Morgunblaðið - 24.07.1998, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
FRÍÐA HJÁLMARSDÓTTIR,
Lækjargötu 34b,
Hafnarfirði,
lést miðvikudaginn 1. júlí sl. á St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Elín J. Elíasdóttir,
ívar H. Elíasson,
Elsebeth E. Elíasdóttir,
Guðlaug Elíasdóttir,
Linda Elíasdóttir,
Eva Elíasdóttir,
Ingibjörg Halla Elíasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
Örn Jónsson,
Ólafía lllugadóttir,
Frímann Helgason,
Sigurjón H. Valdimarsson,
Christopher R. Bowen,
Bragi Sveinsson,
J
+
Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og
frændi,
ATLI HILMARSSON,
Hlíðarvegi 5a,
Kópavogi,
lést þriðjudaginn 14. júlí sl. Útförin hefur farið
fram.
Þökkum öllum auðsýnda samúð og hlýhug.
Hilmar Lúthersson, Kolbrún Guðmundsdóttir,
Auður Hilmarsdóttir,
Sveinn Hilmarsson, Guðrún Garðarsdóttir,
Hrafnhildur Hilmardóttir,
Sína Oddsdóttir,
Kristín Kjartansdóttir
og systkinabörn.
Ástkær eiginmaður minn og elskulegur faðir
okkar,
SIGFÚS ÞÓRIR STYRKÁRSSON,
Ægisíðu 50,
lést miðvikudaginn 22. júlí á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur.
Guðríður Þorvaldsdóttir,
Lovísa Sigfúsdóttir, Unnur Ingibjörg Sigfúsdóttir.
+
Ástkær sambýlismaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
GESTUR KARL KARLSSON,
Eyrargötu 28,
Eyrarbakka,
verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laug-
ardaginn 25. júlí kl. 13.30.
Jónína Kjartansdóttir,
Aðalheiður Gestsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson,
Hafþór Gestsson, Emma G. Eiríksdóttir,
Finnlaugur Pétur Gestsson, Ditte Poulsen,
Marteinn Arnar Heimisson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns míns, sonar míns og bróður, föður
okkar, tengdaföður og afa,
ÞÓRKELS GUNNARS
BJÖRGVINSSONAR,
Eyravegi 5,
Selfossi.
Friðsemd Eiríksdóttir,
Sigríður Þórðardóttir,
Sigurður Björgvin Björgvinsson,
Þórður Þórkelsson, Lilja Hjartardóttir,
Sigurvin Þórkelsson,
Sveinbjörn Þórkelsson, Halla Thorlacius,
Eiríkur Þórkelsson, Unnur Lísa Schram,
Kristrún Þórkelsdóttir, Anton Örn Schmidhauser,
Helga Þórkelsdóttir, Arnar Halldórsson
og barnabörn.
GUÐRUN
HÓLMFRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Guðrún Hólm-
fríður Jónsdótt-
ir, Gígja, fæddist á
Ljótsstöðum á Höfð-
aströnd í Skaga-
firði, 30. mars 1914.
Hún lést á kvenna-
deild Landspítala
mánudaginn 13. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Pá-
lína Guðrún Páls-
dóttir húsfreyja, f.
á Ljótsstöðum 10.
nóv. 1884, d. 19.
júní 1971, og Jón
Björnsson, bóndi og
trésmíðameistari á Ljótsstöð-
um, síðar á Siglufirði, f. að Gröf
á Höfðaströnd 2. febr. 1879, d.
10. mars 1961. Foreldrar Pálínu
voru Friðrika Guðrún Friðriks-
dóttir, húsfreyja á Ljótsstöðum,
f. 12. janúar 1854, d. 25. maí
1939, og Páll Gísli Sigmunds-
son, verslunarmaður og bóndi á
Ljótsstöðum, f. 6. maí 1854, d. 5.
júní 1884. Friðrika Guðrún gift-
ist síðar Gísla Páli Sigmunds-
syni, albróður Páls og bónda á
Ljótsstöðum, f. 23. JÚ1Í 1851, d.
31. mars 1927. Dóttir þeirra var
Sigríður Gísladóttir, f. 8. júlí
1896, d. 4. des. 1977. Foreldrar
Jóns voru Hólmfríður Jónatans-
dóttir, ljósmóðir og húsfreyja
að Gröf á Höfðaströnd, f. 22.
ágúst 1835, d. 8. des. 1901, og
Björn Jónsson, bóndi að Gröf, f.
21. okt. 1845, d. 27. júlí 1895.
Börn Pálínu og Jóns, auk Guð-
rúnar Hólmfríðar, eru Margrét
Ingibjörg, kaupmaður, f. 19.
des. 1915, m. Þorgrímur Brynj-
ólfsson, f. 15. febr. 1908, d. 27.
des. 1994; Páll Gísli, húsasmíða-
meistari, f. 12. okt. 1917, d. 26.
mars 1988, k. Eivor Jónsson, f.
24. maí 1927; Björn Jónsson,
í fornu kvæði íslensku standa
þessar ljóðlínur:
List eina besta og lukku ég tel,
að lifa hér guðlega og deyja burt vel.
Þegar getið er slíkra fordæma
að trú og breytni um lífsins stig,
allt til enda, þá kemur mér í hug
tengdamóðir mín, elskuleg, frú
Guðrún Hólmfríður Jónsdóttir,
sem nú er látin á áttugastaog-
fimmta aldursári.
Einhver litur skal á þvi sýndur
hér, þó daufur verði, að minnast
hennar örfáum orðum á kveðju-
stund. Hins vegar er það svo þegar
ástvinir látast, að öll orð ná jafn-
skammt, því margvíslegar tilfínn-
ingar sækja að í senn.
Traustir og gróskumiklir ætt-
stofnar stóðu að Guðrúnu í báðar
ættir. Hún var Skagfirðingur að
ætt og uppruna. Foreldrar hennar
voru hin nafnkunnu og mikilsvirtu
sæmdarhjón Jón Björnsson og Pá-
lína G. Pálsdóttir, sem bjuggu fyrst
rausnarbúi á Ljótsstöðum á Höfða-
strönd í Skagafirði. Síðar fluttu þau
kaupmaður, f. 12.
okt. 1919, d. 26. sept.
1995, k. Guðrún
Kristinsdóttir, f. 11.
apríl 1914; Davíð Sig-
mundur, forsljóri, f.
1. sept. 1922, d. 11.
maí 1998, k. Elísabet
Sveinsdóttir Björns-
son, f. 22. júní 1922,
d. 5. júní 1996; Óskírð
Jónsdóttir, f. 25. apríl
1927, d. 23. okt. 1927.
Guðrún Hólmfríð-
ur var tvígift. Fyrri
maður var Halldór
Vídalín Magnússon,
kennari og síðar verslunarmaður
á Siglufirði, f. 15. janúar 1898 að
Löngumýri í Vallhólmi, Skaga-
firði, d. 14. apríl 1946. Börn Guð-
rúnar og Halldórs eru Jón
Vídalín, f. 7. ágúst 1934, k. Birna
Á. Olsen, f. 16. feb. 1939, dóttir
þeirra er Guðrún Halldóra, henn-
ar dóttir er Guðrún Birna Jak-
obsdóttir; Magnús Vídalín, f. 21.
mars 1936, d. 7. sept. 1996; Alda,
f. 1. jan. 1939, m. Árni Þ. Árna-
son, f. 6. sept. 1936, dóttir þeirra
er Helga, sambýlismaður hennar
er Björn Víglundsson. Fyrri kona
Halldórs Vídalín var Valgerður
Rögnvaldsdóttir, f. 16. okt. 1892,
d. 28. ágúst 1927.
Seinni maður Guðrúnar var
Björgvin Sigurjónsson vélstjóri,
f. 21. okt. 1911 í Norður-Búðar-
hólshjáleigu í V-Landeyjum, d.
18. júlí 1992. Sonur þeirra er Ein-
ar Helgi, f. 6. okt. 1949, k. Hall-
dóra Guðrún Haraldsdóttir, f. 13.
des. 1948. Synir þeirra eru
Sveinn Trausti Helgason; Björg-
vin Ragnar, unnusta hans er Guð-
ný Baldursdóttir, barn þeirra er
Gabríel Örn; Ingimar Valur.
Synir Björgvins Sigurjónsson-
ar frá fyrra hjónabandi eru Árni,
búferlum til Siglufjarðar ásamt
fimm mannvænlegum og sam-
heldnum börnum sínum: Guðrúnu,
Ingibjörgu, Bimi, Páli og Davíð
Sigmundi. Almælt er, að æsku-
heimili Guðrúnar bar jafnan svip
rótgróinnar festu og menningar.
Guðrúnu var gefið ílest það at-
gervi, sem unga stúlku getur prýtt.
Hún var ágætlega af Guði gerð og
hafði til að bera höfðingslund og
mannkosti mikla, eins og þau
systkin öll. Hún var fríð kona og
fönguleg, tápmikil, gáfuð og fjöl-
hæf. Að eðlisfari var hún glaðlynd,
hrifnæm, stillt, ósérplægin og
drenglunduð. Listfengi var ríkur
þáttur með Guðrúnu, sem í reynd
kom meðal annars fram í því, að
um skeið hafði hún viðurværi sitt
og barna sinna af saumaskap og
skrautskrift.
Alla ævi setti Guðrún fyrirmann-
legan brag á þau kjör, sem lífið
bauð hverju sinni, hvort sem var
við erfiðleika að etja eða velsæld.
Fyrri maður Guðrúnar, Halldór
Vídalín Magnússon, var af skag-
firskum ættum, hagyrðingur góð-
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-
4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt
til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar
um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
f. 26. maí 1936, f.v.k. María
Erla Kjartansdóttir. Börn
þeirra eru Kjartan, k. Edda
Ólafsdóttir, börn þeirra eru
Ólafur Sverrir, María Erla og
Marta; Helga Aðalbjörg, m.
Finnur Frímann Pálmason,
börn þeirra eru Árni Þór, Guð-
rún og Kristjana. Sambýliskona
Árna er Sigrún Stefánsdóttir, f.
9. maí 1943; Steingrímur Vikar,
f. 31. maí 1941, f.v.k. Anna Há-
konardóttir, börn þeirra eru
Björgvin og Helga Sigurborg,
barn hennar er Elvar Örn
Hjaltason. Sambýlismaður
Helgu er Ivar Ómar Atlason,
barn þeirra er Sindri Máni.
Steingrímur er kvæntur Eddu
ísfold Jónsdóttur, f. 1. maí
1940.
Móðir Árna og Steingríms
var Helga Aðalbjörg Ingimars-
dóttir, f. 26. jan. 1915 á Sauða-
nesi, Sauðaneshr., N-Þing., d.
26.júní 1945.
Guðrún Hólmfríður, Gígja,
ólst upp hjá foreldrum sínum,
ásamt Ijórum yngri systkinum
á Ljótsstöðum í Skagafirði. Hún
stundaði nám á Ljótsstöðum og
á Hofsósi, en jafnan dvöldu á
Ljótsstöðum heimiliskennarar.
Auk þess var móðir hennar, Pá-
lína, óvenju vel menntuð á þess
tíma mælikvarða, en hún hafði
stundað nám bæði í Reykjavík,
Kaupmannahöfn og í Banda-
ríkjunum. Á árinu 1934 fluttist
Guðrún, ásamt fyrri cigimanni
sínum, Halldóri Vídalín, til
Siglufjarðar. Á árinu 1944 urðu
síðan þáttaskil í lífi Guðrúnar
er hún fluttist til Reykjavíkur.
Þar stundaði hún lengst af
verslunarstörf, sauma og
skrautritun. Seinni eiginmanni
sínum, Björgvin Sigurjónssyni,
giftist hún árið 1949. Bjuggu
þau mestan sinn búskap í Þing-
holtunum í Reykjavík. Síðustu
æviárin áttu þau heimili sitt að
Logafold 46 í Reykjavík.
Utför Guðrúnar var gerð frá
Grafarvogskirkju þriðjudaginn
21. júlí síðastliðinn.
ur, kennari í Skagafirði og síðast
verslunarmaður á Siglufirði. Hann
varð ekki langlífur. Þau Guðrún
áttu þrjú börn: Jón Vídalín, Magn-
ús og Óldu.
Síðar giftist Guðrún Björgvin
Sigurjónssyni, vélstjóra, ættuðum
úr Landeyjum. Hann var þekktur
iðnaðar- og athafnamaður. Fyrir-
tæki Björgvins, Kæli- og frystivél-
ar sf., hafði umsvif um allt land og
starfsmenn þekktir af verklagni
og samviskusemi. Björgvin lést
fyrir réttum sex árum. Þau Guð-
rún eignuðust einn son, Einar
Helga. Af fyrra hjónabandi átti
Björgvin tvo syni: Arna og Stein-
grím Vikar.
Þegai’ tengdabörnin svo og
barnabörnin og síðar þeirra börn
bættust við naut Guðrún bæði ást-
ar og virðingar yngri kynslóðanna,
en ættrækni og sívakandi um-
hyggja fyrir fjölskyldunum sem og
velferð vina og vandamanna var
henni í blóð borin ásamt rausn og
einstakri gjafmildi.
Guðrún var vinsæl mjög og vin-
mörg, enda prúð í framgöngu og
með afbrigðum hjálpsöm og ósér-
hlífin. Á öllu viðmóti hennar var
svo laðandi og ljúfmannlegur
þokki, að sérstakt mátti heita. Guð-
rún var einkar skemmtileg í við-
ræðum, orðheppin og fróð, en hún
talaði þó lítt um sjálfa sig og hafði
til að bera þann fágæta hæfileika
að vera góður hlustandi. Guðrún
var höfðingi heim að sækja, sérlega
gestrisin og ávallt viðbúin heim-
sóknum. Hún hafði yndi af að
fagna gestum. I kringum hana var
aldrei tómlegt.
Ekki verður mynd hennar dreg-
in án þess að leggja áherslu á
hversu tilfinninganæm, viðkvæm
og raungóð Guðrún var. Hún hafði
til að bera meyrt hjarta og hlýju
gagnvart öllum og öllu minni mátt-
ar, og réttlætiskennd hennar var
næm. Guðrún bjó yfir dýpri skoð-