Morgunblaðið - 24.07.1998, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 24.07.1998, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Smáfólk ITS TME 5PRIN6 DANCE, CHARLIE BROWN.. JU5T THINK..YOUU BE ABLE TO DANCE U)ITH THE LITTLE REP-HAIRED 6IRL.. VOULLTAKE HER 50FT,C00L(LITTLE HAND IN YOURS( . ANP... FELL RI6HT OUT OF THE DE6K,MA‘AM.. Það er vordansleikurinn, Kalli Bjarna ... hugsaðu þér bara ... Þú ferð að dansa við Nitlu rauðhærðu stelpuna ... Þú tekur litlu, mjúku og köldu höndina hennar í þfna, og ... Datt út af borð- inu, kennari... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Málefnaflokkurinn - nýr stjórnmálaflokkur? Guðmundi Rafni Geirdal: MIKIL umræða hefur átt sér stað að undanförnu um sameiginlegt vinstri framboð og sýnist sitt hverj- um. Greinilegt er að þróun í átt til aukinnar samvinnu Alþýðuflokksins og -bandalagsins gengur ekki eins vel eftir og bjartsýnustu menn höfðu vonast til, eins og sést með úrsögn Hjörleifs Guttormssonar og Steingríms J. Sigfússonar úr síðar- nefnda flokknum. Geysilegt fylgi Sverris Hermannssonar kemur mörgum á óvart sem vísar á allt að 6 þingmenn. Greinilegt er því að töluverð hreyfing er á fylgi flokka og annarra áhrifaaðila og Ijóst að margir möguleikar eru í stöðunni. Tilfellið er að vígi gömlu flokk- anna er að falla. Bakland margra flokka er að hrynja eða jafnvel löngu hrunið. Þannig sótti Alþýðu- bandalagið í verkamenn. Þeir eru hins vegar orðnir örfá prósenta í hinu tæknivædda nútímaþjóðfélagi okkar þar sem flestir eru orðnir rit- arar, sölumenn og sérhæfðir fagað- ilar af einhverju tagi. Framsóknar- flokkurinn sótti í bændur, en þeir eru hins vegar orðnir aðeins um 4% af vinnuafli þjóðarinnar og fer fækkandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan höfðað til sjálfstæðra atvinnurekenda sem eru aðeins fá prósenta þjóðarinnar. Það vantar því nýtt afl sem túlkar betur nú- tímastöðu þjóðfélagsins sem hefur breyst ört á síðustu áratugum og horfur á að svo verði áfram. Annað vandamál er kjördæma- skipunin. Það er mjög ósanngjamt að fámennt byggðarlag eins og Vestfirðimir, sem sumir hafa rætt um að séu að leggjast í eyði, fái 5 þingmenn þegar þeir ættu í raun aðeins að fá tvo ef atkvæðavægi væri jafnt, en þetta kom fram í ný- legri grein félagsfræðings og fyrr- um sendiherra í Morgunblaðinu. Samkvæmt þessari grein hefði Stór-Reykjavíkursvæðið fengið 42 þingmenn ef jafnréttisákvæði Stjórnarskrárinnar hefði náð fram að ganga eða greinilegan meirihluta á þingi. Taldi ,hann núverandi þing- menn í raun vanhæfa til að takast á við að breyta kosningalögunum því það stangaðist á við hagsmuni þeirra. Því legg ég til að gerð verði fjöldasöfnun af undirskriftum til að skora á forseta íslands að leggja til að gerð verði þjóðaratkvæða- greiðsla um þetta mál. Gallinn er sá að forseti íslands, bæði sá sem nú situr og sá sem sat á undan honum, hefur verið ógjarn til að beita ákvæði í Stjómarskránni til að ganga fram íyrir skjöldu og sýna fram á að hann sé verðugur þjónn þjóðarinnar í sjálfsögðum réttinda- málum hennar. Þetta kom fram þeg- ar hálendisfrumvarp var samþykkt á Alþingi síðastliðið vor þegar Olaf- ur Ragnar Grímsson sinnti í engu fjöldaáskorun um að hann neitaði að skrifa undir. Þetta kom einnig fram þegar um 30.000 þúsund manns, ég endurtek þrjátíu þúsund manns, undirrituðu áskorun til Vigdísar Finnbogadóttur um að skrifa ekki undir lög frá Alþingi varðandi EES- samninginn. Þessir forsetar báðir tveir hafa sýnt fram á vanhæfni sína til að takast á við fjöldaáskoranir okkar, þjóðarinnar sjálfrar, gegn því sem við teljum ósanngjöm vinnu- brögð á Alþingi. Fróður maður hef- ur sagt mér að neitunarvald forset- ans sé eini öryggisventillinn í þjóðfé- lagi okkar sem við höfum gegn ósanngjörnum vinnubrögðum AI- þingis og að öll önnur lýðræðisþjóð- félög Vesturlanda hafi mótað með sér enn tryggari öryggisventla sem hægt væri að beita umyrðalaust ef á þyrfti að halda. Enn einn vandinn felst í að það vald sem kjósandinn þó hefur til að greiða atkvæði kemst ekki nema að hluta til til skila því flokkamir nota fylgi sitt í kosningum sem eitt af mörgum verðmætum þegar þeir versla með þingsæti og ráðherra- stóla í næstu samningaviðræðum við stjórnarmyndun. Þetta kom til dæmis fram í fyrirlestrum sem ég sat hjá dr. Svani Kristjánssyni, nú- verandi prófessori við Háskóla Is- lands. Hann sagði að samkvæmt rannsóknum hefði mismunandi fylgi stjómmálaflokka í kosningum nán- ast engin áhrif á hvemig ríkisstjórn yrði skipuð, því oft sætu sömu mennirnir í fremstu sætum flokka kosningar eftir kosningar. Þetta hefði til dæmis verið raunin allt til ársins 1978 þegar það undraverða gerðist að kjósendur sýndu óá- nægju sína með ofurvald gömlu flokkanna með því að kjósa Alþýðu- flokkinn í hrönnum. Samkvæmt dr. Olafi Harðarsyni, dósenti í stjórn- málafræði, gæti svipað gerst nú þar sem bakland gömlu flokkanna er að hrynja. Tækifæri er fyrir nýja aðila að koma fram, einkum með fjölmiðl- unartækni nútímans. Skyndileg framrás Sverris Hermannnssonar er í rauninni dæmi um það með allt að því daglegum skrifum um hrædda menn og jafnvel dauð- hrædda menn. Enn eitt vandamálið er vanhæfni þingmanna til starfa. A meðan vart er hægt að þverfóta fyrir auglýsing- um þar sem óskað er eftir sérhæfð- um starfskröftum hefur sérmennt- aður starfsmaður sagt mér að þegar litið er á menntunarbakgrunn þing- manna í heild sé á Alþingi saman- kominn hópur af verst menntuðu mönnum landsins. Ef þið hugsið það aðeins, þá er núverandi félagsmála- ráðherra bóndi og það er hending að maður sjái dr. fyrir framan nafn einhvers þingmanns. Þetta er kannski ástæðan fyrir hinu óvand- aða tali margra þingmanna, sífelld rifrildi í stað málefnalegra um- ræðna og eins konar gaggó vest. Ég legg því til að fram komi á sjónarsviðið afl meðal fólksins í landinu sem leggur áherslu á mál- efnin framar öllu öðru. Að það sem gildi sé að fram komi aðilar sem eru tilbúnir til að ræða málefni á mál- efnalegan hátt. Því legg ég til að slíkur heiti Málefnaflokkurinn sem bráðabirgðaheiti og bjóði jafnvel fram í næstu kosningum. Ég hvet alla þá sem vilja ljá þessu stuðning að koma fram í opinbera úmræðu og ræða um það í fullri alvöru hvort ekki sé kominn tími til að þjóðin grípi í taumana og sýni hvernig eigi að stýra málum á Alþingi. Við erum upplýst nútímaþjóð og eigum skilið betra en sandkassaleik á þingi. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri og félagsfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.