahald
Kettlingar fást gefíns
FALLEGIR, kassavanir
kettlingar fást gefins.
Upplýsingar í síma
565 1034.
TVEIR fallegir 2 mánaða
kettlingar, læða og fress,
fást gefins á góð heimili.
Eru kassavanir. Upplýs-
ingar í síma 581 2396.
FIMM kettlingar fást gef-
ins. Kassavanir. Upplýs-
ingar í síma 554 0798.
TVEIR kettlingar, læða og
fress, 11 vikna, fást gefins.
Upplýsingar í síma
567 7094.
KETTLINGAR, annar
svartur og hinn bröndótt-
ur, 8 vikna og kassavanir
óska eftir heimili. Upplýs-
ingar í síma 553 8276.
týndist plastpoki á Lauga-
Haraldi Erni Sigurðssyni, vegi með ýmsu smálegu,
Garðabæ og Brynjólfur m.a. rauðum bamaskóm
Jónatansson, Vestmanna- sem er sárt saknað. Skilvis
eyjum. finnandi hafi samband í
SKÁK
llmsjón Margcir
Pétursson
STAÐAN kom upp á meist-
aramóti rússneskra skákfé-
laga í Maikop fyrri hluta
júnímánaðar. Rússneski
stórmeistarinn Alexander
Khalifman (2.660) var með
hvítt og átti leik, en landi
hans Denis Lopoushnoy
(2.390) hafði svart.
20. Bxg7+! _ Kxg7 21.
Dg6+ _ Kh8 22. Dxh6 og
svartur gafst upp, því 22. _
Rf6 er svarað með 23. Bc2+
_ Kg8 23. He5.
SK Sberbank-Tatarstan
frá Kasan sigraði á mótinu,
á undan SK St.-Petersburg,
sem fyrirfram var talið öfl-
ugra lið.
Undanrásir í Evrópu-
keppni skákfélaga fara
fram í september. Islands-
meistararnir í Taflfélagi
Reykjavíkur em ekki
skráðir til leiks, en Hellir
dróst í riðil sem tefldur
verður í Tallinn í Eistlandi.
Andstæðingar Hellis í
fyrstu umferð em öflugir
Úngverjar frá borginni
Zalaegerszeg.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJA hefur borist eftirfar-
andi bréf frá lesanda:
„Kæri Víkverji.
Það var ánægjulegt að lesa í dálk-
um þínum að þú gleðst yfir að Eim-
skipafélagið hefur minnkað hlut
sinn í Flugleiðum. Það er gott til
þess að vita, að það fer ekki framhjá
mönnum að hlutur Eimskips er of
stór í fluginu.
En það er mikil bjartsýni að
halda að áhrif Eimskipafélagsins
minnki við þetta. Þeim dugar alveg
þau rúmlega 31% sem þeir halda
eftir. Þeir hafa áreiðanlega heldur
ekki selt hverjum sem er. Kaupand-
inn er örugglega hliðhollur þeim.
Sem dæmi um áhrif Eimskipafé-
lagsins í Flugleiðum get ég nefnt að
fulltrúar þeirra linntu ekki látum
fyrr en Flugleiðir seldu hlut Loft-
leiða í Cargolux.
Cargolux skilaði 2,8 milljarða
hagnaði á síðasta ári og hefði það
verið umtalsverð búbót fyrir rekst-
ur Flugleiða og þjóðfélagið allt,
hefðu Flugleiðir enn verið hluthafi.
XXX
MÉR finnst einnig ánægjulegt,
hvað Víkverji er áhugasamur
um íslenskt mál. Ekki veitir af þeg-
ar alls konar afbakanir og málleys-
ur eru í gangi.
Vil ég aðeins nefna sögnina að
versla og misnotkun á henni. Fólk
verslar í matinn, verslar mjólk og
sumir jafnvel versla bíl. Sögnin að
kaupa þykfr kannski ekki nógu fín
eða það að gera innkaup.
Eins er hvimleitt þegar fólk er
beðið að líta við í stað þess að líta
inn eða koma við. Að líta við þýðir
auðvitað að líta um öxl.
Sem betur fer fer fólk í auknum
mæli til útlanda en fer ekki erlendis
eins og virðist þykja fínt að segja.
Erlendis merkir dvöl á stað en er
ekki hreyfisögn.
Það er alltaf gaman að lesa Vík-
verja; ég held að megnið af þjóðinni
geri það.“
XXX
AÐ hefur líklega ekki farið fram
hjá neinum að heimsmeistara-
keppnin í knattspyrnu fer nú fram í
knattspyrnu. Víkverji var á dögun-
um á ferð um Frakkland og var
greinilegt í þeim stórborgum lands-
ins, sem hann heimsótti, að mikið er
um að vera þessa dagana.
I París var greinilegt að öryggis-
gæsla hafði verið hert til muna, til
dæmis á lestarstöðvum og í neðan-
jarðarlestakerfinu, metróinu, og var
hún þó töluverð fyrir.
Töluvert hefur verið um fréttir af
enskum fótboltabullum er virðast
hafa meiri áhuga á að efna til óláta
og slagsmála í kringum leiki heldur
en á knattspyrnunni sjálfri.
Það sama er hins vegar ekki
hægt að segja um áhangendur
flestra annarra liða. Víkverji var
staddur í Lyon það kvöld er leikur
Mexíkó og Suður-Kóreu fór fram
og settu áhangendur liðanna, ekki
síst þess mexíkóska, verulegan
svip á bæjarbraginn. í miðborginni
gengu stuðningsmenn Mexíkó,
sem virtust hafa komið í þúsunda-
tali til Frakklands, fylktu liði um
götur. Alls staðar mátti sjá hópa af
Mexíkönum er fögnuðu sigri eftir
að leiknum lauk, ýmist klæddir
fatnaði liðsins, sveipaðir þjóðfán-
anum eða hreinlega málaðir í fána-
litunum. Þrátt fyrir að gleði þeirra
hafi verið mikil og ákaft hafi verið
fagnað og sungið langt fram eftir
kvöldi voru Mexíkanarnir hvergi
til vandræða. Þvert á móti virtust
þeir alls staðar kalla fram bros og
hin einlæga gleði þeirra var smit-
andi.