Morgunblaðið - 24.07.1998, Page 6

Morgunblaðið - 24.07.1998, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Ibúðalánasjóður tekur við verkefnum Húsnæðisstofnunar um næstu áramót Starfsmönnum boðin ný störf HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins verður lögð niður um næstu áramót og leggjast þá niður störf 43 starfs- manna hennar. Ibúðalánasjóður tekur við verkefnum Húsnæðis- stofnunar, samkvæmt nýjum lögum um húsnæðismál sem samþykkt voru á síðasta þingi. Hluta starfs- manna verður boðin störf þar. Gunnar S. Bjömsson er formað- ur undirbúningsnefndar sem skip- uð var fyrir hálfum mánuði til að vinna að stofnun sjóðsins. Auglýst hefur verið eftir framkvæmda- stjóra og segir Gunnar stefnt að ráðningu hans sem fyrst eftir að umsóknarfrestur rennur út um miðjan ágúst. Er hugmyndin að hann starfi með undirbúnings- nefndinni að stofnun Ibúðalána- sjóðs sem taka á til starfa á nýju ári. „Það liggur ekki fyrir ennþá hversu mörgum verða boðin störf hjá Ibúðalánasjóði, það er ekki það langt síðan undirbúningsnefndin var skipuð og við erum því rétt að komast í gang,“ sagði Gunnar. Hann segir ljóst að starfsmenn Húsnæðisstofnunar ríkisins eigi rétt á biðlaunum, mismunandi miklum eftir starfsaldri og öðru, það fari eftir lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins enda sé stofnunin lögð niður og störfin þar með. Gunnar segir að ekki verði þörf fyrir alla 43 starfsmenn Húsnæðisstofnunar hjá Ibúðalána- sjóði en það verði eitt af verkefnum undirbúningsnefndarinnar ásamt nýjum framkvæmdastjóra að kom- ast til botns í því. I frétt frá félagsmálaráðuneytinu í gær segir að félagsmálaráðherra muni í samráði við undirbúnings- " nefndina ganga frá starfslokum við Sigurð E. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Húsnæðisstofnunar ríkisins, sem verði í árslok. Eru Sigurði þökkuð vel unnin störf á sviði húsnæðismála á þeim liðlega þremur áratugum sem hann hefur starfað í þágu Húsnæðisstofnunar ríkisins. Einnig eru öðrum starfs- mönnum stofnunarinnar þökkuð vel unnin störf. Lauga- vegur opnaður á morgun LAUGAVEGURINN, á milli Frakkastígs og Barónsstígs, verður opnaður fyrir umferð bíla og gang- andi fólks á morgun, laugardag. Með þeim endurbótum sem gerðar hafa verið á götunni mun ásýnd hennar gjörbreytast frá því sem áð- ur var. A þessum kafla Laugavegar- ins eru 60 verslanir. Akbrautin hefur verð endur- byggð og nýjar gangstéttar lagðar. Þá hafa verið gerð tvö torg á þess- um kafia Laugavegarins, annað á móts við Kjörgarð, Laugavegi 59, hitt á móts við Landsbankann, Laugavegi 77. Allar lagnir í götunni hafa verið endumýjaðar, þ.e. síma- lagnir, raflagnir ásamt hitaveitu- og vatnsveitulögnum. Þá hefur full- í GÆR var lögð lokahönd á endurbætur á Laugaveginum. komið snjóbræðslukerfi verið lagt í götuna. Áætlað er að fjöldi þeirra teina og gangstéttarhellna sem lagður hefur verið í Laugaveginn við endurbygg- ingu hans, sé um 200 þúsund tals- ins. Kostnaður við verkið verður um 140 milljónir króna. Verktaki er Istak, ásamt undirverktökum, en hönnuður er Örn Sigurðsson arki- tekt. Verkfræðistofa Stefáns Ólafs- sonar sá um eftirlit með fram- kvæmdum. Morgunblaðið/Kristínn UNDIRBÚNINGUR fyrir Þjóðhá- tiðina í Vestmannaeyjum stendur sem hæst þessa dagana og í Herj- ólfsdal trónir Keikó á mynd- skreytingu. Keikó á Þjóðhátíð 48 manns um hvert Playboy eintak 5.500 eintök hafa selst af ágústhefti tímaritsins Playboy hér á landi frá því blaðið kom í verslanir fyrir tveimur vik- um. Þá komu í verslanir 3.000 eintök og seldust þau upp á einum degi. Margir pöntuðu þá blaðið og bárust 2.500 ein- tök í flugi frá Bandaríkjunum í gærmorgun og ruku þau einnig út frá dreifingaraðila sama dag. Miðað við að 5.500 eintök seljist eru 48 Iands- menn um hvert eintak. Meðal efnis í blaðinu eru nektar- myndir af íslenskum konum og umíjöllun um land og þjóð. Guðmundur H. Sigmunds- son, framkvæmdasfjóri Blaða- dreifingar ehf., sem hefur umboð fyrir Playboy, hefur þegar pantað fleiri eintök. Hann segir að venjulega sé sáralítil sala á tímaritinu og eru ekki flutt inn nema 150 eintök að jafnaði af hveiju hefti. Guðmundur kvaðst geta trúað því að endanleg sala á ágústheftinu yrði 7-8 þúsund eintök. Guðmundur segir blaðið greinilega höfða til íslendinga núna vegna umfjöllunarinnar um íslensku konurnar. „Það er mjög sérstakt í sjálfu sér að stúlkur frá svo litlu landi skuli fá umfjöllun í svo stóru blaði,“ segir Guðmundur. Hann segir að sama hafi verið uppi á teningnum í Finnlandi sl. vor þegar tíma- ritið birti nektarmyndir af finnskri stúlku sem er þekkt í heimalandi sínu fyrir klassísk- an fiðluleik og er í rniklu dá- læti meðal landa sinna. Að jafnaði eru flutt inn um 1.500 eintök af Playboy til Finnlands en þetta hefti seld- ist í 34 þúsund eintökum. Guðmundur kvaðst hafa heyrt af því að útgefendur tímaritsins hefðu hugleitt það að gefa út sérstakt blað með umfjöllun um norrænar konur. Sýknaður af kröfu um sviptingu ökuleyfís ÖKUMAÐUR á Vestfjörðum var í gær sýknaður í Héraðsdómi Vest- fjarða af kröfu ákæruvalds um sviptingu ökuréttar. Hann var sviptur ökurétti til bráðabirgða 5. júní fyrir að hafa mælst aka á 67 km hraða þar sem hámarkshraði er 35 km. Bar hann ákvörðun lög- reglustjóra undir Héraðsdóm Vest- fjarða sem felldi hana úr gildi. Sýslumaðurinn á Isafirði ákveður í dag hvort málinu verður áfrýjað. Málavextir eru þeir að umrædd- ur ökumaður, sem var á leið írá Bolungarvík til ísafjarðar síðdegis föstudaginn 5. júní, var að komast út úr íbúðarhverfinu í Hnífsdal og taldi sig eiga eftir 50 til 100 metra í umferðarmerki sem tilgreinir 70 km leyfilegan hámarkshraða. Þar sem umferð hafi verið lítil og engir gangandi vegfarendur nærri hafi hann aukið hraða bflsins á ný. Kvaðst hann ekki vera í aðstöðu til að véfengja réttmæti hraðamæl- ingarinnar. I skýrslu lögreglunnar segir um aðstæður á vettvangi að dagsbirta hafi verið, sólskin, yfirborð vegar þurrt, slétt og bundið slitlag. Einnig að lögreglumennimir hafi prófað ratsjána fyrir og eftir mæl- ingu og engar athugasemdir skráð við niðurstöðu hennar. Hraði bfls- ins hafi mælst 67 km þar sem leyfður er 35 km hámarkshraði. Ökumaðurinn var sviptur öku- leyfi til bráðabirgða í mánuð. Hann bar ákvörðun lögreglustjóra undir Héraðsdóm Vestfjarða sem felldi hana úr gildi 8. júní. Ákærði hafn- aði tveimur dögum síðar að ljúka málinu með sáttargerð lögreglu- stjóra með greiðslu 20 þúsund króna sektar og sviptingar öku- réttar í mánuð. Kvikmyndað á vettvangi Áður en málflutningur hófst fóru dómari og sakflytjendur á vettvang í fylgd ákærða, lögreglumannanna sem stóðu að mælingunni og tveggja rannsóknarlögreglumanna. Voru aðstæður á vettvangi ljós- og kvikmyndaðar, lögreglubíll og bfll ákærða staðsettir í samræmi við Sýslumaður íliugar áfrýjun framburð þeirra. Tæpir 170 metrar hafi verið frá þeim stað sem lög- reglumenn fullyrða að bfll ákærða hafi verið mældur á í umferðar- merki sem sýndi hækkaðan há- markshraða úr 35 í 70 km. I dóminum er greint frá reglu- gerðum sem settar hafa verið um sektir og önnur viðurlög vegna um- ferðarlagabrota og hvemig lögfest hefur verið valdaframsal til dóms- málaráðherra til að ákveða í reglu- gerð sektir allt að 100 þúsund krónum fyrir umferðarlagabrot. Telur dómurinn umrætt valda- framsal ekki svo víðtækt að það bindi hendur dómstóla við ákvörð- un refsinga. Segir einnig að framsal hins al- menna löggjafa til dómsmálaráð- herra eigi sér ekki lagastoð og svipting ökuréttar á grundvelli ákvæða 101. greinar umferðarlaga verði ekki studd ákvæðum reglu- gerðar nr. 280/1998 sem sett var 14. maí. „Verðm- og trauðla séð hver ávinningur væri af svo víð- tæku valdaframsali, en í því fælist meðal annars lögákveðið mat á orðunum „mjög vítaverðan akstur“ sem væri bindandi fyrir dómstóla með þeim fyrirvara einum sem fælist í niðurlagsákvæði 4. mgr. 100. gr. umferðarlaga,“ segir í dóminum. Segir að slík lagaregla myndi hefta sjálfstæði dómstóla og gera þá tortryggilega í augum hins almenna borgara. Niðurstaða dómsins varð sú að hæfileg refsing þyki 12 þúsund króna sekt og að sýkna ákærða af kröfu ákæruvalds um sviptingu ökuréttar. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði, þar með talin 100 þús- und króna málsvarnarlaun skipaðs verjanda, Tómasar Jónssonar hæstaréttarlögmanns. Dóminn kvað upp Jónas Jóhannsson. Miðað verður við hugtakið mjög vítaverður akstur Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Isafírði, segir að við bráðabirgðasviptingu ökuleyfis verði framvegis miðað við hugtakið mjög vítaverður akstur og mál metin hveiju sinni. Eftir sem áður verði þó boðin lögreglustjórasátt í málum sem þessum og gangi menn ekki að henni sé ekki önnur leið fær en að ákæra. Sagði hann svipt- ingu því ekki fara fram nema eng- inn vafi léki á þvi að um vítaverðan akstur hefði verið að ræða. Hann segir sektarupphæðir hins vegar ákvarðaðar eftir reglugerðinni. Sýslumaður segir það hafa vakið athygli sína við dóminn að máls- kostnaður skuli ekki vera látinn falla á þann sem sakfelldur er. Venjan sé sú að sá sem sakfelldur er sé látinn bera kostnað af mál- sóknar- og málsvarnarlaunum. Ólafur Helgi segist ákveða það í dag hvort málinu verður áfrýjað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.