Morgunblaðið - 24.07.1998, Side 27

Morgunblaðið - 24.07.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 27 AÐSENDAR GREINAR Br autry ðj andi í uppeldisstarfi á Islandi 60 ÁR ERU nú liðin frá því að hugsjónakonan Þuríður Sigurðar- dóttir lést, 20. júlí 1938. Þuríður ólst upp á Skólavörðustígnum, nánar til- tekið í Hegningarhúsinu. Faðir hennar, Sigurður Jónsson, var fangavörður þar og var hún elst ell- efu systkina og fyrsta barnið sem fæddist í Hegningarhúsinu. Mér finnst nú löngu orðið tímabært að vekja upp minningu hennar og minnast þess brautryðjandastarfs sem hún vann í þágu uppeldismála hér á landi. Þuríður gegndi ýmsum störfum áður en hún gat farið að vinna að draumastarfí sínu, m.a. vann hún verslunarstörf, rak saumastofu og kenndi börnum handavinnu. En vegna fjárskorts og lasleika gat hún ekki farið að sinna hugðarefni sínu fyrr en um fimm- tugt. Fór hún þá til Kaupmanna- hafnar, þar sem hún dvaldist í sex mánuði og kynntist meðferð barna á einu besta barnaheimili þar í borg. Eftir dvölina í Kaupmannahöfn fór hún til Ringsted, þar sem hún starf- aði á heimili fyrir þroskaheft börn í fímm mánuði. í blaðaviðtali við Þuríði frá 13. ágúst 1935 er hún spurð hvort ekki sé erfitt að um- gangast og ala önn fyrir vangefnum börnum? „Jú, erfitt getur það verið, en flestum er það einkar ljúf hjúkrun og mjer fanst hún beinlínis ánægju- leg. Fólki kann nú að koma það kynlega fyrir sjónir, að ánægjulegt geti verið að umgangast vangefin börn, en lái mjer hver, sem vill. Mjer þótti kynning sú, er jeg hafði af þessum börnum, ánægjuefni. Við að umgangast þau fer maður að kenna meira í brjósti um þau og síð- an fer manni að þykja vænt um þessa blessaða aumingja. Eðlilega eru þessi börn oft fyrirhafnarmeiri en börn alment gerast - en það er nú einhvernveginn svona samt, að alt er hægt að fyrirgefa þeim. Ekki eiga þau sökina á tilveru sinni - og af því að þau eru vangefin eiga þau kröfu til meiri mannúðar og um- hyggju en önnur böm.“ Þetta svar hennar lýsir vel mikl- um áhuga hennar á uppeldismálum og einnig þeim tíðaranda sem ríkti þá. Eftir dvöl sína í Ringsted fór Þuríður til Stokkhólms og sat mót norænna barnavina. Þar voru haldnir fyrirlestrar um uppeldismál og barnaheimili heimsótt. Þetta mót var mikil hvatning fyrir Þuríði og meðal annars kom þar fram að nán- ast alls staðar í heiminum væru til barnaheimili, meira að segja á Grænlandi, en á íslandi var ekkert barnaheimili. Tók Þuríður þetta mjög nærri sér og eftir að heim kom byrjaði hún strax að undirbúa og vinna að því að koma á fót barna- heimili. Mikil þörf var á einhvers konar vistun fyrir börn á þessum tíma, vegna fátæktar og veikinda hjá mörgum borgarbúa. Börn voru send á milli fósturforeldra eða voru í hirðuleysi. Það var svo ári eftir heimkomuna, hinn 1. júní 1928, að Þuríður stofnaði barnaheimilið Vor- blómið. Þar bjuggu börnin í lengri eða skemmri tíma og það kom fyrir að Þuríður þurfti að finna börnum nýtt heimili. Því má segja að hún hafi einnig sinnt hlutverki félags- málafulltrúa þess tíma. Þuríður setti allt sitt í Vorblómið, leigði sér húsnæði á Skólavörðustíg 22 og var þar fýrstu tvö árin. Þá útvegaði bæjarstjórnin henni húsnæði á Grund við Kaplaskjólsveg 1930. í þessu húsi, sem var upp á tvær hæðir og geymsluris, starfrækti Þuríður vöggustofu og sáu tvær barnahjúkrunarkonur um stai-fið þar. Elstu börnin voru í sitt hvoru herberginu, strákar i öðru og stelp- ur í hinu. Þuríður hefur ef til vill verið langt á undan sinni samtíð og notast við uppeldisstefnu sem mikið er búin að vera í umræðunni undan- farin ár, þ.e. skiptingu kynjanna. Vorblómið starfaði þar næstu fjögur árin, eða þar til húsið brann til grunna út frá rafmagni árið 1934. Þar missti Þuríður allt sitt nema fötin sem hún stóð í, kjarkinn og trúna. Fékk hún húsnæði í Franska spítalanum við Lindargötu strax eftir brunann en var þar aðeins í skamman tíma. Eftir það flytur Þuríður Sigurðardóttir var brautryðjandi í uppeldismálum. Jóna G. Olafsdóttir rifjar upp starf hennar í þágu uppeldismála. Vorblómið að Silungapolli árið 1935, þaðan að Baugsvegi 25 í Skerjafirði og loks á Reykjavíkurveg 1. Þar hættir hún starfsemi skömmu seinna vegna heilsubrests eða 1937. Þuríður virðist hafa verið mikil fagkona, hún fór utan, sem var ekki algengt, til að fræðast og dvelur þar í tæpt ár. Síðan ræður hún til sín tvær barnahjúkrunarkonur er sýnir þá alvöru og mikilvægi sem hún tel- ur fólgið í starfi sínu. Einnig var hún með starfsstúlkur, danskar, færeyskar og íslenskar. Þuríður var með allt upp í tuttugu börn í einu, stundum fleiri, á öllum aldri. Börnin komu frá heimilum þar sem mikil fátækt var eða veikindi, sum börnin voru munaðarlaus og tók hún þeim sem sínum eigin, önnur dvöldu hjá Þuríði tímabundið eða þar til heim- ilisaðsæður urðu betri. Á Vorblóm- inu voru til öll þau leikfóng er tíðk- uðust í þá daga svo sem boltar, sippubönd, dúkkur og bílar. Einnig voru rólur úti. Þuríður lét ferma börnin sem voru komin á þann ald- ur og sá hún þá um allan kostnað, saumaði fermingarfötin og hélt þeim veislu. Bömin gengu alltaf íyrir hjá Þuríði og svo lengi sem hún átti mat handa bömunum þá var allt í lagi þótt hana skorti sjálfa ýmislegt. Þuríður var mjög trúuð kona og ól börn sín upp við Guðstrú og góða siði sem er sambærilegt við það sem við leikskólakennarar höfum verið að aðhyllast, þ.e. vinna með kær- leikann, vináttuna, samkenndina og að kenna börnum okkar almenna mannasiði. í áðurnefndu blaðavið- tali er Þuríður spurð hvað sé nauð- synlegt að kunna til að hafa á hendi umsjón og rekstur barnaheimilis, og svar hennar er orðrétt: „Það verður að kunna hjúkrun og aðhlynningu barna á ýmsum aldri, undirstöðu almennrar uppeldis- fræði og þekkingu til að sjá hvað hverju einstöku barni er fyrir bestu.“ Þuríður virðist hafa notið mikillar virðingar á þessum áram, sem sést m.a. í áðurnefndu blaða- viðtali er birtist í Morgunblaðinu 13. ágúst árið 1935, svo og þegar Happdrætti Háskólans byrjaði voru fengin börn frá Þuríði tÚ að draga út vinninga. Sigurbjörn Á Gíslason ski-ifaði minningargrein um Þuríði í Morgunblaðið 9. ágúst 1938 og segir m.a.: „Þrek hennar og trúartraust sá jeg oftar en hjer verður talið, og Ijósast þá þegar erfiðast gekk. Henni vai- ekki Ijett að verða að hætta störfum í vor sem leið vegna heilsubrests, en hún kvaðst þó ekki sjá eftir að hafa fórnað eigum og heilsu „fyrir bömin sín“. - Þau munu mörg blessa minningu henn- ar; og þegar barnauppeldismál eru komin á fastari gi-undvöll en nú er vor á meðal verður Þuríði Sigurðar- dóttur reistur veglegur minnis- varði.“ Það era nú orðin 60 ár síðan þetta var skrifað og hvergi hef ég séð minnisvarða eða annað sem minnir okkur á brautryðjandann og hug- sjónakonuna eða eins og við mynd- um segja í dag ofurkonuna Þuríði Sigurðardóttur. Þessa grein mína skrifa ég fyrst og fremst til að biðja þá sem vita meira um þessa hug- rökku konu að koma því á framfæri og þeir sem hafa með uppeldismál að gera hér á landi ættu nú að taka sig saman og reisa Þuríði Sigurðar- dóttir ÖMMU veglegan minnis- varða. Börnin sem Þuríður vistaði voru alls yfir tvö hundruð og fimm- tíu talsins og öll kölluðu þau hana ÖMMU og sýnir það best hvaða manneskju Þuríður hafði að geyma. Þessi börn, sem í dag eru meðal okkar elstu borgara, tala um Þuríði með ást og virðingu og kalla hana ennþá ÖMMU. Höfundur er leikskólakennari í Hafnarfírði. Samkeppni á al- þjóðlegan mælikvarða KAUPÞING hf. er fjárfestingarbanki sem stefnir að því að vera samkeppnishæfur á al- þjóðlegan mælikvarða. Nú þegar hefur starfs- fólk Kaupþings hf. aflað sér verulegar reynslu á alþjóðlegum mörkuðum í Evrópu og Bandaríkj- unum og nútíma upplýs- ingatækni gerir okkur kleyft að hafa milli- göngu um ávöxtun fjár- magns um allan heim. Kaupþing hf. hefur um tveggja ára skeið rekið sjóðavörslufyrirtækið Kaupthing Management Company SA í Lúxemborg í sam- vinnu við Rothschild-banka og í vor var stofnað þar verðbréfafyrirtækið Kaupthing Luxembourg SÁ. Standard & Poor’s Micropal Það tekur tíma að venja sig við að leggja alþjóðlegan mælikvarða á starfsemina og oft kann að vera þægilegra að horfa einungis í kring- um sig innanlands. Frá upphafi var stjómendum Kaupþings hf. þó ljóst að einungis með alþjóðlegum sam- anburði væri hægt að meta árangur á erlend- um mörkuðum. I þessu skyni var meðal annars sótt um aðild að saman- burðarlista Standard & Poor’s Micropal fyrir einu ári. Standard & Poor’s Micropal er óháð leiðandi upplýs- ingafyrirtæki sem veit- ir samanburðarhæfar upplýsingar um ca 38.000 verðbréfasjóði. Það gefur meðal ann- ars út á alnetinu lista með ávöxtunartölum 343 alþjóðlegra hluta- bréfasjóða Um eins árs skeið hefur nú verið hægt að nálgast upplýsingar um Al- þjóða hlutabréfasjóð Kaupþings í Lúxemborg á heimasíðu Standard & Poors Micropal (netfang: HYPERLINK http://www.micro- pal.com) www.micropal.com). Á fyrri helmingi árs 1997 skilaði sjóð- urinn góðri ávöxtun en þó heldur lakari en helstu samkeppnisaðilar. Á þessu voru ákveðnar skýringar eins og þær að sjóðurinn var í mjög örum vexti á tíma uppgangs á hluta- Frá upphafi var stjórn- endum Kaupþings hf. ljóst, segir Hreiðar Már Sigurðsson, að einungis með alþjóðleg- um samanburði væri hægt að meta árangur á erlendum mörkuðum. bréfamarkaði þegar hann fimmfald- aðist að raunvirði á því tímabili. Nú hefur sjóðurinn náð hagkvæmri stærð, eða jafnvirði 4,8 milljarða ís- lenskra króna þann 20. júlí sl., og kemur enda mun betur út í alþjóð- legum samanburði. Auðvitað er nauðsynlegt að miða við lengra tímabil ef draga á víðtækar ályktan- ir um samkeppnishæfni alþjóðlegi-a verðbréfasafna, en við hjá Kaup- þingi hf. teljum okkur geta viðhald- ið þessum góða árangri. Hagstæður samanburður Meðaltalshækkun 343 hlutabréfa- sjóða á lista S&P Micropal mæld í Hreiðar Már Sigurðsson Nafn sjóðs Röð s 1. 12 mán Ávöxtun 12 mán Röð sl. 6 mán Hækkun sl. 6 mán Stærð i mkr. Kaupthing Global Equity Class 42 20,0% 18 22,7% 4.223 ACMGI Global Gth Trends A 43 19,9% 47 19,5% vantar uppl. Morgan Stanley Global Equity 60 18,6% 205 12,2% 57.128 Fidelity Fds International 77 17,3% 134 15,4% 58.190 Schroder Intl Sel Global Eqty 96 15,7% 110 16,2% 8.878 Scudder GOF Str Gl Themes A-2 98 15,6% 169 14,1% 27.327 Gartmore CSF Global Equity 198 8,3% 189 13,1% 5.177 Meðaltal 343 sjóða 10,3% 13,1% 7.240 USD er 13,1% á síðustu sex mánuð- um en hækkun hlutabréfasjóðs Kaupþings í Lúxemborg er 22,7% á sama tíma. Meðalávöxtun hjá sjóð- unum 343 skv. S&P Micropal er 10,3% á sl. 12 mánuðum en ávöxtun sjóðsins í Lúxemborg er 20,0% á sama tímabili. I samanburði á þeim sex helstu alþjóðlegu hlutabréfasjóðum sem hafa umboðsaðila á íslandi, eða Is- lendingar hafa lagt fé í, hefur hluta- bréfasjóður Kaupþings komið best út hvort heldur litið er til síðustu sex mánuða eða síðustu tólf mánaða, eins og meðfylgjandi tafla sýnir. 1. júlí sl. var Alþjóðlegi hluta- bréfasjóður Kaupþings í Lúxem- borg í 42. sæti í ávöxtunarröð 343 hlutabréfasjóða S&P Micropal-list- ans fyrir síðustu tólf mánuði og þá var hann komin 18. sæti í röð yfir hækkun sl. sex mánuði. Þegar borin er saman stærð 343 hlutabréfasjóða á lista S&P Mieropal kemur í ljós að hlutabréfa- sjóður Kaupþings er ekki fjarri meðaltalsstærð alþjóðlegra hluta- bréfasjóða. Þegar á þessum punkti getum við sannfærst um að smæðin þarf ekki að vera Islendingum fjöt- ur um fót í alþjóðlegri samkeppni. Þekking og alþjóðleg yfirsýn Verkefni fjárfestingarbanka eins og Kaupþings hf. er að miðla bestu fáanlegum upplýsingum, af ábyrgð og með alþjóðlegri yfirsýn, til spari- fjáreigenda og fjárfesta, þannig að þeir geti fest fé sitt þar sem það skilar góðri ávöxtun. Eins og margoft hefur komið fram skortir enn verulega á að fjármagn sé ávallt ávaxtað á besta mögulega hátt á ís- landi og til mikils er að vinna fyrir þjóðarhag að þar sé bætt úr. í þeim anda hefur Kaupþing hf. gengist undir alþjóðlega mælikvarða sem eru aðgengilegir öllum þeim sem sérstaklega fylgjast með fjármagns- mörkuðum hér heima og erlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Kaupþings eignastýringar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.