Morgunblaðið - 24.07.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 23
LISTIR
Bomerang
Teatret sýnir
í Norræna húsinu
MÁLVERK eftir Laufeyju Vilhjálmsdóttur.
Listaverk eftir Laufeyju
á Mount Sinai-sjúkrahúsinu
NÝVERIÐ fór fram afhending
fímm málverka á Mount Sinai-
sjúkrahúsinu í New York að við-
stöddum gestum og starfsfólki
sjúkrahússins. Listaverkin eru
eftir íslenska listakonu, Laufeyju
Vilhjálmsdóttur, sem búsett er í
Bandaríkjunum. Málverkin eru
abstrakt og máluð með olíu á
striga.
Kristján T. Ragnarsson, yfír-
læknir endurhæfíngarstöðvar
Mount Sinai-sjúkrahússins, hafði
farið þess á leit við Laufeyju fyr-
Ognarlegar
ógnir
KVIKMYJVPIR
Langarásbfó
ÓGN UNDIRDJÚPANNA
„DEEP RISING" ★ ★
Leikstjórn og handrit: Stephen
Sommers. Aðalhlutverk: Treat
Williams, Famke Janssen,
Wes Studi.
ÆVINTYRA- og spennu-
myndin Ógn undirdjúpanna eða
„Deep Rising“ segir af risafar-
þegaskipi, eins konar Titanic,
niður í Kínahafi sem ógnarleg
skepna úr undirdjúpunum, eins
konar tuttugu arnia Anaconda,
ræðst á með skelfilegum afleið-
ingum. Þegar menn, sem ætluðu
að ræna fjárhirslur skipsins,
koma um borð, er varla nokkur
maður eftir á lífi og brátt hefst
eltingarleikur upp á' líf og dauða
um ganga skipsins.
Það er nokkuð vandað til
framleiðslu B-myndar þessarar
þótt fátt komi á óvart í henni.
Svona skrímslamjmdir hafa
alltaf verið gerðar. Það eina sem
breyst hefur til batnaðar er
tæknin, innihaldið er alltaf sami
grauturinn. Hin bætta tækni
hefur orðið til þess að myndum
af þessu tagi hefur fjölgað um-
talsvert á undanförnum árum,
Godzilla er dýrasta dæmið, því
tölvugrafíkin hefur séð til þess
að engar tæknilegar hindranir
eru lengur fyrir hendi; hægt er
að gera allt sem hugur B-mynda-
höfundanna girnist. Tölvuteikn-
aða skrímslið í Ógn undir-
djúpanna er vel úr garði gert og
fylgja því óhljóð mikil. Leikstjór-
inn og handritshöfundurinn
Stephen Sommers hefur lag á að
brúka það svo úr verður viðun-
andi spenna og byggir að nokkru
kunnáttu sína á Alienmyndun-
um.
Hann hefur hins vegar ekki
lag á að gera brúklegt handrit
um þá aðila myndarinnar sem
búa í mannheimum. Persónurn-
ar eru samsafn úr öðrum og
álíka B-myndum, glettilega
klisjukenndar og, þótt ljótt sé
frá að segja það, aðeins nothæf-
ar sem skepnufóður. Treat Willi-
ams fer fyrir liðinu sem eins
konar Indiana Jones líki, held
ég, Wes Studi tekst að vera ljót-
ari á svipinn en skrímslið og
Famke Janssen tekst yfirleitt að
horfa angistarfull þangað sem
skrímslinu verður síðar bætt í
myndina.
Auðvitað á ekki að gera kröfur
til annars. Sommers tekur starf
sitt ekki alltof hátíðlega og veit
hvað hann hefur í höndunum svo
úr verða óvæntir brandarar og
svartir. Það heldur manni einnig
við efnið.
Arnaldur Indriðason
ir nokkru að hún málaði myndir
til að prýða þjálfunarstöð og
ganga deildarinnar. Tilgangur-
inn var að koma með list og liti
inn í umhverfi sjúklinga og
starfsfólks, sem myndi verða
þeim til gleði og hvatningar.
Tríó Sigurðar
Flosasonar á
Jómfrúnni
ÁTTUNDU sumardjasstónleikar
veitingahússins Jómfrúrinnar við
Lækjargötu fara fram sunnudag-
inn 26. júlí kl. 16-18. Að þessu sinni
leika Sigurður Flosason saxófón-
leikari, Björn Thoroddsen gítar-
leikari og Gunnar Hrafnsson
bassaleikari.
BOMERANG Teatret
sýnir leikritið „Under
brudslöjanAInder bru-
deslpret" í Norræna
húsinu á föstudag og
laugardag kl. 16.
Bomerang Teatret er
danskt-sænskt leikhús
og hefur sýnt þetta verk
víða um Norðurlönd og
Eystrasaltsríkin.
I kynningu segir:
„Maria er að fara að
gifta sig og er komin í
skrúðann. En henni
finnst hún ekki alveg til-
búin. Enn er ýmsum
spurningum ósvarað.
Hvað er ást? Er hægt að
lofa því að elska ein-
hvern þar til „dauðinn
aðskilur oss“? Hvernig
fer maður að því að láta
samband endast? Þess-
um grundvallarspurn-
ingum um lífið og tilver-
una veltir hún fyrir sér
síðustu klukkustundina
áður en hún giftir sig.
Konur á Norðurlönd-
um hafa náð miklu
BOMERANG Teatret sýnir leikritið „Under
brudslöjan/Under brudesloret" í Norræna
húsinu á föstudag og laugardag kl. 16.
frelsi, en hvaða gjald hafa þær þurft
að greiða? Ef til vill er svarið að
finna í okkar sameiginlegu norrænu
arfleifð? Maria leitar svara í söngv-
um, þjóðsögum og ævintýrum.
A vegi hennar verða harmfullar,
fyndnar og heillandi kvenpersónur.
Leikformið er sambland af leikhúsi,
dansi og frásögn. Tónlist er einnig
veigamikill þáttur í sýningunni.“
Lisa Brand leikur Mariu og fiðlu-
leikari er Kerstin Backlin. Lisa
Brand og Birgitte Norholt gerðu
handrit.
Aðgangur er 700 krónur og gildir
miðinn einnig á sýninguna „Þeirra
mál ei talar tunga“ í sýningarsal
Norræna hússins.
Stundum er betra
að láta blómin
um það að tala!
ÍSLENSK GARÐYRKJA
- okkar atlra vegna
Performance Boof Technology
ivioimt skórnir ganga lengra!
Performan
At>3°0'
PICOS GTX
P' 9 4í # ® ® ffi' & »
*#•««•«»
» * « * # r
# • • ••
*.*■*
Stærðir: 40-46
Ytrabyrði: 2.6 mm
Nubuk leður
með goretex
Þyngd: 1760 gr
* *
SYNCRO GTX
Stærðir: 35-47
Rúskinn/nylon
með goretex
Þyngd: 573 gr
BRONCO PLUS
Stærðir: 38-47
Ytra byrði: 2.4 mm
Full grain
Þyngd: 1380 gr
Þekking Reynsla Þjónusta
FÁLKIN N
Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000