Morgunblaðið - 20.06.1998, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 20. JÚNÍ 1998 53
FOLK I FRETTUM
STUÐMENN í góðum dampi.
Ný breiðskífa í haust
Kraftur í
Stuðmönnum
Morgunblaðið/Halldór
ANNA Eiríksdóttir og Ragnheiður
Kjartansdóttir.
EYJÓLFUR Kristjánsson og Björn
Jörundur.
SÓLVEIG Jónsdóttir og Eyrún
Jónasdóttir.
STUÐMENN hituðu upp
íyrir þjóðhátíðardaginn á
Astró síðastliðið þriðju-
dagskvöld og var glatt á
hjalla. Segja má að þeir
hafi ekki aðeins verið að
hita upp fyrir 17. júní
heldur einnig fyrir Þjóð-
hátíð i Vestmannaeyjum.
„Við vorum þama árið
1986 og skilst mér að það
sé fjölmennasta Þjóðhátíð-
in,“ segir Egill Olafsson.
„Þar áður vorum við í Eyj-
mn árið 1982 þegar við tók-
um upp myndina Með allt á
hi'einu. Við eigum góðar
minningar frá báðum há-
tíðunum og enim því að
minnsta kosti að búast við
því að það verði góðmennt
á Þjóðhátíðinni í sumar.“
Margmiðlunardiskur
4. júlí
Stuðmenn munu gefa út
plötu 4. júlí með fjórum
nýjum lögum. „Við ákváð-
um að kynna diskinn fyrst
opinberlega á þjóðhátíðar-
degi íslendinga og gefa
hann svo út á þjóðhátíðar-
degi Bandaríkjanna," segir
Jakob Frímann Magnús-
son. „Þetta verður marg-
miðlunardiskur og auk lag-
anna verða myndbönd við
lögin og eins konar kara-
oke-útgáfa af þeim svo fólk
sem ekki er ánægt með
sönginn getur bætt um bet-
ur sjálft,“ bætir Egill við.
Lögin fjögur verða svo á
nýrri breiðskífu með Stuð-
mönnum sem kemur út í
haust. Þar verða tólf ný
lög með Stuðmönnum. Eru
það nýir Stuðmenn? „Við
höfum ekki breyst svo
mikið,“ segir Egill.
„Við fluttum þessi fjög-
ur lög í kosningasjónvarp-
inu en ég held að fáir hafi
fylgst með því. Þetta voru svo
óspennandi kosningar að það voru
allir búnir að slökkva upp úr ell-
efu.“ Fyrsta lagið nefnist Angan-
týr, annað lagið „Ég er bara eins
og ég er“, þriðja lagið „Sá á kvöl-
ina“ og það síðasta „Saga af
hesti“.
Tónleikaferð um landið
Stuðmenn munu fylgja eftir út-
gáfu margmiðlunardisksins sem
nefnist „EP+“ með tónleikaferð
um landið sem hugsuð er sem
upphitun fyrir verslunarmanna-
helgina. „Spilamennskan byrjar í
Stapa 3. júlí og eftir það verðum
við á Egilsstöðum, í Ýdölum og
Miðgarði og 17. júlí spilum við á
stórhátíð í íþróttaskemmunni á
Akranesi í tilefni af opnun Hval-
fjarðarganganna. Þá spilum við á
Suðurlandi og Vesturlandi og að
síðustu á Akureyri fyrir Verslun-
armannahelgina.
Hvernig leggjast Eyjar í Jak-
ob? „Það verður spennandi og
skemmtilegt,“ svarar hann. Ég
hef nú verið þarna nokkrum sinn-
um áður og það mynduðust sterk-
ar taugar milli Stuðmanna og
Vestmannaeyinga á Með allt á
hreinu-tímabilinu. Við eigum
nokkur lög sem eru sérstaklega
tileinkuð þeim ágæta stað.“
Mánaðartörn hjá
Stuðmönnum
Hann segir að þetta verði mán-
aðartöm hjá Stuðmönnum og síð-
an verði ekkert meira á dag-
skránni fyrr en á næsta ári.
„Þessi hljómsveit hefur tekið sér
mislangar hvíldir en aldrei lagt
árar í bát og þetta er bara liður í
þeirri þróunarsögu. Hún safnar
orku, fær útrás fyrir hana á af-
mörkuðum tíma og byijar svo að
safna í sarpinn aftur.“
Hvað um hljómsveitina Ragga
and the Jack Magic Orchestra?
„Það eru upptökur í gangi þar og
spilamennska og plötuútgáfa á
döfinni í haust. En það er annað
verkefni í öðru landi. Það tekur
við eftir rúman mánuð og verður
einnig í gangi meðan á tónleika-
ferðalagi Stuðmanna stendur."
Rappari
ákærður
fyrir
nauðgun
RAPPARINN DMX var handtek-
inn í vikunni og kærður fyrir nauðg-
un, og ólögmæta innilokun. DMX,
öðru nafni Earl Simmons, er sakað-
ur um að hafa farið með 29 ára
gamla nektardansmey, sem hann
hitti á næturklúbbi, í íbúð vinar síns
í Bronx þar sem hann svívirti hana.
Ný breiðskífa hins 27 ára gamla
DMX, „It’s Dark and Hell is Hot“,
fór beint í fyrsta sæti Billboard vin-
sældarlistans í síðasta mánuði og
hefur selst í rúmlega hálfri milljón
eintaka. Talsmenn útgáfufyrirtækis
hans sögðu ákæruna hreinan upp-
spuna og að sannleikurinn muni
koma í ljós. „Hann er nýsloppinn út
úr fátækrahverfinu og það er verið
draga hann aftur niður í svaðið,"
sagði lögfræðingur DMX um
ákæruna. Rapparinn var leystur úr
fangelsi gegn tryggingu og kemur
fyrir rétt síðar í mánuðinum.
www.mbl.is
- frábær föt fyrir flotta krakka
Við höldum Leonardo DiCaprio bolir .... 990 kr.
áfram að bjóða Gallasmekkbuxur......1.990 kr.
frábærföt á Spice Girls bolir......690 kr. IV
góðu verði
Flíspeysur..............1.990 kr.
Amico sumarpeysur.........990 kr.
Jakkar..................2.990 kr.
Úlpur...................2.990 kr.
Vindjakkar...............790 kr. w sending
af frábærum
Amico sokkar.............140 kr. sundfatnaði
Sendumí
póstkröfu
sími:
581 4565
barnaföt við hliðina á Hagkaup í Skeifunni
V