Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ plinrgmjiMaliÍli STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BOKALISTAR OG ÞÝÐINGAR ÞAÐ HEFUR löngum verið vinsælt að raða lista- mönnum og listaverkum upp eftir vinsældum eða einhverjum ímynduðum gæðastöðlum. Nýjasta dæmið er bandarískur listi yfir hundrað bestu skáldsögurnar á ensku sem sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Fáum kom á óvart að Odysseifur James Joyce varð í fyrsta sæti en flest annað á listanum hefur vakið hörð viðbrögð. Einkum eru konur óánægðar, ekki aðeins vegna þess að einungis ein kona var í hópi þeirra sem völdu á listann heldur líka vegna þess að ekki fleiri en átta konur komust á hann. Sömuleiðis þykir sumum það bera vott um nærsýni og þröngsýni dómnefndarinnar að ekkert verk frá Indlandi, Afríku og Ástralíu er á listanum en þess má geta að utan konunnar einu voru aðeins hvítir bandarískir og breskir karlar í nefndinni. Sem slíkir eru úrvalslistar sem þessir lítið meira en ágæt skemmtun en eins og forsvarsmenn ofannefndrar könnunar segja vekja þeir fólk til umhugsunar um til- tekið efni. Þær hugsanir sem vakna með okkur hér uppi á Fróni eru kannski helst um stöðu bókmenntanna okkar í heiminum. Bókmenntir ritaðar á fámennistungum eins og íslensku eiga auðvitað minni möguleika á að hljóta al- þjóðlega viðurkenningu en bókmenntir ritaðar á heimstungum eins og ensku, frönsku eða spænsku. Hall- dór Laxness hlaut bókmenntaverðlaun Nobels og enginn sem hefur lesið verk hans velkist í vafa um að hann er einn af fremstu rithöfundum aldarinnar en verk hans hljóta sennilega seint þá almennu og alþjóðlegu viður- kenningu sem verk Joyce og þeirra sem fylltu fyrrnefnd- an lista hafa hlotið vegna tungunnar sem þau eru rituð á. Mikilvægi öflugs þýðingastarfs hlýtur að vera öllum ljóst í þessu samhengi en hér á landi hefur ekki verið lögð næg áhersla á það. í nokkur ár hefur staðið til að stofna svokallaða bókmenntakynningarstofu sem hefði það hlutverk að kynna íslenskar bókmenntir erlendis og styðja við þýðingar á þeim á erlendar tungur en ekkert hefur orðið úr því. Hér er úrbóta þörf. Hafa verður í huga að kynning á bókmenntum okkar er ekki aðeins spurning um viðurkenningu heldur er það beinlínis skylda okkar að koma menningu okkar og heimssýn á framfæri við aðrar þjóðir með þessum hætti. VIÐSKIPTAHALLINN ÞAÐ LEIKUR allt í lyndi í efnahags- og atvinnumál- um okkar íslendinga um þessar mundir. Atvinnulífið stendur í blóma, verðlag á sjávarafurðum er hátt og verð á innfluttum vörum hefur heldur lækkað. Engu að síður er ástæða til að hafa áhyggjur af miklum og vaxandi við- skiptahalla. Það er ljóst, að sú þróun getur ekki haldið áfram til lengdar. Víða á Vesturlöndum hafa menn áhyggjur af þróun efnahagsmála. Alan Greenspan, aðalbankastjóri banda- ríska seðlabankans og mesti áhrifamaður í bandarískum efnahagsmálum, hefur tvo daga í röð í vitnisburði frammi fyrir bandarískri þingnefnd varað við hættunni af aukinni verðbólgu þar í landi. I Bretlandi er ítrekað fjallað um fyrirsjáanlegan samdrátt í efnahagslífinu þar. Þá er ljóst að kreppan í Asíu hefur vaxandi áhrif á Vest- urlöndum. Fyrir okkur íslendinga hefur hún þegar haft þau áhrif að útflutningur okkar hefur í vaxandi mæli far- ið. til annarra landa en Asíulanda vegna þess, að þar fæst ekki lengur nægilega hátt verð. Ef hins vegar dregur úr vexti á Vesturlöndum getur það leitt til verðlækkunar á sjávarafurðum á þeim mörkuðum einnig. Vaxtahækkun dugar ekki lengur hér til þess að slá á þensluna. Fyrirtæki munu leita til útlanda eftir lánsfjár- magni, ef of mikill vaxtamunur verður á milli Islands og helztu viðskiptalanda okkar. Þess vegna má spyrja, hvort hægt sé að bregðast við á annan veg en þann að stórauka tekjuafgang ríkissjóðs og sveitarsjóða. Það verður tæpast gert nema með einhvers konar skatta- hækkun. Þessi staða hlýtur að vera mikið umhugsunar- efni fyrir stjórnvöld um þessar mundir. Mýrdælingar bygg;ja eitt hótel á ári en samt er meira og n FERÐIR með hjólabátum út í Reynisdranga og Dyrhólaey eru vinsæl dægradvöl hjá ferðafólki seni Y er ðum að bc okkur eftir bj ör: Þrátt fyrir margföldun á gistiframboði í Mýrdalnum virðist vera mikið að gera á flestum hótelunum yfír hásumarið. Sama er að segja um veitingastaði, ferðamanna- verslanir og afþreyingu, enda hefur veðrið verið afar hagstætt í sumar. Helgi Bjarna- son ræddi við ferðaþjónustufólk í Mýrdalnum um gistisprenginguna. BYGGT hefur verið eitt gisti- hús eða hótel á hverju ári í Mýrdalnum undanfarin ár. Þar var áður aðeins eitt gamalt og lúið hótel í eigu kaupfé- lagsins og var því lokað fyrir nokkrum árum. I staðinn er kominn liðlega tugur gistihúsa og hótela af ýmsum stærðum og gerðum, með samtals um 280 uppbúin rúm og að meðtöldu svefnpokaplási sem þau bjóða upp á geta liðlega 300 ferða- menn gist í einu. Otaldir eru þá möguleikar á svefnpokagistingu í skólum og félagsheimilum og á tjald- svæðum. Til samanburðar má geta þess að íbúar hreppsins eru aðeins um 520. Markaðurinn enn ekki mettur Ferðaþjónustufólk í Mýrdalnum er almennt á því að aukning á gistirými hafi enn ekki skapað offramboð, nán- ar tiltekið yfir hásumarið. Er á það bent að þótt opnuð hafi verið tvö ný hótel, Hótel Dyrhólaey á Brekkum í sumar og Hótel Lundi í Vík síðasta sumar, hafi ekkert dregið úr aðsókn hjá þeim sem fyrir voru. Þetta stað- festir Jóhannes Kristjánsson á Hótel Höfðabrekku, stærsta og vinsælasta gististaðnum í Mýrdalnum. Hann segir að aldrei hafi verið meira að gera. Þar sé meira og minna fullt í sumar og þeg- ar sé búið að bóka stærst- an hluta næsta sumars. Guðmundur Elíasson, rekstrarstóri á Hótel Vík í Mýrdal, segir að eftir- spumin hafi aukist stöðugt og yfir háannatímann sé svigrúm fyrir alla þessa gististaði. Og ef það yfirfyllist hjá einu hóteli sé meiri möguleiki en áður að taka við gestum og koma þeim yfir á önnur gistihús. Það sé því gott fyrir heildina að fá þessa aukn- ingu. Kolbrún Hjörleifsdóttir, eigandi gistihússins Ársala í Vík og formaður Ferðamálafélags Mýrdalshrepps, tel- ur að markaðurinn sé enn ekki mett- ur. „Við vitum að nægur markaður er fyrir hendi. En það þýðir ekki að bíða hér, við verðum að bera okkur eftir björginni. Það þarf sölumennsku,“ segir Kolbrún. Hún telur að hótelin þurfi að leggja meiri áherslu á að afla góðra viðskiptasambanda á mörkuð- unum erlendis, ekki síst í gegnum þarlenda tengiliði. „Ef góður árangur næst í sölu fyllist allt hér á auga- bragði," segir Kolbrún. Mikilvægt að lengja tímann Háannatíminn er stuttur og aðal- vandinn hjá öllum hótel- og gistihúsa- eigendum er að fá nýtingu utan hans. Kolbrún segir mikilvægt að lengja ferðamannatímann til þess að nýta fjárfestinguna betur og bendir á að Jóhannes og Sólveig á Höfðabrekku hafi náð árangri í því. Jóhannes segir að þau hafi stöðugt verið með gesti frá því 20. janúar. Eins og fleiri hefur hann þó áhyggjur af því að með fjölgun hótela dreifist að- sóknin á jöðrum háanna- tlmans og minna verði að gera hjá öllum vor og haust en á meðan gistiframboðið var minna. Kolbrún segir að það sé kostur við uppbygginguna hvað gistiframboðið sé fjölbreytt. I sveitarfélaginu séu hótel af mismunandi gerðum, bæði í kauptúni og sveit. Þar séu gistiheim- ili, farfuglaheimili, gisting á sveita- heimilum og svefnpokapláss. Þá eru ótalin tjaldsvæði, meðal annars mjög vel búið tjaldsvæði í Vík. Kolbrún Hjörleifsdóttir segir að af- koman í ferðaþjónustunni sé áhyggjuefni, sérstaklega ef litið er til þess hvað vinnutíminn er langur yfir háannatímann. Hún segir að kostnað- urinn hafi aukist verulega á síðustu árum, einkum opinberar álögur eins og fasteignaskattar og eftirlitsgjöld af ýmsu tagi. Nefnir sem dæmi að gjöldin hafi aukist um 300 þúsund á ári hjá þeirri litlu einingu sem hún rekur. Það þurfi marga gesti tO að standa undir þessum aukakostnaði. Styður hvað annað Ferðaþjónustan skapar mikla vinnu í Mýrdalnum yfir sumarið og er orðin mikilvæg atvinnugrein. Haf- steinn Jóhannesson sveitarstjóri bendir á að auðvelt sé fyitr ungmenni í framhaldsskólum að fá vinnu heima á sumrin. Ekki er nóg að hafa húspláss fyrir gestina, eitthvað þurfa þeir að hafa fyrir stafni. Hafsteinn sveitarstjóri segir mikil- vægt að fá ferðafólkið til að dvelja lengur á staðnum og meginí til þess þurfi meiri þróun í á miki afjireyingu. ferð í ! I sumar hefur verið mik- ——— ið að gera á veitingastöðum og ferðamannaverslunum í Mýrdaln- um. Guðmundur Elíasson, rekstrar- stjóri í Víkurskála, segir að mikil um- ferð hafi verið í fyrrasumar austur á Skeiðarársand og það hafi skapað veruleg viðskipti. Hann telur þó að umferðin í sumar, sérstaklega það sem af er júlímánuði, hafi verið enn meiri. Þórir Kjartansson, fram- kvæmdastjóri Víkurprjóns hf. sem rekur ferðamannaverslun í Vík, segir að sumarið sé mjög gott og eins og Guðmundur telur hann að góða veðr- ið sé meginskýringin á því. Og Þórir segist einnig verða var við að upp- bygging gistiaðstöðunnar auki við- skiptin í versluninni, þangað komi hópar frá hótelunum á kvöldin og „Mikill kostur að gistifram- boðið er mjög fjölbreytt“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.