Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 20.06.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 53 FOLK I FRETTUM STUÐMENN í góðum dampi. Ný breiðskífa í haust Kraftur í Stuðmönnum Morgunblaðið/Halldór ANNA Eiríksdóttir og Ragnheiður Kjartansdóttir. EYJÓLFUR Kristjánsson og Björn Jörundur. SÓLVEIG Jónsdóttir og Eyrún Jónasdóttir. STUÐMENN hituðu upp íyrir þjóðhátíðardaginn á Astró síðastliðið þriðju- dagskvöld og var glatt á hjalla. Segja má að þeir hafi ekki aðeins verið að hita upp fyrir 17. júní heldur einnig fyrir Þjóð- hátíð i Vestmannaeyjum. „Við vorum þama árið 1986 og skilst mér að það sé fjölmennasta Þjóðhátíð- in,“ segir Egill Olafsson. „Þar áður vorum við í Eyj- mn árið 1982 þegar við tók- um upp myndina Með allt á hi'einu. Við eigum góðar minningar frá báðum há- tíðunum og enim því að minnsta kosti að búast við því að það verði góðmennt á Þjóðhátíðinni í sumar.“ Margmiðlunardiskur 4. júlí Stuðmenn munu gefa út plötu 4. júlí með fjórum nýjum lögum. „Við ákváð- um að kynna diskinn fyrst opinberlega á þjóðhátíðar- degi íslendinga og gefa hann svo út á þjóðhátíðar- degi Bandaríkjanna," segir Jakob Frímann Magnús- son. „Þetta verður marg- miðlunardiskur og auk lag- anna verða myndbönd við lögin og eins konar kara- oke-útgáfa af þeim svo fólk sem ekki er ánægt með sönginn getur bætt um bet- ur sjálft,“ bætir Egill við. Lögin fjögur verða svo á nýrri breiðskífu með Stuð- mönnum sem kemur út í haust. Þar verða tólf ný lög með Stuðmönnum. Eru það nýir Stuðmenn? „Við höfum ekki breyst svo mikið,“ segir Egill. „Við fluttum þessi fjög- ur lög í kosningasjónvarp- inu en ég held að fáir hafi fylgst með því. Þetta voru svo óspennandi kosningar að það voru allir búnir að slökkva upp úr ell- efu.“ Fyrsta lagið nefnist Angan- týr, annað lagið „Ég er bara eins og ég er“, þriðja lagið „Sá á kvöl- ina“ og það síðasta „Saga af hesti“. Tónleikaferð um landið Stuðmenn munu fylgja eftir út- gáfu margmiðlunardisksins sem nefnist „EP+“ með tónleikaferð um landið sem hugsuð er sem upphitun fyrir verslunarmanna- helgina. „Spilamennskan byrjar í Stapa 3. júlí og eftir það verðum við á Egilsstöðum, í Ýdölum og Miðgarði og 17. júlí spilum við á stórhátíð í íþróttaskemmunni á Akranesi í tilefni af opnun Hval- fjarðarganganna. Þá spilum við á Suðurlandi og Vesturlandi og að síðustu á Akureyri fyrir Verslun- armannahelgina. Hvernig leggjast Eyjar í Jak- ob? „Það verður spennandi og skemmtilegt,“ svarar hann. Ég hef nú verið þarna nokkrum sinn- um áður og það mynduðust sterk- ar taugar milli Stuðmanna og Vestmannaeyinga á Með allt á hreinu-tímabilinu. Við eigum nokkur lög sem eru sérstaklega tileinkuð þeim ágæta stað.“ Mánaðartörn hjá Stuðmönnum Hann segir að þetta verði mán- aðartöm hjá Stuðmönnum og síð- an verði ekkert meira á dag- skránni fyrr en á næsta ári. „Þessi hljómsveit hefur tekið sér mislangar hvíldir en aldrei lagt árar í bát og þetta er bara liður í þeirri þróunarsögu. Hún safnar orku, fær útrás fyrir hana á af- mörkuðum tíma og byijar svo að safna í sarpinn aftur.“ Hvað um hljómsveitina Ragga and the Jack Magic Orchestra? „Það eru upptökur í gangi þar og spilamennska og plötuútgáfa á döfinni í haust. En það er annað verkefni í öðru landi. Það tekur við eftir rúman mánuð og verður einnig í gangi meðan á tónleika- ferðalagi Stuðmanna stendur." Rappari ákærður fyrir nauðgun RAPPARINN DMX var handtek- inn í vikunni og kærður fyrir nauðg- un, og ólögmæta innilokun. DMX, öðru nafni Earl Simmons, er sakað- ur um að hafa farið með 29 ára gamla nektardansmey, sem hann hitti á næturklúbbi, í íbúð vinar síns í Bronx þar sem hann svívirti hana. Ný breiðskífa hins 27 ára gamla DMX, „It’s Dark and Hell is Hot“, fór beint í fyrsta sæti Billboard vin- sældarlistans í síðasta mánuði og hefur selst í rúmlega hálfri milljón eintaka. Talsmenn útgáfufyrirtækis hans sögðu ákæruna hreinan upp- spuna og að sannleikurinn muni koma í ljós. „Hann er nýsloppinn út úr fátækrahverfinu og það er verið draga hann aftur niður í svaðið," sagði lögfræðingur DMX um ákæruna. Rapparinn var leystur úr fangelsi gegn tryggingu og kemur fyrir rétt síðar í mánuðinum. www.mbl.is - frábær föt fyrir flotta krakka Við höldum Leonardo DiCaprio bolir .... 990 kr. áfram að bjóða Gallasmekkbuxur......1.990 kr. frábærföt á Spice Girls bolir......690 kr. IV góðu verði Flíspeysur..............1.990 kr. Amico sumarpeysur.........990 kr. Jakkar..................2.990 kr. Úlpur...................2.990 kr. Vindjakkar...............790 kr. w sending af frábærum Amico sokkar.............140 kr. sundfatnaði Sendumí póstkröfu sími: 581 4565 barnaföt við hliðina á Hagkaup í Skeifunni V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.