Morgunblaðið - 24.07.1998, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
_________________________________FRÉTTIR
Átta kærur vegna sveitarsljórnarkosninga
Hlutkesti varpað í
Sveinsstaðahreppi
FÉ L AGSMÁLARÁÐUNE YTIÐ
hefur staðfest niðurstöðu sérstakr-
ar úrskurðarnefndar og ógilt eitt at-
kvæði sem greitt var í sveitarstjórn-
arkosningunum í Sveinsstaða-
hreppi. í kjölfarið hefur verið varp-
að hlutkesti milli tveggja manna um
það hvor þeirra skyldi hljóta sæti í
sveitarstjórninni. Niðurstaðan varð
sú að sá sem tapaði kærumálinu
heldur engu að síður sæti sínu í
hreppsnefndinni.
Málið var sprottið af því að kjör-
stjóm í Sveinsstaðahreppi, þar sem
gengið var til óbundinna kosninga,
úrskurðaði að atkvæði þar sem
skrifað var nafn, sem ekki fannst á
kjörkrá, skyldi teljast tilheyra
ákveðnum manni. Með því móti
hlaut sá maður eitt atkvæði umfram
næsta mann og var talinn rétt kjör-
inn til setu í hreppsnefnd.
Málið var kært og sérstök úr-
skurðarnefnd komst að þeirri niður-
stöðu að vafaatkvæðið skyldi ógilt
og varpað hlutkesti milli mannanna
tveggja. Sá sem eignað hafði verið
atkvæðið kærði til félagsmálaráðu-
neytisins, en að sögn Sesselíu Árna-
dóttur, lögfræðings í ráðuneytinu,
staðfesti ráðuneytið úrskurðinn og
ógildingu atkvæðisins.
í kjölfarið var varpað hlutkesti
um hvor mannanna tveggja skyldi
hljóta atkvæði í hreppsnefnd og
kom upp hlutur þess sem upphaf-
lega hafði verið eignað vafaatkvæð-
ið.
Fjórar kærur afgreiddar
en fjórar ekki
Að sögn Seselíu Arnadóttur, bár-
ust alls 8 kærumál í kjölfar sveitar-
stjórnarkosninganna. Afgreiðslu
fjögurra mála er lokið.
I Þórshafnarhreppi var kært
vegna meints vanhæfís formanns
kjörstjómar. Þeirri kröfu hefur ver-
ið hafnað.
I Arnarneshreppi við Eyjafjörð
vom ýmis framkvæmdaatriði við
kosningarnar kærð, svo sem auglýs-
ing um hvar skila bæri framboðum,
en j)eirri kröfu var hafnað.
I Kelduneshreppi í N-Þingeyjar-
sýslu var deilt um hvernig ætti að
raða varamönnum, sem teldust rétt
kjörnir í óbundnum kosningum. Þar
hefur ráðuneytið fellt þann úrskurð
að kjörstjóm beri að telja atkvæði á
ný hvað varðar úthlutun varasæta í
hrejípsnefnd.
Oafgreidd eru í ráðuneytinu
kæmmál sem tengjast Vestur-
byggð, Gerðahreppi, Raufarhafnar-
hreppi og A-Eyjafjallahreppi.
Morgunblaðið/Jónas
Heimta sopann sinn
HEIMALNIN G ARN AR á bænum
Fagradal í Mýrdal koma heim að
bænum á vissum tíma á morgn-
ana og kvöldin og heimta mjólk-
ursopann. Er það vinsæl vinna
hjá gestum, ekki síst ungviðinu,
að sinna þessum þörfum og
stundum verður áhuginn svo
mikill að börnin vilja helst fá að
taka Iömbin heim með sér sem
gæludýr. Það er hins vegar ekki
vinsælt hjá foreldrunum. Mynd-
in var tekin þegar María Grét-
arsdóttir var að gefa Bjartlind
pelann sinn og fjær er Erlendur
Sigurþórsson að gefa Tölva.
íbúar Sigtúns 23
Afþakka
styrkinn
ÍBÚAR hússins við Sigtún 23 hafa
ákveðið að afþakka 300 þús. króna
styrk úr Húsvemdunarsjóði til
viðgerða á þaki. Styrkveitingin
hefur verið gagnrýnd, þar sem
Margrét Hallgrímsdóttir
borgarminjavörður er einn fjögurra
eigenda hússins.
„Það var alltaf á hreinu í mínum
huga að ég tæld ekki við neinum
hluta af þessum styrk,“ sagði
Margrét.
„Nágrannar mínir em til vitnins
um það. Ég kom þessu einnig til
skila til vinnuhópsins. Ég kom
ekkert nálægt þessari vinnu en
nágrannar mínir hafa ákveðið að
afþakka styrkinn. Þeir segjast ekki
hafa ánægju af að taka við þessum
peningum vegna þessarar
ómálefnanlegu umræðu sem farið
hefur fram. Þau voru í góðri trú um
að þau hefðu rétt á að sækja um
þennan styrk eins og hver annar
þrátt fyrir að ég byggi í húsinu.
Þeim finnst ómaklega að sér vegið,“
sagði Margrét.
ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Vænir fiskar víða
fyrir norðan
Ljósmynd/Lárus Kr. Jónsson
ODDUR Ólafsson með 24 punda hæng
sem hann fékk nýlega í Laxá í Aðaldal.
Laxá í Aðaldal
LAXÁ í Aðaldal hefur
tekið vel við sér. Lax-
veiðisvæðið er þrískipt,
neðst er Laxárfélags-
svæðið, þá Núpasvæðið
og síðan Árnessvæðið.
Þar fyrir ofan tekur síðan
Laxárfélagið aftur við.
„Það hefur verið jöfn
og góð veiði í sumar,
miklu betri en í fyrra,“
sagði Þórunn Alfreðsdótt-
ir, ráðskona í Veiðiheimil-
inu Vökuholti á Laxa-
mýri. Á þriðjudagsmorg-
un voru komnir á land
660 laxar á Laxárfélags-
svæðinu og mikið af því
stór fiskur. Pétur Bjama-
son á Akureyri átti þann
stærsta, 23 punda, en alls
hafa veiðst átta laxar yfir
20 pundum það sem af er
sumri.
Þórunn segir að nú sé
smálaxinn farinn að
ganga. Menn sjái mikinn fisk í
ánni þótt vatnið hafi verið kalt,
6-7 gráður. Það er spáð hlýnandi
veðri og þá er líklegt að laxinn
fari að taka enn betur.
Sigríður Sigurðardóttir á Núp-
um sagði að á þeirra veiðidögum
í sumar hefðu fengist 35 laxar og
er það mun betra en á sama tíma
í fyrra og sumarið þar áður.
Stærsta laxinn til þessa fékk Odd-
ur Ólafsson úr Reykjavík, 24
punda hæng. Oddur var í félagi
við Láras Kr. Jónsson um stöng
og festu þeir í öðrum álíka stór-
um laxi. Sá sleit sig af við ár-
bakkann, en viðureignin náðist á
myndband og frásögnin því ræki-
lega staðfest. Alls fengu þeir fé-
lagar 12 laxa á þremur dögum. Á
svæðinu er ein og hálf stöng og
veiðitímabilinu skipt á milli Núpa
og Áraess. Að sögn Sigríðar
glæddist veiðin mjög eftir 14. júlí
ojg var góð fram til þess 19. þegar
Árnessmenn tóku við svæðinu.
Vigdís Álfheiður Stefánsdóttir í
Straumnesi sagði í samtali við
Morgunblaðið á miðvikudag, að
frá byijun væru komnir 75 laxar í
Árnessbókina, en það er mjög
gott miðað við sama tíma í fyrra.
Erlendur veiðimaður veiddi
stærsta laxinn, 23 punda hæng, á
fluguna Black Rabbit á Núpafoss-
brún. Þá hafa þrír 22 punda
veiðst. Sá stærsti var raunar
áætlaður, því honum var sleppt
að glímu lokinni.
Mokveiði í MiðQarðará
Mokfískirí hefur verið í Mið-
fjarðará undanfarið, að sögn Þrá-
ins Ársælssonar, kokks í veiðihús-
inu. Komnir eru á land 430 laxar
en á sama tíma í fyrra voru
veiddir 117 laxar. Árin eru því
ekki sambærileg. „Þetta er
fimmta árið mitt hér i veiðihúsinu
og ég hef aldrei séð annað eins,
áin er pökkuð af fiski og allt grá-
lúsugt sem veiðist," sagði Þráinn.
Nú er einungis veitt á flugu í ánni
og sagði Þráinn að ef einnig væri
leyfður maðkur og spúnn væru
tölurnar miklu hærri.
Ingólfur Ásgeirsson, leiðsögu-
maður í Vatnsdalsá, lét vel af
veiðinni í sumar. Þegar rætt var
við hann á miðvikudag var holl
að klára Ijórðu vaktina og þá
komnir 40 laxar á sex stangir.
Áin er að nálgast 300 laxa veiði í
sumar. Laxasvæðið komið í 245
laxa og milli 30 og 40 laxar hafa
fengist á silungasvæðinu og fimm
fyrir ofan Stekkjarfoss. Taldi
Ingólfur að veiðin væri um 60
löxum betri en á sama tíma í
fyrra.
Beinn lyfjainnflutningur Lyfju og Lyfjakaupa frá Norðurlöndum takmarkaður
Telja EES-reglur
hugsanlega brotnar
INGI Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri Lyfju, telur að takmarkanir
heilbrigðisyfirvalda á beinum inn-
flutningi lyfja frá Norðurlöndum
geti stangast á við samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið. Að sögn
Inga hafa heilbrigðisyfirvöld tekið
fyrir innflutninginn hafi íslenskir
heildsalar sem eru með sömu lyf í
sölu sótt um og fengið með þeim ís-
lenska fylgiseðla.
Fyrirtækin Lyfja og Lyfjakaup,
sem rekur lyfjaverslanir Hagkaups,
hófu beinan innflutning lyfja frá
Norðurlöndum fyrir nokkrum mán-
uðum og segir Ingi að með því hafi
náðst 20-30% lægra verð heldur en
þegar sömu lyf voru keypt frá ís-
lenskum heildsölum. Hann segir að
heildsalar hafi brugðist við með því
að sækja um íslenska fylgiseðla hjá
lyfjanefnd ríkisins til að setja í þær
pakkningar sem þeir flytja inn.
„Samkvæmt upplýsingum frá
heilbrigðisyfirvöldum er okkur ekki
lengur heimilt að kaupa þessi lyf
beint að utan, en við erum að kanna
þetta betur, því með tilkomu Evr-
ópska efnahagssvæðisins á að vera
frjálst flæði vöru milli landa og hér
er auðvitað um sömu vöru að ræða,
frá sama framleiðanda. Við teljum
því að hér sé um tæknilega hindrun
að ræða og erum að kanna það
hvort lyfjayfirvöldum og lyfjaheild-
sölum sé stætt á þessu,“ segir Ingi.
Ingi nefnir sem dæmi að mikið
notað þunglyndislyf, sem nefnist
Cipramil, hafi Lyfja fengið töluvert
ódýrara frá Norðurlöndum en ís-
lenskum heildsölum, en nú sé það
komið með íslenskan fylgiseðil og
því hafí innflutningur Lyfju verið
stöðvaður. Einnig er búið að sækja
um íslenskan fylgiseðil fyrir
mígrenilyfíð Imigran og þunglynd-
islyfið Efexor, sem bæði eru mikið
notuð og Lyfja kaupir ódýrt inn frá
Norðurlöndum og sama gildir um
fleiri lyf, að sögn Inga.
Fylgiseðlar í samræmi
við Evrópureglur
Guðrún S. Eyjólfsdóttir, forstöðu-
maður Lyfjaeftirlits ríkisins, segir
að reglugerð um íslenska fylgiseðla
hafi verið sett hér á landi árið 1994, í
kjölfar samningsins um Evrópska
efnahagssvæðið í samræmi við
ákvarðanir Evrópusambandsins um
að með öllum lyfjum eigi að fylgja
greinargóðar upplýsingar á því
tungumáli sem notað er í viðkom-
andi ríki.
„Hér eru á markaði yfir 3.000
lyfjapakkningar og fyrirtækin hafa
verið stig af stigi að koma með
fylgiseðla, en það er gífurleg vinna.
Innflytjendur lyfjanna byrja á því
að gera tillögu að fylgiseðli, senda
hann til Lyfjanefndar ríkisins, sem
skoðar hann og gerir hugsanlega at-
hugasemdir. Hann fer síðan aftur til
fyrirtækisins, er lagaður og þarf að
lokum að fá endanlegt samþykki yf-
irvalda. Það er miðað við að árið
2000 eða 2001 verði öll lyf komin
með íslenska fylgiseðla. Oll ný lyf
sem koma inn á markaðinn, eða nýj-
ar pakkningar, verða líka frá upp-
hafi að vera með þá,“ segir Guðrún.
Frumkvæði að því að setja ís-
lenska íylgiseðla með lyfjunum
kemur ýmist frá yfirvöldum eða fyr-
irtækjum. Ekki fengust upplýsingar
um það hjá Lyfjanefnd rljdsins í
gær hvort aukning hefði orðið á
beiðnum lyfjaheildsala um að fá
fylgiseðla með lyfjum.
Róbert Melax, framkvæmdastjóri
Lyfjakaupa, hefur leitað eftir úr-
skurði heilbrigðisráðuneytisins
vegna þess að hann telur að útgáfa
íslensku fylgiseðlanna hafi ekki verið
nægilega kynnt íyrirfram.
„Ég pantaði sendingu af lyfinu
Cipramil í mars, fékk hana afgreidda
17. apríl, en 20. aprfl var sent út bréf
frá umboðsmanni lyfsins þar sem
hann segir frá því að frá og með
þeim degi séu pakkningar með ís-
lenskum fylgiseðli. Daginn eftir fór
ég með mína innflutningspappíra til
Lyfjaeftirlitsins og daginn þar á eftir
úrskurðaði stofnunin að innflutning-
urinn væri ólöglegur."
Róbert segir að verðmæti lyfjanna
sem hann hafi flutt inn sé um átta
hundruð þúsund krónur. „Fyrst og
fremst er það þó fordæmisgildið sem
skiptir máli, það að yfirvöld geti
krafist þess að við sjáum fram í tím-
ann hvenær fylgiseðlar komi. Hið
opinbera gefur ekki út neinar upp-
lýsingar um það.“