Morgunblaðið - 24.07.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 24.07.1998, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Lúðrasveitin Snær á hljómleika- ferð í Englandi Hellissandi. Morgunblaðið. HAUSTIÐ 1994 réðst til Tónlistar- skólans í Ólafsvík Englendingurinn Ian Wilkinson og hóf kennslu á blásturshljóðfæri og slagverk. Fljótlega eftir komu hans hingað beitti hann sér fyrir stofnun Lúðrasveitarinnar Snæs í Snæ- fellsbæ. A skömmum tíma hefur hljómsveitin, sem er skipuð böm- um og unglingum sem stunda nám við tónlistarskóla bæjarins, náð ágætum árangri og skipa hana nú 30-40 nemendur tónlistarskólanna í Snæfellsbæ. Ian Wilkinson hefur verið stjórnandi hljómsveitarinnar en með honum hefur starfað að þessu Kay Wiggs Lúðvíksson, skólastjóri Tónlistarskólans á Hell- issandi, ásamt fleirum. Hefur lúðrasveitin stóraukið áhuga bama hér í bænum fyrir öllu tónlistar- námi. Fljótlega fór hljómsveitin í tón- leikaferð til Vestmannaeyja. Sum- arið 1996 lagði hún síðan land undir fót og tók þátt i hinni árlegu sumar- hátíð í Sommersted í Danmörku og tók árið eftir þátt í Landsmóti ís- lenskra lúðrasveita 1997. Nú í júlí hélt sveitin utan í annað sinn og þá til að leika á The South Tyneside Cathrine Cookson Festi- val í Yorkshire í Englandi. Um 50 manns tóku þátt í förinni þar af um 30 hljóðfæraleikarar. Aðrir þátt- takendur voru foreldrar og að- standendur bamanna. Haldið var utan 3. júlí og flogið með Flugleiðavél til Glasgow. Það- an var haldið með hópferðabílum suður til Durham og gist á heima- vistum Durham-háskóla en þar fékk hópurinn morgun- og kvöld- verð meðan á heimsókninni stóð. Hljómsveitin kom fyrst fram við opnunarskrúðgöngu Cathrine Cookson Festival og hélt síðan tónleika þann sama dag. I Cat- hrine Cookson Festival tóku þátt fjöldi lúðrasveita, m.a frá skátum, hjálpræðishernum og ýmsar lúðra- sveitir frá Yorkshire. Þá var á sama tíma í heimsókn í South Ty- neside þýsk hljómsveit ásamt Lúðrasveitinni Snæ. Fyrir utan þátttökuna í opnunarskrúðgöng- unni kom lúðrasveitin fram alls 7 sinnum við margvísleg tækifæri, lék m.a. á ströndinni í Durham, þ. á m. lék hún í Amphitheatre og á verslunargötunni King Street og í verslunarhöllinni Metrocentre sem mun vera ein stærsta verslun- armiðstöð í Evrópu. Utan þess að halda tónleika við margvísleg tækifæri gerði lúðrasveitin sér ýmislegt til upplyftingar, t.d. með því að heimsækja sædýrasöfn, vatnagarða, kastala og skemmti- garða svo eitthvað sé nefnt. Þá var henni boðið að heimsækja borgar- stjórann í South Tyneside sem reyndist, eins og í Snæfellsbæ, vera orðinn annar maður en upp- hafleg dagskrá tiltók. Engu breytti það þó um góðar móttökur borgarstj ómarinnar. Ferð Lúðrasveitarinnar Snæs til Englands þótti takast vel, alls stað- ar hlutu þau góðar móttökur og hlutu góða dóma fyrir leik sinn. Auk þess hrepptu þau ágætt veður, þótt Englendingum sjálfum þætti þetta kalt sumar og báru þau hróð- ur Snæfellsbæjar bæði með leik sínum og framkomu og með því að SONJA Elídóttir sýnir rýmisverk gerð dr límbandi og bökunarpappír í Galleríi Stöðlakoti. Rýmisverk í Galleríi Stöðlakoti SONJA Elídóttir opnar sýningu í Gallerí Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, laugardaginn 25. júlí kl. 16. Sýnd verða rýmisverk unnin úr límbandi og bökunarpappír íyrir Gallerí Stöðlakot. Sonja útskrifaðist frá skúlptúr- deild MHÍ 1994 og leggur nú stund á framhaldsnám við Det Fynske Kun- stakademi í Óðinsvéum. Þetta er fyrsta einkasýning Sonju, en hún hefur tekið þátt í samsýningum hér heima og í Danmörku. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14-18 og stendur til 9. ágúst. Surnartónleikar í Skálkoltsle irkju 1998 ÞriSja tónleikahelgi Laugardogur 25. júlí kl. 14:00. Erindi í Skálholtsskóla. Árni Heimir Ingólfsson fjallar um tvísöng í íslenskum sönghandritum eftir siðaskipfi. Tónleikar Laugardagur 25. júlí kl. 15:00. íslensk og erlend sönglög og orgelverk. Margrét Bóasdóttir sópran, Jörg Sondermann orgel, Nora Kornblueh selló. Laugardogur 25. júlí kl. 17:00 og sunnudag 26. júlí. kl, 1ó;00, Einleikur á fiðlu. Bach, Biber Westhoff. Andrew Manze barokkfiðla. Sunnudagur 26. júlí. messa. kl. 17:00. Tónlistarflutningur hefst kl. 16:40. Aðgangur ókeypis - allir velkomnir! www.mbl.is Menningarhátíð Fáskrúðsfírðinga Franskir dagar með spænsku ívafí Á LIÐNUM árum hefur víða um landsbyggðina skapast hefð fyrir einhvers konar menningarhátíðum yfir sumarmánuðina. Svo er og á Fáskrúðsfirði en þar halda heima- menn Franska daga yfir þessa helgi, þriðja árið í röð. Af því sem einna hæst ber á Frönskum dögum í ár eru tónieikar spænska gítarkvartettsins Mosaic frá Barcelona sem nú er á ferð um landið. Mosaic leikur í Fáskrúðs- fjarðarkirkju á sunnudag kl. 16 verk eftir Ravel, Granados, Llobet og fleiri. Þá verða nokkrar sýningar opnar yfir helgina. Franska sýningin Á slóð saltsins verður í Templaranum, ljósmyndasýning og verk eftir Immu og Eygló Sörensen verða í grunnskólanum og á lofti Ráðhúss- ins verður áfram hægt að skoða sýninguna Fransmenn á Islandi. Sóri leikstýrir Götuleikhúsi Aust- urlands, sem verður með nokkrar uppákomur um helgina, hljómsveit- irnar Geirmundur og Ringulreið leika á sitt hvorum dansleiknum og keppt verður í nokkrum óhefð- bundnum írþóttagreinum eins og til dæmis Tour de Fáskrúðsfjörður, Is- landsmeistarakeppni í sveskju- steinaspýtingum og dorgveiði. Frakkarnir 40 sem hjóla um þessar mundir hringinn í kringum landið stefna að því að hjóla inn í Fáskrúðsfjörð seinni part laugar- dags. í hópnum eru meðal annarra borgarstjóri Gravelines, sem er vinabær Fáskrúðsfjarðar. Morgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson SKRÚÐGANGA í Cathrine Cookson Festival. TÓNLEIKAR á King Street. klæðast bolum merktum Snæfells- bæ sem Lionsklúbbur Olafsvíkur hafði gefið þeim til fararinnar. Fyrir lítið bæjarfélag eins og Snæfellsbæ er það mikill menning- arauki að hafa eignast svo ágæta lúðrasveit á skömmum tíma. Því auk þess að gera garðinn frægan með ferðum sínum hefur hún leikið hér innanbæjar við margvísleg tækifæri og stóraukið áhuga fyrir tónlist. Heim kom svo hljómsveitin 11. júlí fljúgandi frá Glasgow, ham- ingjusöm og ánægð eftir vel heppn- aða fór, sjálfri sér og bænum sín- um til sóma. Lj ósmyndasýningu Friðþjófs að ljúka UM helgina er síðasta sýningar- helgi á ljósmyndum Friðþjófs Helgasonar í versluninni Rammar og myndir, Skólabraut 25, Akra- nesi. Friðþjófur sýnir þar 50 ljósmynd- ir frá Akranesi. Sumar þeirra birt- ust í bók Friðjófs og Gunnlaugs Haraldssonar um Akranes, sem kom út í sumar. Verslunin er opin daglega frá kl. 10 til 18. Friðþjófur Helgason Sumartón- j leikar í Skálholti ÞRIÐJA tónleikahelgi sumarsins í Skálholti hefst á morgun, laugar- daginn 25. júlí, kl. 14 í Skálholts- skóla með erindi Árna Heimis Ing- j ólfssonar, doktorsnema í tónvísind- um við Harvard-háskóla. Erindið . nefnist Guð faðir, vér þökkum þér I og fjallar um tvísöng í íslenskum sönghandritum eftir siðaskipti. Enski fiðluleikarinn Andrew Manze leikur síðan einleiksverk fyrir barokkfiðlu á tónleikum kl. 15. Á efnisskrá hans eru verk eftir Bach, Biber og Westhoff. Kl. 17 flytja Margrét Bóasdóttir sópran, Jörg Sondermann orgelleikari og Nora | Kornblueh sellóleikari trúarleg ein- söngs- og orgelverk eftir Hild- . egaard von Bingen, Jónas Tómas- ' son, Jón Hlöðver Áskelsson, Snorra Sigfús Birgisson o.fl. Sunnudaginn 26. júlí kl. 15 endur- tekur Andrew Manze efnisskrá sína og kl. 16. 40 hefst tónlistarflutning- ur í kirkjunni. Kl. 17 verður messa með þátttöku tónlistarmannanna þar sem flutt verður úrval úr efnis- skrám helgarinnar. Myndlistarsýn- l ingar í nýjum veitingaskála í Búðardal SÍÐASTA sumar var opnaður nýr veitingaskáli í glerviðbyggingu við Dalakjör í Búðardal. Fyrstur til að sýna málverk í sól- skálanum var Eggert Kristinsson j frá Tjaldanesi og lauk sýningu hans 4. júlí. Hinn 5. júlí byrjaði sýning á vatnslitamyndum eftir Sigrúnu Jónsdóttur frá Reykjavík og lýkur henni 25. júlí. Sunnudaginn 26. júlí sýnir Jó- hanna Hákonardóttir frá Þingeyri myndir unnar með olíu og vatnslit og stendur sýningin yfir til 15. , ágúst. Jóhanna hefur haldið nokki'- ar sýningar og m.a. einu sinni áður í Búðardal. Hún sótti námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur, MHÍ og Tómstundaskólanum. 16. ágúst sýnir síðan Vilborg Eggertsdóttir frá Kvennabrekku myndir unnar með olíu, vatnslit og pastel. Afgreiðslutími Dalakjörs yfir há- sumarið er frá kl. 9-23. Grillið er op- ið frá kl. 11.30 til kl. 20.30 alla daga. [ „Sentímentí“ j H. HANNES opnar ljósmyndasýn- ingu á Kaffi Frank laugardaginn 25. júlí. Á sýningunni verða verk sem H. Hannes hefur unnið að undan- farið hálft ár. Þema sýningarinnar er tilfinningar en um leið eru mjmd- irnar sjálfsmyndir. í kynningu segir: „Myndaröðin „Sentímentí" er af meiði þeirrar tegundar ljósmyndunar sem fæst | ekki við sýnilegan veruleika heldur ■ þann innri. Ljósmyndaranum birt- ' ast hugmyndir sem hann síðan verður að raungera svo þær birtist áhorfandanum. Af trúmennsku við hugsýnina tekur hann til við að end- urskapa hana með ljósum, litum og persónum". Sýningin er opin frá kl. 10-01 alla daga og lýkur 1. september. Sýningu lýkur J Ráðhúsið SÝNINGU Birgis Schiöth í Ráð- húsinu lýkur á föstudag eftir viku. Á sýninguni eru pastelmyndir, teikningar og portrettmyndir. Sigurður Guðmundsson í Ingólfsstræti 8 SÝNINGU Sigurðar Guðmunds- sonar myndlistarmanns, sem staðið hefur yfir í Galleríi Ingólfsstræti 8, lýkur nk. sunnudag, 26. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.