Morgunblaðið - 24.07.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 31
linna fullt í sumar
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
i gistir Mýrdalinn.
;ra
ginni
morgnana. „Þetta styður hvað ann-
að,“ segir Þórir.
Umhverfið í Mýrdalnum, landslag
og fuglalíf, er helsta aðdráttarafl
svæðisins. Og afþreyingin byggist í
kringum það. Sigling á hjólabátum
hefur verið vinsælasta dægradvölin
og er væntanlega enn. Gísli D. Reyn-
isson hjá Mýrdælingi hf. sem á hjóla-
bátana og býður ferðir út í Reynis-
dranga og Dyrhólaey segir að stöðug
aukning hafi verið í þessum ferðum
undanfarin ár eða þar til í fyn-a en þá
fældi veðrið fólk frá. í sumar hefur
aftur orðið aukning en Gísli telur að
varla vinnist upp það sem tapaðist á
síðasta ári. Hann segist ekki vita
skýringuna en telur að framboð á
hvalaskoðunarferðum og siglingum í
öðrum héruðum hafí eitthvað dregið
úr sérstöðu þessarar starfsemi.
Bílaleigan Geysir býður upp á
vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul og í
sveitarfélaginu eru hestaleigur,
hjólaleiga og boðið er upp á jeppa-
ferðir inn á afréttinn, skoðunarferðir
með rútu, skipulegar gönguferðir og
veiði, svo nokkuð sé nefnt. Sumt
ferðaþjónustufólk telur að auka þurfi
afþreyingannöguleika, telja að sá
þáttur hafi setið eftir á meðan gist-
ingin hefur verið í uppbyggingu. Kol-
brún Hjörleifsdóttir telur þó að ekki
megi ofskipuleggja hlutina. Ferða-
_______ fólkið sæki einkum í nátt-
veður úruna. „Þeir þurfa ekkert
. , . annað, vilja bara vera í
>kyrmg fnðj hjá fuglinum á
lli um- ströndinni." Hún telur þó
>umar“ mikilvægt að auka
.. fræðsluafþreyingu, með
uppsetningu upplýsingaskilta, enda
séu erlendu gestimir upp til hópa af-
ar fróðleiksfúst fólk.
Vill selja aðgang
Hafsteinn sveitarstjóri segir að
það sé vandi að nýta umhverfið
þannig að fólk geti haft af því tekjur
að bæta aðstöðu fyrir ferðafólk.
Bendir á að ef selja mætti aðgang að
Dyrhólaey væri hægt að bæta þjón-
ustuna með því að merkja göngu-
stíga, veita leiðsögn og gefa út upp-
lýsingabæklinga. Ekkert s£ þessu sé
mögulegt án tekjustofna. I þessu ljósi
segist hann vera því fylgjandi að
breyta reglum og heimila gjaldtöku á
friðlýstum svæðum eins og Dyrhóla-
ey.
Bandarísk stjórnvöld sýna verndun hafsins aukinn áhuga
Hætta á að hvalveiði-
JÓN Baldvin Hannibalsson segir að hætta sé á að sagan af hvalveiðunum endurtaki sig; utanaðkomandi öfl taki
ráðin af fískveiðiríkjum.
Bandarísk stjórnvöld
sýna verndun hafsins
aukinn áhuga og þar í
landi er í vaxandi mæli
rætt um alþjóðlega
stjórnun fiskveiðiauð-
linda. Ólafur Þ. Steph-
ensen kynnti sér málið
og ræddi við Jón Bald-
vin Hannibalsson, sendi-
herra í Washington.
AÐ UNDANFÖRNU hefur
í auknum mæli borið á
þeim málflutningi banda-
rískra stjómvalda að
ástand lífríkis hafsins sé alvarlegra
en talið var og að þetta sé jafnalvar-
legt eða jafnvel alvarlegra umhverf-
isvandamál en hlýnun andrúmslofts-
ins af völdum gróðurhúsaáhrifa. Jón
Baldvin Hannibalsson, sendiherra
íslands í Washington, segir að þessi
aukni áhugi bandarískra stjórnvalda
á höfunum sé ekki einvörðungu til
góðs, heldur geti líka falizt í honum
sú hætta að vegna áhrifa valdamik-
illa umhverfissamtaka verði gripið
til alþjóðlegra aðgerða gegn fisk-
veiðum án þess að hagsmuna fisk-
veiðiríkja sé gætt, með svipuðum
hætti og gerðist í hvalveiðimálum.
í tilefni þess að Sameinuðu þjóð-
irnar hafa lýst árið 1998 ár hafsins
hafa margvíslegir fundir og ráð-
stefnur um ástand hafanna verið
haldin á vegum bandarískra stjórn-
valda og hátt settir stjórnmálamenn
hafa látið falla orð, sem þykja bera
vott um breyttar áherzlur.
Jafnmikilvægt og
loftslagsbreytingar
D. James Baker, aðstoðarráð-
herra í bandaríska viðskiptaráðu-
neytinu, sem fer með málefni haf-
anna og andrúmsloftsins, flutti t.d.
við Virginíuháskóla síðastliðið vor
ræðu um vernd hafanna. Þar vitnaði
hann til skoðanakönnunar, sem sýn-
ir að 85% Bandaríkjamanna líta á
„eyðileggingu hafanna“ sem ógnun
við lífskjör sín. Sama könnun sýnir
að 80% telja of mikið af skólpi, olíu
og áburði renna út í hafið og 55%
töldu hafrannsóknir mikilvægara
verkefni fyrir Bandaríkin en geim-
rannsóknir.
I ræðu sinni sagði Baker að vegna
mengunar frá landi væri efnasam-
setning og lífríki hafsins
að taka breytingum. „Ég
tel að þessi breyting sé
jafnmikilvæg og breytt
efnasamsetning andrúms-
loftsins, sem veldur lofts-
lagsbreytingum, og að við
verðum að taka hana jafnalvarlega,"
sagði hann.
Baker gerði jafnframt að umtals-
efni margumtalaða skýrslu FAO,
matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna, frá 1995 þar
sem því er haldið fram að fiskafli á
heimsvisu sé nú hættur að aukast og
samdráttur sé framundan, einkum í
úthafsveiðum, vegna ofnýtingar fisk-
stofna.
Bandaríska utanríkisráðuneytið
gekkst skömmu áður fyrir sýningu á
kvikmynd um lífríki hafsins og við
það tækifæri sagði Strobe Talbott
aðstoðarutanríkisráðherra í ræðu;
„Ekkert málefni er táknrænna um
það einkenni á samtímanum hversu
þjóðir heims eru í auknum mæli
hver annarri háðar, en ástand um-
hverfisins almennt - og ástand
heimshafanna sérstaklega. Við tök-
um þennan málaflokk mjög alvar-
lega hér í utanríkisráðuneytinu. Við
hyggjumst tvinna umhverfissjónar-
mið saman við meginstefnu Banda-
ríkjanna í utanríkismálum.“
Undir áhrifum þeirra,
sem vilja ganga lengst
Jón Baldvin Hannibalsson, sendi-
herra Islands í Washington, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að ekki
væri hægt að fullyrða að verið væri
að breyta formlegri stefnu Banda-
ríkjanna varðandi verndun hafanna.
„Það era hins vegar mjög margar
vísbendingar, sem berast um að um-
hugsun og umfjöllun bandarískra
stjómvalda sé undir mjög sterkum
áhrifum frá þeim öflum, sem þarna
vilja ganga lengst,“ segir hann.
Jón Baldvin segir að þegar full-
trúar bandarískra stjórnvalda séu
spurðir út í stefnuna hvað varðar
verndun hafanna fáist ekki sam-
ræmd svör. „Ég hef spurt háttsetta
menn hvort þetta sé stefnubreyting
og fengið bæði jákvæð og neikvæð
svör.“
Sendiherrann segir aðalatriðið
vera það að þunginn í umræðunni sé
mikill og margt, sem
bendi til að áhrifamikil öfl
ætli sér að koma fram
breytingum á utanríkis-
stefnu Bandaríkjanna á
skömmum tíma. „Hugsan-
lega tekst þeim það, sér-
staklega ef menn átta sig ekki í tæka
tíð. Ég tek gjarnan dæmið af hval-
veiðunum, þótt umdeilanlegt sé. Þar
gerðist það að utanaðkomandi öfl,
sem ekki áttu hagsmuna að gæta,
lögðu undir sig alþjóðastofnun [Al-
þjóðahvalveiðiráðið], sem átti að
stýra nýtingu auðlinda á vísindaleg-
um grundvelli og breyttu henni í
friðunarstofnun. Þar með hafa utan-
aðkomandi öfl tekið af fullvalda ríkj-
um valdið til þess að nýta auðlindir á
grundvelli sjálfbærrar þróunar. Við
stöndum bara frammi fyrir orðnum
hlut,“ segir Jón Baldvin. Ef verst
gegnir geta svipaðir hlutir átt sér
stað varðandi fiskveiðarnar."
Að sögn sendiherrans segja þeir,
sem lengst ganga í þessum umræð-
um, að strandríkin hafi bragðizt og
ekki sinnt því hlutverki sínu að
vernda fiskstofnana. I þeim skilningi
hafi einnig meginstefna hafréttar-
samnings Sameinuðu þjóðanna
bragðizt, en í samningnum er
strandríkjunum falin meginábyrgð á
nýtingu og varðveizlu auðlinda innan
efnahagslögsögu og 90% af
heimsafla koma úr lögsögu strand-
ríkja. „Það er ekki nokkur vafi á að
mörg strandríki hafa bragðizt,“ seg-
ir Jón Baldvin. „En síðan er sagt að
vegna þess að þau hafi bragðizt,
verði að nálgast þetta alþjóðlega
vandamál ekki út frá einhverjum
ímynduðum landamæram ríkja,
heldur sem heimsvandamál á grand-
velli alþjóðlegra samninga og fram-
kvæmdar á grandvelli svæðisbund-
innar stjórnunar. Þessi stefna kom
þegar fram í úthafsveiðisamningi
Sameinuðu þjóðanna.“
Ríkjablokk gegn
flskveiðiríkjum?
Jón Baldvin segir að eftir Ríó-ráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna 1992 sé
mikil stígandi í tillöguflutningi á
vettvangi samtakanna, sem mótist af
þessari hugsun. I nefnd SÞ um sjálf-
bæra þróun sé sívaxandi flóð tillagna
um sjálfbæra nýtingu auðlinda. „Þar
er athyglinni í vaxandi
mæli beint að fiskveiðum,
að hugmyndum um friðun
vaxtarstöðva fiskstofna, í
sumum tilvikum land-
granns ríkja, og að for-
dæmingu á tilteknum veið-
arfæram. Róttækasta tillagan er sú
að virkja markaðsöflin, í bandalagi
við sjónarmið verndunarsinna,
nefnilega að setja upp svæðisstofn-
anir, sem fengju umboð í alþjóða-
samningum til að koma á fót vottun-
arkerfi. Allur fiskur, sem færi á
markað, yrði að bera vottorð um að
stofninn væri ekki í hættu, fiskurinn
væri afurð ábyi’gra fiskveiða, úr
ómenguðu umhverfi o.s.frv.,“ segir
Jón Baldvin og nefnir sérstaklega
samstarf náttúruverndarsamtak-
anna World Wide Fund for Nature
og stórfyrirtækisins Unilever um að
hrinda þessari hugmynd í fram-
kvæmd.
„Afleiðingin yrði sú að þetta
myndi ráða framboði sjávarafurða
og verði slíkra afurða á markaðnum.
Þjóð eins og Islendingar, sem byggir
afkomu sína í n'kum mæli á fiskveið-
um, yrði algerlega háð því hvaða af-
leiðingar þetta kerfi hefði í för með
sér. Þá vaknar spumingin hverjir
yrðu ráðamestir um framkvæmdina
og stýra henni í reynd. Aftur gæti
komið upp sú staða að utanaðkom-
andi öfl, sem ekki ættu hagsmuna að
gæta, tækju í reynd valdið á sjálf-
þæmi nýtingu auðlinda innan lög-
sögunnar af strandríkjunum,“ segir
Jón Baldvin.
Hann segir að Islendingar verði
að draga þær ályktanir af öllu þessu
að fyrr en vari geti orðið snögg
breyting og einstakar ríkisstjórnir
geri þessa stefnu að sinni. „Það get-
ur orðið til blokk ríkja, sem fylgja
fram þessari stefnu og ná yfirhönd-
inni yfir þau ríki, sem eiga mestra
hagsmuna að gæta, í líkingu við það
sem gerðist varðandi hvalveiðarnar.
Þá gætum við setið eftir með sárt
ennið og staðið frammi fyrir orðnum
hlut, ef við ekki grípum til aðgerða í
tæka tíð, í bandalagi við þær þjóðir
sem eiga hér mestra hagsmuna að
gæta,“ segir Jón Baldvin.
Hann segir að viðbrögð Islendinga
við þessari þróun mála megi ekki
verða þau að fara í ein-
hverja styrjöld við allt og
alla, sem vitað sé fyrir-
fram að sé töpuð. „Við er-
um fámenn þjóð og getum
ekki staðið í styrjöld við
voldug almannasamtök,
fjársterka aðila og ríkja-
blokkir um lífshagsmuni okkar,“ seg-
ir Jón Baldvin. „Ég held að við þurf-
um fyrst og fremst að róa að því öll-
um áram fyrirfram að ísland fái á sig
orð, og njóti viðurkenningar fyrir, að
haga nýtingu sjávarauðlinda á
ábyrgan hátt, að það sé trúverðugt
og að við getum sannað það. Island
þarf að njóta viðurkenningar fyrir
að vera þar í fararbroddi.“ Jón Bald-
vin segir að íslendingar þurfi því að
leita sér bandamanna, sem eigi svip-
aðra hagsmuna að gæta, megi
hvergi láta umræður um þessi mál á
alþjóðlegum vettvangi framhjá sér
fara og verði að efla kynningu á mál-
stað lslands til að beina málinu í
hagstæðan farveg.
„íslendingar
þurfa að
leita sér
bandamanna“
„Áhrifamikil
öfl vilja koma
breytingum
í gegn“