Morgunblaðið - 25.06.1998, Síða 61

Morgunblaðið - 25.06.1998, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JÚNÍ 1998 61 I DAG BRIDS Um.sjón Guðniundur l'áll Arnursmi ÍSRAELINN Shalom Zeligman var hugmynda- ríkur í vörninni í þessu spili, sem er frá Evrópu- mótinu árið 1995. Austur gefur; AV á hættu. Norður * K7 V G82 ♦ ÁK8763 *83 Vestur Austur * 9532 A 1084 VÁD3 ¥96 ♦ 92 ♦ 1054 *KD96 * G7542 Suður * ÁDG6 ¥ K10754 ♦ DG *Á10 Veslur Norður Austur Suður — — Pass 1 l\jarta Pass 2tíglar Pass 2spaðar Pass 4 lyortu Pass 4grönd Pass Pass 5 tíglar Pass Pass Pass 51\jörtu Zeligman var í austur. Með tvo slagi á tromp, lagði hann vongóður af stað með laufkónginn. Sagnhafi horfði með hryllingi á blindan, enda fátt neyðar- legra í brids en að fara nið- ur á fímm í hálit eftir slemmuleit. Hann tók á laufásinn í byrjun, spilaði svo spaða þrisvar og henti laufi úr borði. Þegar allir fylgdu lit, leit spilið betur út. Sagnhafí trompaði næst iauf og spilaði svo hjarta- áttunni úr borði frá G8 á tí- una heima. Ef vestur tekur með drottningu og spilar spaða, mun sagnhafí trompa með gosanum, fara heim á tígul og spila hjarta. Hann verð- ur að gera upp við sig hvort hann eigi að spila upp á ásinn blankan eða ní- una, en ef hann hittir á að spila út kóngnum og gleypa níuna, þá vinnur hann spilið. En það reyndi aldrei á get- speki sagnhafa, því Zelig- man tók hjartaslaginn með ásnum!! Og spilaði spaða. „Vitandi“‘um hjartadrottn- inguna í austur, sá sagnhafi engan tilgang því að splæsa hjartagosanum í slaginn, svo hann henti tígh úr borði. Austur trompaði með níunni og Zeligman fékk eftir sem áður slag á trompdrottning- una. Uo ... þar sem hjartað slær. TM Reg. U.S. Pat. Oft. — all ngbu resorved (c) 1998 Los Angeles Times Syndicate Árnað heilla 17 AÁRA afmæli. í dag, I V/fimmtudaginn 25. júní, verður sjötug Björg F. Hansen, Sjafnargötu 4, Reykjavík. Hún og eigin- maður hennar, Ólafur Haukur Árnason, taka á móti ættingjum og vinum í Akoges-salnum, Sóltúni 3, kl. 20 í kvöld. /»/\ÁRA afmæli. í dag, Ovffimmtudaginn 25. júní, verður sextugur Viðar Ottesen, eftirlitsmaður, Bláhömrum 4, Reykjavík. Eiginkona hans er Jóna E. Guðjónsdóttir. Þau eru að heiman. /VÁRA afmæli. í dag, t) V/ fimmtudaginn 25. júní, verður fímmtugur Gunnar Þór Geirsson, Óð- insgötu 15, Reykajvík. Hann og kona hans, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum i sumarhúsi sinu í Grímsnesinu í dag og á morgun. fT /VÁRA afmæli. Á OOmorgun, fóstudaginn 26. júní, verður fimmtugur Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni, forstöðumað- ur Sigurhæða - Húss skáldsins á Akureyri. Erl- ingur og eiginkona hans, Sigríður Stefánsdóttir, taka á móti gestum í Lóni v/Hrísalund, félagsheimili Karlakórsins Geysis, eftir kl. 18 á afmælisdaginn. COSPER FYRIRGEFÐU hvað ég er seinn, geturðu ekki lánað mér 5000 kall ÞAKKA þér fyrir að sýna mér öll þessi hús herra fasteignasali. Nú veit ég nákvæmlega hvernig ég ætla að hafa eldhús inn- réttinguna mína. Áster... HOGNI HREKKVÍSI ."Mtfaðáttu o/3?...eSnn afaÁstoÍcur- mönnurn jóLQ.sveJnsinG .?•• STJORNUSPA eflir Franres llrake KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú ert rólegur og alvörugefinn. Þú hefur samúð með lítil- magnanum og reynir að bæta hans hlut. Hrútur (21. mars -19. aprfl) Þú ert agaður í allri fram- göngu og átt auðvelt með að takast á við stór verkefni er krefjast mikils af þér. Naut (20. aprfl - 20. maí) Þú færist allur í aukana við að koma fyrirætlunum þín- um í framkvæmd ekki síst vegna hvatningar annarra. Tvíburar (21. ma( - 20. júní) nA Það er í lagi að vera ánægð- ur með sjálfan sig ef þú hef- ur það fyrir sjálfan þig. Vertu hógvær og kurteis. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú ert óeigingjarn og fórn- fús og ættir að helga þig líknarmálum. Gleymdu þó ekki að sinna sjálfum þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Settu allt það í forgang sem þú hefur látið sitja á hakan- um. Hugsaðu um heilsufarið og heilbrigða lifnaðarhætti. Meyja (23. ágúst - 22. september) éL Þér er óhætt að slá slöku við í dag því þú getur bætt það upp síðar. Hvíldu þig og endurnýjaðu orkuna. Vo* m (23. sept. - 22. október) tíi Reyndu að taka ekki nærri þér vandamál ástvina þinna. Veittu þeim hinsvegar þann stuðning sem þeir þurfa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú munt ganga frá mörgum málum og getur því andað léttar. Einhver þarf á þér að halda heima fjTÍr. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) 4k Þú færð óvenju góðar fréttir sem bókstaflega lyfta þér upp í hæðir. Þú þarft á góðri hvíld að halda. Steingeit (22. des. -19. janúar) -s? Ef þú ætlar að slá öllu upp í kæruleysi þarftu að gera þér grein fyrir afleiðingun- um. Vertu viss í þinni sök. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) vLíffií Leyfðu þínu listræna eðli að njóta sín á þann hátt sem þér er eðlilegur. Láttu ekk- ert koma þér úr jafnvægi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Leggðu áherslu á að sinna þeim sem þurfa á þér að halda. Það þarf ekki að vera dýrt að lyfta sér upp. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. | I r- FRÍMERKI af Kristjáni IX., Tveimur kóngum og Jóni Sigurðssyni. Hvað var sagt um frí- merkjaútgáfur hér á landi árið 1914? FRÍMERKI Til umhugsunar rúmum 80 árum síðar FYRIR allöngu rakst ég á grein um frímerki, sem birtist í Morgunblaðinu 26. janúar 1914. Þar koma fram hugmyndir, sem ég held safnarar nú á dögum geti haft gaman af að kynnast. Ekki er ég viss um, að safnarar í lok 20. aldar séu samþykkir því sjónar- miði, sem kom hér fram í upphafi aldarinnar, þegar söfnun frí- merkja var aðeins fárra áratuga gömul. Ég skil hinn nafnlausa höfund í raun nokkuð vel. Hann vildi hafa frímerki til notkunar sem burðargjald, en ekki hugsa um að fara ofan í vasa safnara með óþörfum frímerkjaútgáfum, eins og þá var vissulega farið að þekkjast og víða er gert enn í dag - því miður. Annars er greinin á þessa leið orðrétt og stafrétt: • Frímerkin. - Það er óhætt að segja, að margur hefir náð sér í góðan aukaskilding með kaupum og sölu á íslenzkum frímerkjum, sem altaf hafa staðið í tiltölulega háu verði. En nú er af sú dýrð, því nú eru Islenzk frímerki altaf að falla í verði, og hver er ástæðan? - Astæðan er sú, að hér er altaf verið að breyta til um gerð á merkjunum, t. d. má kaupa núna hér á póststofunni þrjár gerðir af flestum frímerkjum, með mynd af Kristjáni níunda, af honum og Frederik áttunda og af Jóni for- seta Sigurðssyni. í þessu ruglast þeir, sem safna frímerkjum, og þessar stöðugu breytingar á frí- merkjum, hjá ekki stærri þjóð en okkur, gerir það að verkum, að safnarar verða leiðir á þessum merkjum og það verður þeim of kostnaðarsamt ættu þeir að safna þeim öllum. - Eg átti einu sinni tal við einn af helztu póstmönnum Dana um frímerkin okkar. - Hann sagði sig furðaði á því, að við fs- lendingar, sem ættum svo mikla náttúrufegurð, skyldum ekki nota hana á merkin okkar. Danska póststjórnin hefði einu sinni verið að hugsa um, að nota slík merki, og hefði hún þá fengið landslags- frímerki frá verksmiðju í Suður- Frakklandi, og hefðu sýnishorn þessi bæði verið skýr og snotur. Þessi landslagsmerki hefðu líka marga kosti til að bera, bæði væri þau fallegri og einkennilegri en önnur merki, stæðu altaf sem brúkuð í hærra verði og væru hin bezta auglýsing fyrir ferðamanna- lönd. - Eg man að það hefir komið til tals hér í þinginu, að láta nota náttúrufegurð okkar á frímerkin, en það ár var aldarafmæli Jóns Sigurðssonar og hann þá svo hátt á pallborði, að hans mynd var fremur tekin, - því miður - með allri virðingu fyrir forsetanum, - því þau merki hafa illa tekist og eru Ijót. - Mætti ekki ónýta eitt- hvað af því upplagi, sem til er af frímerkjum núna og strax fara að nota landslagsmerki en enga mannshausa? - Vignir.“ Hætt er við, að við ættum ekki eins fjölbreytt safn íslenzkra frí- merkja og við eigum, ef Vignir Morgunblaðsins hefði fengið að , ráða ferðinni árið 1914. Þá erum i við áreiðanlega ekki sammála { þeirri skoðun, sem hér kemur f fram, að frímerki með vanga- . mynd Jóns Sigurðssonar séu f „ljót“ eða frímerkin með mynd ' Kristjáns IX. Þau þóttu svo fal- < leg á sínum tíma, að Danir sjálfir i öfunduðu okkur af þeim í saman- 1 burði við þeirra frímerki af hin- um sameiginlega konungi okkar. Uppástunga sú um landslags-' frímerki er sérlega merkileg á þessum tíma. Reyndar er það rétt, sem Vignir segir, að stungið • var upp á þess konar merkjum á þingi árið 1911, en fyrst mun hug- mynd um þau hafa komið fram ár- ið 1895 hjá danska lækninum dr. Ehlers, sem ferðaðist hér um land árin 1894 og 95 til þess að kanna útbreiðslu holdsveiki á Islandi og hvað mætti gera til þess að upp- ■. ræta hana. Stakk hann þá upp á í frímerkjaútgáfum til þess m. a. að ' - selja einkum söfnurum. Það er því t svo sem ekki ný bóla að reyna að græða fé á söfnurum og ásókn þeirra í ný frímerki. Ný stjórn í Félagi frímerkjasafnara. Ný stjórn var kosin í Félagi frí- ( merkjasafnara á aðalfundi þess í ; febrúar. Formaður var kjörinn ( Sveinn Ingi Sveinsson, en aðrir stjórnarmenn eru Garðar Schiöth, Guðni Friðrik Árnason, Steinar Örn Friðþórsson og Steingrímur Bjömsson. Varamaður í stjórn er Eggert Antonsson. Starfsemi FF hefur verið í nokkuð föstum skorðum um mörg ár. Yfir vetrartímann og fram á vor eru félagsfundir haldnir síð- asta fimmtudagskvöld í mánuði, en sleppt yfir sumarið, enda hafa frímerkjasafnarar þá um margt annað að hugsa. Aftur á móti er félagsheimilið í Síðumúla 17 opið allt árið á laugardögum milli kl. 14 og 17. Þar koma safnarar sam- an til að skiptast á frímerkjum, en líka oft til þess eins að spjalla um frímerki og annað, sem þeim tengist. Þar geta menn svo fengið sér kaffibolla við vægu verði. meðan rabbað er um þessa skemmtilegu tómstundaiðju. Hér skal þess sérstaklega get- ið, að félagsheimilið er á laugar dögum opið öllum þeim, sem áhuga hafa á frímerkjum eða þurfa að leita ráða hjá reyndum söfnurum. Til mín hafa t. d. ýmsir leitað, sem erft hafa frímerki úr dánarbúum, en vita svo ekki, hvernig bezt sé að losna við þau fyrir einhverja fjárhæð. Ég hef þá oftast bent þeim á Félag frí- merkjasafnara í Síðumúla, þar sem venjulega má á laugardögum hitta fyrir safnara, sem geta leið- beint fólki. Þá er ekki síður mikil- vægt fyrir byrjendur í frímerkja- söfnun að geta aflað sér margs konar þekkingar beint frá reynd- um söfnurum í FF og eins úr verðlistum og bókum, sem eru til afnota á staðnum í bókasafni fé- lagsins. Þetta skyldu þeir athuga, sem þurfa á upplýsingum að halda. ^ Jón Aðalsteinn Jónsson 11 : I I í*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.