Morgunblaðið - 24.07.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 24.07.1998, Síða 25
MORGUNB LAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 25 Reykj avíkurborg fær listaverkagjöf SPÆNSKI listmálarinn Manuel Moreno færði fulltrúa borgar- stjóra málverk eftir sjáifan sig að gjöf á mánudaginn, en sýning á verkum hans er nýhafin í Gallerí Horninu. Gjöfin er hugsuð sem vináttuvottur og þakklæti fyrir góðar móttökur, en þetta er fyrsta íslandsheimsókn Manuels. „Ég er sérstaklega hrifinn af Reykjavík og birtunni í borg- inni,“ segir Manuel „Hér er hægt að sjá meiri litbrigði og tærleika en annars staðar og mig langar að koma hingað að vetri til þess að bera saman andstæðurnar." Verk Manuels sem hann gaf Reykjavíkurborg nefnist Ar- kítektúr-áferðir og er unnin með blandaðri tækni á handgerðan pappír og við. Manuel segir að myndin tjái þá birtu sem er ein- kennandi við Miðjarðarhafið og að hún sé dæmigerð fyrir Ma- laga, en sjálfur býr hann í litlu þorpi, Churriana, í nágrenni Ma- laga. „Gjöfin er viðleitni til að halda tengslum við Island og ég hef áhuga á að vinna myndaröð með Island að yrkisefni eftir ljós- myndum sem ég tek sjálfur," seg- ir Manuel. Ekki hefur myndinni verið val- inn staður ennþá en hún verður til sýnis í Gallerí Horninu þar til tek- in verður ákvörðun um geymslu- stað. Reykjavíkurborg hafa í gegnum tiðina borist margar merkar gjafir frá erlendum lista- mönnum, einkum þeim er halda sýningar á vegum Listasafns Reykjavíkur, en hitt er fátíðara, að listamenn sem ekki halda sýn- ingar á vegum safnsins færi Reykjavíkurborg listaverk að gjöf. Morgunblaðið Árni/Sæberg MANUEL Moreno listmálari með Arkítektúr-áferðir, sem hann gaf Reykjavíkurborg. Islands- mynd í Fiskinum HEIMILDARMYND um ís- land sem Sigurður Matthías- son hefur gert í gervi banda- rísks túrista verður sýnd í Galleríi Fiskinum Skólavörðu- stíg 22c á morgun, laugardag- inn 25. júlí. Myndin nefnist „In and out of the blue“ og er 45 mínútur að lengd. Hún verður sýnd á klukkutíma fresti á opnunar- tíma sýningarsalarinns á morgun, laugardag, frá kl. 14 til 18. • Fullkomnar eldsneytisbrunann vegna hœkkaðrar cetanetölu. • Dregur úr reyk- og hávaðamengun. • Kemur í vegfyrir að olían freyði við áfyllingu tanka. * Stenst ströngustu kröfur vélaframleiðenda - oggott betur! • Héldur kuldaþóli olíunnar í hámarki. Heldur kerfum vélanna hreinum og hreinsar upp óhrein kerfi. • Er umhverfisvæn - inniheldur ekki klór. • Ver eldsneytiskerfið gegn sliti. • Hindrar tæringu í eldsneytiskerfinu. • Fullkomnar bruna í vélum, hvort sem þœr eru með eða án forbrunahólfs. BESTA DSELOLANI FJÖLVIRK DÍSELBÆTIEFNI í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI ESSO Gæðadíselolía inniheldur: ESSO bætir um betur Stóraukin notkun díselvéla, auknar umhverfiskröfur, hertar reglur um gceði eldsneytis og kröfur um spamað hafa flýtt fyrirþróun fjölvirkra díselbcetiefna. Erlendis hefur blanda slíkra efna og dísel- olíu, svokölluð „Premium Diesel" vakið mikla áncegju ökumanna endafer hún fram úr ítrustu kröfum sem gerðar eru til díselolíu. Olíufélagið hf. ESSO býður nú aðeins diselolíu sem uppfyllir Evrópustaðalinn EN S90 um umhverfisvemd - og tiI að auka endingartima og tryggja þýðan gang vélarinnar bcetir Olíufélagið fjölvirkum bcetiefnum í alla sína díselolíu, fyrst íslenskra olíufélaga. • Dreifi- og hreinsiefni. • Cetanetölubœtiefni sem stuðlar að réttum bruna eldsneytis við öll skilyrði. • Smur- og slitvamarefni. • Tœringarvamarefni. • Antioxidant stöðugleikaefni. • Demulsifier vatnsútfellingarefni. • Froðuvamarefni. • Lyktareyði. • Bakteríudrepandi efni. ESSO gœðaeldsneyti á bílinn - af hreinni hollustu við vélina og umhverfið. Oliufélagið hf bamaföt við hliðina á Hagkaup í Skdfunni, Laugavegi 20, Fjaröargötu 17 í Hafnarfirði og (Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.