Morgunblaðið - 24.07.1998, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 24.07.1998, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Slæmur kafli slökkti HM-vonir BRIPS Vfn EM 25 ÁRA OG YNGRI Evrópumót spilara 25 ára og yngri er haldið í Vín f Austurríki dagana 16.- 26. júlí. Hægt er að fylgjast með mót- inu á Netinu og er slóð- inhttp://wbf.bridge.gr/tourn/Vienna •98/vienna.htm EFTIR slæman miðkafla á Evr- ópumótinu í Vín á íslenska liðið varla raunhæfa möguleika á að ná einu af fjórum efstu sætunum sem gefa keppnisrétt á heimsmeistara- mót í þessum aldursflokki. Eftir ágætis byrjun tapaði íslenska liðið fimm leikjum í röð og er nú í 12. sæti af 22 þátttökuþjóðum, 44 stig- um á eftir fjórða sætinu. Islenska liðið var í 6. sæti eftir átta umferðir og vantaði aðeins 4 stig í fjórða sætið. En í næstu um- ferð tapaði liðið illa fyrir Tyrkjum og missti við það taktinn og tapaði fjórum næstu leikjum sínum. Is- lendingarnir náðu að setja undir lekann með fullnaðarsigri á Spán- verjum í 14. umferð á miðvikudags- kvöld. Ekkert var spilað í gær. Hér á eftir fara úrslit umferða 8-14: fsland - Finnland 25-5 ísland - Tyrkland 3-21 ísland - Ungverjaland 14-16 ísland - Króatía 12-18 ísland - Rússland 5-25 ísland - Ítalía 10-20 ísland - Spánn 25-5 Staðan að loknum 14 umferðum er þessi: Rússland 261 Ítalía 260 Noregur 258,5 Danmörk 256 Svíþjóð 246,5 ísrael 245 Holland 234 Tyrkland 232 Austurríki 224 Hvíta-Rússland 223 Pólland 221 ísland 214,5 Örugg þvingun Ungu mennirnir í Vín hafa marg- ir sýnt glæsileg tilþrif. Norðmenn hafa þar Evróputitil að verja og Danir eru núverandi heimsmeistar- ar í þessum flokki. Þessi lið eru til alls líkleg eins og þetta spil ber með sér: Norður A KD32 V Á82 ♦ D74 *974 Vestur Austur *G7 V DG10964 ♦ 109 *D82 * 109854 v k * 632 * 10653 Suður * Á6 V 753 ♦ ÁKG85 *ÁKG Sömu spilin eru spiluð í öllum leikjum og við tvö borð tókst NS að segja og vinna 6 tígla. Annað parið voru Danirnir Freddi Bröndum og Morten Lund Madsen en hitt voru Norðmennirnir Oyving Saur og Boye Brogeland. Spili austur aldrei laufi vinnst þessi slemma nokkuð auðveldlega á tvöfaldri kastþröng. Sagnhafi tekur öll trompin og hendur tveimur lauf- um í blindum og þar sem austur þarf að gæta spaðans og vestur hjartans verða báðir að henda lauf- um. En við bæði borðin náði vömin að spila laufi. Gegn Saur spilaði vestur út hjartadrottningu, Saur gaf í borði og inni á hjartakóng spilaði austur laufi. Sagnhafi drap og tók fjórum sinnum tromp og henti laufi. Þá tók hann hjartaás, spaðaás og spilaði síðasta trompinu: Norður * KD3 V 8 ♦ - + 9 Vestur Austur * G * 984 VG10 V - ♦ - ♦ - *D8 * 106 Suður * 6 *7 ♦ 8 * KG Vestur sá að hann yrði þvingaður tveimur slögum síðar þegar Saur tæki spaðahjónin í blindum. Hann henti því laufi í trompið og það varð austur að gera líka. Þegar Saur tók síðan spaðahjónin og sá spaðaleg- una var hann með leguna á hreinu, spilaði laufi á kóng og vann sitt spil. Bröndum vann einnig 6 tígla með svipuðum hætti. Guðm. Sv. Hermannsson I DAG VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hræðsla meðal kvótakarla HRÆÐSLA virðist hafa gripið um sig meðal kvóta- karla í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum, vegna brottrekins banka- stjóra, sem á sínum tíma sat á þingi. Hann segist hafa, iUu heilli, samþykkt kvótalög Haildórs Ás- grímnssonar, en ekki verið haldinn þeirri framsýni að sjá fyrir hverslags óværa það yrði. Nú keppast þeir kvótaunnendur við að rétt- læta gerðir sínar með alls kyns „kruðiríi“ í blöðum, allt frá Halldóri og niður í Einar Odd, sem þó hefir gefið sig út fyrir að vera andstæður kvótalögum, að minnsta, kosti er hann messar fyrir vestan. Hann óttast líklega að hrapa af þingi vegna boðaðrar end- urkomu Sverris Her- mannssonar í pólitíkina. Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra vill þakka góða fiskgengd fisk- veiðistjómun sinni, sem byggist á hinum illræmdu kvótalögum. Þorsteinn vann það afrek að koma á ævarandi eign sægreif- anna á fiski á Islandsmið- um. Nú er þeim heimilt að veðsetja kvótaeign sína. Þegar Þorsteinn gumar sem mest af hinum blóm- lega rekstri sjávarútvegs- fyrirtækja, væri fróðlegt að vita hvaða nauður rak hann þá til að Iögleiða veð- setningarheimild til kvót- hafa á eign sem Þorsteinn segir enn vera alþjóða- eign? Eða var verið að auðvelda kvótabröskurun- um að koma hinum svokölluðu veiðiheimildum í verð vegna þess að eign- arheimildin var ekki nógu afdráttarlaus? Það er víst að það getur orðið erfiður róður í næstu kosningum fyrir frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins að réttlæta fyrir kjósend- um framvindu kvótamáls- ins undir stjórn Þorsteins Pálssonar, því ég held að kjósendur verði þá búnir að átta sig á blekkingun- um. Að minnsta kosti sé ég ekki ástæðu til að stuðla að kosningu þeirra manna sem ekki taka skilyrðis- lausa afstöðu gegn kvóta- lögum sem nú eru til stjórnunar fiskveiðum Is- lendinga. Jón Hannesson 190921-3609. Vasapeningar á sjúkrahúsum ÉG vil taka undir með Gígju, sem kvartar undan rýrum vasapeningum á sjúkrahúsunum í Reykja- vík. Til dæmis voru engir fatastyrkir um sl. jól og verð ég að ganga í af- gangsfötum af öðrum. Það er allsendis óviðunandi að sjúklingar sem fá vasapen- inga þurfi að lepja dauð- ann úr skel og eiga tæp- lega fyrir strætó. Sjúklingur Franskur frímerkj asafnari FRANSKUR drengur, sem á við heilsuleysi að stríða, hefur fengið áhuga á íslenskum frímerkjum og biður góðfúslega einstak- linga eða fyrirtæki að senda sér frímerki. Nafn og heimilisfang: Bernard Perigault, c/o 125 Av. Jean Lolive, 93500 Pantin, Par- is, Frnace. Tapað/fundið Sj óstanga veiðidót hvarf PLASTPOKI, með hlut- um er tilheyra sjóstanga- veiði, „píka“, axlarbönd, sökkur, færi, önglar og fagrar flugur, hurfu af bryggjunni í Olafsvík að loknu sjóstangaveiðimóti sl. laugardag. Einnig hvarf fjólublá Speedo- iþróttataska með regnjakka, myndavél og fatnaði. Sá/sú sem þekkir pokann eða töskuna eða hefur tekið þetta í mis- gripum, hringi vinsam- lega í Helgu Guðrúnu síma 554 4904 eða 5691290. Grænn jakki tapaðist GRÆNN, vind- og vatns- heldur jakki tapaðist af kvennasnyrtingunni í Veiðivötnum sl. mánu- dagskvöld. Finnandi vin- samlega hringi í síma 561 2355. Kvenreiðhjól tapaðist GAMALT ljósmyntugrænt kvenreiðhjól, 3ja gíra með körfu framan á, hvarf frá Kárastíg 6 sl. þriðjudag. Þeir sem hafa orðið hjóls- ins varir vinsamlega hafið sambandi við Emilíu, síma 552 5389 eða 5601580. Fundarlaun. Gleraugu fundust í Árbænum GLERAUGU í álumgjörð með hliðarhlífum fundust í Árbænum í vikunni. Eig- endur fá upplýsingar í síma 483 4272 eftir kl. 20. Dýrahald Páfagaukur flaug að heiman GRÆNN og gulur páfa- gaukur af tegundinni gári tapaðist frá Nesvegi á mið- vikudag. Finnandi hringi í síma 552 9185. Svart og hvítt fress tapað STÓR, svartur og hvítur fressköttur týndist frá heimili sínu, Klukkurima 39, fimmtudaginn 9. júlí sl. Kötturinn er að mestu svartur, hvítur í framan, undir kvið og á maga, hann hefur líka hvíta sokka á öllum fótum. Hann er eymamerktur, R7086. Ef einhver hefur séð hann vinsamlegast hringja í síma 567 1642. Kettlingur í óskilum GRÁBRÖNDÓTTUR og hvítur kettlingur fannst við sundlaugina í Laugar- dal á miðvikudag. Upplýs- ingar í síma 568 4244. SKAK IJmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á norska meistaramótinu í ár. Stig Tjomsland (2.255) hafði hvítt og átti leik gegn Teije Johansen (2.260) 27. Rxe6! - Dxe6 28. Dxh5+ - Kg7 29. Hc7+ - Rd7 30. H7c6 - Bd6 31. Bf4 - Hgc8 32. Hxc8 - Bxf4 33. Hxa8? (33. Dh8+ Kf7 34. Dg8+ - Kf6 35. Dxe6+ - Kxe6 36. Hlc6+ vann strax) 33. - Bxcl 34. He8 - Dc6? (Svart- ur gat veitt viðnám með 34. - Dd6 35. Dxf5 - Rf6) 35. He7+ - Kf6 36. Hf7+ - Ke6 37. Dg6+ og svartur gafst upp. Roy Harald Fyllingen (2.390), ungur og efnilegur skákmaður, vann óvæntan sigur á mótinu með 7'/2 vinn- ing af 9 mögulegum, eftir harða keppni við Simen Ag- destein (2.570) sem hlaut 7 vinninga. Rune Djurhuus (2.510) varð þriðji með 6 v. HVÍTUR leikur og vinnur. Tískuverslun Kringlunni Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur www.mbl.is/fasteignir Víkveiji skrifar... LESANDI Víkverja hringdi og kvaðst viija láta í ljós öndverða skoðun við það, sem komið hefði fram í Víkverja á dögunum um gos- brunninn í Tjöminni. Hann taldi þennan gosbrunn vita þarflausan. Hann sagði: „Tjömin og umhverfi hennar að fjallahringum meðtöldum er ein- hver fegursti staður í borginni. Gos- brunnurinn sem Víkverji vék að í dálki sínum nýlega eykur ekki á þá fegurð nema síður sé. Hann raskar hinni undursamlegu kyrrð og næði sem einkennir þennan stað. Gos- brunnurinn var án efa gefinn af góðum hug en slíkt fyrirbrigði er þarflaust í náttúmperlu eins og hér um ræðir.“ Já, þannig hljóðaði umsögn les- andans um gosbrunninn í Tjörn- inni í Reykjavík. Sitt sýnist hverj- um, en Víkverji þekkir til ungra barna, sem búa í nágrenni Tjarn- arinnar, sem eru afskaplega upp- tekin af gosbrunninum og þau voru búin að spyrja foreldra sína æði oft í vor, hvernig á því stæði að gosbrunnurinn væri bilaður. Nú mun viðgerð hins vegar lok- ið sumum til ánægju og öðrum til ama. Guði sé lof eru ekki allir sammála. VÍKVERJI fór um Hvalfjarðar- göngin á meðan akstur um þau var gjaldfrjáls. Þetta mannvirki er stórkostleg samgöngubót og þeim aðilum, sem að hafa staðið, til mikils sóma. En hjátrúin er ekki langt undan á þessari miklu tækniöld. Göngin eiga sér sem sé verndara, sem er síðskeggjaði einbúinn í Staupasteini. í pésa, sem Spölur ehf. hefur gef- ið út, er fjallað sérstaklega um vemdara Hvalfjarðarganga, Staupa-Stein. Þar segir: „Einbúinn Staupa-Steinn er sérstakur vinur og verndari Hvalfjarðarganga. Þessi geðþekki, síðhærði og skeggjaði karl er fáum sýnilegur. Hann er kenndur við bústað sinn, Staupa- stein á Skeiðhóli, nálægt Hvamms- vík í Hvalfirði, og unir sér vel á þeim slóðum. Erla Stefánsdóttir sjáandi hefur oft staldrað við hjá karli og lýsir honum sem góðlynd- um, gamansömum og sérlega barn- góðum. Best skemmtir hann sér þegar fjölskyldufólk staldrar við nálgæt Staupasteini og krakkar leika sér með bolta á meðan foreldrar njóta útilofts og náttúrufegurðar. Staupa- Steinn veit nefnilega ekkert skemmtilegra en atast í boltaleikj- um með krökkum." OG ÁFRAM segir um Staupa- Stein: „Þórhildur Jónsdóttir teiknaði Staupa-Stein með hliðsjón af vatnslitamynd frá Erlu sjáanda. Hugmyndin að því að ráða einbúann til kynningarstarfa fyrir Spöl ehf. kviknaði í almannatengslafyrirtæk- inu Athygli ehf. Erla gerði sér ferð upp í Hvalfjörð um páskahelgina 1997 til að kanna hvernig þetta legðist í karlinn. Skemmst er frá að segja að hann varð bæði upp með sér og glaður. Erla veit einungis um 8 einbúa sömu ættar á Islandi. Einn býr t.d. við Brynjudalsá í Hvalfirði, tveir eru í Kópavogi og einn nálægt þjóðveginum við Blönduós. Kletturinn Staupasteinn er frið- lýstur sem náttúruvætti. Á honum eru þekkt að minnsta kosti fjögur nöfn: Prestur, Steðji, Karlinn í Skeiðhól og Staupasteinn. Mörg dæmi eru um að huldufólk og álfar hafi látið til sín taka ef þeim þykir vegagerðarmenn gerast nær- göngulir við híbýli sín og verustaði. Engin slík vandamál komu upp við gerð Hvalfjarðarganga." Þetta var frásögnin af verndara Hvalfjarðarganga. Hvað sem öllu líður er ljóst að einstakt lán hefur verið við gerð ganganna. Ekkert al- varlegt slys varð við gerð þein-a á meðan á verktíma þeirra stóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.