Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.07.1998, Blaðsíða 5
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998 E 5 ROLF JOHANSEN & COMPANY Við leitum að atorkusömum og drífandi sölumönnum í eftirfarandi störf Sölustarf - Matvöruverslanir Starfið felst í vitjunum í matvöruverslanir á Stór-Reykjavíkursvæðinu, móttöku pantana og frágangi sölu, eftirliti með vöruframboði og umsjón með uppfyllingu. Jafnframt því að halda góðri markaðslegri yfirsýn, annast viðhald viðskiptatengsla og afla nýrra. Um er að ræða starf allan daginn. Sölustarf - Mötuneyti fyrirtækja Starfið felst í vitjunum í fýrirtæki og stofnanir og sölu matvöru til notkunar í mötuneytum. Jafhframt viðhaldi viðskiptatengsla og öflun nýrra ásamt eftirfylgni sölusamninga og annarra þeirra tilfallandi starfa er lúta að sölumáium. Um er að ræða starf hálfan eða allan daginn. Hæfmskröfur vegna ofangreindra starfa Eru að umsækjendur séu gæddir góðum söluhæfileikum, þjónustulundaðir og liprir í mannlegum samskiptum. Áhersla er lögð á frumkvæði og sjálfstæði í slarfi. Aðilar með sambærilega reynslu og tengsl við matvörumarkaðinn eru sérlega áhugaverðir. Matreiðslumenntun er kostur vegna sölustarfsins í mötuneyti fýrirtækja. Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí n.k. Ráðningar verða sem iýrst. Sigurður Róbertsson veitir nánari upplýsingar. Viðtalstímar eru frá kl. 10-13. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem er opin frá kl. 10-16 alla virka daga. Arkitekt Framsækin teiknistofa óskareftir að ráða arki- tekt til starfa. Viðkomandi þarf að vera þjón- ustulundaður og eiga gott með að vinna með öðrum. Kunnátta í autocad er nauðsynleg. Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl., merktum: „K — 5206", fyrir 10. júlí. Öllum umsóknum verðursvarað. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Stóll til leigu Flárgreiðslustofan hjá Guðrúnu Hrönn auglýsir tvo stóla til leigu. Gotttækifæri fyrir áhuga- sama einstaklinga. Einnig er starf laust fyrir hárgreiðslusvein og nema sem fyrst. Upplýsingar í síma 561 6135 eftir kl. 19.00. Vanur járnsmiður óskast Óskum eftir vönum járnsmið í vinnu strax. Upplýsingar í síma 565 3867. Bíla- og vagnaþjónustan ehf., Drangahrauni 7, Hafnarfirði. Endurskoðun Vegna ört vaxandi umsvifa óskum við eftir fólki til starfa við endurskoðun. Leitað er að fólki sem stefnirað löggildingu í endurskoðun. Þar af leiðandi er skilyrði að viðkomandi hafi lokið viðskiptafræðiprófi af endurskoðunarkjör- sviði eða sé langt kominn í því námi. Við leitum að metnaðarfullum starfsmönnum sem hafa áhuga á að takast á við krefjandi verkefni á sviði endurskoðunar, reikningsskila, skattamála og ráðgjafar við viðskiptavini. Við bjóðum upp á fjölbreytileg störf fyrir breiðan og ört vaxandi hóp viðskiptavina okk- ar. Samstarf okkar á alþjóðlegum vettvangi við Ernst & Young International veitir starfs- fólki okkar tækifæri til að takast á við verkefni af erlendum toga og jafnframt tækifaeri til þjálf- unar erlendis. Samstarf okkar við VSÓ ráðgjöf á sviði rekstrarráðgjafar innanlands gefur starfsmönnun okkartækifæri á enn fjölbreyttari verkefnum þar sem reynir á víðara svið við- skiptafræðimenntunarinnar. Umsóknir, sem tilgreini aldur, menntun og reynslu, sendist undirrituðum í síðasta lagi 17. júlí næstkomandi. 01 Ernst & Young endurskoðun & ráðgjöf ehf., Borgartúni 20,105 Reykjavík. Emst & Young, endurskoðun & ráðgjöf, er aðili að Ernst & Young International, sem eru ein stærstu samtök endurskoðunarfyrirtækja i heiminum. Samtökin hafa samtals 72.000 starfsmenn í 130 þjóðlöndum. Bókari - 60% staða ÓM ehf. er þjómistu- fyrirtæki sem þjónustar húsgagna- iðnaðinn. Fyrirtækið framleiðir einnig leiktæki og tekur að sér sérsmíði fyrir einstaklinga ogfyrirtæki. STARFSSVIÐ ► Almenn bókhaldsstörf ► Reikningagerð ► Merking og færsla fylgiskjala ► Sveigjanlegur vinnutími HÆFNISKRÖFUR ► Reynsla af alhliða bókhaldi ► Þekking á Navision eða skyldum bókhaldskerfum nauðsynleg ► Sjátfstæð vinnubrögð Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður S. Dagsdóttir hjá Gallup. Umsókn ásamt mynd þaifað berast Gallup fyrir föstudaginn lO.júlí n.k. - merkt „ÓM ehf. - bókari". GALLUP RAÐNINGARÞJOHUSTA Sfmi: 540 1000 Fax: 564 4166 Heilsugæslan í Kópavogi Afleysingastöður lækna Læknir óskast til afleysinga frá 1. september 1998 í eitt ár. Krafist er sérfræðiviðurkenningar í heimilislækningum. Starfskjör eru samkvæmt gildandi ákvæðum um launakjör heilsugæslu- lækna. Einnfremur er óskað eftir tveimur læknum til afleysingastarfa strax í júlí, ágúst og september. Umsóknareyðublöð eru fáanleg í afgreiðslu stöðvarinnar. Umsóknarfrestur ertil 15. júlí nk. Umsóknum ber að skila til framkvæmda- stjóra Heilsugæslunnar í Kópavogi, Birnu Bjarnadóttur, sem jafnframt veitir upplýsingar um störf og kjör í símum 554 0400 og 895 6500. Öllum umsóknum verður svarað skriflega eftir að um þær hefur verið fjallað og ráðning staðfest. Við Heilsugæsluna í Kópavogi starfa nú um 50 manns í 35 stöðum, en síðar á árinu verður tekin í notkun ný stöð við Hagasmára. Heilsu- gæslan í Kópavogi er reyklaus vinnustaður. Heilsugæsla í Kópavogi, Fannborg 7—9, pósthólf 140, 200 Kópavogi. Flensborgarskólinn í Hafnarf irði Eðlisfræði Við Flensborgarskólann í Hafnarfirði vantar nú þegar kennara í eðlisfræði, heil staða. Deildar- stjórn í eðlisfræði getur komið til greina. Einnig vantar stundakennara í vélritun/rit- vinnslu 9—16 stundir. Launakjörfara eftir gildandi kjarasamningum. Umsóknirsendisttil Flensborgarskólans, póst- hólf 240, 220 Hafnarfirði, fyrir 18. júlí. Upplýsingar um stöðurnar veitir aðstoðar- skólameistari í síma 899 0012. Skólameistari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.