Morgunblaðið - 24.07.1998, Page 54

Morgunblaðið - 24.07.1998, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Ævintyri og* lærdómur ÆTLI þessar yngismeyjarlangi að prófa prinsessukjólinn? Zirkús Zimsen er hópur ungmenna með brennandi áhuga á leik- ------7-------------- list. I sumar eru þau með götuleikhús fyrir Reykj avíkurborg, og síðasta sýningin þeirra var Stjörnuferð- in, sem þau sýndu í Hlj ómskálagarðinum. STJÖRNUFERÐIN er fyrir börn á ýmsum aldri. Auk þess að sýna fyrir gesti og gangandi komu leikskól- arnir, íþrótta- og leikjanámskeiðin og fleiri hópar á sýninguna og oft voru börnin allt að 400 talsins og stemmningin að vonum góð. Ungu áhorfendumir lifðu sig af öllu hjarta inn í örlög góðu prinsessunnar Sesselíu og Olgeirs J klaufa sem bjargar henni og verður þar með hetja. A úrslitastundum hjálpuðu áhorfendur einnig hetjun- um sínum að taka rétta ákvarðanir. Og allt endaði vel, öllum til mikillar gleði. Ekki var verra að eftir sýninguna gátu krakkarnir hitt Olgeir, Sessel- íu og alla hina og spurt þau um lífið á hamingjuplánetunni þar sem allar persónurnar enduðu saman í sátt og samlyndi, þrátt fyrir að vonda drottningin Argentæta reyndi að koma í veg fyrir það. Áralöng reynsla Götuleikhúsið er gert út af menn- ingarsveitar Hins hússins með styrk frá Reykjavíkurborg. Markús H. Guðmundsson í forsvari fyrir sveitina en sérlegur aðstoðarmaður leikaranna er Helga Rós Hannam. Ungmennin sem stofnuðu Leikskól- ann í vetur og sýndu Sumargesti eftir Maxím Gorkí, fengu nokkra kunningja til liðs við sig og stofnuðu Zirkús Zimsen og tóku að sér götu- leikhúsið í sumar. Þau hafa flest áralanga reynslu að baki, og eru sum að vinna við götuleikhús fjórða sumarið í röð. Nú voru þau ráðin í tvo mánuði og settu upp eina sýn- ingu á viku fyrir borgina. Maríanna Clara Lúðvíksdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Björn Thors út- skýrðu hópinn og sýninguna betur. ' Maríanna: Við erum ósköp glöð að hafa fengið tækifæri til að vinna við þetta, sumarið er búið að vera frá- bært. Unnur: Og endar alveg stórvel með þessari sýningu því bömin em svo ánægð. Bjöm: Fóstrurnar eru alveg himin- lifandi og koma til okkar í hrönnum og þakka kærlega fyrir. Skemmtileg vinna Unnur: Við emm alltaf í vinnunni frá níu til fimm. Við ráðum okkur sjálf og emm í hugmynda- og spunavinnu. Við komum þessari sýningu saman á bara einni viku. Maríanna: Við vinnum einnig mikið í búningunum með hönnuðinum Hu- grúnu Amadóttur og leggjum mik- inn metnað í þá. Bjöm: Við eram með eina sýningu á viku sem við skilum til borgarinnar, og svo seljum við Zirkús Zimsen hópinn utan vinnutíma. Við eram þá .... ii—-SB^B^BBBBSBBI^BBBí^BBm Morgunblaðið/Árni Sæberg SVEFNPURKUR góði konungurinn sem leikinn er af Aðalsteini Bergdal, sefur þegar stálstúlkan Herkimera, Ilmur Kristjánsdóttir, talar við Herminu hundakonu sem Unnur Ösp Stefánsdóttir leikur. Olgeir klaufi, Ólafur Steinn Ingunnarson, er kominn á axlir eldflaugamannsins Apollós , sem er Hlynur Páll Pálsson. SESSELÍA prinsessa með Þanosi úka. Þau leika Maríanna Clara Lúð- víksdóttir og Orri Huginn Ágústsson. TEKST Olgeiri klaufa að buga Arg Esther sápukúlum? Ólafur Stemn Ingunnarson bæði að skemmta úti á landi og í ýmsum fyrirtækjum. Hið sígilda ævintýri Björn: Leikritið fjallar um baráttu góðs og ills. Maríanna:Við förum alveg ókannað- ar lendur í umfjöllun okkar, þar sem prinsessunni er rænt, klaufinn bjargar henni og verður hetja! Helí- os konungur hitans, sem Stefán Hallur Stefánsson leikur, kennir honum að nota slökkvitæki og að vera ekki hræddur við það sem hann þekkir ekki. Unnur: Svo eram við með alls konar frumlega tónlist eins og úr Stjörnu- stríði, klassíska tónlist, rapp, rokk fleira, en um hana sér hljóð- og tæknimaðumn Úlfur Chaka. Björn: Eg er sögumaðurinn og ann- KRAKKARNIR fylgdust grannt með öllu sem fram fór. ars er þetta mikill látbragðsleikur, mikil kómík og hentar mjög breið- um áhorfendahópi. Það er kannski helst að við ýkjum hættuatriðin að- eins hjá eldri hópunum. Tími fyrir aðra Björn: Næsta sumar verðum við orðin rík og fræg. Unnur: Þá verður eitthvert fram- hald á og við munum fara skrefinu lengra, hvort sem það verður einmitt þessi hópur eða einhver breyting verður þar á. Björn: Við erum búin að toppa það sem við getum gert hér. Við höfum haft yfirmenn, nú gerðum við þetta sjálf, og þá er kominn tími til að hleypa yngra fólki að sem hefur jafn gaman af þessu og leyfa þeim að öðlast sömu reynslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.