Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 16

Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Aldarafmæli Fitjakirkju í Skorradal Grund - Haldið var upp á 100 ára vígsluafmæli Fitjakirkju í Skorra- dal með hátíðarguðsþjónustu síð- astliðinn sunnudag. Þar voru mættir átta prestar og yfir 300 kirkjugestir. Athöfnin hófst kl. 14 með því að prestamir gengu í hið aldna og ný- uppgerða guðshús. Auk sóknar- prestins, Sigríðar Guðmundsdótt- ur, og nú þjónandi prests í veik- indaforföllum hennar, Geirs Waage, voru eftirtaldir prestar við guðsþjónustuna: Sigurður Sigurð- arsson, vígslubiskup, Guðmundur Þorsteinsson, dómprófastur, Þor- bjöm Hlynur Arnason, prófastur, Agnes Sigurðardóttir, Arni Sig- urðsson og Brynjólfur Gíslason. Guðmundur, Agnes og Ámi hafa öll þjónað Hvanneyrarprestakalli, sem Fitjakirkja tilheyrir, um lengri eða skemmri tíma. Við guðsþjónustuna vígði Sig- urður Sigurðarson nýja altaristöflu sem listakonan Æja, Þórey Magn- úsdóttir, hefur gert. Altaristaflan er gjöf og helguð minningu Sverris S. Einarssonar, rektors Mennta- skólans við Hamrahlíð, eiginmanns annars kirkjubóndans á Fitjum, Karólínu Huldu Guðmundsdóttur. Sverrir lést fyrir tveimur mánuð- um. Systkinin Karólína Hulda og Jón Amar Guðmundarbörn em eigendur og skógarbændur á Fitj- um. Organisti kirkjunnar, Gyða Bergþórsdóttir, lék á orgelið við guðsþjónustuna, en hún hefur ver- ið organisti kirkjunar síðan 1958 eða í 40 ár. Karólína Hulda flutti ávarp í lok guðsþjónustunar. Fór hún yfir kirkjusögu Fitja, sem vígð var af Sr. Þórhalli Bjamasyni biskup, en þar hefur verið kirkja frá 12. öld. Lýsti hún kirkjunni og ástandi hennar þegar ákveðið var að rífa hana á árinu 1989, en síðan var þeirri ákvörðun breytt og farið í að gera hana upp í staðinn. Allir sem að þeirri ákvöðran stóðu eiga hrós skilið, því það verk hefur tekist frá- bærlega vel. Að lokum minntist Hulda fóður- bróður síns, Stefáns Stefánssonar á Fitjum, sem lést árið 1996. Þátt- taka hans við endurgerð kirkjunn- ar og lagfæringu kirkjugarðsins verður seint fullþökkuð. Stefán heitinn hafði t.d. slegið kirkjugarð- inn með orfi og ljá og hirt hann samfleytt í 62 ár, þegar hann lést. Kirkjukaffi að gömlum og góðum sið Að athöfninni í kirkjunni lokinni var öllum boðið í stórglæsilegt kirkjukaffi að gömlum og góðum Morgunblaðið/Davíð GEIR Waage var meðal þeirra átta presta sem sáu um guðsþjónustuna í Fitjakirkju á 100 ára vígsluafmælinu. sið, en kaffisamsætið var í boði Fitjasóknar og kirkjubændanna á Fitjum. Stórri skemmu hefur verið breytt í veislusal með ómetanlegri aðstoð félaga í Sumarbústaðafélagi Fitjahlíðar, sem sáu meðal annars um að mála allt gólfið. Þeir kirkju- gestir, sem ekki var pláss fyrir í kirkjunni, gátu fylgst með gusð- þjónustunni á sjónvarpsskermi úti í skemmunni. Bæði mynd og tal var með ágæt- um, og á rafvirkinn, Friðrik Karl Friðriksson, sem sá um uppsetnin- ugu búnaðarins, þakkir skildar fyr- ir gott starf. Þarna gátu hátt á annað hund- rað kirkjugestir drukkið kaffi í einu. Undir borðum voru haldnar ræður og rifjaðar upp gamlar end- urminningar. Þeir sem töluðu vora sr. Guð- mundur Þorsteinsson, sr. Þorbjörn Hlynur Arnason, Sigríður Skarp- héðinsdóttir og Ingibjörg Krist- leifsdóttir, sem gat um söfnunar- sjóð í minningu Sverris S. Einars- sonar. Söfnunarféð gengur óskipt til að greiða altaristöflu og annan kostnað vegna viðhalds og endur- bóta á kirkju, kirkjumunum og búnaði, kirkjunni tengdri. Að ræðum loknum sungu nokkr- ir fyrrverandi félagar Sverris heit- ins Einarssonar úr Karlakór Reykjavíkur nokkur lög við hrifn- ingu veislugesta. Kirkjugestir þakka húsbændunum á Fitjum fyrir frábæran messudag og „Hulduhernum" hennar Huldu og öðram hjálparhellum góða þjón- ustu í kirkjukaffinu. } Morgunblaðið/Sig. Fannar. SIGURGEIR, „Geiri í Múla“, fyrir utan verslun sína á Selfossi. Hættur með rekst- ur eftir 51 árs verslunarferil Selfossi - Sigurgeir Ingvarsson í versluninni Múla á Selfossi er Sunn- lendingum kunnur. Hann hefur starfað við verslun á Selfossi í 51 ár. Fyrst hjá Kaupfélagi Árnesinga en fór si'ðan yfir í sjálfstæðan rekst- ur og hefur rekið tvær verslanir óslitið í tæp 40 ár. Fyrst opnaði Sigurgeir verslun- ina Brú á Eyrarvegi 7, en þar versl- aði hann að mestu með vefnaðar- vöru. Síðan var það árið 1971 sem hann byggði nýja verslun og íbúð- arhús á Eyrarvegi 9. Verslunina nefndi hann Múla og hefur verslað þar með fatnað siðan. Sigurgeir lætur nú af störfum á laugardaginn eftir langan og árangursríkan verslunarferil þegar hann lokar versluninni Múla. Sigurgeir segir oft hafa verið mjög gaman að starfa við verslun á Selfossi. „Verslunin hefur alltaf gengið vel þrátt fyrir mikla sam- keppni," segir Sigurgeir. Hann seg- ir að í dag sé verslun með breyttu sniði en telur hlutina vera að þróast í rétta átt. „Eg vil ekkert vera að finna að hlutunum, þetta er allt á réttri leið.“ Sigurgeir segist örugg- lega eiga eftir að sakna þeirra fjöl- mörgu og tryggu kúnna sem hann hefur haft í gegnum árin. „Mínum tryggu viðskiptavinum á Selfossi og í nærsveitum vil ég færa bestu þakkir fyrir að hafa gert mér kleift að starfa við verslun öll þessi ár. Þakklátur hætti ég störfum," segir Sigurgeir Ingvarsson, verslunar- maður á Selfossi. Sumarstemmning í Eyjum Vestmannaeyjum - Það var sann- kölluð sumarstemmning í Vest- mannaeyjum um helgina. Veðrið lék við Eyjamenn og gesti þeirra með glaðasólskini og hægum vindi. Mik- ill fjöldi ferðafólks var í Eyjum enda Pæjumótið í kattspyrnu í gangi en ýmislegt fleira var á döfinni í Eyj- um. Á laugardag var Bylgjulestin á ferð í Vestmannaeyjum og efndi til skemmtunar á Stakagerðistúni. Þar komu fram tónlistarmenn og skemmtikraftar auk þess sem boðið var upp á þátttöku í ýmiskonar upp- ákomum. Kraftakarlar voru á ferðinni og héldu Hálandaleika sína á Staka- gerðistúni þar sem þeir kepptu í ýmiskonar aflraunum. Mikill fjöldi fólks fylgdist með skemmtuninni í góðviðrinu og Bylgjan útvarpaði beint frá fjörinu í Eyjum þar sem allir voru í sannköll- uðu sumarskapi. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SUMARSTEMMNING í Eyjum. Námskeið í jarðrækt og plægingu Egilsstaðir - Námskeið í jarðrækt og plægingu var nýlega haldið á Egilsstöðum. Þátttakendur voru bændur á Héraði en Bændaskólinn á Hvanneyri hélt námskeiðið í sam- vinnu við RALA og Búnaðarsam- band Austurlands. Námskeiðið tók tvo daga og bæði var farið inn á bóklega og verklega þætti. Bændaskólinn hefur haldið fjölda slíkra námskeiða víða um land en megininntak námskeiðsins er að bændur læri að þekkja alla möguleika þeirra dýru og tæknilega fullkomnu tækja sem þeir eiga. Námskeiðið hentar vel þeim bænd- um sem þurfa að endurrækta tún, eru í kornrækt eða nytjaskógrækt. Leiðbeinendur voru Grétar Ein- arsson frá RALA, Ríkharð Brynj- ólfsson frá Bændaskólanum á Hvanneyri, Þórarinn Lárusson frá Búnaðarsambandi Austurlands og Ólafur Eggertgson frá Þorvaldseyri_ undir Eyjafjöllum. Morgunblaðið/Anna Ingólfs HLUTI þátttakenda á námskeiðinu. Frá vinstri: Sigvaldi Ragnarsson, Lárus Dvalinsson, Benedikt Arnórsson og Gísli Pálsson. > \ 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.