Morgunblaðið - 25.06.1998, Page 1

Morgunblaðið - 25.06.1998, Page 1
92 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 140. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS íbúar Norður-Irlands kjósa í dag í fyrsta sinn fulltrúa á nýstofnað héraðsþing Sprengjutilræði sagt sanna mikilvægi kosninganna Belfast. Morgunblaðið. Reuters NORÐUR-írsk öryggissveit gaumgæfir vettvang í bænum Newtownhamilton skammt frá landamærunum við írska lýðveldið í gær. Tveir særðust þar í sprengjutilræði, sem beint var gegn kosningunum í dag. SPRENGJA sprakk í bifreið í bæn- um Newtownhamilton í suðurhluta Armagh-sýslu á N-írlandi í gær og urðu tveir fyrir minniháttar meiðsl- um, en jafnframt urðu miklar skemmdir á nærliggjandi bygging- um. INLA, klofningshópur úr Irska lýðveldishemum (IRA), lýsti ábyrgð á hendur sér í gærkvöldi og er talið að mai'kmið hópsins hafi verið að mótmæla kosningum sem fram fara í dag í samræmi við frið- arsamkomulagið sem náðist á föstu- daginn langa og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta mánuði. Séamus Mallon, þingmaður S- Armagh-kjördæmisins á breska þinginu og varaformaður flokks hóf- samra kaþólikka (SDLP), sagði árásina „skammarlegt og hættulegt tilræði við lýðræðið“, en bætti við að hún gæfi íbúum á N-írlandi enn frekari ástæðu til að neyta kosn- ingaréttar síns í kosningunum í dag; góð þátttaka væri forsenda þess að hægt yrði að þagga niður í ofbeldis- seggjunum. I nóvember síðastliðn- um var uppi orðrómur um að 35 hátt- settir IRA-foringjar úr Armagh- deild samtakanna hefðu sagt sig úr samtökunum vegna andstöðu við vopnahlé þeirra. Kemur því ekki á óvart að sprengjan sprakk í Armagh, sem er nærri landamærum írlands og N-írlands, og mistókst þar reynd- ar annað sprengjutilræði aðfaranótt þriðjudags. Lftill áhugi kjósenda Eitt málefni hefur í raun gnæft yfir önnur í kosningabaráttunni, sem lauk í gær, en það er spuming- in hvort þeim stjórnmálaöflum sem beittu sér fyrir samþykkt samn- ingsins í atkvæðagreiðslunni í maí takist að láta kné fylgja kviði og tryggja að til þingsins nýja veljist frambjóðendur sem hlynntir eru starfsemi þess. Reynst hefur þraut- in þyngri að endurvekja þann mikla áhuga sem kjósendur höfðu í maí en þó er talið að kosningaþátttaka verði með ágætum og er það talið fylgjendum samningsins í hag. Síðustu skoðanakannanir sem birtar voru sýndu að flokkar hlynnt- ir samkomulaginu myndu fá um 80% fylgi, Sambandsflokkur Ulster (UUP) kom þar efst með 27% en SDLP hafði einungis einu prósentu- stigi minna samkvæmt könnunum. David Trimble, leiðtogi UUP, John Hume, leiðtogi SDLP, Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, og fleiri áttu sér sameiginlegt markmið í maí en nú þurfa þeir að gera tvennt í senn; tryggja að andstæðingar samningsins - með Ian Paisley og flokk hans DUP í broddi fylkingar - nái ekki of mörgum fulltrúum á þingið, en jafnframt að berjast inn- byrðis um fylgi kjósenda. ■ Vonast eftir/26 Kínaferð Clintons Sendir Kínastjórn tóninn við brottförina Washington. Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti lét það verða sitt síðasta verk áður en hann lagði upp í umdeilda Kínaferð í gær að gagnrýna kínversk stjórn- völd. Forsetinn, sem hefur harðlega mótmælt þeirri ákvörðun kinverskra stjórnvalda að afturkalla vegabréfsá- ritun þriggja fréttamanna útvarps- stöðvarinnar Radio Free Asia, tjáði fréttamönnum rétt fyrir brottför frá Washington að hann hefði ákveðið að veita útvarpsstöðinni viðtal og senda þannig skýr skilaboð um það að „hugmyndir þyrftu ekki vegabréfs- áritun". Clinton sagðist þó vonast til þess að þetta atvik yrði ekki til þess að flækja samningaviðræður við kín- verska ráðamenn. Hann ætti von á því að hvert mál yrði rætt sérstak- lega og hann hygðist ekki láta þetta mál standa í vegi fyrir þjóðarhags- munum. „Gildismat okkar er þó mik- ilvægur þáttur í hagsmunum okkar,“ sagði hann. „Við lifum hvorki á pen- ingum né völdum einum saman held- ur einnig á hugmyndum okkar.“ ■ Zhao Ziyang/22 ---------------- Minni olía Vín. Reuters. OPEC, hagsmunasamtök oh'uút- flutningsríkja, ákváðu í gær að draga úr framleiðslu á olíu um nærri 5%, sem er meira en búizt var við að aðildarríkin ellefu myndu ná sam- komulagi um, í viðleitni þeirra til að stöðva lækkun á heimsmarkaðsverði olíu. ■ OPEC semur/Bl Yiðræður IMF við Rússlandsstjórn Afgreiðsla láns nær því í höfn Moskvu. Reuters. RUSSNESKUM stjórnvöldum tókst í gær að mjakast nær því tak- marki, að fá Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn (IMF) til að afgreiða næsta áfanga stórs láns, sem áður hafði verið ákveðið að veita til styrktar rússneskum efnahag, en talsmenn IMF sögðu að viðræður um enn stærra viðbótarlán til að vinna gegn fjármálakreppunni sem nú ríkir í landinu yrðu erfiðar. Áhrifamikill rússneskur þing- maður sagði í gær að ólíklegt væri að neðri deild þingsins, Dúman, myndi samþykkja neyðaraðgerða- áætlun ríkisstjórnarinnar eins fljótt og Borís Jeltsín forseti vill, en gangi þetta eftir eykur það enn á spennu í stjórnmálum landsins. Eftir viðræður við Sergei Kíríj- enkó, forsætisráðherra Rússlands, sagði Stanley Fischer, varafram- kvæmdastjóri IMF, á blaðamanna- fundi að hann mælti með því að stjórn sjóðsins leyfði afgreiðslu næsta áfanga af 9,2 milljarða doll- ara láni (um 660 ma kr.), sem áður hafði verið samið um en afgreiðsl- unni frestað vegna þess að umsam- in skilyrði fyrir móttöku lánsins vora að mati sjóðsstjórnarinnar ekki uppfyllt af hálfu Rússlands- stjórnar. Sagðist Fischer gera ráð fyrir að greiðslan, upp á um 48 ma kr., yrði afgreidd áður en skrifstofum yrði lokað í Washington í dag, fimmtu- dag, en lokaákvörðunin lægi hjá stjórn sjóðsins. Rússar sækjast einnig eftir nýju láni frá IMF upp á um 1000 ma kr., en Fischer sagðist búast við að við- ræður um það yrðu erfiðar, og þær yrðu háðar því að rússnesku stjórn- inni tækist að hrinda í framkvæmd róttækum endurbótum á skatt- heimtunni og fleiri atriðum í efna- hagsstjórnuninni. Reuters Holbrooke í Junik RICHARD Holbrooke, sendifulltrúi Banda- ríkjastjórnar á Balkanskaga, situr hér við hlið ónafngreinds félaga í Frelsisher Kosovo í að- albækistöðvum hans í Junik, sem er um 80 km suðvestur af héraðshöfuðborginni Pristina. Holbrooke hófst í gær handa við að miðla málum í Kosovo-héraði, þar sem íbúar af al- bönskum uppruna eiga í höggi við serbneska öryggislögreglumenn. ■ Viðræður/22 Hr. Bean óska- yfirmaðurinn Lundúnum. The Daily Telegraph. NÆRRI átta hundruð manna úrval japanskra embættismanna, sem hafa komið bezt út úr hæfniprófum tii að gegna háttsettum embættum í stjórnsýslunni, eru sam- mála um að sá maður sem þeir telja hæfastan til að vera yfirmaður þeirra sé hr. Bean, skop- persónan sem brezki leik- arinn Rowan Atkinson hefur hlotið heimsfrægð fyrir. Iskoðanakönnun, sem gerð var meðal úrvals- embættismannanna, lenti hr. Bean í efsta sæti lista yfír fyrirmyndar-yfir- inanninn. Þjálfarar hornaboltaliða komu næstir, en landsliðsþjálf- arinn í knattspyrnu, Ta- keshi Okada, var í sjötta sæti. Ryutaro Hashimoto forsætisráðherra var í ní- unda sæti Iistans. Engin skýring fylgdi þessu vali embættismann- anna, en hr. Bean nýtur gífurlegra vinsælda í Jap- an. Kaupsýslumaður nokkur, sem á alla hr. Bean-þættina á mynd- bandi, telur hægt að rekja vinsældir þessarar fámálu og klaufsku per- sónu til þess, að Japönum þyki manngerðin lfkjast sjálfum þeim svo mikið. „Hr. Bean lendir í vand- ræðum vegna þess að hann á erfitt með að tjá hug sinn og reynir að laga það sem úrskeiðis fer með frekar ruddaleg- um hætti,“ sagði kaup- sýslumaðurinn. „Eg held að Japanir séu eins.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.