Morgunblaðið - 24.07.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 43 *
KIRKJUSTARF
Grafarvogskirkja.
FRÉTTIR
Grease-hátíð á
Kringlutorginu
Guðsþjónusta á
útivistarsvæði
Grafarvogsbúa
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri opnaði árið 1995 nýtt
útivistarsvæði í Grafarvogi. Þetta
skógi vaxna svæði er rétt austan við
Sjúkrastöðina Vog. Til að nálgast
svæðið er ekið framhjá Vogi, en þar
við svæðið eru bifreiðastæði.
Reykjavíkurborg hefur látið gera
göngustíga í skóginum, bekkir eru
til staðar, og einnig hefur þar verið
komið upp útigrilli. Til að minna á
þetta svæði verður haldin útiguðs-
þjónusta á sunnudaginn, 25. júh', kl.
11.
Kór Grafarvogskirkju syngur
undir stjórn Harðar Bragasonar,
organista og kórstjóra, og Birgir
Bragason leikur á harmónikku.
Ætlunin er að grilla, en óskað er
eftir að fólk komi sjálft með mat-
föng og drykki.
Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík.
Safnaðarferð Fríkirkjunnar verður
farin sunnudaginn 26. júlí. Lagt
verður af stað kl. 9 árdegis. Sjá nán-
ar auglýsingu í Morgunblaðinu 22.
júlí. Upplýsingar og ski-áning í s.
552 7270, 5518208, 562 7020 eða
553 2872.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Ung-
lingasamkoma kl. 20.30.
Egilsstaðakirkja. Kvöldstund í
kvöld kl. 21. Sjónvarpstrúboðar
kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar
Omega, Koibrún og Guðlaugur
Laufdal, sem leiða kvöldþáttinn
Kvöldljós, þjóna ásamt gestum.
Sjöunda dags aðventistar á fslandi:
A laugardag:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19:
Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón-
usta kl. 11.15. Ræðumaður Derek
Beardsell.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Engin samkoma í
dag, laugardag.
Safnaðarlieimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað-
ur Theodór Guðjónsson
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Jón Hjörleifur Jónsson.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu-
maður Erling B. Snorrason.
BORGARLEIKHÚSIÐ efnir í
samvinnu við Ki’ingluna til Grease-
hátíðar á Kringlutorginu og í Kr-
inglunni á morgun, laugardag.
Söngvarar og dansarar úr söng-
leiknum Grease, sem nú er sýndur
í Borgarleikhúsinu, koma fram,
efnt verður til sérstakrar söngv-
arakeppni, leiktæki verða á svæð-
inu, boðið upp á veitingar og ýmis-
legt fleira verður til skemmtunar.
Hátíðin hefst kl. 13.30. M.a.
munu söngvarar, leikarar og dans-
arar úr Grease-sýninguni koma
fram á útisviði, dansarar frá Dans-
smiðju Hermanns Ragnars sýna
Grease-dansa og úrslit verða í
söngvarakeppni Kringlunnar og
FM 95,7. Einnig verða leiktæki á
svæðinu, boðið upp á grill, kók og ís
og myndatöku í Grease-búningum.
I samvinnu við Útvarpsstöðina
FM 95,7 er efnt til söngvarakeppni
um það hver syngur best lögin úr
Sumarhátíð
SKB í Vatnsdal
HIN árlega sumarhátíð Samtaka
ki-abbameinsveikra barna, SKB,
verður haldin í Vatnsdal, A-Húna-
vatnssýslu, helgina 24.-26. júlí. Sam-
komugestir tjalda á engjum
Hvamms við Vatnsdalsá og hefst
dagskráin í kvöld með grillveislu.
A morgun, laugardag, verður farið
í veiði í Vatnsdalsá, útreiðartúr, út-
sýnisflug ef veður leyfú’, og m.a.
verða á dagskrá ýmsir leikir, íþrótt-
ir, tónlist, grillveisla, kvöldvaka og
varðeldur. Leiktæki fyrir hina
yngstu verða á staðnum og munu
meðlimir unglingahóps SKB aðstoða
við notkun þeirra. Að lokum verðui’
farið í veiði í Vatnsdalsá á sunnudag.
Þetta er fjórða árið í röð sem SKB
heldur sumarhátíð í Vatnsdal og fer
Grease. Nú fer fram forkeppni á
FM 95,7. Valinn er vinningshafí
hvers dags sem fær miða á söng-
leikinn, matarborð á Hard Rock og
hljómplata frá Skífunni. Jafnframt
tekur vinningshafi hvers dags þátt
í úrslitakeppninni á sviðinu á laug-
ardaginn. Sérstök dómnefnd velur
bestu söngvarana og veitt verða
þrenn verðlaun, 25.000 kr. fataút-
tekt í versluninni Sautján, 15.000
kr. úttekt í Gallabuxnabúðinni og
7.500 kr. fataúttekt í verslun Hard
Rock.
I tilefni Grease-dagsins hafa ver-
ið útbúnar leikaramyndir í gamla
stílnum með myndum af tíu aðal-
leikurum í sýningu Borgarleik-
hússins. Myndunum er dreift í
verslunum og veitingastöðum í Kr-
inglunni. A laugardaginn verður
komið upp í Kringlunni sérstökum
skiptimarkaði þar sem aðdáendur
geta skipst á leikaramyndum.
þátttakendum fjölgandi. Algengt er
að heimamenn í Vatnsdal og ná-
grenni líti við á laugardeginum.
Mai’gir leggja af mörkum sjálfboða-
vinnu og óeigingjarnt starf og mörg
fyrirtæki styrkja hátiðina.
Sumai’hátíð SKB verða gerð skil í
máli og myndum á heimasíðu SKB,
www.skb.is , undir liðnum „fréttir".
Lokadagur
leikjanámskeiða
ÆTH
Á VÍÐISTAÐATÚNI í Hafnarfirði
verður í dag, föstudag, lokadagur
leikjanámskeiða Æskulýðs- og tóm-
stundaráðs Hafnarfjarðar.
Dagski-áin hefst kl. 11 með kassa-
bflai’alli. Hver dagskrárliðurinn rek-
ur annan og lýkur dagskrá kl. 14.15.
Skoðunarferð
um hverasvæðið
við Köldukvísl
UM næstu helgi eru síðustu forvöð
að sjá hverasvæðið austan Köldu-
kvíslar og norðan Sveðju í sunnan-
verðu Vonai-skarði. Hágöngumiðlun
mun færa hverina í kaf um og uppúr
næstu helgi.
Að því tilefni mun ferðaþjónustu-
fyrtækið Ultima Thule Expeditions
(UTE) standa fyrir skoðunarferð á
hverasvæðið helgina 25. til 26. júlí.
Brottfór verður laugardag kl. 8 frá
Teiti Jónassyni hf. Ekið er að miðl-
unarlóninu og þátttakendur selfluttir
að hverasvæði á stórum slöngubát.
Um kvöldið er gist í svefnpokaplássi í
skála Ferðafélags íslands í Nýjadal.
Ef veðrn- er ákjósanlegt og áhugi
til staðar á sunnudegi er fyrirhuguð
ganga á hið litríka hverasvæðið við
suðaustanverðan Tungnafellsjökul.
Til baka verður ekið meðfram Þjórsá
og litið yfír Þjórsái-ver og Kvíslaveit-
ur. Áætluð heimkoma er upp úr
kvöldmat.
Þessu ferðalagi fylgir nokkur
ganga. Fólk verður að hafa góð skjól-
fót, gönguskó og stígvél. Þátttakend-
ur skulu hafa með sér hitabrúsa og
skrínukost en kvöld og morgunmatur
í Nýjadal eru innifaldir.
Farpantanir og miðasala eru hjá
Teiti Jónassyni hf.
www.mbl.is
R A
A U G L V S 1 N G A
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
íþróttakennarar
Okkur vantar íþróttakennara aö Varmahlíðar-
skóla í Skagafirði næsta skólaár. Mjög góð
kennsluaðstaða er við skólann. Mikil vinna og
góðirtekjumöguleikar. Rúmgott íbúðar-
húsnæði í Varmahlíð stendur til boða.
Umsóknarfrestur er til 5. ágúst og skal um-
sóknum skilað til Páls Dagbjartssonar skóla-
stjóra sem gefur nánari upplýsingar í símum
453 8115 og 855 1612.
Skólastjóri Varmahlíðarskóla.
Kennarar
Kennara vantar við Grenivíkurskóla næsta
skólaártil að kenna ensku og fleiri greinar.
Skólinn er fámennur, nemendur á næsta vetri
verða um 50 í 1. —10. bekk.
Aðstaða til kennslu er öll hin besta og gott hús-
næði á lágu verði er til reiðu fyrir kennara.
Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson, skóla-
stjóri, í síma 463 3118 eða 463 3131.
TILBDÐ/ÚTBOÐ
KÓPAVOGSBÆR
SIGLINGASTOFNUN
Útboð
Bryggjuþekja
Hafnarstjórn Kópavogs óskar eftir tilboðum
í lagnir og að steypa bryggjuþekju á hafnar-
garð í Kópavogshöfn.
Helstu magntölur eru:
Bryggjuþekja 1875 m2
Steypa 375 m3
Járnamottur 3750 m2
Raflagnir
Steypuvinnu skal lokið 15. október 1998 og
verkinu að fullu lokið 30. nóvember 1998.
Útboðsgögn verða afhent á tæknideild Kópa-
vogs, Fannborg 2, 3. hæð.
Tilboðin skulu berast tæknideild Kópavogs
fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 6. ágúst 1998 og
verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim
bjóðendum er þess óska.
Hafnarstjórn Kópavogs.
www.mbl.is
TIL SÖLU
Til sölu jörð
Til sölu er ca 600 ha jörð í Skaftárhreppi,
V-Skaftafellssýslu. íbúðarhús byggt 1933, fjár-
hús byggt 1955, hlöður byggðar 1954 og 1967
og hesthús byggt 1989. Ræktað land er um
40 ha. Kjarrlendi ca 35 ha. Sauðfjárkvóti fyrir
um 200 fjár. Verð: Tilboð óskast.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
Lögmanna Suðurlandi,
í síma 482 2849.
SMAAUGLYSINGAR
FÉLAGSLÍF
Oí
Dagskrá helgarinnar
25.-26. Júlí 1998
Laugardagur
Kl. 14.00 Lögbergsganga
Gengið um hinn forna þingstað i
fylgd sr. Heimis Steinssonar.
Lagt verður upp frá hringsjá á
Haki, gengið um Almannagjá á
Lögberg og endað i Þingvalla-
kirkju. Gangan tekur um 1 klst.
Kl. 15.00 Gjár og sprungur
Gengið verður frá þjónustumið-
stöð um Snókagjá (Snóku), að
Öxarárfossi og til baka um Fögru-
brekku. Á leiðinni verður m.a.
rýnt í fjölbreyttan gróður og
fjallað um aðkomuleiðir til þing-
staðarins forna. Snókagjá er erfið
yfirferðar á köflum, því er nauð-
synlegt að vera vel skóaður og
gjarnan má taka með sér nesti.
Gangan tekur 2Ví—3 klst.
Sunnudagur
Kl. 11.00 Gönguferð fyrir
börn
Spjallað verður um þjóðgarðinn.
náttúruna og hinn forna þing-
stað. Þetta er auðveld ferð fyrir
krakka á öllum aldri. Gangan
hefst við Flosagjá (Peningagjá)
og tekur 1 —2 klst.
Kl. 14.00 Guðsþjónusta
í Þingvallakirkju
Prestur sr. Heimir Steinsson,
sóknarprestur, organisti Ingunn
Hildur Hauksdóttir.
Kl. 15.00 Skógarkot — Ijóð
og sögur
Gengið í Skógarkot og farið með
sögur og Ijóð frá Þingvöllum,
auk þess sem spjallað verður um
það sem fyrir augu og eyru ber.
Gangan hefst við Flosagjá (Pen-
ingagjá) og tekur u.þ.b. 3 klst.
Þetta er róleg og auðveld ferð en
þó er nauðsynlegt að vera vel
skóaður og gott er að hafa með
sér nestisbita.
Kl. 15.30 Litast um af lýð-
veldisreit
Sr. Heimir Steinsson tekur á
móti gestum þjóðgarðsins á
grafreit að baki kirkju og fjallar
um náttúru og sögu Þingvalla.
Allar nánari upplýsingar
veita landverðir í þjónustu-
miðstöð þjóðgarðsins, sem
er opin frá kl. 8.30—20.00, fl
sími 482 2660.