Morgunblaðið - 25.06.1998, Síða 10

Morgunblaðið - 25.06.1998, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Losun á súráli við Grundar- tanga hætt LÖNDUN súráls úr flutningaskip- inu MS-Strilberg hefur verið hætt og liggur skipið nú úti á Hvalfírði. Skipið mun líklega bíða þess að los- unarbúnaður álversins verði settur upp við Grundartanga en eins og fram hefur komið þoldi sjálfvirkur losunarbúnaður MS-Strilbergs ekki verkefnið. Að sögn Guðmundar Asgeirsson- ar, framkvæmdastjóra Nesskips, umboðsaðila skipsins á íslandi, bendir allt til þess að skipið muni bíða hér við land eftir að losunar- búnaður Norðuráls verði settur upp. Þegar hann verði kominn upp geti hvaða skip sem er losað með þeim búnaði. Þrír kostir í stöðunni Bráðabirgðabúnaður var settur upp við Grundartanga og átti MS- Strilberg að koma farminum sjálft í land, enda búið sérstökum sjálf- losunarbúnaði. Hann þoldi ekki verkefnið, losuninni var hætt og hefur það legið úti á Hvalfirði frá því á laugardag. Að sögn Guðmundar eru þrír kostir í stöðunni „og eru þeir allir slæmir. Þeir kosta allir mikið og er verið að reikna út hvaða lausn sé hagstæðust.“ Fyrsti kosturinn er að bíða eftir að losunarbúnaður Norðuráls 'verði settur upp að Grundartanga, en áætlað er að hann verði tilbúinn 12. júlí. Annar kostur er að fara erlendis með farminn, losa hann í geymslu og koma með hann aftur eftir þrjár vikur, þá með öðru skipi. Þriðji kosturinn er að selja farminn í ann- að álver, og segir Guðmundur mestar líkur á því að fyrsti kostur- inn verði tekinn. Tryggingafélög MS-Strilbergs taka ákvörðun um hvaða kostur verður valinn, en tjón vegna taf- anna fellur alfarið á eiganda MS- Strilbergs, sem er norskur. Forseti Alþjóða- bankans ræðir þróunarmál JAMES D. Wolfensohn, forseti Al- þjóðabankans, flytur fyrirlestur um starfsemi Alþjóðabankans og hlutverk hans í efnahagslegri upp- byggingu í heiminum á morgun, föstudaginn 26. júní kl. 16. Fundur- inn fer fram í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Is- lands, og hefst með ávarpi Hall- dórs Ásgrímssonar utanríkisráð- herra. Fundarstjóri verður Stein- grímur Hermannsson seðlabanka- stjóri. „Fundur þessi er kjörið tæki- færi fyrir áhugafólk um efnahags- og þróunarmál að fá innsýn í hið margþætta starf Alþjóðabankans. Bankinn er stærsta einstaka þró- unarstofnun heims og gegnir lykil- hlutverki í efnahags- og félags- legri uppbyggingu þróunarlanda, bæði með lánveitingum og tækni- aðstoð. Auk þess veitir bankinn löndum Austur-Evrópu fyrir- greiðslu og er virkur þátttakandi í uppbyggingarstarfi í fyrium stríðshrjáðum löndum," segir í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu. Fyrirspumir og almennar um- ræður verða að loknu framsöguer- indi. ROY Arris, leiðsögumaður við Ytri-Rangá, með 12 punda fisk sem hann veiddi á Rangárflúðum. Yeiðin er upp og ofan VEIÐIN er aðeins að glæðast þrátt fyrh’ vatnsleysið víða um land. Sums staðar er veiðin þó verulega slök, t.d. í Víðidalsá. Veiðimenn líta því vonaraugum til vaxandi óróa í veðurspám síð- ustu daga og töluvert rigndi á Vesturlandi aðfararnótt miðviku- dagsins. Þá er stórstreymt í dag, 4,2 metra flóðhæð. Sturla Guðbjarnarson í Fossa- túni var ánægður með gang mála í Grímsá í gærdag, holl var að hætta með 21 lax eftir tvo daga og voru þá komnir 43 laxar úr ánni. „Laxinn er að veiðast um alla á og það er allt grálúsugt þessa dagana," sagði Sturla. Borgarfjörðurinn að lifna í gærdag hélt holl heim á leið úr Norðurá með 43 laxa og voru þá komnir 145 laxar úr ánni að sögn Gunnars Jónssonar í veiði- húsinu á Rjúpnahæð. Hægar gengur í Þverá þar sem holl hætti í gærdag með 16 laxa í kæl- inum. Ur Þverá og Kjarrá höfðu veiðst 95 laxar. Þá hefur verið líf- legt í Flóku og komnir á þriðja tug laxa á land og fyrstu laxarnir eru komnir úr Gljúfurá, a.m.k. tveir. Þar sést ekki mikill fiskur nema í Ósnum. Þá voru komnir 37 laxar á land úr Langá í gærdag að sögn Haf- steins Orra, staðarleiðsögu- manns við ána. Sagði Hafsteinn mikinn lax vera að ganga með vaxandi straum, en þar til fyrir tveimur dögum hefði hann tekið mjög illa. „Það hefur glæðst mjög í gær og í morgun,“ sagði Hafsteinn. Slakt í Víðidalsá Arni Baldursson var að koma úr Víðidalsá í gærdag og hann sagði ástandið mjög dapurt þar um slóðir. „Hollið fékk sex laxa og hollið á undan bara einn. Við Tóti (Þórarinn Sigþórsson) gát- um þó ekki kvartað miðað við að- stæður, fengum þrjá af þessum löxum, þar af voru tveir af þeim 18 og 15,5 pund,“ sagði Ámi. Sigrún Magnúsdótt- ir formaður borgarráðs til árs SIGRÚN Magnúsdóttir var á þriðjudag kjörin formaður borgar- ráðs Reykjavíkur til eins árs en jafnframt var samþykkt með 3 at- kvæðum Reykjavíloiriistans gegn 2 atkvæðum Sjálfstæðisflokks að fela Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra fundarstjóm á fund- um borgarráðs. Nýtt borgarráð kom saman til fyrsta fundar á þriðjudag en það er skipað Helga Hjörvar, Sigi-únu Magnúsdóttur og Steinunni V. Óskarsdóttur fyrir Reykjavíkur- listann og Ingu Jónu Þórðardóttur og Vilhjálmi Vilhjálmssyni fyrir Sjálfstæðisflokk. Á fundinum var lögð fram tillaga frá borgarráðsfulltrúum R-listans um að fela borgarstjóra fundar: stjórn á fundum borgarráðs. I greinargerð kemur fram að sam- kvæmt nýjum sveitarstjórnarlög- um skuli formaður byggðaráðs val- inn úr hópi kjörinna byggðarráðs- manna. Hér sé um að ræða nýtt ákvæði en fram til þessa hafí borg- arstjóri oftast gegnt formennsku í borgarráði á grundvelli samþykkt- ar um stjórn Reykjavíkurborgar þar sem segir að borgarstjóri eigi sæti í borgaiTáði en hafí þar ekki atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn í ráðið. í nýjum lögum sé hins veg- ar ekki tekið á þessu með óyggj- andi hætti. Hins vegar segi í skýringum við umrædda sveitarstjórnarlaga- grein: I 4. mgr. er hins vegar bætt við ákvæði um að formaður byggð- airáðs skuli valinn úr hópi kjörinna fulltrúa í byggðarráði. Rétt er þó að taka skýrt fram að slíkt ákvæði telst ekki koma í veg fyrir að byggðarráð geti í einhverjum til- fellum falið öðnim fundarstjórn, t.d. framkvæmdastjóra. Á þessum forsendum lögðu fulltrúar Reykja- víkurlistans til að borgarstjóra yrði falin fundarstjórn á fundum borg- arráðs og að hann muni, eins og verið hafi, undirbúa dagskrá borg- arráðsfunda. PRINS Richard zu Zayn-Wittgenstein t.v. ásamt Orra Vigfússyni með nokkra stórlaxa sem hann veiddi í Laxá í Aðaldal. Prins í laxi Skólastjóri Tónlistarskóla Bessastaðahrepps Uppsögnin per- sónulegs eðlis Fannst á Tindfelli KENNSLANEFND ríkislög- reglustjóra hefur staðfest að lík- amsleifar þær sem fundust á Tind- felli á Snæfellsnesi 17. júní síðast- liðinn séu af Charles Agli Hirt, sem saknað hefur verið síðan 1. júní 1993. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Snæfellsnesi var til- kynnt um fundinn klukkan 00.05 hinn 17. júní síðastliðinn. Fólk á ferð í fjallgöngu veitti eftirtekt „einhverju hvítu“ í grjóturð. Að sögn Eðvarðs Árnasonar, yf- iriögregluþjóns á Snæfellsnesi, var einn af þeim sem gengu fram á lík- amsleifarnar björgunarsveitar- maður sem tók þátt í leitinni sem gerð var að Charles Agli íyrir fímm árum. Eðvarð sagði útilokað að segja til um hugsanlega dánarorsök nú þegar svo langur tími er liðinn frá láti mannsins. Mikil leit var gerð að Charles Agli á þessum slóðum á sínum tíma en að sögn Eðvarðs beindust sjónir leitarmanna þá helst að Snæfellsjökli. „Þessi staður er nokkuð fáfarinn en í loftlínu er hann tiltölulega stutt frá Ólafsvík og það er erfítt að ímynda sér af hverju ekki var leitað þarna á sín- um tíma,“ sagði Eðvarð að lokum. PRINS Richard zu Sayn-Wittgen- stein, eiginmaður Benediktu Danaprinsessu, hefur dvalist hér á landi við laxveiðar í Laxá í Að- aldal að undanförnu. Prinsinn veiddi vel, en hann dvaldist í veiðihúsi Veiðifélags Laxár í Að- aldal að Vökuholti á Laxamýri á meðan á veiðitúrnum stóð. Prinsinn er hér á vegum Norður- Atlantshafslaxasjóðsins sem Orri Vigfússon veitir forstöðu. Orri sagði í samtali við Morgunblaðið, að það væri mikill heiður að fá prinsinn í heimsókn. „Hann er verndari laxasjóðsins í Dan- mörku og mikill áhrifamaður í Evrópu. Hann hefur stutt dyggi- lega við verkefni okkar til vernd- ar villtum Iaxastofnum. Nýlega var hann t.d. viðstaddur þar sem dönsku bjórverksmiðjurnar kynntu nýja bjórtegund í Dan- mörku, svokallaðan „Salmon Gold“-bjór, sem seldur verður til styrktar laxverndunarverkefn- um. Með honum hér á landi var danski hershöfðinginn Kjeld Hill- ingso,“ sagði Orri Vigfússon í samtali við Morgunblaðið. SVEINBJÖRG Vilhjálmsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Bessa- staðahrepps, sem sagt hefur verið upp störfum, telur uppsögnina per- sónulega aðfór að sér og segir skipulagsbreytingar á skólanum yfirskin. „Þetta er hið furðulegasta mál og mikil ólykt af því. Mér sýnist þetta vera persónulegt, því það er mjög skrýtið að segja upp mann- eskju sem er hælt svona mikið. Eg get ekki alveg séð nein rök fyrir því og hef ekki enn fengið nein rök fyrir uppsögninni. Skipulagsbreyt- ingar eru bara yfirskin vegna þess að ég hef sjálf staðið í því að breyta þessum skóla og staðið fyrir sam- starfi við leikskóla og gninnskóla." „Aðalmarkmiðið að bola mér burt“ „Það er augljóst að hreppsnefnd- arfullti’úar meirihlutans vita ekk- ert um hvað skólastarfið snýst, þeir hafa greinilega ekki einu sinni kynnt sér það áður en þeir fóru að gera þessa hluti. Svo virðist sem aðalmarkmiðið sé að bola mér burt, og kannski ekki ólíklegt að þeir hafí einhvern annan mann í huga í starfið," sagði Sveinbjörg í samtali við Morgunblaðið í gær. Sveinbjörg sagðist myndu leita réttar síns í málinu. „Þetta er ekki búið mál, heldur aðeins byrjunin. Það er hjá lögfræðingi og kemur í ljós hvað verður. Auðvitað sækir maður það sem maður hefur lög- legan rétt á þegar farið er svona aftan að manni. Þetta er bara fyrsta verk þessa meirihluta og ekki mjög góð byrjun ef þetta er það sem koma skal.“ Sveinbjörg hefur starfað með Hagsmunasamtökum Bessastaða- hrepps og segist ekki hafa farið í grafgötur með það. „En mér sýnist að þetta sé ekki pólitísks eðlis held- ur persónulegt. Mörgu sjálfstæðis- fólki ofbýður uppsögnin og ég hef fundið fyrir miklum stuðningi víða. Ef ég væri í Sjálfstæðisflokknum hefði þetta kannski ekki komið upp, en það er einhver persóna sem vill mig í burtu. En ég er að vinna í málinu og það ekki ein,“ sagði Sveinbjörg að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.