Morgunblaðið - 24.07.1998, Síða 20

Morgunblaðið - 24.07.1998, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fyrrum innanríkisráðherra Spánar dæmdur fyrir aðild að „óhreina stríðinu“ Madrid. Reutere. Handtaka meintra stríðsglæpamanna NATO fór mannavillt í Bosníu Haag, Brussel. Reuters. í LJÓS kom í gær að hermenn Atl- antshafsbandalagsins (NATO) fóru mannavillt þegar þeir handtóku tví- burabræður grunaða um stríðs- glæpi í bænum Prijedor í Bosníu á miðvikudagskvöld. Talsmaður NATO viðurkenndi mistökin en sagði þau ekki mundu letja herlið bandalagsins í að leita uppi menn grunaða um stríðsglæpi í stríðinu í fyrrum Júgóslavíu. Ekki kom í ljós fyrr en mennirnir höfðu verið fluttir til höfuðstöðva stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag að hermenn höfðu haft hendur í hári rangra tvíbura- bræðra. Talið var að tekist hefði að handsama Bosníu-Serbana Predrag og Nenad Banovic, sem sakaðir eru um að hafa framið stríðsglæpi í fangabúðum í Prijedor árið 1992. Mennirnir sem voru handteknir eru ekki grunaðir um stríðsglæpi af neinu tagi. Christian Chartier, tals- maður stríðsglæpadómstólsins í Haag, sagði mennina verða senda aftur til síns heima eins fljótt og hægt væri. Fjöldi Kín- verja ferst í flóðum ÚRHELLISRIGNINGAR sem barið hafa á Kínverjum í sumar eru nú farnar að gera vart við sig í Shaanxi, í norðvesturhluta lands- ins, sem fremur er þekkt fyrir mikla þurrka. Hafa vatnavextir sem fylgja í kjölfar rigninganna kostað 113 manns héraðinu lífið og svipt 90.000 manns heimilum sín- um. Fulltrúi sveitarstjórnar Shaanxi- héraðs sagði að hér væru á ferðinni mestu flóð á svæðinu í um hundrað ár. Kvaðst' hann reikna með enn frekari hörmungum vegna flóð- anna. Fram hefur komið í kínverskum fjölmiðlum að á þessu ári hafi sum- arrigningar valdið dauða meira en þúsund manna í gervöllu Kína, eyðilagt tæplega þrjár milljónir heimila og skemmt meira en níu milljónir hektara ræktarlands. Sjö hundruð þúsund hermenn berjast nú við vatnavexti í nágrenni Yang- tze-árinnar en gert er ráð fyrir að þetta ástand eigi eftir að vara allt fram í september. HÆSTIRETTUR Spánar mun dæma fyrrum innaríkisráðherra landsins og aðstoðarmann hans til þrettán ára fangelsisvistar fyrir að- ild þeirra að „óhreina stríðinu" sem háð var gegn skæruliðasamtökum Baska (ETA) á níunda áratugnum, ef marka má fregnir í spænskum fjölmiðlum í gær. Helstu stjómmálamenn á Spáni gagnrýndu í gær mjög að fregnir af dómnum skyldu leka frá dómkerfi landsins en ekki var gert ráð fyrir dómsuppkvaðningu fyrr en í næstu viku. Gaf Sósíalistaflokkurinn (PSOE) frá sér yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi lekann og ítrekaði enn sakleysi Jose Barrionuevo, fyrrum innanríkisráðherra í sósí- alistastjóm Felipe Gonzalez, og Rafael Vera, fyrrum ráðherra ör- yggismála, en sá fyrmefndi situr enn á spænska þinginu. Hefur Barrionuevo sjálfur sagt að póli- tískir andstæðingar hans standi fyrir herferð á hendur sér. Pólitískt hneyksli Hneykslið sem varð á Spáni þegar upp komst um „óhreina SVISSLENDINGAR binda vonir við að nú þegar Austuníkismenn hafa tekið við formennskunni í ráð- herraráði Evr- ópusambandsins (ESB) takist loks að ganga frá tví- hliða samningum Sviss við ESB, sem nauðsynlegir urðu eftir að meirihluti sviss- neskra kjósenda felldi aðild lands- ins að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Samningaviðræður hófust skömmu eftir að aðild Sviss að EES var felld í þjóðaratkvæðagreiðslu í desember 1992. Þær gengu hægt framan af, en nú liggja fyrir samn- ingsdrög, sem þó hafa enn ekki ver- ið undirrituð foimlega. Samning- amir skiptast í sjö undirsvið. Bmno Spinner, sendiherra Sviss stríðið“ sem ríkisstjórn Gonzalez var talin hafa háð við ETA mun hafa ráðið miklu um það að Gonza- lez tapaði völdum í þingkosningun- um árið 1996 til Þjóðarflokks Jose Maria Aznar. Starfsemi umræddra sérsveita sem háðu „óhreint stríð“ gegn ETA fólst m.a. í því að ráða leigu- morðingja til sérstakra verka og var þeim greitt úr leynisjóðum stjórnarinnar. Stunduðu sérsveit- irnar mannrán, pyntingar, sprengjuherferð og morð og er VÍSINDAMENN á Hawaii greindu frá því á miðvikudag að þeir hefðu búið til tugi einræktaðra músa og væra sumar einræktung- hjá ESB, átti vinnufund með full- trúum austurrísku ríkisstjórnarinn- ar fyrr í mánuðinum, og samkvæmt þvi sem Neue Zurcher Zeitung hefur eftir hon- um eru samn- ingsaðilar sam- mála um að líta svo á að samn- ingaviðræðum sé lokið og stefnt skuli að því að ganga frá samning- unum fyrir lok þessa árs. Bæði í Bern, Vín og Brassel sé mönnum þó ljóst, að frágangur samninganna geti ekki farið fram fyrr en í fyrsta lagi eftir þingkosn- ingarnar í Þýzkalandi, sem fara fram í lok september. Þá fer einnig fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um gjaldtöku af þungaflutningum, sem var eitt erfiðasta málið að ná samkomulagi um. m.a. talið að hópurinn hafi myrt 28 manns á árunum 1983-87 sem alls engin tengsl höfðu við ETA. Var Gonzalez sjálfur sakaður um það í kosningabaráttunni 1996 að hafa leyft starfsemi sérsveit- anna en þeim sökum neitaði hann alfarið fyrir rétti fyrr í sumar. Ýmsar áður óþekktar staðreyndir hafa hins vegar komið upp úr dúrnum í tveggja mánaða réttar- höldum og bíða um tíu embættis- og löggæslumenn enn dóms fyrir hlutdeild sína í málinu. ar af einræktungum, alls ríflega 50 systur. The New York Times hefur eftir líffræðingum að þessar fregnir þýði að framfarir í einræktun séu að verða mun hraðari en bjartsýn- ustu menn hafi leyft sér að vona. Það tók rannsakendur einungis nokkra mánuði að framleiða ein- ræktaðar, fullvaxnar mýs. I nýjasta hefti Nature, sem kom út í gær, greina dr. Ryuzo Yanagimachi, líffræðingur við Há- skólann á Hawaii, og samstarfs- maður hans, dr. Terahiko Waka- yama, frá fyrstu 22 músunum sem era einræktungar, þar af era sjö einræktungar af einræktungum. Vísindamenn segja að af þessu megi m.a. ráða að einræktun full- vaxinna dýra á borð við kindina Dollý hafi ekki tekist fyrir hreina tilviljun, svo sem sumir hafa látið í veðri vaka. Auk þess séu mýs auð- fengin og kunn tilraunastofudýr sem geri verkið auðveldara. The New York Times hefur eftir dr. Lee Silver, músaerfðafræðingi og æxlunarlíffræðingi við Prince- ton-háskóla, að það sé með ólíkind- um hversu hratt einræktun mús- anna hafi gengið. Hann segir enn- fremur að það sé augljóst hvaða þýðingu þetta hafi: „Við munum geta einræktað fólk.“ Spinner lagði líka áherzlu á það, hve Austurríki fylgi því fast eftir að Sviss fái að taka þátt í Evrópuráð- stefnunni svokölluðu, þar sem sam- an koma fulltrúar allra ESB-landa og tilvonandi aðildarríkjá sam- bandsins. Evrópuráðstefnan var fyrst kölluð saman í Lundúnum í lok marz, þar sem leiðtogar núver- andi og tilvonandi ESB-ríkja hleyptu stækkunarferli sambands- ins fonnlega af stokkunum. I viðræðum sínum í Vín sagðist Spinner hafa fengið staðfest, að Sviss fengi að taka þátt á sama grandvelli og tilvonandi aðildarríki í næsta fundi Evrópuráðstefnunnar í byrjun október, en hann munu ut- anríkisráðherrar viðkomandi ríkja sitja, sem þar með verða samtals 27 talsins. Haugheyí fangelsi? TILKYNNT var í gær að Charles Haughey, sem þrisvar sinnum gegndi embætti for- sætisráð- herra Ir- lands á ár- unum 1979-1992 og er jafn- framt talinn lærifaðir Berties Ahem, nú- verandi for- sætisráð- herra, yrði saksóttur fyrir að hindra störf nefndar sem á síðasta ári kann- aði greiðslur milljónamærings- ins Bens Dunne til stjórnmála- manna. Haughey viðurkenndi eftir dúk og disk í fyrra að hafa tekið við greiðslum frá Dunne en hafði áður afvegaleitt nefnd- ina og hindrað störf réttvísinn- ar og fyrir það er hann ákærð- ur nú. Gæti hann átt yfir höfði sér tveggja ára fangelsisdóm fyrir vikið. Konum á net- inu fjölgar NY rannsókn sýnir að þess er ekki langt að bíða að konur á netinu verði fleiri en karlar. Könnunin sýnir að í dag era 43% þeirra sem nota netið í Bandaríkjunum konur og er gert ráð fyrir að þetta hlutfall fari hækkandi og verði um 48% árið 2002. Klerkar í klípu RÓMVERSK-kaþólskur prest- ur í Guatemala var í gær ákærður ásamt matselju sinni fyrir að hafa myrt biskup sinn, Juan Gerardi, í apríl en hingað til hefur verið talið að morðið tengdist stjórnmálabaráttu í landinu en borgarastríði lauk þar 1996. Talið er hins vegar nú að morðið hafi verið ástríðu- glæpur og að presturinn Mario Orantes og biskupinn Juan Gerardi hafi verið aðilar að ást- arþríhyrningi. Ekki er hins vegar ljóst hvernig matseljan tengist málinu. Yísindamenn tapa trúnni SKOÐANAKÖNNUN sem birt var í gær sýnir að vísinda- menn sem standa framarlega á sínu sviði era gjarnari en áður á að hafna trúnni á Guð og ódauðleikann. Einungis 7% þeiri-a segjast nú trúa á Guð en í sambærilegri könnun árið 1914 var hlutfallið 28%. Gamla könnunin olli á sínum tíma mikilli hneykslun. Eldgos á Sikiley ELDGOS hófst í gær í fjallinu Etnu á Sikiley en fjallið er virkasta eldfjall í Evrópu. Hraun og aska dreifðust í gær yfir allt að tíu kílómetra svæði og sögðu sérfræðingar að hér væri á ferðinni stærsta eldgos- ið í Etnu um tveggja ára skeið. Etna gaus seinast í febrúar og er búist við að eldgosið nú vari í nokkra daga. Tvrhliða samningar Sviss og Evrópusambandsins Vonast eftir frágangi samninga fyrir árslok Tekur þátt í Evrópuráðstefnu *★★★★ EVRÓPA^ Hraðar framfarir í einræktun 50 mýs búnar til á tilraunastofu Charles Haughey

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.