Morgunblaðið - 24.07.1998, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
VERIÐ
1,5 milljónir tonna af kolmunna eru
innan íslensku lögsögunnar
Morgunblaðið/Muggur
FÆREYINGAR hafa talsverða reynslu af kolmunnaveiðum, en þar
eins og hér á landi er aflanum að mestu landað til bræðslu. Hér á
landi eru aðeins fá skip, sem geta heilfryst kolmunnann um borð.
Mörg skip hyggja
á kolmunnaveiðar
eftir loðnuvertíð
Kolmunnaveið-
arnar eru enn ekki
bundnar kvóta
í TVEIMUR síðustu rannsókna-
leiðangrum Hafrannsóknastofnunar
hafa mælst um 1,5 milljónir tonna af
kolmunna innan íslensku fiskveiði-
landhelginnar.
Rannsóknaskipið Arni Friðriks-
son er nú í síldar- og kolmunnaleið-
angri, sem hófst 13. júlí sl. Að sögn
Sveins Sveinbjömssonar, leiðang-
ursstjóra, var byrjað að leita að
kolmunna í Skerjadýpi og meðfram
djúpkantinum á suðausturlandi og á
Rósagarðssvæðinu út að landhelgis-
línu Islands og Færeyja. Á þessu
svæði mældist rúm ein milljón
tonna af kolmunna.
Gengur ekki út úr
lögsögunni á næstunni
Ámi Friðriksson rs. var einnig í
kolmunnaleiðangri í júní og mældi
þá um 490 þúsund tonn af kolmunna
nokkm norðar en kolmunninn
fannst nú. Sveinn segir kolmunnann
einnig hafa gengið nokkru norðar
en í fyiTÍ leiðangrinum. „Það er ekki
mikil hreyfmg á kolmunnanum, sem
er suður og suðaustur af landinu og
ég á ekki von á að hann gangi út úr
landhelginni á næstunni. Þó að við
höfum ekki farið yfir allt það svæði,
sem skoðað var í fyrri leiðangrinum,
sýnist mér að það megi leggja þá
mælingu við mælinguna, sem við
fengum. Þannig að allt í allt era hér
líklega á ferðinni um 1,5 milljónir
tonna af kolmunna."
Sveinn segist auk þess hafa verið
í sambandi við norskt rannsókna-
skip, sem hefur einnig orðið vart við
mikinn kolmunna nokkru austar.
Margir í kolmunnann
eftir sumarloðnuna
Eftir- að sumarloðnuvertíðinni
lýkur 15. ágúst nk. er líklegt að
mörg loðnuskip fari á kolmunna-
veiðar. Kolmunnaveiðar eru ekki
bundnar kvóta en sækja þarf sér-
staklega um leyfi til veiðanna. Sam-
kvæmt upplýsingum frá sjávarút-
vegsráðuneytinu hefur ekkert skip
enn sótt um leyfið og væntanlega
muni útgerðirnar ekki huga að því
fyrr en loðnuvertíð lýkur.
Á síðasta ári veiddust um 10.500
tonn af kolmunna hér við land og
var verðmæti aflans um 68 milljónir
króna. Kolmunninn veiðist aðeins í
flottroll en aðeins fá skip í nóta-
skipaflotanum era nægilega öflug
til að geta togað með flottrolli. Til
þessa hefur kolmunni aðallega farið
í bræðslu hérlendis, en hann er mun
verðmætari sé hann heilfrystur um
borð í skipunum. Enn færri íslensk
skip geta unnið kolmunnann um
borð.
Ekki séð neina sfld
I rannsóknaleiðangrinum í júní
varð einnig vart við síld djúpt aust-
ur af landinu, en Sveinn segir að nú
sé hún gengin af þessu svæði.
Hann segist ekki hafa orðið var við
neina síld í leiðangrinum en í fyrra-
dag var skipið statt norðaustur af
landinu, rétt vestan við landhelgis-
línu Islands og Jan Mayen. „Næstu
daga munum við leita í vestur og
athuga hvort þessi síld hafi gengið
vestur úr og áleiðis til Islands.
Eins hvort ennþá verður vart við
síld 50-100 mílur norður úr Mel-
rakkasléttu."
Hann segir norska leiðangurinn
hafa fundið síld skammt frá Jan
Mayen, eða við 69. breiddargráðu,
og því líklegt að síldin sem fannst
austan við land fyrir um mánuði
hafi gengið þangað.
Fengu makrfl djúpt
norður af landinu
Sveinn segist hafa keyrt fram á
talsvert stóra torfu djúpt norðaust-
ur af landinu sem hann telur hafa
verið makríl. „Við toguðum í gegn-
um þennan flekk og fengum nokkra
stóra og fallega makrfla. Yfirborðs-
hiti sjávar er hér 8-9 gráður og
makríllinn lá alveg við yfirborðið.
Makríll gengur svona norðarlega
austar í Noregshafinu en ég hef
ekki heyrt af honum á okkar haf-
svæði á þessum slóðum," segir
Sveinn.
Meðaldrægar íranskar eldflaugar
Gætu hæft skot-
mörk í Israel
Washington, Tel Aviv. Reuters.
BANDARÍKJASTJÓRN staðfesti í
gær að Iranir hefðu gert tilraunir
með meðaldrægar eldfiaugar, sem
gætu meðal annars hæft skotmörk í
Israel. Varnarmálaráðherra Israels
lýsti í gær yfir áhyggjum vegna
þessa, og hét því að gripið yrði til
allra ráða til að verja landið.
Mike McCurry, blaðafulltrúi Hvíta
hússins, skýrði frá því í gær að
bandarískur njósnahnöttur hefði náð
myndum af tilraunum Irana á mið-
vikudag. Hann sagði að meðal ann-
ars væri um að ræða eldflaug af
gerðinni Shehab 3, sem svipar mjög
til Norður-Kóreskrar Rodong eld-
flaugar, sem di-egur allt að 1.300
kílómetra. Það þýðir að Iranir gætu
gert árásir á Israel, Saudi-Ai-abíu,
stóran hluta Tyrklands og nokkurn
hluta Rússlands.
McCurry sagði að Bandaríkjastjóm
hefði nokkrai' áhyggjur af því að Iran-
ir virtust vera að koma sér upp meðal-
drægum eldflaugum, en sagðist ekki
telja að valdajafnvægi í Mið-Austur-
löndum hefði verið raskað.
Eldflaugarnar
frá Norður-Kóreu
Dagblaðið The New York Times
hefur eftir heimildamönnum innan
bandarísku leyniþjónustunnar að
eldflaugamar séu frá Norður-Kóreu,
en Iranir hafi einnig keypt tækni-
þekkingu af Rússum og Kínverjum
um árabil. Markmið þeirra með til-
raununum sé fyrst og fremst að
styrkja stöðu sína sem stórveldis í
Mið-Áusturlöndum, og ætlunin sé
meðal annars að ógna Israel. Fram
kemur að íranir hafi sennilega ekki
keypt nema fáeinar eldfiaugar, og
bent er á að það sé tvennt ólíkt að
framkvæma tilraunaskot annarsveg-
ar, og að byggja upp fullbúinn eld-
flaugastyrk hinsvegar, en það gæti
tekið þá mörg ár.
Bandarískir embættismenn sögðu
að talið væri að Iranir ynnu að þróun
kjarnaodda, en að þeir væru ennþá
langt frá því að búa yfir tækni til að
smíða og gera tilraunir með slík
vopn. Eldflaugatilraunirnar nú
bentu því ekki til að bein ógnun væri
yfirvofandi af þeirra hálfu.
fsraelar áhyggjufullir
VarnaiTnálaráðheira Israels, Yit-
zhak Mordechai, sagði fréttamönnum
í gær að ísraelsstjórn hefði miklar
áhyggjur af eldflaugatilraunum
írana, og hét því að gripið yrði til
alh-a ráða til að verja landið. Hann
sagðist óttast að valdajafnvægi í Mið-
Austurlöndum raskaðist ef Rússar
héldu áfram að veita Irönum hemað-
araðstoð, og hvatti Bandai-íkjastjóm
til að knýja Rússa til að láta af því.
Bandaríkjastjórn deilir nú við full-
trúadeild þingsins um hvort grípa
eigi til refsiaðgerða gegn fyrirtækj-
um sem selja Irönum eldflauga-
tækni. Bill Clinton Bandaríkjaforseti
beitti í síðasta mánuði neitunarvaldi
gegn frumvarpi þess efnis, og sagði
það trafla viðræður við Rússa um að
þeir geri ráðstafanir til að stöðva
slíka sölu til Irans. Fulltrúadeildin
hefur samþykkt að fresta atkvæða-
greiðslu um málið þar til niðurstaða
hefur fengist í viðræðunum.
Gore í
Tsjernóbíl
Tsjernóbfl. Reuters.
AL GORE, varaforseti Banda-
ríkjanna, skoðaði kjarnorkuver-
ið í Tsjernóbfl í Ukraínu í gær.
Enn sjást þar glögg merki
kjarnorkuslyssins sem varð í
Tsjernóbfl í aprfl 1986. Varafor-
setinn flaug fyrst yfír kjarn-
orkuverið í þyrlu en rannsakaði
svo verksummerki á jörðu
niðri, bæði við kjarnorkuverið
og í nágrenni þess. Gore, sem
er kunnur umhverfísverndar-
sinni, lét ekkert eftir sér hafa
að lokinni skoðunarferðinni.
---------------
EPA urðu
á mistök
Washinglon. Reuters.
ALRÍKISDÓMARI í Bandaríkjun-
um hefur komist að þeirri niður-
stöðu að bandarísku Umhverfis-
verndarstofnuninni (EPA) hafi
orðið á framkvæmda- og vísindaleg
mistök er hún lýsti því yfir 1993 að
óbeinar reykingar væru valdar að
allt að 3.000 dauðsföllum á ári með-
al þeirra sem ekki reykja.
Wall Street Journal greindi frá
þessu. William Osteen, umdæmis-
dómari í Norður-Karólínuríki, seg-
ir starfsmenn EPA hafa gert mis-
tök er þeir kölluðu til vísindamenn
til að rannsaka áhrif óbeinna reyk-
inga. Umsvifamiklir sígarettufram-
leiðendur hafa höfðað mál til þess
að reyna að fá niðurstöðum EPA
hnekkt.
Ofbeldishneigöar unglings-
stúlkur skapa nýja kvenímynd
London. The Daily Telegraph.
UNGLINGSSTÚLKUR virðast
vera að endurskilgreina kvení-
myndina með því að taka upp
hegðun sem hingað til hefur þótt
„karlmannleg". Meðal annars beita
þær nú frekar ofbeldi en áður,
samkvæmt niðurstöðum rannsókn-
ar bresks sálfræðings.
„Þær eru ekki að reyna að vera
eins og karlmenn“, sagði Antoin-
ette Hardy í erindi á þingi breska
sálfræðingafélagsins. „Þær eru
mjög kvenlegar, með sítt hár og
nota andlitsfarða“. Hún sagði að
stúlkurnar beittu ofbeldi til að sýna
fram á að þær gætu séð um sig
sjálfar, til að standa vörð um
ímynd sína og til að sýnast öðrum
fremri.
Hardy segir það hafa vakið at-
hygli sína að fjöldi unglingsstúlkna
sem hlaut fangelsisdóm fyrir of-
beldisglæpi hafi nær tvöfaldast frá
árinu 1991. Fyrirfram taldi hún að
stúlkurnar reyndu að hegða sér
eins og strákar þar sem „karl-
mennska" væri meira metin í sam-
félaginu en „kvenleiki". Hún komst
þó á aðra skoðun eftii- að hafa tekið
djúpviðtöl við 40 stúlkur á aldrin-
um 14 til 18 ára.
Komast í
sæluvímu
I ljós kom að 32 þeirra höfðu að
minnsta kosti einu sinni tekið þátt í
slag. Ekki var aðeins um að ræða
hártog og klór, heldur sögðust þær
hafa sparkað og kýlt af öllu afli, og
jafnvel beitt brotnu gleri. Einungis
fjórðungur þeirra sá eftir því og
15% stúlknanna sögðust meira að
segja hafa komist í „sæluvímu“ á
eftir.
Hardy túlkar niðurstöður sínar á
þann veg að breyting sé að eiga sér
stað á viðteknum kynímyndum.
Unglingsstúlkum virðist ekki finn-
ast það brjóta í bága við kynímynd
sína að beita ofbeldi, sem hingað til
hafi þótt í hæsta máta „ókvenlegt“.
Því telur hún að ofbeldishneigð sé
stúlkum eins eðlislæg og piltum, en
samfélagsgerðin hafi hins vegar
séð til þess að slíkar tilhneigingar
hefðu lengst af verið bældar niður
hjá stúlkum.
Hún segir fleiri rannsóknir hafa
sýnt fram á að konur séu að
minnsta kosti jafn árásargjarnar
og karlmenn. Stúlkur neyta nú
einnig meira áfengis og tóbaks en
piltar.
1
i
>
I
>
>
\
i
i
i
i