Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 6

Morgunblaðið - 02.07.1998, Page 6
\6 C FIMMTUDAGUR 2. JÚLÍ 1998 BÖRN OG UNGLINGAR MORGUNBLAÐIÐ v Keflavfk í sérflokki LIÐ Keflavíkur hafði mikla yfír- burði í stigakeppni félaga á aldurs- flokkameistaramótinu í sundi sem haldið var í Sundlaug Kópavogs um síðustu helgi. Keflavíkurliðið hlaut 1.413 stig, eða fleiri stig en þau tvö lið sem á eftir komu fengu samanlagt. Sundfélag Hafnarfjarð- s-----i Gígja Hrönn Árnadóttir Keppti í Frakklandi GÍGJA Hrönn Ámadóttir, sextán ára gömul sundkona sem æfir með Aftureldingu, er nýkomin úr strangri æf- ingaferð til Frakklands ásamt nokkrum félögum sínum, þar sem hún tók meðal annars þátt í gífurlega sterku móti, þar sem nokkrir af fremstu sundmönnum heimsins voru á meðal keppenda. „Eg get ekki sagt að mér hafi gengið neitt sérstaklega vel, enda var ég í ströngum æfíngum á þessum tíma. En það var gaman að keppa og sjá sterka sund- menn, eins og Alexander Popov,“ sagði Gígja Hrönn. Hún sagðist vera þokkalega sátt við árangurinn á AMÍ, en sagðist búast við að verða í enn betra formi á Sundmeist- aramótinu, sem fram fer um aðra helgi. MÓTSSTJÓRANUM Eiríki Jenssyni þakkað fyrir góð störf. Takk fyrir! SUNDFÓLK hefur þann skrýtna ávana að þakka fyrir sig með því að fleygja við- komandi út í sundlaug. Eirík- ur Jensson mótsstjóri fékk að kenna á þessum sið í mótslok. Fyrst var honum hrint út í laug og síðan var hellt yfír hann. Eðvarði Pór Eðvarðs- syni, þjálfara Keflavíkur, voru þökkuð góð störf með sama hætti, - lærisveinar hans fleygðu honum út í laug- ina. ar sem hlaut 757 stig og Ægir sem hlaut 589. Njarðvík, IA, KR og Breiðablik komu í næstu sætum. 22 lið komust á blað á mótinu. Þetta er annað árið í röð sem Keflavíkurliðið sigrar í stiga- keppninni á AMI og greinilegt er að félagið er vel á veg komið með góða uppbyggingu sem enn sér ekki fyrir endann á og búast má við því að liðið eigi góða möguleika á að skáka SH á sundmeistaramót- inu sem haldið verður um aðra helgi. Veðrið var með besta móti alla þrjá keppnisdagana, nema hvað nokkrir höfðu á orði að hitinn væri of mikiil fyrsta keppnisdaginn. Hitamælir sýndi þá átján stig í for- sælu og loftið var það kyrrt að vindmælir sem er í þriggja metra hæð við Kópavogslaug hreyfðist ekki. Góðar aðstæður í Kópavogs- laug áttu einnig þátt í því að móts- haldið var til fyrirmyndar. Hægt var að bjóða keppendum upp á æf- ingabrautir og aðstaða fyrir áhorf- endur var íýrsta flokks. Morgunblaðið/Frosti Bættu met um rúmar tíu sekúndur ÞÆR Elfa Björk Margeirsdóttir, Anna Björg Jónasdóttir, Birgitta Rún Birgisdóttir og íris Edda Heimisdóttir skipuðu telpnasveit Keflavíkur sem sigraði í 4x100 m fjórsundi á AMÍ á laugardag- inn á nýju telpnameti. Telpurnar syntu á fjórum minútum, 46 sekúndum og bættu eldra metið um rúmar tíu sekúndur. Þær sögðust vera ánægðar með mótið og árangurinn, þrátt fyrir að til- raun þeirra til að bæta telpnametið í 4x100 m skriðsundi hafi ekki gengið sem skyldi. Hvað er Örn að gera í sundbol? SUMIR áhorfenda á Aldursflokka- meistaramótinu ráku upp stór augu þegar þeir sáu sundfötin hans Amar Amarsonar úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Öm klæðist ekki sundskýlu heldur sundbol, ekki ósvipuðum þeim sem kvenfólk not- ar. - En af hverju í ósköpunum klæðir Öm sig í sundbol? „Þetta byrjaði allt á því að einn félagi minn „manaði" mig í að fá mér svona bol og eftir að hafa reynt hann, fannst mér mjög þægi- legt að synda í honum. Eg nota hann í baksundi, bringusundi og skinðsundi og finnst sem axlimar verði stöðugri hjá mér þegar ég er í bolnum. Hins vegar heftir hann mig of mikið, til að ég geti notað hann í flugsundi,“ sagði Öm sem klæddist bolnum fyrst á alþjóðlegu unglingamóti í Lúxemborg sl. vor. Öm sagði að bolur eins og sá sem hann er í, flokkist sem kven- mannsbolur, þó hægt sé að fá sundboli sem framleiddir em sér- staklega fyrir karlmenn. - En hvemig viðtökur skyldi bol- urinn hafa fengið til þessa? „Það er mjög misjafnt, sumir hneykslast, en aðrir dást að þessu, það fer greinilega allt eftir per- sónuleikanum,“ segir Öm sem var að keppa á sínu síðasta AMI-móti. Hann kvaddi unglingaflokkinn á viðeigandi hátt, - með þremur piltametum. ÖRN Arnarson úr SH. Hörkuspenna GÍFURLEG spenna var í 200 m fjórsundi stúlkna, þar sem Kolbrún Yr Kristjánsdóttir úr ÍA og Lára Hmnd Bjargardóttir háðu einvígi um sigurinn. Þær vom hnífjafnar eftir 150 metra, en Kolbrún Yr hafði vinninginn í fjórða sundinu, sem var skriðsund og kom í mark á 2:20,31 sek., þriðjungi úr sekúndu á undan Lára. „Ég er alltaf spennt þegar ég syndi gegn Kolbrúnu, en þetta er í fyrsta skipti sem hún vinnur mig í fjórsundi þegar við syndum sam- an,“ sagði Lára Hmnd, sem sagði að hún hefði ekki haft það úthald sem til þurfti til að sigra Kolbrúnu, vegna þreytu í fótum, en mundi ör- ugglega læra eitthvað af þessu sundi. Kolbrún Ýr er mjög sterk í skriðsundi og hún virtist eiga nóg eftir fyrir lokasprettinn. „Ég reyndi að setja allt í botn á lokakaflanum," sagði Kolbrún Ýr, sem er aðeins fjórtán ára gömul, tveimur ámm yngri en Lára. Báðar stóðu þær í ströngu á mótinu. Kolbrún Ýr keppti í tíu greinum en Lára Hmnd í sjö. Þær KOLBRÚN Ýr Kristjánsdóttir og Lára Hrund Bjargardóttir. vora sammála um að það hefði oft verið meiri stemmning á AMI-mót- um, en um helgina. „Þetta er að öllu jöfnu eitt fjömgasta mótið á árinu, en mér fínnst áhorfendur vera of fáir. Sjónvarpið mætti gjaman vera meira á svæðinu, því það virðist alltaf vera svo að áhorf- endur taki betur við sér þegar sjónvarpað er,“ sagði Kolbrún Ýr. Þau fengu stigabikara BIKARAR voru veittir til þeirra sem áttu stigahæstu sundin í hverjum aldursflokki. Miðað var við fjórar stigahæstu greinar hvers sundmanns samkvæmt ólympískri stigatöflu. Eftirtaldir sundmenn urðu stiga- kóngar og -drottningar 1 sínum ald- ursflokki. Sveinaflokkur (f. 1986 og síðar) Hermann Unnarss., Njarðvik 1202 Meyjaflokkur (f. 1986 og síðar) Anja Ríkey Jakobsdóttir, SH 1483 Drengjaflokkur (f. 1984-5) Gunnar Steinþórsson, UMFA1835 Telpnaflokkur (f. 1984-5) íris Edda Heimisd., Keflavík 2076 Piltaflokkur f. 1981-83 Öm Arnarson, SH 2337 Stúlknaflokkur (f. 1981-3) Lára Hmnd Bjargard., SH 2372 Tveir með EM-lágmörk Tveir íslenskir sundmenn hafa náð lágmörkunum fyrir Evrópumót ung- linga sem fram fer í Antwerpen í Belgíu í byrjun ágúst. Það era þau Öm Amarson úr SH og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir úr IA. Búast má við því að fleiri unglingar geri atlögu að lágmörkunum á Sundmeistaramót- inu um aðra helgi. Þrjú met í boðsundum ÞRJÚ aldursflokkamet féllu í boð- sundum um helgina. A-piltasveit Ægis setti met í 4 x 100 m fjórsundi þegar sveitin kom í mark á 4:08,59 og bætti eldra metið um sléttar sex sekúndur. í sveit Ægis syntu þeir Tómas Sturlaugsson, Jakob Jóhann Sveinsson, Láms Sölvason og Hjört- ur Már Reynisson. A-stúlknasveit SH setti met í 4x50 m skriðsundi. Sveitin kom í mark á 1:54,08 sem er rúmum tveim- ur sekúndum undir gildandi stúlkna- meti. Sveitin var skipuð þeim Lám Hrund Bjargardóttur, Halldóru Þor- geirsdóttur, Kolbrúnu Hrafnkels- dóttur og Sunnu Björg Helgadóttur. Þess má geta að A-stúlknasveit Keflavíkur kom í mark á 1:55,81 sem einnig var undir gildandi meti. A-telpnasveit ÆGIS sló metið í 4x100 m fjórsundi þegar hún kom í mark á 4:08,59 sek. Sveitina skipuðu þær Birgitta Rún Sigurðardóttir, ír- is Edda Heimisdóttir, Ama Björg Jónasdóttir og Elva Björk Margeirs- dóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.