Morgunblaðið - 25.06.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 25.06.1998, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KIRKJA OG MANNRÆKT MEGINSTOÐIR safnaðarstarfs kirkjunnar hafa frá öndverðu verið guðsþjónusta, fræðsla og kærleiks- þjónusta.“ Þannig mælti biskup Islands, herra Karl Sig- urbjörnsson, við setningu Prestastefnu í fyrradag. Bisk- up sagði það mikilvægt verkefni kirkjunnar að kalla fleiri til liðs og auka líknarþjónustu safnaðanna, aðstoð við þá sem halloka fara í samfélagi okkar sem og hjálparstarf við fátækar þjóðir. I boðskap sínum sagði biskup að „til bjargar jörðinni og lífinu þurfi kærleikurinn, sannleikurinn og fegurðin að mætast, trúin, listin og lotningin.“ í þeirri viðleitni þarf og sérhver einstaklingur að rækta eigin garð, eigin hug- arheim og viðhorf. Við þurfum að kappkosta „að vera góðar manneskjur, sem leitast við að gera öðrum gott.“ Biskupinn hvatti presta, kennara, uppalendur, fjöl- miðla og aðra áhrifaaðila í samfélaginu til að minna á gildi bænarinnar: „Að hver fjölskylda, sérhvert barn, læri að biðja. Endurvekjum borðbænina á heimilum okk- ar, bænarorð og þakkargjörð sem áminning þess að við erum þiggjendur, að við njótum góðs af önn og erfiði annars fólks, og gjöfum skaparans.“ Þá skal undir þau orð biskups tekið að kirkjan er elzta starfandi stofnun þjóðarinnar. I þúsund ár hefur hún sér- hvern sunnudag safnað fólki í sveit og við sjó saman til helgra tíða. Kristin kenning er samofin sögu okkar, menningu og þjóðararfleifð. Engin stofnun getur sýnt fram á hliðstætt samhengi í þjóðarsögunni. Og enn í dag er Þjóðkirkjan fjölmennasta mannræktarsamfélag lands- ins með víðari snertiflöt við heimili og stofnanir samfé- lagsins en nokkur önnur samtök, eins og biskup sagði efnislega, og áhrifamesti boðberi kristinnar trúar, kær- leika og friðar í landi okkar. Hvatning herra Karls Sigur- björnssonar til nýrrar sóknar hins kristna málstaðar, hins kristna trúarlífs, á vissulega erindi við okkur öll. Aherzlan, sem biskupinn leggur á gamlar dyggðir í dag- legu lífi fólks er til fyrirmyndar og eftirbreytni. GAGNLEG UMRÆÐA UM KALDA STRÍÐIÐ RÁÐSTEFNA um Norðurlöndin og kalda stríðið hófst í Reykjavík í gær og standa að henni Woodrow Wil- son-stofnunin í Bandaríkjunum, The London School of Economics and Political Science og Sagnfræðistofnun Háskóla Islands. Fjölbreyttur hópur íslenzkra og er- lendra fræðimanna flytur erindi á ráðstefnunni. Það er fengur að því að slík ráðstefna skuli haldin hér á landi. I fyrsta lagi stuðlar samstarf við jafnvirtar al- þjóðlegar fræðastofnanir að því að vekja athygli á íslandi og íslenzkum stjórnmála- og sagnfræðirannsóknum. ís- land lék mikilvægt hernaðarlegt og pólitískt hlutverk á dögum kalda stríðsins. Sú saga verðskuldar athygli hins alþjóðlega fræðasamfélags. I öðru lagi er ráðstefna þessi auðvitað hvalreki fyrir alla áhugamenn um alþjóðastjórnmál og -sögu. Síðast en ekki sízt er hún gagnlegt innlegg í umræður, hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum, um kaldastríðstím- ann. Átök risaveldanna gegnsýrðu allt samfélagið í norrænu ríkjunum áratugum saman. Mat manna á raunveruleik- anum var afar mismunandi á þessum tíma, einkum voru það fylgismenn Sovétríkjanna og sósíalískrar hugmynda- fræði, sem sökuðu andstæðinga sína um að mála skratt- ann á vegginn og gera of mikið úr ógninni að austan. Nú hafa skapazt forsendur fyrir því að leggja mat á það hvernig málum var í raun og veru háttað á tíma kalda stríðsins. Skjalasöfn hafa opnazt í fyrrverandi kommúnistaríkjum og jafnframt hafa fræðimenn úr austri og vestri getað hitzt og borið saman bækur sínar, sem sjaldan gerðist fyrir lok níunda áratugarins. Á undanförnum árum hefur ýmislegt nýtt komið í ljós um sögu kalda stríðsins á Norðurlöndum; til dæmis að hlutleysisstefna Svía var meira í orði en á borði og að norrænir kommúnistar og sósíalistar nutu fjárstuðnings frá austantjaldsríkjunum. Vafalaust eiga enn eftir að koma fram nýjar upplýsingar um ýmis mál. Ráðstefnan í Reykjavík verður vonandi þáttur í því uppgjöri þessa tímabils, sem nauðsynlegt og æskilegt er að fari fram. JAMES D. Wolfensohn, for- seti AJþjóðabankans, kemur í heimsókn til íslands á morgun og situr fund ráð- hei-ra frá norrænu ríkjunum og Eystrasaltsríkjunum, sem fara með málefni Alþjóðabankans. Wol- fensohn þykir boðberi nýrra tima og nýrra vinnubragða í bankanum. Hann hefur tekið stjórnkerfi og skipulag bankans í gegn, skorið upp herör gegn spillingu og lagt mikla áherzlu á að gera þekkingu þá, sem bankinn býr yfir, aðgengilega þróun- arríkjunum, meðal annars með því að taka alnetið í þjónustu sína og fjölga nettengingum í þriðja heimin- um. Wolfensohn tók við stjórnar- taumunum í Alþjóðabankanum árið 1995. Áður hafði hann getið sér gott orð sem harðsnúinn bankamaður og hafði auðgazt á eigin fjárfestingar- fyrirtæki á Wall Street. Hann á að baki langan feril í fjármálageiranum, bæði í Bandaríkjunum og Ástralíu. Hann er fæddur og uppalinn í síðar- nefnda landinu, flaug orrustuflugvél í ástralska flughernum og var í skylm- ingaliði Ástrala á Ólympíuleikunum 1956. Wolfensohn hefur alla tíð tekið virkan þátt í margs konar sjálfboða- starfi á sviði menningar- og líknar- mála. Hann átti meðal annars þátt í endurbyggingu Carnegie Hall í New York og var stjórnarformaður Kenn- edy Center í Washington. Hann hef- ur jafnframt haft mikinn áhuga á um- hverfismálum og þróunarmálum og gegnt margs konar trúnaðarstöðum á vegum félagasamtaka, sem láta sig þau mál varða. Þróunarmálin eru harður bransi Alþjóðabankinn hefur átt sér marga gagnrýnendur. Sumir hafa gagnrýnt hann fyrir að gera ekki nóg til að aðstoða þróunarríkin, aðrir hafa talið hann kasta peningum á glæ. Sumir hafa gengið svo langt að segja að þeir milljarðar dollara, sem þróun- arríkin hafa fengið í lán eða bein framlög, hafi lítil eða engin áhrif haft á lífskjör þar. Wolfensohn hefur, á þeim þremur árum sem hann hefur verið forseti Alþjóðabankans, átt frumkvæði að margvíslegum umbót- um í stjórnun og rekstri bankans. Hvernig eiga þær að mæta þessari gagnrýni? „I fyrsta lagi tel ég að gagnrýnin sé að mörgu leyti út í hött. Það er frá- leitt að segja að Alþjóðabankinn hafi haft takmörkuð áhrif. Hann er stofn- un, sem hefur tekizt á við _______ þróunarmál í meira en fimmtíu ár. Raunar hjálp- uðum við Islandi á sínum tíma, eins og Islendinga kann að reka minni til. Nú kann það að vera gleymt, ISLAND hefur aðstoðað Namibíu við hafrannsóknir og fiskveiðistjórnu snúa sér til Hefur tekizt að draga úr algjörri örbirgð Meginmarkmið Alþjóðabankans hefur frá upphafi verið að draga úr fátækt og hjálpa ríkjum að standa á eigin fótum efnahagslega. Hvernig telur Wolfensohn að til hafi tekizt á hálfri öld? Hvar eru þróunarríkin á vegi stödd? „Okkur hefur miðað áfram en ennþá lifa þrír milljarðar manna á minna en tveimur dollurum [140 krónum] á dag. Þar af hafa 1.300 milljónir úr minna en einum dollar að spila. Einn og hálfur milljarður hefur ekki hreint vatn og tveir millj- arðar ekkert rafmagn. Það er því margt ógert. Okkur hefur tekizt að draga úr algjörri örbirgð á síðast- liðnum tuttugu árum. I þeim lönd- um, þar sem slíkt ástand hefur verið við lýði, hefur algjörum öreigum fækkað úr sex af hverjum tíu niður í tvo af hverjum tíu. Þetta á einkum við í Asíu og að verulegu leyti í Ró- mönsku Ameríku. Eg tel því að okk- ur miði áfram en það, sem máli skiptir, er að við gerum okkur öll grein fyrir að það er ekki víst að úr- slitin í þessari baráttu séu gefin. Ár- lega bætast 90 milljónir við íbúatölu heimsins. Baráttan við fátæktina er því stöðugt og aðkallandi vanda- mál.“ Við munum ávallt eiga okkur gagnrýnendur, spurningin er hvern- ig leggja á mat á þá gagnrýni. Án efa eru til dæmi um þróunaraðstoð, sem hefur litlu skilað. En þróunarmálin eru harðasti bransi, sem ég hef kynnzt. Það þarf ekki bara að setja saman verkefni og áætlanir; það þarf að fást við bæði almenning og ríkis- stjórnir, takast á við þjóðernisklofn- ing og menningarmun, leiða saman ólíkar stofnanir, sem leggja fram fé til þróunarmála og þar fram eftir götunum. Þetta er erfitt starf og það verða alltaf til þróunarverkefni, sem ganga ekki upp. Það, sem við erum að reyna, er að ná sem mestu út úr framlagi bankans til þróunarmála með því að leggja áherzlu á skil- virkni og að einbeita okkur að ákveðnum verkefnum. Um það snú- ast umbæturnar hér. Við erum að reyna að gera betur og ég vona að við getum alltaf haldið áfram að bæta okkur.“ Bland magi þekk ans, heimsækir ísland ráðherra frá Norður Þekkingin jafnmikils virði og peningarnir Wolfensohn hefur lagt áherzlu á að framlag Alþjóðabankans sé ekki ein- göngu í formi fjármagns, heldur búi bankinn jafnframt yfir mikilli þekk- ingu og reynslu, sem eigi að nýtast þróunarríkjunum. „Eg vil að hjá þessari stofnun fái menn blöndu fjár- magns og þekkingar," segir hann. „Við erum að þróa svokallaðan þekk- ingarbanka, sem ég tel að verði jafn- mikils virði og peningarnir, sem við höfum yfir að ráða. Þar verður safnað saman nýrri og gamalli reynslu í þró- unarmálum og með nýrri tækni má veita víðtækan aðgang að þessari þekkingu. Af okkar hálfu er því lögð áherzla á jafnt fjármuni sem þekk- ingu og á getuna til að koma hvoru tveggja til skila þar sem þörfin er fyrir hendi.“ saltsríkjunum. Ólafui málefni Alþjóðabankar uðstöðvum bankí Átak gegn spillingu Hlédrægni vegna smæðar íslands óþörf Spilling er enn útbreidd í mörgum ríkjum, sem njóta aðstoðar Alþjóða- bankans, og verulegur hluti þróun- araðstoðar hefur lent í vösum spilltra embættismanna og stjórn- málamanna og orðið almenningi að litlu gagni. Það hefur verið haft á orði að þangað til Wolfensohn tók við stjórnartaumunum í Alþjóða- bankanum hafi allar tilraunir til að taka á spillingu hjá skjólstæðingum ________ bankans farið út um þúf- ur. Slíkt hafi þótt of við- kvæmt mál og jafnvel íhlutun í innanríkismál viðkomandi ríkja. Nú hef- ur Wolfensohn hins vegar skorið upp herör gegn spillingu, sum op- inberlega, önnur ekki. Yfirleitt er jákvæð efnahags- þróun forsenda þess að hægt sé að taka á spillingu með árangursrík- um hætti. Það er ekki hægt að veifa neinum töfra- sprota og láta spill- inguna hverfa. Það þarf að vinna á öll- um þrepum stjórn- sýslunnar og byrja á toppnum; styrkja lagaumhverfi, auka gegnsæi í stjórn- sýslunni og leitast við að bæta kjör embættismanna. Fyrst og fremst þarf að hafa gott eftirlit með því James D. \ hvernig kaupin gerast á eyrinni og slíkt eftirlit hefur Alþjóðabankinn með öllum verkefnum á sínum veg- um. Við vinnum með ríkisstjórnum að því að tryggja að allar gi-eiðslur séu sýnilegar.“ en staðreyndin er að sú aðstoð var vel þegin á sínum tíma. Islandi gengur vel í dag eins og mörgum öðrum ríkj- um, sem hafa útskrifazt frá bankan- spillingu. „Á undanförnum þremur árum höfum við ráðizt gegn spillingunni. Yfir 20 ríki vinna með okkur að verkefnum, sem eiga að hamla gegn Fyrirtæki í Asíu reyndust skuldugri en menn héldu Eitt af brýnum verkefnum Al- þjóðabankans er að aðstoða ríki Suð- austur-Asíu við að bregðast við efna- hagskreppunni, sem dunið hefur yfir þennan heimshluta á síðustu misser- um. Wolfensohn segir að Asíuki'epp- an hafi ekki beinlínis komið bankan- um á óvart, en það hversu alvarleg hún reynist vera hafi hins vegar ver-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.