Morgunblaðið - 24.07.1998, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
MORGUNB LAÐIÐ
r
VIÐSKIPTI
Þrír bankar munu fjármagna stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar
Kostnaður nemur um
1.800 milljónum króna
FJÁRFESTINGARBANKI at-
vinnulífsins hf., Landsbanki Islands
hf. og Union Bank of Norway hafa
samið við Eignarhaldsfélagið Kringl-
una hf. um að fjármagna fram-
kvæmdir vegna stækkunar Rringl-
unnar. Áætlað er að kostnaður við
framkvæmdirnar muni nema um
1.800 milljónum króna. Þetta mun
vera stærsta lánveiting, sem íslensk-
ir bankar hafa haft forgöngu um, til
einkaaðila hérlendis.
Með framkvæmdunum verða
Kringlan 4-6 (norðurhús) og Kringl-
an 8-12 (suðurhús/Borgarkringlan)
sameinaðar með 9.200 fermetra
tengibyggingu. Með henni bætast 28
nýjar einingar við Kringluna fyrir
verslun og þjónustu og tíu önnur
svæði eru ætluð fyrir verslunarrekst-
ur. Stefnt er að því að Ijúka fram-
kvæmdum við tengibyggingu milli
suðurhúss og norðurhúss í byijun nóv-
ember nk. en framkvæmdum við torg-
byggingu í september á næsta ári.
Bílastæðahús á tveimur hæðum, sem
rúmar 400 bíla, verður byggt við Kr-
inglutorg en fyrir eru 1.550 bílastæði á
lóð Kringlunnar. Samið hefur verið við
Istak hf. um að annast verkið.
Stór útilífsverslun
Stærsta verslunareiningin verður
um 2.500 fermetrar að stærð og er
fyrirhugað að opna þar verslun með
útilífsvörur. Sex einingar verða á
milli 200-750 fm en aðrar einingar
verða minni. Nýbyggingin verður
hluti af verslunarmiðstöðinni Kringl-
unni og rekin af Húsfélagi Kringl-
unnar. Forráðamenn þess segja að
fjölmargir aðilar hafí sýnt því áhuga
að taka umrædd rými á leigu.
Að auki mun Eignarhaldsfélagið
byggja hús við Borgarleikhúsið þar
sem opnuð verða útibú frá Borgar-
bókasafninu og nýr salur fyrir leik-
húsið. Húsið mun tengja Kringluna
og Borgarleikhúsið og er ætlunin að
blanda menningu og verslun saman
á um 60 þúsund fermetra svæði.
FBA lánar mest
Að loknu útboði var Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins fahn umsjón
með fjármögnun framkvæmda og
TEIKNING innan úr fyrirhugaðri torgbyggingu Kringlunnar. Framkvæmdir við hana hefjast 1. janúar 1999
og stefnt er að því að ljúka þeim í september sama ár.
fékk hann Landsbanka íslands og
Union Bank of Norway til liðs við sig.
Samtals munu bankamir þrír lána
Eignarhaldsfélaginu 1.800 milljónir
króna til 25 ára. Fjármögnunin skipt-
ist þannig að FBA útvegar 1.030
milljónir, Landsbankinn 610 milljónir
og norski bankinn 160 milljónir.
Öll nýbyggingin verður samtals
9.200 fermetrar að stærð á þremur
hæðum. Byggingin er hönnuð af er-
lendum og innlendum hönnuðum og
er kappkostað að sameina glæsilegt
útlit og þægilegt verslunarumhverfi.
Eftir stækkunina verður heildar-
stærð Kringlunnar um fimmtíu þús-
und fermetrar.
Eftir breytingamar fer Eignar-
haldsfélagið Kringlan hf. með um
66% af eignarhlut í Kringlunni.
Heildareignir félagsins nema 3.800
milljónum króna og er eigið fé um
1.500 milljónir. Eigendur félagsins
Morgunblaðið/Arni Sæberg
SAMNINGAR voru undirritaðir í gær vegna fjármögnunar framkvæmda
við stækkun Kringlunnar. Frá vinstri: Bjarni Ármannsson, forstjóri
FBA, Sigurður Gísli Pálmason, sljómarformaður Eignarhaldsfélagsins
Kringlunnar, Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Eignar-
haldsfélagsins, og Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans.
eru sextíu og tengjast þeir allir
Kringlunni. Stefnt er að því að gera
Eignarhaldsfélagið að almennings-
hlutafélagi á næsta ári og skrá það á
Verðbréfaþingi Islands.
Nú eru 127 aðilar með rekstur í
Kringlunni og á síðasta ári sóttu hana
4,4 milljónir viðskiptavina samkvæmt
upplýsingum Eignarhaldsfélagsins.
Ánægjulegar breytingar
á fjármálamarkaði
Við undirritun samninga í gær
lýsti Sigurður Gísh Pálmason,
stjórnarformaður Eignarhaldsfé-
lagsins Kringlunnar, yfir ánægju
sinni með samstarfið við bankana.
Sagði hann fjármögnunina óneitan-
lega vera nokkuð ólíka því þegar
ráðist var í byggingu Kringlunnar
fyrir rúmum áratug. Þá hefði hinn
íslenski fjármagnsmarkaður verið
nokkuð vanþróaður og erfitt, ef ekki
ómögulegt, hefði verið að fá löng lán
hér innanlands til að fjármagna svo
stórar framkvæmdir. Leita hefði
þurft til opinberrar nefndar, svokall-
aðrar langlánanefndar, og að lokum
til ráðheira til að fá undanþágu fyrir
löngu erlendu láni. Vegna hinna
miklu breytinga, sem orðið hefðu á
íslenska fjármálamarkaðnum síðan,
hefði ekki verið þörf á slíku vinnulagi
nú. „Nú er meiri atvinnubragur á
verkinu og það er ánægjulegt að
hægt sé að ganga til fjármögnunar
með þessum hætti hér innanlands,"
sagði Sigurður Gísli.
Bjarni Ármannsson, forstjóri
Fjárfestingarbankans, lýsti einnig
yfir ánægju sinni með samstarfið og
sagði að um væri að ræða stærstu
lánveitingu sem íslenskir bankai’
hefðu haft forgöngu um til einkaaðila
hérlendis. Lánið væri dæmi um
aukna samvinnu fjármálafyrirtækja
við að leysa stór fjármögnunarverk-
efni og dreifa þannig áhættu milli að-
ila. Með yfirstandandi breytingum á
bankakerfinu og slíkri samvinnu
yrðu bankarnir betur í stakk búnh’
en áður að taka að sér fjármögnun
stórra framkvæmda íslensku at-
vinnulífi til heilla. „Slíkt samstai’f
banka mun vonandi verða einkenn-
andi fyrir framtíðina á íslenskum
fjármálamarkaði,“ sagði Bjarni.
Sögulegu verki í verslun lokið
Halldór J. Rristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, lýsti og yfir
ánægju með að koma með þessum
hætti að fjármögnun framkvæmd-
anna. Með þeim væri verið að ljúka
miklu og sögulegu verki í verslunar-
sögu landsins. Jákvæð þróun ætti
sér nú stað á fjármálamarkaði með
því að bankar stækkuðu og bættu
eiginfjárstöðu sína og vonandi gætu
Islendingar sjálfir haft forgöngu um
slík stórlán hér eftir.
Auglýsing þessi er eingöngu birt í upplýsingaskyni
Tæknival
Skráning skuldabréfa
Tæknivals hf.
1. flokkur 1998
á Verðbréfaþingi íslands
Verðbréfaþing íslands hefur ákveðið að taka
skuldabréf Tæknivals hf., 1. flokk 1998, á skrá.
Heildarnafnverð útgáfunnar er 250 m.kr. Bréfin verða
skráð þann 28. júlí næstkomandi. Skráningarlýsingu
og önnur gögn er hægf að nálgast hjá umsjónaraðila
skráningarinnar, viðskiptastofu (slandsbanka hf.,
Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
ISLAN DSBAN Kl
Skeljungur hf. gerir athugasemdir við niðurstöðu Samkeppn-
isstofnunar um auglýsingar Essó á „bestu dísilolíunnia
Lætur framkvæma vísinda-
legan samanburð á olíunum
SKELJUNGUR hf. hefur sent
Samkeppnisstofnun bréf, þar sem
fram eru færðar athugasemdir við
þá niðurstöðu stofnunarinnar að
ekki sé ástæða til þess að gera at-
hugasemdir við notkun lýsingar-
orðsins „best“ um þá dísilolíu með
bætiefnum sem Olíufélagið býður.
Niðurstaðan kom fram í bréfi Sam-
keppnisstofnunar varðandi erindi
Skeljungs þar sem kvartað var
undan því að Olíufélagið auglýsti
„bestu dísilolíuna".
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs, segir að Samkeppnis-
stofnun hafí með niðurstöðu sinni
fallist á að í þessu máli eigi við öfug
sönnunarbyrði. „Það er að sá, sem
á sig telur hallað í auglýsingum og
málílutningi Olíufélagsins hf., í
þessu tilviki Skeljungur hf„ þurfí
að færa sönnur fyrir því, að fullyrð-
ingar Olíufélagsins standist ekki.“
Olíufélaginu ber að
sjá um samanburðinn
Kristinn segist vera á þeirri
skoðun að þegar aðili setji fram
Telur að sönnun-
arbyrði hafí verið
snúið við
fullyrðingu í auglýsingum og mál-
flutningi þurfi hann að færa sönnur
á að hann hafi rétt fyrir sér. „Hon-
um á ekki að nægja að sýna fram á
ágæti sinnar vöru. Hann verður að
gera það i samanburði við aðrar
sams konar vörur. Að mínu mati er
algjörlega óeðlilegt og óviðunandi
að við eigum að gera þennan sam-
anburð. I málflutningi Olíufélags-
ins er verið að halla á okkur og 01-
íufélaginu ber að sjá um saman-
burðinn sjálft."
Að sögn Kristins vita Olíufélags-
menn ekki hvaða dísilolíu Skelj-
ungur kaupir inn. „Þeir hafa ekki
einu sinni hugmynd um hvar við
kaupum hana. Þeir kaupa svokall-
aða „krakkaða" dísilolíu frá Nor-
egi, en við kaupum okkar olíu frá
Rússlandi. Til þess að þeirra olía
sé í sama gæðaflokki og okkar,
sem er „ókrökkuð“, þurfa þeir að
bæta í hana efnum,“ segir Krist-
inn.
Lætur fram-
kvæma rannsókn
Kristinn segir að þessi öfuga
sönnunarbyrði sem hann kallar svo
brjóti í bága við allar almennar
reglur hér á landi. „Verið er að
bera á okkur að við seljum lakari
olíu og við eigum að bregðast við
og sanna að svo sé ekki. Við hlítum
ekki þessari niðurstöðu, eins og
segir í bréfi okkar til Samkeppnis-
stofnunar. Þess vegna munum við
láta bera þessar olíur saman með
vísindalegum aðferðum, en ítrek-
um jafnframt að auðvitað á það
samt ekki að vera í verkahring
okkar.“
Skeljungur biður um frest til að
skila niðurstöðum rannsóknarinnar
til 10. ágúst næstkomandi. Þá er
farið fram á að Olíufélaginu verði
gert að birta ekki umrædda aug-
lýsingu á meðan rannsóknin fer
fram.
►
i
I
i
i
I
i
i
i
i
i
I
I
i