Morgunblaðið - 24.07.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 19
Herstjórnin í Nígeríu boðar kosningar á næsta ári
Fjöldi nýrra flokka
í burðarliðnum
HAGKAUP
AHtaf betri kaup
Abuja, Harare. Reuters.
UNDIRBÚNINGUR er hafinn
fyrir stofnun nýrra stjórnmála-
flokka í Nígeríu eftir að herstjórn-
in í landinu gaf fyrirheit um enda-
lok valdatíma hersins. Margir
stjórnmálamenn sögðu að fjöldi
nýrra flokka myndi líta dagsins
ljós á næstunni. Abdusalam Abu-
bakar herstjóri ákvað sl. mánudag
að horfið skuli aftur til lýðræðis í
Nígeríu.
Að minnsta kosti tveir hópar
hafa tilkynnt að þeir myndu lýsa
yfir stofnun stjórnmálaflokks og
herstjórnin var hvött til að skrá
alla nýja flokka sem stofnaðir yrðu.
„Eg vona að ný og óháð yfirkjör-
stjórn muni skrá alla flokka - og ég
meina alla flokka,“ sagði Edwin
Obeku, reyndur stjórnmálamaður,
í sjónvarpi í fyrradag.
Hann sagði að þar eð Abubakar
hefði ákveðið að stjórnmálaflokkar
yrðu ekki ríkisstyrktir væri engin
rökrétt ástæða til að takmarka
fjölda þeiri-a sem tækju þátt í
væntanlegum kosningum. „Litlu
flokkarnir munu hverfa á eðlilegan
hátt,“ sagði hann.
Margir Nígeríubúar hafa sakað
fyrrverandi herstjórnir um að leyfa
einungis flokkum, sem hlynntir ei*u
forráðum hersins, að starfa og telja
þetta vera eina helstu ástæðu þess
að illa hefur gengið að binda enda á
stjórn hermanna sem hafa setið að
Norskir togarar
í hættu vegna
heræfinga
ÞRIR norskir togarar lentu 6. júlí
sl. óafvitandi á svæði þar sem
rússneski herinn stóð fyrir eld-
flaugaæfingum. Norsk stjórnvöld
vissu af æfingunum en höfðu ekki
tilkynnt sjómönnum um þær.
Fram kemur í frétt Aftenposten
í gær að þrír norskir togarar voru
við veiðar innan rússnesku efna-
hagslögsögunnar 6. til 10. júlí sl.
þegar rússneski herinn stóð fyrir
æfingum sem fólust í því að
óþekktum fjölda eldflauga var
skotið inn á svæði norður af Kóla-
skaga. Það var ekki fyrr en fjórði
togarinn, sem var á leið inn á
svæðið, var stöðvaður af rússnesk-
um togara að norsku sjómönnun-
um varð ljóst að þeir voru við veið-
ar á hættusvæði.
„Það er einungis tímaspursmál
hvenær illa fer,“ sagði Jan Ivar
Marak, varaformaður Samtaka út-
gerðarmanna. Sagði hann samtök-
in enga hugmynd hafa haft um æf-
ingarnar.
I gær viðurkenndu bæði norska
forsætisráðuneytið og utanríkis-
ráðuneytið að upplýsingar skorti
vegna æfinga rússneska hersins
en sögðu að það væri hins vegar
ekki í verkahring ráðuneyta að að-
vara togara sem væru í lögsögu
annarra landa.
völdum allar götur síðan 1960, að
frátöldum tíu árum. Þegar kosið
var 1979 fóru rúmlega 50 flokkar
fram á að verða skráðir, en aðeins
fimm var leyft að starfa.
Tveir ríkisflokkar kærðu kosn-
ingarnar 1993 og þær voru á end-
anum úrskurðaðar ógildar. Þá
hafði stóreignamaðurinn Moshood
Abiola, sem er frá suðurhluta
landsins, náð afgerandi forystu og
lýsti hann sig forseta landsins.
Hann var handtekinn og hafður í
varðhaldi þar til 7. júlí sl., er hann
lést.
I kjölfar ógildingar kosninganna
tókst hershöfðingjanum Sani
Abacha að komast til valda. Eftir
að hann lést 8. júní tók Abubakar
við völdum. Flestir herstjóranna
sem hafa verið við völd í Nígeríu
hafa verið frá norðurhluta lands-
ins.
Abubakar áætlar að forseta-
kosningar verði haldnar á fyrsta
fjórðungi næsta árs og ný stjórn
taki við völdum 29. maí. Utanríkis-
ráðherrar Samveldislandanna
lýstu á miðvikudag ánægju sinni
með fyrirætlanir Abubakars. Sam-
veldin era Bretland og fyn-verandi
nýlendur þess, en Nígería var rek-
in úr samtökunum 1995 fyrir að líf-
láta níu réttindabaráttumenn.
Banatil-
ræði við
forseta
Tsjetsjníu
Grosní. Reuters.
ASLAN Maskhadov, forseti
Tsjetsjníu, slapp lítið meiddur
þegar honum var sýnt banatilræði
í gærmorgun.
Sprengja
sprakk þar sem
bílalest forset-
ans ók um
Grosní, höfuð-
borg Tsjetsjníu,
og varð bílstjóra
og lífverði hans
að bana.
Maskhadov
sagði við frétta-
menn í gær að
tilræðið gæti
verið verk rússneskra sérsveita,
sem væru handbendi undirróð-
ursafla utan Tsjetsjníu. Tvö ár eru
síðan stríðinu í Tsjetsjníu lauk en
spenna hefur magnast og átök
blossað upp á liðnum vikum á milli
vopnaðra hópa og öryggissveita
hersins.
I byrjun júlí lýsti Maskhadov
yfir neyðarástandi í landinu í til-
raun til að koma friði á milli stríð-
andi hópa. Það hefur nú verið
framlengt um tíu daga.
Reuters
Maskhadov
Varð falsað frí-
merki Himmler
fjötur um fót?
Lundúnum. Reuters.
FALSAÐ frímerki, sem brezk-
ir leyniþjónustumenn bjuggu
til í síðari heimsstyrjöld, hefur
sennilega átt þátt í því að eyði-
leggja vonir Heinrichs Himml-
ers, innanríkisráðherra naz-
istastjórnarinnar á stríðsárun-
um og yfirmanns SS, um að
taka við völdum af foringjan-
um, Adolf Hitler.
Þetta litla sex pfenniga-frí-
merki með áprentaðri mynd
Himmlers er talið vera eitt
bezt heppnaða bragðið sem
sérsveit brezkra leyniþjónustu-
manna (Special Operations Ex-
ecutive, SOE) létu sér detta í
hug, samkvæmt skjölum sem
brezka ríkisskjalasafnið (Public
Record Office) lyfti leynd af í
fyrradag.
Þegar frímerkið góða stakk
upp kollinum í Sviss um mitt ár
1943 veltu dagblöð heimsins því
fyrir sér, hvort það væri til
merkis um að Himmler hefði
sjálfur látið prenta þau, sem lið
í undirbúningi hans að
valdaráni í Berlín.
„Þetta dularfulla frímerki,
sem aldrei sáust meira en tvö
eða þrjú eintök af, gáfu í skyn
að Himmler hefði lagt á ráðin
um valdarán og svo virtist sem
ein eða tvær arkir af nýprent-
uðum frímerkjunum hefðu
„lekið“ út og þau notuð fyrir
rnistök," skrifaði starfsmaður
SOE á sínum tíma í skýrslu um
aðgerðina, sem hann sagði hafa
borið „stórkostlegan árangur".
Jafnvel sjálft utanríkisráðu-
neytið brezka hafði ekki hug-
mynd um að menn í þess eigin
þjónustu stæði á bak við
Himmler-frímerkin.
Þótt ekki sé fullljóst hvort
fregnir af frímerkjunum bárust
mönnum til eyrna í höfuðstöðv-
um nazista í Berlín, þá er víst
að metnaði Himmlers voru
settar miklar hömlur á síðustu
mánuðum Þriðja ríkisins. Þeg-
ar Hitler frétti af leynilegum
umleitunum Himmlers eftir
friðarsamningum við Breta var
hann snarlega sviptur öllum
embættum og rekinn út í kuld-
ann. I ringulreiðinni í stríðslok
reyndi Himmler að komast
undan dulbúinn, en lenti í haldi
Breta, þar sem hann framdi
sjálfsmorð með því að gleypa
eitur í lok maí 1945.
Styttri biðlistar
Milljarða-
sparnaður
LÖNG bið eftir læknisaðgerð-
um veldur því, að fólk er lengur
frá vinnu en ella væri. Er það
niðurstaða norskrar könnunar
og kemur ekki á óvart en auk
þess hefur verið reiknað út, að
með því að minnka biðlistana í
Noregi megi spara allt að sex
milljarða ísl. kr. árlega.
Það var SINTEF Unimed,
sem vann að könnuninni, og
voru niðurstöðurnar birtar í
heilbrigðistímaritinu Velferd.
Þar er í fyrsta sinn reiknað út
hvaða áhrif biðlistarnir hafa á
fráveru frá vinnu. Út úr því
kemur, að sé biðin eftir aðgerð
íjórar vikur eða skemmri muni
langvarandi fjai-vistir frá vinnu
minnka um 6% og sjúkradag-
peningarnir um sex milljarða
ísl. kr.
Um 16% þeirra, sem eru frá
vinnu vegna sjúkleika í átta vik-
ur eða lengur, segja, að biðin
eftir rannsókn eða aðgerð hafi
aukið fjarvistirnar og í þessum
hópi eru karlmenn helmingi
fleiri en konur. Læknar og
norska tryggingastofnunin telja
hins vegar, að biðlistarnir hafí
enn alvarlegri áhrif hvað þetta
varðar en sjúklingarnir geri sér
sjálfir grein fyrir.
I Noregi bíða stærstu hóp-
arnir eftir bæklunar- og al-
mennum skurðaðgerðum en
hjartasjúklingar verða að bíða í
lengstan tíma.