Morgunblaðið - 25.06.1998, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 25.06.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 37 Island og Alþj óðabankinn a fj ár- ns og ingar i, forseti Alþjóðabank- á morgun og situr fund löndunum og Eystra- • Þ. Stephensen ræddi ís vlð Wolfensohn í höf- ans í Washington. ið óvænt. Hvað tel- ur hann að læra megi af Asíukrepp- unni? „Sá lærdómur, sem önnur ríki geta dregið af atburðun- um í Asíu, er að það er ekki nóg að fylgjast vel með fjármálastjórn hins opinbera, heldur þarf einnig að gefa fjármálastjórn í einkageiranum gaum,“ segir Wol- fensohn. Hann seg- ir að gengisstefna stjórnvalda Asíu- ríkjanna ekki tekið mið af efnahagsleg- um staðreyndum, en einkageirinn, bankar og iðnfyrirtæki, hafi líka reynzt miklu skuldsettari en menn höfðu gert sér grein fyrir. Tekin hafi verið há lán erlendis í dollurum, sem síðan hafi verið lánuð innanlands í gjaldmiðli viðkomandi ríkja. Mikið af þessum peningum hafi verið tekið að láni til skamms tíma en endurlánað til langs tíma. „Aftur á móti er ekki hægt að horfa framhjá því að vestrænar fjármálastofn- anir, sem búa við góða stjórnun og eftirlit, en lán- uðu bæði bönkum og iðnfyi-irtækjum í Asíu, hefðu sjálfar átt að sýna meiri árvekni. Pað þarf tvo til að sam- þykkja lán; skuldara og lánardrottin. Það er því ekki eingöngu hægt að kenna Asíumönnum um. Hluti ábyi’gðarinnar er þeirra, sem lánuðu peningana," segir Wolfensohn. ísland hefur að mörgu leyti sýnt gott fordæmi _ Island hefur verið eftirbátur flestra annarra iðnríkja hvað varðar framlög til þróunarmála. Þróunarað- stoð Islands er nú aðeins um 0,1% af landsframleiðslu og markmið ríkis- stjórnarinnar er að auka hana í um 0,15% á næstu árum. Ein skýring, sem stundum er nefnd á þessu lága framlagi íslands, er sú að ísland sé svo lítið land að stjórnmálamenn hafí litla trú á að framlag þess geti skipt máli. Hver er yðar skoðun á hlutverki smáríkis á borð við ísland í þróunar- málum? „Að mörgu leyti hefur ísland sýnt gott fordæmi í þróunarmálum. Mér sýnist utanríkisráðherra ykkar til dæmis standa framarlega á þeim vettvangi. Alþjóðabankinn hefur unnið með íslandi á nokkrum stöð- um, til dæmis í Malawi, J)ar sem ég var nýlega í heimsókn. I Malawi er unnið að þróunarverkefni á sviði fiskveiðistjórnunar og það kom mér á óvart þegar ég komst að því að ís- land hefur verið samstarfsaðili okk- ar þar frá því í byrjun áratugarins. En Island hefur margt fram að færa á sviði fiskveiðistjórnunar og er raunar fyrsta ríkið, sem við mynd- um snúa okkur til í slíkum málum. Það er þvi ekki rétt að framlag ykk- ar skipti ekki máli. Aukinheldur þekki ég það frá fyrri heimsóknum mínum til íslands að lýðræðislegir stjórnarhættir eiga sér þar langa sögu. Þið gætuð jafnframt veitt öðr- um ríkjum ráðgjöf um lýðræði og stjórnsýslu. Mér finnst að íslendingar þurfi ekkert að vera hlédrægir, þótt landið sé lítið. I raun geta lítil lönd oft verið afar áberandi og mjög sveigjanleg. Þróunannálin eru svo gífurlega víð- tækur málaflokkur að þið ættuð ekki að reyna að sinna öllu. Það, sem máli skiptir, er að vilja sinna einhverju af þessu mikla starfi. Norðurlöndin hafa staðið sig afar vel í þróunarmál- um og mér skilst að ísland vilji auka framlag sitt til þeirra. Við fögnum því.“ fslendingar bera hag umhverfisins fyrir brjósti Alþjóðabankinn hefur á undanförnum árum hvatt til átaks meðal iðn- ríkjanna til að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda og draga þannig úr svokölluðum gróðurhúsa- áhrifum. Meðal annars hyggst bank- inn setja á fót svokallaðan kolefnis- sjóð, sem á að auðvelda viðskipti með losunarkvóta. I ljósi þess að Wolfensohn hefur hvatt iðnríkin til að draga úr útblæstri, hvað finnst honum um þá afstöðu íslenzkra stjórnvalda að sú 10% aukning út- blásturs, sem fslandi er heimiluð í Kyoto-bókuninni, nægi ekki og muni hindra nýtingu umhverfisvænnar orku? „Eg man eftir afstöðu ráðherra ykkar í Kyoto en vil ekki tjá mig sérstakiega um hana. Þetta er mál, sem ísland verður að semja um við önnur iðnríki. Ég ætla ekki að blanda mér í þá umræðu. Mér finnst saga íslands hins vegar sýna að þið hafið sýnt umhverfinu umtalsverða tillitssemi. Þið hafið umgengizt fiskimiðin og andrúmsloftið af hóf- semi og mér virðist íslendingar al- mennt bera hag umhverfisins fyrir brjósti. ísland hefur látið í ijós áhuga á viðskiptum með kolefnisk- vóta, sem gæti annaðhvort gert ykk- ur kleift að öðlast aukinn sveigjan- leika varðandi losun koltvísýi’ings eða að aðstoða önnur ríki við að draga úr sinni losun. En það sér ekki fyrir endann á samningavið- ræðum um losun gróðurhúsaloftteg- unda og ég vil ekki tjá mig um af- stöðu íslands að öðru leyti en því að ég vænti þess að í samræmi við sögu lands síns sé íslendingum mikið í mun að vernda umhverfið og taka á þeim vanda, sem losun gróðurhúsa- lofttegunda er.“ Aðspurður hvers hann vænti af loftslagsviðræðunum í heild segir Wolfensohn: „Þær verða að bera ár- angur. Vísindalegar niðurstöður sýna að við getum ekki horft framhjá þeirri staðreynd að losun gróður- húsalofttegunda veldur því að plánet- an verður frá ári til árs verri staður að búa á. Við kunnum að geta komizt hjá afleiðingunum, en það geta börn- in okkar ekki. Það er bara staðreynd. Ég vænti þess af þeim sökum að flestir muni hugsa til barnanna sinna og skilja að framtíð fjölskyldu þeirra er mikilvægari en næsta kjörtímabii. Ég tel að margar af þeim yfirlýsing- um, sem voru gefnar í Kyoto, séu ekki bara venjulegar pólitískar yfir- lýsingar, heldur lýsi þær mannúð- legri afstöðu og ábyrgð á framtíð jarðar. Ég vona sannarlega að Alþjóða- bankinn geti lagt sitt af mörkum, með því að fjármagna verkefni sem hamla gegn aukningu gróðurhúsa- lofttegunda í andrúmsloftinu. Nýlega tilkynnti ég, ásamt náttúruverndar- samtökunum World Wildlife Fund, að 25 milljónir hektara í Amazon yrðu verndaðar, bæði til að varðveita fjölbreytileika lífríkisins og til að binda koltvísýring. Ég býst við að Conservation International muni á næstunni gefa út yfirlýsingu um svip- að verndunarverkefni. Þetta eru dæmi um góð mál, sem komið hafa fram eftir Kyoto-ráðstefnuna, og Al- þjóðabankinn vill leika mikilvægt hlutverk á þessu sviði.“ Boðinn og búinn að vinna með Eystrasaltsríkjunum A fundi sínum með fulltrúum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkj- anna í Reykjavík á morgun mun Wol- fensohn meðal annars ræða um að- gerðir bankans til að styðja við bakið á Eystrasaltsríkjunum. Norðurlöndin hafa lagt áherzlu á að Eystrasaltsrík- in fái áfram aðstoð við að uppfylla að- ildarskilyi’ði Evrópusambandsins. „Við reynum að hjálpa Eystrasalts- ríkjunum á margvíslegan hátt, hvað varðar efnahagsstjórnun og félags- málastefnu, menntamál og brýnustu félagsþjónustu. Alþjóðabankinn er boðinn og búinn að vinna með Eystrasaltsríkjunum á hvern þann hátt, sem þau óska, í því skyni að styrkja stöðu þeirra. Ég er kunnugur sjónarmiðum norrænu ráðherranna en ferð mín til íslands er meðal ann- ars ætluð til þess að fræðast um hvert er mat þeirra á viðfangsefnun- um og framtíðarhorfum í Eystra- saltsríkjunum og meta í framhaldi af því hvernig við getum bezt orðið að liði.“ Wolfensohn þekkir til á íslandi; kom hingað fyrst snemma í upphafi áttunda áratugarins er Listahátíð í Reykjavík var fyrst haldin. Síðan hefur hann oftar en einu sinni komið til landsins til að veiða lax. _ „Mér finnst alltaf gaman á Islandi. Ég hef oft verið á Islandi undanfarna ára- tugi og hlakka mikið til heimsóknar- innar.“ ÍSLAND hefur átt aðild að Al- þjóðabankanum allt frá stofnun hans. Fyrstu þijá áratugina þáði Island aðstoð frá bankanum en nú er á dagskrá stjórnvalda að efla samstarfið við bankann í því skyni að aðstoða nokkur af fátækustu ríkjuni heims. Fyrsta lán Alþjóðabankans til Is- lands var veitt árið 1951 og íjár- magnaði búnað og efni til bygg- ingar Sogsvirkjunar og Laxár- virkjunar, auk þess sem lánið stóð undir kostnaði við háspennulínur og orkudreifingarkerfi vegna virkjananna. Tvö önnur lán voru veitt vegna virkjunarfram- kvæmda, annað árið 1966 og liitt árið 1973. Á árunum 1951 til 1973 fékk fs- land samtals tíu lán frá Alþjóða- bankanum og voru þau notuð til uppbyggingar í raforkuvirkjunum, landbúnaði, sjávarútvegi, hita- veitu, vegagerð og áburðarfram- leiðslu. Arið 1974 útskrifaðist ís- land frá bankanum og þótti ekki lengur þurfa á fyrirgreiðslu hans að halda. Stærstur hluti þess framlags, sem Island greiðir til marghliða þróunarstarfs á vegum alþjóða- stofnana, rennur til Alþjóðabank- ans. Mikill meirihluti þeirra 80 milljóna, sem Island greiðir til bankans, rennur til Alþjóðafram- farastofnunarinnar, IDA, og hefur ísland leitazt við að hafa áhrif á stefnu stofnunarinnar um hvernig fénu er varið. Islendingar hafa m.a. flutt tillögur um aukin fram- lög til Afríkuríkja, aukna áherzlu á fjárfestingu f mannauði og að þróunarríkjunum sé fremur hjálp- að til að bæta almenna stefnumót- un en að miklu fé sé eytt í smærri verkefni. Island hefur, eins og hin Norð- urlöndin, ævinlega staðið f skilum með framlag sitt til bankans. Norðurlöndin hafa þótt í farar- broddi í þróunarmálum og njóta ALÞJÓÐABANKINN samanstend- ur af mörgum stofnunum. Þeirra mikilvægastar eru annars vegar hinn eiginlegi Alþjóðabanki til endurbyggingar og nýbyggingar (IBRD), sem stofnaður var 1945 og hafði upphaflega það hlutverk að stuðla að efnahagslegri endurreisn eftir hörmungar seinna stríðs, og hins vegar Alþjóðaframfarastofn- unin (IDA), sem stofnuð var 1960 til að stuðla að bættum lífskjörum í fátækustu þróunarríkjunum. Meginmarkmið bankans hefur ávallt verið það sama; að útrýma fátækt í heiminum. Þegar uppbyggingarstarfinu eftir seinni heimsstyrjöld lauk breyttust áherzlur IBRD og bank- inn veitir nú lán með niðurgreidd- um markaðsvöxtum til þróunar- rfkja, sem ekki eru á meðal þeirra fátækustu. IDA veitir hins vegar 70-80 fá- tækustu ríkjununi (þar sem tekjur á mann eru rninna en um 65.000 krónur á ári) hagstæð lán, sem eru vaxtalaus, án afborgana fyrstu tíu árin og endurgreiðast á 35-40 ár- um. IBRD og IDA hafa sameiginlega stjórn og starfslið en aðskilinn fjárhag. Auk þeirra eru þijár stofnanir undir hatti Alþjóðabank- ans og lúta söniu stjórn. Þetta eru Alþjóðalánastofnunin (IFC), sem á að örva einkaframtak og stuðla að vexti einkafyrirtækja í þriðja heiminum, Alþjóðlega stofnunin til Iausnar fjárfestingardeilum því virðingar meðal annarra aðild- arrfkja bankans, en samtals leggja þau á fimmta hundrað milljarða ís- lenzkra króna til þróunarstarfs á ári hverju. Framlag íslands til þróunaraðstoðar er þó langt frá því að vera hlutfallslega það sama og t.d. Noregs, Svíþjóðar og Dan- merkur, þar sem það er í kringum 1% af þjóðarframleiðslu. Framlag íslands hefur verið uin 0,1% af þjóðarframleiðslu en ríkissljórnin - stefnir að því að auka það í 0,15% á næstu árum. ísland hefur mjög notið góðs af samstarfmu við Norðurlöndin, en þau skiptast á um sæti í 24 manna stjórn bankans. Málflutningur Norðurlandanna er samræmdur fyrirfram, sem gefur þeim aukið vægi í töku ákvarðana. Eftir að Eystrasaltsríkin hlutu sjálfstæði hefur norræni fulltrúinn einnig talað máli þeirra í stjórninni. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra er fulltrúi íslands í bankaráði Alþjóðabankans, en þar situr einn fulltrúi frá hveiju aðild- arríki. Hann er jafnframt fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasalts- ríkjanna í þróunarnefnd bankans og fer nú með formennsku þar, en sjaldgæft er að smáríki á borð við Island fái formennsku í nefndinni. Fyrir tæpum tveimur árum lýsti ráðherrann því yfir að íslendingar vildu auka samstarf við bankann. Nú þegar vinnur Þróunarsam- vinnustofnun með Alþjóðabankan- um að verkefni á sviði fiskveiði- stjórnunar í Malaví og til stendur að auka samstarf við bankann varðandi þróunarverkefni í fleiri Afríkuríkjum, þ.e. Namibíu, Mó- sambík og tíganda. Þá hefur fs- land átt samstarf við Alþjóðabank- ann um uppbyggingu heilbrigðis- þjónustu í Bosníu og þykir endur- hæfíng þeirra, sem misst hafa fæt- ur er þeir stigu á jarðsprengjur, með gervilimum frá Össuri hf., hafa tekizt afar vel. (ICSID), sem veitir þjónustu til að leysa íjárfestingardeilur, og loks Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgð- arstofnunin (MIGA), sem veitir ábyrgðir til íjárfesta sem verða fyrir áföllum sem ekki eru við- skiptalegs eðlis, t.d. vegna ófriðar, eignaupptöku eða gjaldeyristak- markana. ísland á aðild að öllum þessum stofnunum nema MIGA, en Alþingi hefur nýverið sainþykkt aðild að stofnuninni og er verið að ganga formlega frá henni. Hjá Alþjóðabankanum starfa rúmlega tíu þúsund manns. Höfuð-. stöðvar hans eru í Washington D.C. en einnig eru rekin útibú í 86 ríkjum. Bankinn á nú aðild að hátt í 1.800 verkefnum í 100 löndum. Heildarupphæð útlána vegna þess- ara verkefna er 141 milljarður Bandaríkjadala, u.þ.b. sjötugföld fjárlög íslenzka ríkisins. Á síðasta fjárhagsári lánaði bankinn til 241 verkefnis að Ijárhæð tæplega 20 milljarða dala. Aðild að Alþjóðabankanum eiga 182 ríki. Þar af teljast 142 ríki þróunarríki og eiga þar af leiðandi rétt á lántökum hjá bankanum. Þetta eru fleiri ríki en þau, sem talin eru til Þriðja heimsins; fyrr- verandi kommúnistaríki njóta einnig aðstoðar bankans. Flest ríki heims hafa fengið lán hjá bankan- um en þegar hagur ríkja vænkast „útskrifast þau“ frá Alþjóðabank- anum. ísland útskrifaðist t.d. árið 1974. Volfensohn Gróðurhúsa- áhrifin vísinda- leg staðreynd ------ Lánar sjötugföld íslenzku fjárlögin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.