Morgunblaðið - 24.07.1998, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Viðbúnaður vegna hatið-
arinnar Halló Akureyri
MIKILL viðbúnaður verður af
hálfu Akureyrarbæjar vegna hátíð-
arinnar Halló Akureyri sem hefst á
fimmtudag í næstu viku, 30. júlí.
Þjónustudeildir af ýmsu tagi verða,
að sögn Áma Steinars Jóhannsson-
ar umhverfisstjóra, í viðbragðs-
stöðu. Þannig verður stöðugt unnið
að hreinsun bæjarins, strætisvagn-
ar verða á ferðinni fram undir
morgun, starfsfólk ráðgjafardeild-
ar verður til taks komi upp barna-
vemdarmál og þá verður sett upp
stjórnstöð í íþróttahöllinni þar sem
fólk verður á vakt allan sólarhring-
inn.
Forsvarsmenn hátíðarinnar
kynntu dagskrá og viðbúnað vegna
fjölskylduhátíðarinnar Halló Akur-
eyri á fundi í gær.
Líðum ekki unglingadrykkju
Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfir-
lögregluþjónn, sagði að líkt og á
síðasta ári yrði öflug löggæsla á
Akure.yri. Tiltækt lögreglulið í
bænum yrði að störfum auk þess
sem liðsauki bærist að, m.a. sér-
þjálfaðir menn sem vel þekktu til í
fíkniefnaheiminum og þá fengi lög-
regla aukabíla til afnota. „Við mun-
um ekki líða unglingadrykkju, við
framfylgjum lögum og reglu og
munum hiklaust taka áfengi af
unglingum og hella niður,“ sagði
Ólafur.
Eftirlit með umferðinni verður
hert, hraðamælingar verða tíðar og
íylgst grannt með ástandi öku-
manna. Vísaði Ólafúr til landsmóts-
ins á dögunum þar sem öflugt um-
ferðareftirlit skilaði árangiá, varð
ekki svo mikið sem einn árekstur.
Breið fjölskyldudagskrá
Magnús Már Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði
að boðið yrði upp á mjög fjöl-
breytta dagskrá og reynt hefði ver-
ið að höfða til allrar fjölskyldunnar
við val á atriðum. Dagskrá verður á
Ráðhústorgi og í miðbæ Akureyrar
frá fimmtudegi til sunnudags og
kennir þar margra grasa; tónlist af
ýmsu tagi, brúðuleikhús, sirkus,
gospelkór og fleira, en meðal
hljómsveita má nefna Pál Óskar og
Casino, Sálina hans Jóns míns,
Greifana, Skítamóral og Reggie on
Ice.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
FJÖLBREYTT dagskiá verður í
boði á hátíðinni Halló Akureyri,
en hún og öflug gæsla sem henni
er samfara var kynnt á fundi í
gær, en á myndinni er Sigríður
Elsa Kjartansdóttir fulltrúi
sýslumanns og Ólafúr Ásgeirs-
son aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson
Laus leigubíll í Hrísey
Sálmar í Lög-
mannshlíð
MESSAÐ verður í Lögmanns-
hlíðarkirkju næstkomandi
sunnudagskvöld, 26.júlí kl. 21.
I Lögmannshlíð hefur staðið
kirkja frá fornu fari, ef til vill
frá því skömmu fyrir kristni-
töku. Kirkjan sem þar stendur
nú var byggð árið 1860 af Þor-
steini Danielssyni á Skipalóni
og félögum hans og leysti af
hólmi torfkirkju sem þar stóð
áður. í aldarminningu Lög-
mannshlíðarkirkju komst sr.
Sigurður Sigurðsson vígslubisk-
up svo að orði um sögu kirkj-
unnar: „En svo er önnur saga,
saga fólksins sem hingað hefur
sótt á liðinni öld í gleði og sorg,
á björtum sólskinsstundum og í
dimmu skammdegi. Hér var
ekki alltaf þröng fyrir dyrum né
fullt hús. En veit samt nokkur
tölu þeirra sem hingað komu og
geymdu síðan þær miningar í
hjarta sínu ævilanga tíð?“
Kunnastur þeirra sem þjónað
hafa í Lögmannshlíðarkirkju er
án efa þjóðskáldið sr. Matthías
Jochumsson og verða sálmar,
sem sungnir verða í messunni á
sunnudagskvöld, eftir hann.
Messa
LAUFÁPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta verður í Grenivíkur-
kirkju næstkomandi sunnudag,
26. júlí, kl. 11.
LEIGUBÍLARNIR í Hrísey eru
dálítið öðruvísi en annars staðar,
en í eynni eru dráttarvélar í hlut-
verki leigubíla, a.m.k. þegar íbú-
ar eyjarinnar gera sér og gestum
sfnum glaðan dag og efna til full-
veldishátíðar. Þó svo að verið
hafi fremur kalt um liðna helgi
BÆJARRÁÐ Akureyi'ar heimilaði
bæjarstjóra í gær að ganga til
samninga við Þórgný Dýrfjörð, sem
verið hefur framkvæmdastjóri
reynslusveitarfélagaverkefnisins,
um að gegna stöðu deildarstjóra
búsetu- og öldrunardeildar
Akureyrarbæjar.
Björn Þórleifsson, sem gegndi
stöðunni, var nýlega ráðinn
skólastjóri í Brekkuskóla. í
samræmi við starfsmannastefnu
Akureyrarbæjar fór fram mat á því
hvort tilefni væri til tilfærslu á
starfsmanni bæjarins í starfið og
var niðurstaðan sú að rétt væri að
slík tilfærsla ætti sér stað nú. í
framhaldi af því var gerð tillaga um
að ráða Þórgný í stöðu deildarstjóra
þegar blásið var til fullveldishá-
tíðar í annað sinn lagði fjöldi
fólks leið sína út í eyju og tók
þátt í hátíðarhöldum sem voru
fjölbreytt. Þar sem fremur svalt
var í veðri einkum á kvöldin var
bryggjuball flutt inn í salthús þar
sem allir skemmtu sér hið besta.
búsetu- og öldrunardeildar. Tillit
var tekið til þess að stóri hluti af
þeim verkefnum sem undir deildina
heyra hafa flust frá ríki til bæjarins
og hafa því fallið undir starfssvið
hans.
Oddur Helgi Halldórsson, sem
sæti á í bæjarráði, bókaði á
fundinum að hann teldi að auglýsa
ætti þær stjórnunarstöður sem
lausar eru hjá Akureyrarbæ.
AKSJÓN
Föstudagur 24. júlí
21.00ÞSumarlandið Þáttur fyrir
ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í
ferðahug.
Deildarstjóri búsetu- og öldrunardeildar
Þórgnýr Dýrfjörð
ráðinn
Ljósmynda-
maraþon
LJÓSMYNDAMARAÞON verð-
ur haldið í sjötta sinn á Akureyii
næstkomandi laugardag, 25. júlí,
en að því stendur Áhugaljós-
myndai-aklúbbur Akureyrai' í
samvinnu við Pedromyndir og
Kodak-umboðið, Hans Petersen.
Keppnin felst í því að taka ljós-
myndir af fyrirfram ákveðnum
verkefnum eftir tiltekinni röð á
ákveðnum tíma. Við rásmark fá
keppendur í hendur 12 mynda lit-
filmu og fyrstu þrjú úrlausnarefn-
in en þurfa síðan á þriggja tíma
fresti að mæta á ákveðnum
áfangastöðum til að fá næstu
verkefni. Aðeins má taka eina
mynd af hverju myndefni.
Verðlaunaafhending og sýning
á öllum myndunum verður á
sunnudag, 26. júlí kl. 15. Fyrir
bestu filmu keppninnar er mjmda-
vél í verðlaun og einnig fyrir
bestu mynd keppninnar, en auk
þess verða veitt verðlaun fyrir
bestu mynd hvers verkefnis.
Verðlaunamyndirnar verða bh-tar
í Morgunblaðinu.
Keppnin er öllum opin og er
þátttökugjald 800 krónm- fyrir þá
sem skrá sig fyrirfram, en 1.000
krónur fari skráning fram sam-
dægurs. Innifalið í þátttökugjaldi
er litfilma, fi-amköllun, giillveisla á
einum áfangastaðanna, þátttaka í
Ijósmyndasýningu auk möguleika á
að vinna til veglegra verðlauna.
Skráning og nánari upplýsingar
fást hjá Pedromyndum á Akureyri.
Sumartónleikar á
Norðurlandi
Danskur
stúlknakór
FRAMUNDAN er fjórða og næst>
síðasta tónleikahelgi sumartón-
leika á Norðurlandi. Að þessu sinni
koma góðir gestir frá Horsens í
Danmörku í heimsókn er þar eru á
ferð stúlknakórinn Cantica ásamt
Klaus Lyngby stjómanda og Ninu
Udsen flautuleikara.
Kórinn heldur tónleika í Reykja-
hlíðarkirkju við Mývatn laugar-
daginn 25. júlí kl. 21 og í Akureyr-
arkh'kju á sunnudag kl. 17.
Á efnisskránni verða verk eftir
Dunstable, Victoria, Lassus,
Mendelssohn, Johnsen, Bliss, Ny-
stedt, Jón Nordal, Áhlén og
Weyse.
í kórnum eru 19 stúlkur á aldr-
inum 13 ti 19 ára. Kórinn hefur að
leiðarijósi að kynna danska kór-
tónlist en einnig eru gamlar óg
nýjar tónbókmennth' i háum gæða-
flokki á dagskránni og hafa mörg
dönsk tónskáld sérstaklega skrifað
verk fyrir kórinn.
Kútter Jólianna á
förum til Færeyja
Síðustu
siglingar
SÍÐUSTU siglingai' með fær-
eyska kútternum Jóhönnu verða í
dag, föstudaginn 24. júlí, og eru
tvær siglingar í boði. Annars veg-
ar verður þriggja tíma sjóstanga-
veiðiferð sem hefst kl. 9 og svo
kvöldferð út í fjarðarmynni og
verður lagt af stað kl. 18, en um
nokkuð langa siglingu er að ræða,
8-9 tíma.
Færeyski kútterinn hefur verið
á Akureyri síðustu sex vikur og
vakið mikla athygli þar sem hann
hefur legið við Torfunefsbryggju,
en eftirspumin eftir siglingu á
þessu glæsta fleyi hefur verið
minni en vonir stóðu til, en þar á
veðrið ekki síst sök á. Enn hefur
ekki verið tekin ákvörðun um
hvort kútter Jóhanna verður feng-
in til Akureyrar næsta sumar.
Sýningu Krist-
ínar að ljúka
SÝNINGU Kristínar Þorkels-
dóttur, „Norðan heiða“, í Gallerí
Svartfugli í Grófargili, lýkur á
þriðjudag, 28. júlí.
Sýningin hefrn- verið fádæma vel
sótt og er fjölsóttasta sýning sem
haldin hefur verið í Svartfugli til
þessa, en Kristín segh- Akureyi'-
inga hafa tekið sér afar vel.
Á sýningunni, sem er sölusýn-
ing, eru vatnslitamyndir sem
Kristín hefur málað á vettvangi á
ferðum sínum undanfarin ár um
norðanvert landið, allt frá Strönd-
um til Vopnafjarðar, ásamt ný-
gerðum myndum frá Akureyri, en
þær málaði hún þegar hún dvaldi í
Davíðshúsi í júní síðastliðnum.
Gallerí Svartfugl er opið alla
daga frá kl. 14 til 18 nema mánu-
daga. Þai- að auki er opið þegar
dyr gallerísins eru upp á gátt. Að-
gangur er ókeypis.
Listadagar
ungs fólks
LISTADAGAR ungs fólks á aldr-
inum 16 til 25 ára verða haldnir á
Akureyri um næstu helgi og eru
þeir í tengslum við Listasumar.
Þeir hefjast með rokktónleikum
og listasýningu föstudaginn 31.
júlí kl. 17.30 í Deiglunni, en margt
spennandi verður á dagskránni,
s.s. tónlist, myndlist, ljóðalestur,
gjörningar, söngur og persónu-
leikasýning. Einnig verður ljós-
myndasýning þar sem viðfangs-
efnið er „hið jákvæða og hið nei-
kvæða við Halló Akureyri".
Ungt fólk sem hefur áhuga á að
vera með er eindregið hvatt til að
hafa samband við Maríu í
Kompaníinu.
Leit að vatni
ÞRIÐJI og síðasti hluti sýningar
Jorisar Jóhannesai' Rademaker í
Gallerí+ í Brekkugötu 35 á Akur-
eyri verður opnaður á laugai'dag,
25. júlí, með söng Kristjáns Pét-
urs.
Sýningin er þrískipt og er um
að ræða innsetningar á þrívíðum
verkum. Þessi síðasti hluti sýn-
ingarinnar ber nafnið Leit að
vatni. Sýningin er opin frá kl. 16
til 18 á laugardag og 14 til 18 á
sunnudag. Þetta er síðasta sýn-
ingin í Gallerí+ í ár að minnsta
kosti en eigendur eru á förum til
útlanda. Galleríið hefur verið
starfrækt í tvö og hálft ár.
Kínverskur
landslagsmálari
KÍNVERSKA listakonan Lu
Hong sýnir blek- og vatnslita-
myndir á Café Karólínu en sýn-
ingin hefst næstkomandi laugar-
dag, 25. júlí, og stendur til 22.
ágúst. Myndefnið er sótt í íslenskt
landslag, en verkin eru unnin með
aðferðum hefðbundinnar kín-
verskrar myndlistar. Undanfarin
ár hefur Lu Hong haldið allmarg-
ar sýningar á Islandi sem tileink-
aðar hafa verið íslenskri náttúru
en af henni hefur hún heillast
mjög. Þetta er fyrsta sýning
hennar á Akureyri.
Gróðursetning
og grill
VÖRÐUR, félag ungra sjálfstæð-
ismanna, heldur í fimmta skipti í
gróðursetningar- og giillferð að
Varðarlundi í Gullbrekku í Eyja-
fjarðai'sveit en ferðin verður á
laugardag, 25. júlí, og verður lagt
af stað frá Kaupangi á einkabílum
kl. 13.40.
Um kvöldið verður gleðskapur
fyrir Varðai-félaga og er nýtt fólk
velkomið í félagið, en meðal atriða
er hlutavelta þar sem aðalvinning-
urinn er GSM-sími.
Aðalfundur Varðar verður
haldinn á sunnudag, 26. júlí, kl. 14
í félagsheimilinu í Kaupangi.