Morgunblaðið - 24.07.1998, Side 35

Morgunblaðið - 24.07.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 35 MINNINGAR voru síðan fjarlægð nokkrum áram síðar með lýtaaðgerðum. Cýrus var ekki hár í loftinu þeg- ar hann fór að vinna fyrir sér með almennri verkamannavinnu, bæði í byggingavinnu og þó sérstaklega hjá Eimskip við höfnina, og þar vann hann lengst af á lyfturum. Ég minnist þess að verkstjóri hjá Eimskip sagði mér frá því, að á stríðsárunum hafi komið skip með stór og löng hitaveiturör til Hita- veitu Reykjavíkur, en þá var verið að leggja slík rör í allar götur bæj- arins. Vegna plássleýsis og þrengsla á hafnarbakkanum var oft erfitt um vik að koma þessum stóru rörum á sinn stað. Verk- stjórinn og stýrimaður skipsins höfðu staðið upp í brú skipsins og voru að fylgjast með vinnu verka- mannanna á hafnarbakkanum. Þá hnippti stýrimaðurinn í verkstjór- ann og benti á Cýrus þar sem hann var að færa til rör á lyftaranum sínum og sagði: Ég hef verið að fylgjast með þessum unga pilti, og þó ég hafí víða farið þá hef ég aldrei séð neitt í líkingu við það hvernig hann virðist alveg fyrir- hafnalaust getað athafnað sig í þessum þrengslum. Eftir á að hyggja var þetta rétta lýsingin á verklagni Cýrusar. Enda voru honum iðulega falin verk í hendur sem aðrir höfðu gefist upp á. Arið 1952 fór hann að stunda leigubif- reiðaakstur á eigin bíl, og hafði það síðan fyrir atvinnu til ársins 1992 að hann varð að hætta vegna heilsubrests. Cýrus var vinfastur og traustur maður, sem aldrei mátti vamm sitt vita, og einstakur fjölskyldufaðir. Hann hafði yndi af góðri tónlist, og hann var mjög góður bridsmaður enda hafði hann unnið til fjölda verðlauna. Sam- fylgd okkar Cýrusar hófst fyrir 58 árum þegar ég kynntist systur hans, Hansínu Sigurbjörgu, og þessi samfylgd átti eftir að þróast í vináttu sem ég minnist ekki að á hafi fallið skuggi. Og ekki varð konan hans, Guðlaug Magnúsdótt- ir, til að skyggja á þá vináttu. Við hjónin vottum Guðlaugu og börn- unum okkar innilegustu samúð, við vitum að söknuður þeirra er mikill, ekki síst augasteinsins hans, Bald- urs litla. Guð blessi ykkur. Eyjólfur R. Eyjólfsson. Nú þegar við kveðjum þig, kæri móðurbróðir, langar okkur til að minnast þín með nokkrum orðum. Af mörgu er að taka, því varla var farið í ferðalag eða á mannamót að þú værir ekki alltaf mættur, með allar þínar skemmtisögur og brand- ara, það var á fárra manna færi að segja frá eins skemmtilega og þú gerðir. Gaman var líka í fjölskyldu- ferðunum, þegar þú smalaðir saman frændfólkinu og farið var í dags- ferðir með nesti, ekki fór nú illa um fólkið á yfirbyggðum vörubílspallin- um því það voru jú bekkir til að sitja á og var alltaf glatt á hjalla, mikið var sungið og trallað í þessum ferð- um. Alltaf munum við eftir því þegar þú keyptir þér nýjan bfl og bauðst ömmu prufukeyrslu því fátt þótti henni skemmtilegra en að fara í bfltúr bæði langa og stutta. Mikið þótti okkur gaman að fá þig í heim- sókn, þú hafðir alltaf fréttir að færa okkur af fjölskyldunni því þú varst svo fjölskyldukær og manna dug- legastur að heimsækja bæði unga og aldna. Manstu, Cýras, þegar þú komst með frændfólkið í heimsókn í Víði- dalinn, þegar ég var að passa Þor- björgu dóttur Laugu sem var ráðs- kona í veiðiskálanum? Svo fórst þú að koma einn og ég hélt að þú værir að koma til mín, en viti menn, þú varst þá bara að heimsækja ráðs- konuna, sem seinna varð konan þín. Að lokum langar okkur að þakka þér, elsku Cýrus, hvað þú varst hjálpsamur og góður við hana mömmu okkar. Við eigum eftir að sakna þín en minningamar um þig eiga eftir að ylja okkur. Elsku Lauga, Þorbjörg, Katrín, Hjörtur, Ellen og afabörn, megi Guð styrkja ykkur. Helga, Rósa og Ásta. UNNURASTA FRIÐRIKSDÓTTIR + Unnur Ásta Friðriksdóttir fæddist á Isafírði 9. maí árið 1956 og lést í Reykjavík 14. júlí síðastliðinn. Unnur var dóttir Friðriks Sigurbjömssonar, lögfræðings, f. 2.9. 1923, d. 1986, lög- reglustjóra í Bolung- arvík og síðar blaða- manns á Morgun- blaðinu og próf- stjóra Háskóla Is- lands, og Halldóra Helgadóttur, sjúkra- liða, f. 15.4. 1932. Bræður Unnar Ástu era Friðrik, f. 1951, og Þor- valdur, f. 1952. Son- ur Unnar Ástu er Anton, f. 11. aprfl 1991. Dóttir Unnar Ástu er Halldóra Helga Óskarsdóttir, f. 21. febrúar 1978, myndlistarkona í bú- sett í Svíþjóð. Henn- ar maður er Mats Westling, tölvunar- fæðingur í Hud- rikswall, sonur þeirra er William, f. 14.10.1997. Útför Unnar Ástu verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 30. Unnur er skírð í höfuðið á fóður- systur sinni, Ástu Sigurbjörnsdótt- ur, sem dó ung af slysföram og í höfuðið á föðurömmu sinni, Unni Haraldsdóttur, sem ættuð var úr Fljótshlíð, dóttir Haralds Sigurðs- sonar á Sandi í Vestmannaeyjum. Hún var systir Fjólu Haraldsdótt- ur, Rúriks Haraldssonar leikara og Rögnu Haraldsdóttur sem gift var Jóhanni Gunnari Ólafssyni, sýslu- manni á Isafirði. Föðurafl Unnar Ástu er Sigur- bjöm Þorkelsson, kaupmaður í Vísi, frá Kiðafelli í Kjós. Sigurbjörn var fæddur árið 1885, mikil félagsmála- kempa og stofnandi ýmissa félaga eins og KFUM og ÍR. Frá honum er mikill ættbogi. Hann varð há- aldraður. Hann mundi nær orðrétt- ar samræður flestra þeirra sem hann kynntist á sinni löngu ævi og skráði samviskusamlega í fimm binda ævisögu sína sem spannar nær heila öld og heitir „Himenskt er að lifa“. Afi Unnai- í móðurætt var Helgi Ólafsson, kennari á Akur- eyri, af skagfirskum ættum og móð- uramma hennar er Wallý Þ. Ágústsdóttir, kona spök af viti og lífsreynslu sem lifir enn í hárri elli í Reykjavík. Fyrsta æskuheimili Unnar var lögreglustjórabústaðurinn í Bolung- arvík á Miðstræti 1. Þar var menn- ing í hávegum höfð, bókmenntir, myndlist og tónlist. Þar var vin- margt og gestkvæmt. Langamma Unnar, Guðlaug Guðnadóttir skáld- kona frá Villinganesi í Skagafirði, dvaldi þar í skjóli sonardóttur sinn- ar um tíma og skáldmæltir húman- istar eins og Steinn Emilsson jarð- fræðingur og Ingimundur Stefáns- son kennari vora tíðir gestir. I sérstöku bókaherbergi svign- uðu hillur undan íslenskri menningu í bland við klassíska hámenningu Grikkja og Rómverja. Faðirinn safnaði bókum, steinum og öllu sem nöfnum tjáir að nefna, málaði olíu- málverk og vatnslitamyndir þegar tími gafst frá embættisverkum og ýmsum ábyrgðarstörfum íyrir Bol- víkinga. Sígild tónlist var leikin á heimilinu. Á morgnana var drukkið kakó og þá sett eitt tónverk á fón- inn, gjaman eftir Beethoven, Smet- ana, Dorvák eða Stravinsky, sem faðirinn kynnti fyrir börnunum. Á æskuheimilinu var stofnaður músikklúbbur og komu vinir saman á fimmtudagskvöldum þar sem tón- verk voru kynnt og tónskáld og þá vora ljósin slökkt og hlýtt á tónverk af hljómplötum. Hljómlistarmenn sem komu til Bolungarvíkur áttu eftirminnilegar stundjr á þessu æskuheimili Unnai’ Ástu. Unnur ólst upp í ástríki foreldra sinna. Vinkonur hennar voru dætur Finns Jónssonar og María Kjartansdóttir, dóttir Kjartans Guðjónssonar, sem bjó ásamt stórum fjörmiklum systk- inahópi handan götunnar í Mið- stræti. Meðal fjölskylduvina voru menningarfrömuðirnir Ragnar H. Ragnars á ísafirði og Jóhann Gunn- ar Ólafsson sýslumaður og fjöl- skyldur þeirra. Það var blómstrandi mannlíf á Vestfjörðum í þann tíma. Þjóðmálin vora rædd af áhuga á æskuheimili Unnar Ástu en foreldr- ar hennar vora í forystu félaga Sjálf- stæðisfólks í Bolungarvík. Það var á þeim tíma þegar Sjálfstæðisflokkur- inn vildi öllum íslendingum vel og að allir hefðu jafnan aðgang að góðri menntun og heilbrigðisþjónustu, á þeim tíma sem lagður var grannur að réttlátu þjóðfélagi. Þá blómstraði atvinnulíf í Bolungarvík. Þar vora duglegustu útgerðarmenn og sjó- menn landsins, með Einai’ Guðfinns- son í broddi fylkingar. Þá hafði Bol- ungarvík verið mesta verstöð Vest- fjarða um aldir eða allt frá því er Þuríður sundafyllir setti Kvíamið. Það var á þeim tíma áður en frjáls- hyggjan var gerð að trúarbrögðum og Bolvíkingum var bannað að veiða fiskinn á miðunum; áður en kvóti var fundinn upp og réttur til fiskveiða tekinn af Bolvíkingum. Svo flutti fjölskyldan suður. Unn- ur gekk í Miðbæjarskólann og Hagaskóla. Hún æfði ballett og frjálsar íþróttir og varð í fremstu röð á frjálsíþróttamótum undir stjórn Guðmundar Þórarinssonar, hins mæta íþróttakennara og æsku- lýðsleiðtoga hjá ÍR. Sumur æskunn- ar liðu fljótt við leik og störf. Fjöl- skyldan eyddi frítíma sínum á sumram og jafnvel vetrarleyfum í sumarbústaðnum Brekkukoti á Kiðafelli í Kjós. Á Kiðafelli hafði Svartkell katneski numið land og þar var beðin fyrsta kristna bænin sem skráð er á íslensku og er svona: „Gott ei gömlum mönnum gott ei óram mönnum." Það útleggst heill gömlum og ungum. Þar bjó Hjalti Sigurbjörnsson, föðurbróðir Unnar, með sinni stóru fjölskyldu og aðrir ættmenn vora í sumarbústöðum og voru þar fremstir meðal jafningja Sigurbjöm afi og Unnur amma. Fjölskyldualbúmin lýsa þessum sumrum. Það er alltaf sól. Farið er í skoðunarferðir um undraheima fjörannar, sundferðir í hyljum Kiða- fellsár, og sólböð. Um páska vora góðbókmenntir lesnar upp við arin- eld, þá var málað eða teiknað inn í hlýjunni meðan skafrenningur barði glugga. Þá vora þroskandi fjöl- skylduferðir sem famar vora til Mallorca og Alsír með Guðna í Sunnu í upphafi sólarlandaaldar ís- lendinga og menningarreisa á slóðir Arthúrs konungs og annarra kelta á Cornwall, þar sem þegið var heim- boð hjá þeirri gáfuðu konu, rithöf- undinum heimskunna Daphne du Maurier. Þessi mikla samheldni fjölskyldunnar og samvera mótaði líf Unnar Ástu. Hún kunni best við sig á æskuheimilinu og hélt heimili með foreldrum sínum og síðar móð- ur til æviloka. Friðrik, faðir Unnar, lést úr krabbameini árið 1986. Kom þá í ljós að hann hafði skrifað undir víxla hjá mönnum tengdum honum sem hann treysti. Þeir greiddu ekki skuldir sínar og kom það í hlut móð- ur Unnar að vinna myrkranna á milli og greiða af þessum skuldum sem hundraðfólduðust í höndum banka, víxlara og innheimtulög- fræðinga. Lengi vel hélt hún í horf- inu, var vakin og sofin í fimm ár og gat borgað niður mikið af skuldum af launum sínum sem sjúkraliði og með því að reka sumargistingu fyrir erlenda ferðamenn í húsi sínu. Þar kom að álagið reyndist of mikið og þrekið brast. Það var um sama leyti og annað áfallið reið yfir þær mæðgur, þær misstu aleiguna er heimili þeirra brann á Þorláks- messu árið 1991. Móðirin greindist skömmu síðar með Alsheimer-sjúk- dóminn sem leiðir til þess að fólk glatar minninu og sjálfu sér. Hún bjó í skjóli Unnar síðustu átta árin þar til hún var flutt á deild fyrir heilabilaða á Hrafnistu fyrir nokkram mánuðum. Unnur Ásta greindist með krabbamein í lungum árið 1994 og gekkst þá undir um- fangsmikla skurðaðgerð. Krabba- meinið náði sér aftur á strik og vann sinn fullnaðarsigur á fögram sum- ardegi hinn fjórtánda júlí síðastlið- inn. Unnur var hugrökk og þolin og valdi sér ekki hefðbundnar leiðir í lífshlaupi sínu. Hún unni börnum sínum mikið og gladdist yfir vel- . gengni þeirra. Unnur valdi sér myndlist að ævi- starfi. Hún byrjaði ung að mála ol- íumyndir. Hún var vel að sér í myndlist eldri málara og valdi sér Van Gogh meðal meistara að fyrir- mynd. Það var ekki einasta hin kraftmikla sköpun Van Goghs í lit- um og formi sem höfðaði til Unnar Ástu heldur lífsþorsti hans og lífs- hlaup. Unnur tók inntökupróf í myndlistarskóla og flaug þar inn. Hún stundaði nám um tíma gegnum bréfaskóla en undi sér ekki að öðru leyti á skólabekk. Myndlist Unnar er kraftmikil. Myndir hennar era dulúðugar, sterkar í litum. í þeim skráði hún hugsanir sínar, gleði og sorg. Þær era lausar við tepraskap, eftiröpun eða væmni. Unnur málaði eða teiknaði hvern dag og þó svo hún yrði ekki gömul þá er ævistarf- ið mikið í myndverkum hennar. Hún hélt aðeins eina formlega myndlistarsýningu um ævina að öðru leyti en því að á heimili hennar og foreldra hennar sem lengi stóð á Harrastöðum í Skerjafirði var ávallt að sjá ný og fögur myndverk eftir hana. Á sumram málaði Unnur úti í Breiðafjarðareyjum. Þar dvaldi hún ásamt foreldrum sínum og dóttur og tíkinni Kolu um hásumarið í höll *- - sumarlandsins, snotra eyjahúsi á Ólafsey í Stóru-Tungueyjum. Þar er ægifagurt, þar varðar hin fagra smágerða sæhvönn sundin. Falla- straumarnir mynda ramma um sköpunarverkið og framkalla smæð mannsins andspænis kröftum nátt- úrannar. Margbreytileg birtan, lit- ir, fuglalífið og náttúruöflin, straumar og stormar skila sér í mjög öflugu tímabili eyjamynda í myndlist Unnar Ástu. Þar sátu þau gjaman þrjú saman í litadýrðinni og máluðu, Unnur Ásta, dóttir hennar . Halldóra Helga og afinn Friðrik, meðan selir kíktu forvitnir á þau af eyjasundunum. Himininn er breyti- legur, form og litir á himni er ein- stök sýn sem ekki verður endurtek- in um milljónir milljóna ára. Sá sem kann að meta margbreytileika him- insins hefur alltaf eitthvað að gleðj- ast yfir dag hvem og hver sá sem gleðst yfir fegurð himinsins er ham- ingjusamur maður. Þorvaldur Friðriksson. JON ÞORSTEINSSON + Jón Þorsteins- son fæddist í Garðakoti, Dyrhóla- hreppi, Vestur- Skaftafellssýslu, 17. febrúar 1912. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 15. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Bjarna- sonar og Sigurlínar Einarsdóttur. Eiginkona Jóns er Sigurlaug Björnsdóttir. Börn þeirra eru Bjöm, Sigurli'n og Vigdís. Jón verður jarðsunginn frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jón Þorsteinsson bóndi, vinur minn og nágranni í 42 ár, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi hinn 15. júlí eftir langa baráttu við illskæðan sjúkdóm sem batt hann við hjólastól í sex og hálft ár. Of sjaldan gaf ég mér tíma til að líta á Jón eftir að hann var óvinnu- fær en þegar ég hitti hann kvartaði hann ekki undan neinum veikindum en þá mátti heyra á honum að hans tími væri kominn til að kveðja. Æðraleysi og þolgæði fylgdi honum til síðustu stundar. Ég kynntist Jóni fyrst á vertíð í Vestmannaeyjum líklega 1942. Mér þótti þægilegt að hitta Jón, við vor- um báðir Skaftfellingar og okkur fannst víst að við ætt- um báðir eitthvað í hvor öðram. Jón var harðduglegur og eftir- sóttur vertíðarmaður. Jón var sveitamaður í húð og hár, hann hóf búskap árið 1946 á Litluhólum í Dyrhóla- hreppi, með eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigur- laugu Bjömsdóttur frá Svínadal. Þau hjónin eignuðust fjögur börn, tvo syni og tvær dæt- ur, þau misstu annan soninn í fæðingu en þeir voru tvíburar. Þau sem upp komust, Björn og Sigurlín, eiga heima í Rifshalakoti og Vigdís, gift Grétari Óskarssyni búsett á Selja- völlum, A-Eyjafjöllum. Jón var mikill ræktunarmaður bæði á jörð sína og búpening. Hann var sérlega glöggur á allt sem snert- ir búreksturinn, fljótur að tileinka sér tækni og nýjungar. Þau hjónin- áttu afburðagóðar mjólkurkýr sem lengi munu skila sér í ræktun kúa- stofnsins hér á landi. Búfé þeirra var alltaf vel fóðrað enda alltaf vel til fóðurverkunar vandað. Jón var að mörgu leyti sérstæður persónuleiki, hreinskiptinn og áreiðanlegur í öllum viðskiptum. Gat verið glettinn og húmoristi góð- ur, í góðra vina hópi. Sem nágranni var hann greiðvikinn með afbrigð- um, alltaf reiðubúinn að gera manni greiða. Þá var aldrei spurt um hvað dygði, heldur hvað get ég gert fyrir þig, og þá stóð ekki á því sem um var beðið. Það var athygli vert hvað Jón var veðurglöggur og get ég al- veg játað að mér reyndist oft betur að fara eftir veðurspá Jóns en Veð- urstofunnar. Þessar línur sem ég skrifa era sérstaklega í þakklætisskyni við Jón og fjölskyldu hans, fyrir gott nábýli í marga áratugi sem hefur verið mér mikils virði. Að heilsast og kveðja það er lífs- ins saga, eina leiðin við þeim þáttum er að sættast við orðinn hlut; sökn- uður segir til sín á kveðjustund, það er manninum líka mikils virði, í raun. Ég votta Sigurlaugu og fjöl- skyldu hennar allri samúð. Við fjöl- skyldan í Kastalabrekku biðjum Jóni heitnum blessunar með þakk- læti í huga. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, haf þú þökk fyrir allt og allt. Sigurður Jónsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.