Morgunblaðið - 05.07.1998, Side 12
12 E SUNNUDAGUR 5. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Kennarar
Kennara vantar ad Egilsstaðaskóla næsta
skólaár. Einkum er um að ræða kennslu
á unglingastigi.
Egilsstaðir er blómlegt sveitarfélag með um 1650 íbúa. f Egilsstaða-
skóla eru um 280 nemendur í 1.—10. bekk. Viðbygging við skólann
er hafin og hluti hennar verður tekin í notkun í haust. Nýtttölvuver
vartekið í notkun sl. veturog á að hefja kennslu í upplýsingatækni
í haust.
Hringið og athugið hvað er í boði.
Upplýsingar veitir skólastjóri, Sigurlaug
Jónasdóttir, í síma 471 1326.
Bæjarstjóri
Starf bæjarstjóra í Grindavík er laust til um-
sóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí 1998.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Grindavík-
urbæjar, Víkurbraut 62, 240 Grindavík merktar.
„Nýr bæjarstjóri".
Nánari upplýsingar um starfið veita: Hallgrím-
ur Bogason, sími 426 7100 og Ólafur Guð-
bjartsson, sími 426 8323 og gsm 899 0025.
FJÖLBRAUTASXÓUNN
BREHM0(JI
Kennarar
Kennara vantar í eftirtalin störf við
Fjölbrautaskólann í Breiðholti næsta skólaár:
Heil staða í eðlisfræði.
Heil staða í forritun.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 557 5600
á skrifstofutíma.
Skólameistari.
Stúdentaráð og
Hollvinasamtök
Háskóla íslands auglýsa stöðu
f r a m k væ m d astj ó r a
átakstil söfnunarfyrirtölvum og hugbúnaði
í Háskóla íslands. Um tímabundið verkefni er
að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið undir-
búningsvinnu sem fyrst. Meginþungi starfsins
verður á haustmánuðum.
Leitað er að dugmiklum einstaklingi með
þekkingu á tölvum, hugbúnaði og íslensku
atvinnulífi. Umsóknarfresturertil 17. júlí nk.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Stúdentaráðs í síma 562 1080.
Framkvæmdastjóri
SSA
Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi
auglýsir eftir framkvæmdastjóra.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem
fyrst.
Upplýsingar veita: Bj. Hafþór Guðmundsson,
sími 475 8966 eða Broddi B. Bjarnason, sími
471 1516.
Umsóknir merktar: „Skrifstofa SSA", Skóla-
braut 10,755 Stöðvarfjörður, póstleggist eigi
síðar en 14. júlí 1998.
Stjórn SSA.
Málmsmíði
Getum bætt á okkur verkefnum í:
-Rennismíði -Sérsmíði
-Almennri smíði -Plötu- og tanksmíði
-Ryðfrírri smíði -Spil- og vökvakerfum
Aðstoðum við hönnun og úfærslu.
Föst verðtilboð.
Áratuga reynsla í sérlausnum og þjónustu við
sjávarútveginn.
Vélaverkstæði Sigurðar hf.,
Skeiðarási 14,
210 Garðabæ,
sími 565 8850 fax 565 2860.
Þar sem hug- og handverk mætast.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Miðasala
Starfsmaður óskast í miðasölu Þjóðleikhúss-
ins. Umsækjendur þurfa að vera vanir að vinna
við tölvuskráningu.
Um er að ræða vaktavinnu.
Laun fara eftir kjarasamningi SFR við ríkissjóð.
Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Þjóðleik-
hússins, Lindargötu 7, fyrir 20. júlí nk.
Tónlistarskóli
ísafjarðar
Tónlistarkennsla
Tónlistarkennari óskast til starfa næsta vetur.
100% stöðugildi.
Æskilegar kennslugreinar: Forskóli, tónfræði,
píanó.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnarsdóttir
skólastjóri í símum 456 3010 og 456 3926.
Skólastjóri
í nýju sameinuðu sveitarfélagi Austur-Héraði
vantar skólastjóra við Grunnskólann á Eiðum.
Grunnskólinn erfámennur samkennsluskóli
í 13 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Þar er unnið
metnaðarfullt starf í kyrrþey.
Heimasíða skólans er http://www.eldhorn.is/
-eidar/. Umsóknarfresturtil 12. júlí 1998.
Upplýsingar gefur formaður skólanefndar,
Signý Ormarsdóttir, vinnusími 471 2558 og
heimasími 471 2627.
Skólaskrifstofa
Vestmannaeyja
auglýsir
Lausar kennarastöður
Ennþá eru lausar nokkrar almennar kennara-
stöðurvið grunnskólann í Vestmannaeyjum
næsta haust og auk þess vantar sérgreinakenn-
ara í eftirtaldar stöður:
Við Bamaskólann í Vestmannaeyjum:
Tónmennta-, hannyrða- og smíðakennara.
Upplýsingar gefurskólastjóri, Hjálmfríður
Sveinsdóttir, í síma 481 1944.
Við Hamarsskólann:
Myndmennta-, heimilisfræði- og enskukenn-
ara. Upplýsingar gefur skólastjóri, Halldóra
Magnúsdóttir, í síma 481 2644.
I Vestmannaeyjum er nú sem fyrr litskrúðugt mann- og félagslíf og
þar búa um 4700 manns, þar af nálægt 800 nemendur á grunnskóla-
aldri. Grunnskólarnir eru tveir, hvor um sig tveggja hliðstæðna skólar,
með um 400 nemendur í 1.—10. bekk. I báðum skólunum er unnið
að nýbreytni á sviði skipulags, samskipta eða kennsluhátta og ríkir
mikill metnaður meðal stjórnenda og starfsliðs um að búa sem best
að námi og námsaðstöðu nemendanna. Bæjarstjórn hefur lagt fram
áætlun um einsetningu beggja skólanna fyrir lok ársins 2003. Við
flutning grunnskólans frá ríkinu til sveitarfélaganna var komið á fót
sérstakri skólaskrifstofu fyrir Vestmannaeyjar, þar sem starfa kennslu-
og námsráðgjafar auk skólasálfræðings. Að vinna við kennslu- og
námsráðgjafar auk skólasálfræðings. Að vinna við kennslustörf í
Vestmannaeyjum getur þvf verið kærkomið tækifæri fyrir kennara
og aðra kennslufræðinga til að taka þátt í spennandi starfi við að
byggja upp skólamálin í bænum.
Skólamálafulltrúi.
Símasala — símasala
Okkur vantarfólktil að selja
skráningar. Mjög góð vara, góð-
ar prósentur og trygging. Miklir
tekjumöguleikar. Dagvinna.
Góður reyklaus vinnustaður
með hressu fólki.
Sendu okkur upplýsingar um
þig í pósthólf 5004,125 Reykja-
vík eða fax 562 9165.
Kórund ehf. — markaðsdeild/Bella símamær.
Járniðnaðarmenn
Ofnasmiðjan óskarað ráða 1-2 járniðnaðar-
menn við ryðfría sérsmíði og ofnasmíði til
fyrirtækisins í Hafnarfirði. Góð laun í boði.
Frekari upplýsingar veitir Birgir Hákonarson
í síma 555 6100.
# ?Ofnasmiðjan
Bónusvideo
auglýsir eftir aðila til að sjá um rekstur einnar
af myndbandaleigum sínum í Reykjavík.
Um er að ræða mjög skemmtilegt og spenn-
andi starf með mikilli ábyrgð og vinnu. Starfið
felur í sér umsjón með öllum daglegum rekstri,
s.s. innkaupum, skipuleggja vaktir o.fl.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar
en 1. ágúst. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sam-
henta fjölskyldu.
Áhugasamir sendi upplýsingar um aldur, fyrri
störf o.fl. til afgreiðslu Mbl. fyrir 13. júlí.
Ath.: Ekki eru gerðar kröfur um að viðkomandi
hafi reynslu af afgreiðslu og/eða rekstri á
myndbandaleigu.
Bónusvideó.
Rafvirkjar
Óskum eftir að ráða rafvirkja til starfa hjá fyrir-
tæki okkar. Um er að ræða bæði tímabundin
verkefni og einsföst störf. Aðeins menn með
full réttindi koma til greina.
Upplýsingar veitir Jón Finnur í síma 482 1160
virka daga milli kl. 7.30 og 18.00.
Árvirkinn ehf.,
Selfossi.
Sölumaður
Útgáfufyrirtæki vantar ungan og hressan sölu-
mann strax (konu eða karl) í ca 60% starf
(kl. 9—14), sem felst í því að selja og dreifa
smávörum í verslanir á stór-Reykjavíkursvæð-
inu. Framtíðarstarf fyrir góðan starfskraft.
Umsóknir, með upplýsingum um aldur, mennt-
un og fyrri störf, sendist til afgreiðslu Mbl.,
merktar: „H — 1100", fyrir 7. júlí nk.
Ráðskona — Lúxemb.
Flugmaður óskar eftir ólofaðri, barnlausri,
ábyrgðarfullri og reyklausri 25—35 ára konu
til að sjá um 13 ára gamla kanadíska dóttur
hans frá sept.—júlí í Lúxemborg.
Æskileg kunnátta í þýsku og frönsku.
Áhugasamar vinsamlega hringið eða sendið
fax í síma 00352 227190 og skiljið eftir nafn,
heimilisfang og/eða síma.
Laghentur
lagermaður
Húsgagnaverslun í Kópavogi óskar eftir að
ráða mann til viðgerða og almennra lager-
starfa. Hlutastarf kemurtil greina.
Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl., merkt:
„Míra - 5236."
Vegna aukningar
höfum við lausar eftirfarandi stöður: Sölu- og
dreifingarstörf, lærlinga fyrir hóp- og
sölustjóra o.fl. Engin reynsla nauðsynleg þar
sem við veitum alla þjálfun. Láttu þetta verða
þinn fyrsta dag í nýju framtíðarstarfi.
Viðtalstímar teknir niður í síma 896 3135.