Morgunblaðið - 25.06.1998, Side 26
26 FIMMTUDAtrtJR 26.' JÚM lt)98
MÖRGÚNBLÁÐIÐ
ERLENT
Búist við góðri kjörsókn f kosningum á Norður-Irlandi
Dauf barátta
fyrir tímamóta-
kosningar
Gert er ráð fyrir góðri kjörsókn í þing-
kosningunum á N-Irlandi sem fram fara í
dag, segir Davíð Logi Sigurðsson í
Belfast, þrátt fyrir daufa og fremur
tíðindalitla kosningabaráttu.
Reuters
DAVID Trimble svarar spurninguin fréttamanna í Belfast í gær.
BÚIST er við að um 70%
kjósenda muni neyta at-
kvæðisréttar síns í kosn-
ingunum á Norður-írlandi
í dag, sem er talsvert hærra en í
undanfömum kosningum, ef frá er
skilin þjóðaratkvæðagreiðslan í síð-
asta mánuði þegar 81% kjósenda
neytti réttar síns. Leiðtogar stjóm-
málaflokkanna eyddu tímanum í
gær í kjördæmum sínum og reyndu
að tryggja sem besta kosningu
flokka sinna. Var hins vegar lítið
um að vera í miðborg Belfast og
einungis eftir að fregnir bámst af
bílsprengju í Armagh-sýslu hófu
eftirlitsþyrlur lögreglunnar sig á
loft og gamalkunnugt þyrlusuð lék í
eyrum Belfastbúa.
Einn viðmælenda Morgunblaðsins
sagðist nánast ekkert hafa leitt hug-
ann að yfirstandandi kosningum og
svo virðist sem almennt áhugaleysi
einkenni þrátt fyrir allt andrúms-
loftið á N-írlandi. Flestir era sam-
mála um að kosningabaráttan hafí
verið dauf og fremur tíðindalítil og
kemur þar sjálfsagt til að ekki er
nema rúmur mánuður síðan þjóðar-
atkvæðagreiðslan um samkomulag-
ið sem náðist á föstudaginn langa
fór fram. Segja má því að kosninga-
þreyta einkenni almenning jafnt
sem stjórnmálamennina sem geta
nú lítið gert annað en endurtaka
það sem þeir sögðu fyrir mánuði.
Sumum spurningum verður hvort
eð er ekki svarað fyrr en á þær
reynir.
Leiðarahöfundar stærstu dag-
blaðanna á N-írlandi hvöttu í gær, á
lokadegi kosningabaráttunnar,
kjósendur til að velja til forystu þá
stjómmálamenn sem studdu páska-
samkomulagið í maí en ekki þá sem
börðust gegn því þá og hyggjast, ef
þeir ná kjöri nú, gera sitt ýtrasta til
að tryggja að ákvæði þess nái ekki
fram að ganga. Stjómmálamenn
hvar í flokki sem þeir standa voru
hins vegar sammála um það í gær
að þjóðaratkvæðagreiðslan í maí
hefði einungis verið upphitun, kosn-
ingarnar í dag mörkuðu hin raun-
veralegu tímamót því nú þyrfti fólk
að velja hverja það vildi sjá stýra N-
Irlandi á nýrri öld og í nýju póli-
tísku umhverfi.
Margir kostir í boði
Kosnir verða sex fulltrúar úr hverju
kjördæmanna átján og er því sam-
anlagt kosið um 108 sæti á nýju n-
írsku þingi sem stofnsett verður
samkvæmt ákvæðum páskasamn-
ingsins. Nokkuð gæti dregist að rík-
isstjórn taki til starfa en þingið nýja
mun samt sem áður koma saman
snemma í næstu viku í fyrsta sinn
til að velja sér forsætisráðherra,
eða fyrsta ráðherra eins og hann er
nefndur, og aðstoðarforsætisráð-
herra. Er næsta öraggt að þessi
sæti munu þeir David Trimble, leið-
togi Sambandsflokks Ulster (ÚUP),
og John Hume, leiðtogi hófsamra
kaþólikka (SDLP), skipa, enda era
þessir flokkar stærstu flokkar sam-
félaganna tveggja á N- írlandi. Að
öllu jöfnu mætti ganga að því vísu
að Trimble hlyti hnossið, þar sem
UUP hefur hingað til verið talsvert
stærri flokkur en SDLP, en klofn-
ingur innan raða sambandssinna
gerir það að verkum að atkvæði
þeirra virðast ekki ætla að skila sér
fyllilega í hús. Margir þeirra sem
venjulega styðja UUP era nefnilega
afar ósáttir við stefnu flokksins að
undanfórnu, telja of mikið gefið eft-
ir og að sameinað írland, fullnaðar-
sigur IRA, sé handan homsins.
Hafa þessir kjósendur væntanlega
snúið sér að flokki klerksins Ians
Paisleys, sem ákveðinn er í að hefta
störf þingins nýja sem mest hann
má.
Paisley stýrir sambandsflokknum
DUP sem telja má meðal fjöguira
stærstu stjómmálaflokka á N-ír-
land ásamt UUP, SDLP og Sinn
Féin. Er DUP sá eini þessara
flokka sem háði kosningabaráttuna
í andstöðu við páskasamkomulagið
og hyggst reyna að ná nógu mörg-
um fulltrúum inn til að hefta starf
þingsins nýja. Flokkurinn nýtur í
þessu stuðnings UK-sambands-
flokksins, en þar ræður ríkjum Ro-
bert MacCartney, sem situr á
breska þinginu. Flokkamir tveir
eiga sér síðan dálítið óvenjulega
bandamenn hinum megin víglínunn-
ar, því klofningshópar úr IRA telja
samninginn alls ekki fullnægjandi
og í raun svik við ævafoman mál-
stað. Er taUð að einn slíkur, INLA,
hafí staðið fyrir sprengingunni í
Newtownhamilton í Armagh-sýslu í
gær til að lýsa mótmælum sínum.
Sinn Féin, stjómmálaarmur IRA,
keppir við SDLP um atkvæði kaþ-
ólikka. Hefur Sinn Féin á undan-
fomum tveimur áram sótt mjög í
sig veðrið og því er spáð að í fram-
tíðinni muni flokkurinn sigla fram
úr SDLP, ef friður helst og flokkur-
inn segir skilið við öfgaverk fortíð-
ar. Að þessu sinni virðast kaþólikk-
ar hins vegar ætla að verðlauna
John Hume fyrir vel unnin störf
undanfarin 30 ár og veita honum
brautargengi. Altént hefur SDLP
komið vel út í öllum skoðanakönn-
unum og fær samkvæmt þeim um
26% atkvæða á meðan Sinn Féin
fær á biUnu 10-15%.
Meðal annarra stjórnmálaflokka
sem bjóða fram má nefna Alliance-
flokkinn sem er eins konar miðju-
flokkur, kennir sig hvorki við sam-
bandssinna né þjóðemissinna, og
vonast til að ná nokkram mönnum
inn á þing. Eru uppi getgátur um
að fulltrúi Alliance verði fenginn til
að stýra fyrstu fundum þingsins
nýja. Síðan má geta nokkurra
smærri flokka eins og sambands-
flokkanna PUP og UDP, sem báðir
hafa tengsl við öfgahópa sam-
bandssinna en beittu sér mjög fyrir
samþykkt samningsins í þjóðarat-
kvæðagreiðslunni og virðast stað-
ráðnir i að segja skilið við ódæði
fortíðarinnar. Sérstakur kvenna-
listi er í boði, sem og Bandalag
verkamanna sem einnig styðja
samkomulagið.
Hlutfallskosningakerfið gæti
skipt miklu
I þessum kosningum koma minni
flokkarnir til með að skipta miklu
meira máli en endranær. Yfirleitt
hafa kosningar á N-írlandi, sem
hafa líkt og í Bretlandi verið háðar
með einmenningskjördæmum, orðið
til að skerpa mjög andstæður sam-
félaga kaþólikka og mótmælenda.
Nú er hins vegar annað upp á ten-
ingnum. Kosið er hlutfallskosningu
að þessu sinni og er markmiðið með
því að tryggja að öll atkvæði nýtist
en falli ekki dauð niður í einmenn-
ingskjördæmum. Á þannig að
tryggja að kaþólski minnihlutinn á
N-írlandi, sem telur um 40% íbúa,
fái rödd í stjómmálum í samræmi
við stærð sína. Hitt er hins vegar
ljóst að mótmælendur munu verða í
meirihluta á þinginu nýja, sem telst
eðlilegt þar sem þeir eru fleiri, en
koma á í veg fyrir að þeir hafí algert
meirihlutavald líkt og þeir höfðu er
N-írland naut heimastjómar
1920-1972.
Hlutfallskosningakerfið sem not-
að er í kosningunum er nokkuð flók-
ið og hefur verið leitast við á síðustu
dögum að útskýra það íyrir kjós-
endum. Þetta kerfi er ólíkt því
kosningafyrirkomulagi sem t.d. Is-
lendingar þekkja, því ekki er um
Mstakosningar að ræða þar sem
kjósandinn merkir aðeins kross við
sinn flokk. í kosningunum í dag hef-
ur kjörseðill í gefnu kjördæmi nöfn
allra frambjóðenda og getur verið
um fleiri en einn að ræða frá hverj-
um stjórnmálaflokki. Kjósandinn
verður að gera svo vel og setja þá í
forgangsröð sem hann velur, í kjör-
dæminu í austur-Belfast era t.d.
tuttugu í framboði frá hinum ýmsu
flokkum og gæti kjósandi því mögu-
lega merkt frá einum og upp í tutt-
ugu eftir því sem við á.
Vissulega er ólíklegt að nokkur
maður geri þetta, því ekki er skylda
að merkja nema við einn. Hættan er
hins vegar þá sú að þetta atkvæði
flytjist ekki á þann frambjóðanda
sem kjósandinn viH næsthelst ef
fyrsta val kjósandans kemst ekki inn
og félU atkvæðið þannig dautt niður.
Hitt er jafnljóst að kjósandi sem
setur fulltrúa DUP í fyrsta sæti
kemur sjálfsagt ekki undir neinum
kringumstæðum til með að merkja
við fulltrúa Sinn Féin, hann hefur jú
engann áhuga á að atkvæði hans
nýtist þessum höfuðfjanda flokks-
ins. Enn mikilvægari spurning er sú
hversu líklegir kjósendur UUP eru
til að setja SDLP í annað eða þriðja
sæti á kjörseðU sínum jafnvel þótt
þeir viti að þannig tryggi þeir helst
að páskasamkomulagið nái fram að
ganga. Áður fyrr hefði þessi kjós-
andi sennilega taUð DUP næstbesta
kostinn á eftir UUP en í þessum
kosningum, þegar flokkamir tveir
eru á öndverðum meiði, má vænta
breytinga.
Beinn og breiður vegur
til friðar?
Sprengingin í Newtownhamilton í
gær eftir nokkuð friðsæla tíð að
undanfömu vakti almenning til vit-
undar um að enn er verk að vinna til
að ná sáttum milli andstæðra sam-
félaga. Dómur sem féll í gær í
London yfir manni sem fundinn var
sekur um Docklands-sprenginguna
í febrúar 1996, sem varð tveimur að
bana og batt enda á fyrra vopnahlé
IRA, minnir fólk einnig á hvað er í
húfi.
Mikill meirihluti almennings von-
ar að páskasamkomulagið, og kosn-
ingarnar í dag, gefi tækifæri til að
binda enda á ofbeldi fortíðarinnar
en spumingin er hversu mörgum
fulltrúum andstæðingar samnings-
ins koma að. Jafnframt er enn
óleyst vandamál það sem árlega
fylgir göngu Óraníumanna niður
Garvaghy-veginn í Portadown, sem
nú fer fram 5. júlí næstkomandi. Ef
allt fer á versta veg þar gætu bloss-
að upp óeirðir sem gera myndu
framhaldið erfitt og gert út af við
hið nýja þing jafnvel áður en það
hefur starfsemi. Samt hefur árið
1998 sannarlega markað tímamót í
sögu N-írlands og vekja atburðir
undanfarinna mánaða og umskipti í
afstöðu ýmissa stjómmálamanna
vonir um að e.t.v. sé hið versta yfir-
staðið og N-írland sé nú loks á leið
burt frá hengibrún ofbeldis og
stjómleysis.
www.sorpa.is