Morgunblaðið - 24.07.1998, Page 60

Morgunblaðið - 24.07.1998, Page 60
Sparaðu tíma, sparaðu peninga ^ @%ÚNAÐARBANKINN traustur banki L JiemM -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 24. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Landssíminn setur upp þrjá DCS-símsenda Samþykktir OSPAR-ráðstefnunnar Draga úr meng’- un við Island SAMÞYKKT var á alþjóðlegu OSPAR-ráðstefnunni um verndun Norðaustur-Atlantshafsins sem lauk í gær í Portúgal að stöðva nánast alveg losun manngerðra geislavirkra efna og annarra eiturefna í hafið fyrir árið 2020. Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að samþykktimar muni draga úr mengun hafsins í lögsögu Islands og til langs tíma bæta ímynd íslenskra sjávarafurða. Hann segir að ekki sé þörf á breytingum á starfsemi ís- lenski'a atvinnufyrirtækja strax, en telur þó að niðurstöður ráðstefnunnai- muni hafa áhrif á nánast alla starf- semi sem mengar hafið. A ráðstefn- unni var meðal annars samþykkt ályktun um mengun frá áliðnaði, en Magnús segir að hún gangi ekki lengra en þær reglur sem Islendingar hafi þegai’ sett um starfsemi álvera. Akveðið var bann við því að sökkva olíuborpöllum í sjó en þó voru gerðar vissar undantekningar varðandi þyngstu og stærstu pallana. Bannið mun þó eiga við um alla olíuborpalla sem smíðaðir eru frá og með febrúar á næsta ári. Umhverfisvemdarsamtök Græn- friðunga segja að samþykktir ráð- stefnunnar séu sögulegar og viðbrögð annarra umhverfisverndarsamtaka og stjómmálaleiðtoga í þátttökulönd- unum vom mjög jákvæð. ■ Áhrif á starfsemi/11 Bætir og þéttir GSM-símakerfíð Landssíminn hefur fjárfest í sjö DCS-sendistöðvum fyrir 25-30 millj- ónir króna, að sögn Hrefnu. Hún sagði að uppsetning þriggja væri lokið og áformað væri að setja hinar fjórar upp síðar. Á þessari stundu væru mestai- líkur á að uppbygging kerfisins næði aðeins til Suðvestur- lands. Hrefna sagði að uppsetning þess- ara stöðva hefði leitt til þess að fjár- festingum í GSM-kerfinu hefði verið flýtt, m.a. í nýjum hugbúnaði. I heild næmi fjái’festingin 50-60 milljónum króna. Nýja kerfið verður tekið formlega í notkun um miðjan ágúst. -------------- Stækkun Kringlunnar Þrír bankar lána 1.800 milljónir kr. Morgunblaðið/Haukur Snorrason STÆRSTA skemmtiferðaskipið sem kemur hingað til lands í sumar er Queen Elizabeth 2 og lá hún úti á ytri höfninni í gær. í Sundahöfninni voru hins vegar Chrystai Symphony og Pacific Princess. Mikil eftirspurn eftir ferskum flökum á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum Glæsiskipin auka annir við höfnina Morgunblaðið/Ámi Sæberg FIMMTIU langferðabflar tóku við gestum skemmtiferðaskipsins Queen Elizabeth 2 þegar þeir komu í land í gær. EKKI vantar þægindin um borð í skemmtiferða- skipið Queen Elizabeth 2 sem staldraði hér við í gær á siglingu sinni um norðurhöf. I skipinu eiu þrjár sundlaugar, 530 sæta bíó, fimm kvöldverð- arsalir, bókasafn og spila- víti svo eitthvað sé nefnt. Reykjavíkurhöfn tekur á móti fjölmörgum skemmtiferðaskipum af stærri gerðinni í viku hverri og frá 20. júlí hafa sjö skip legið hér við fest- ar. I gær voru þrjú skip stödd hér og var Queen Elizabeth 2, sem jafn- framt er stærst þeirra skipa sem hingað koma, eitt þeirra. Farþegar hennar eru hátt í 1.200 manns og biðu 50 langferðabflar þeirra á hafnar- bakkanum í gærmorgun. Við- dvölin er þó fremur stutt og lagði hún frá landi síðdegis í gær, eftir að farþegarnir höfðu skoðað sig um hér. Að sögn Halldórs Valdimars- sonar hafnsögumanns hefur orðið mikil aukn- ing á komu skemmti- ferðaskipa hingað til lands síðustu tvö árin. I ár koma hingað alls 44 skip og var Ijöldinn svip- aður í fyrra. Hann segir að reynt sé að láta flest skipin liggja í Reykjavík- urliöfn og þá helst í gömlu höfninni. Halldór segir að flest séu skipin á siglingu um Norður-Atlantshafið. Þau leggi upp frá Hollandi eða Þýska- landi, koini gjarnan við í Færeyjum, Hjaltlands- eyjum á Islandi og Sval- barða og sigli svo suður með strönd Noregs. Farþegarnir eru að stærstum hluta Þjóð- verjar, Bretar og Bandaríkja- menn. LANDSSÍMINN hefur sett upp þrjá DCS-fjarskiptasenda á höfuð- borgarsvæðinu. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, upplýsingafulltrúa Landssímans, er tilgangurinn með uppsetningu stöðvanna að þétta og bæta GSM-kerfið. Þetta sé fyrir- byggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir að álag í núverandi GSM-kei-fi verði of mikið. Nú eru liðlega 53 þúsund GSM- símar í notkun hér á landi og fjölgar notendum hratt. Nýlega veitti Póst- og fjarskiptastofnun Landssímanum heimild til að nota ný GSM-númer sem byrja á 86, en fram að þessu hafa GSM-númer byrjað á 89. Hrefna sagði að gæði símtalanna yi’ðu þau sömu og áður og gjaldskrá yrði sú sama. Álag á núverandi GSM-kerfi myndi hins vegar minnka sem kæmi notendum til góða þegar álag á kerfið er mjög mikið. Minni líkur yrðu því á því að GSM-símar sem geta nýtt sér DCS-stöðvarnar næðu ekki sambandi á álagstímum. Um 35% verð- hækkun á ári VERÐ á ferskum flökum á evrópu- og bandaríkjamarkað hefur hækkað um sem svarar einum bandaríkjadal -—é hvert pund, frá sama tíma í fyrra, að sögn Kjartans Olafssonar, fram- kvæmdastjóra Sæmarks hf. Það jafngildir um 35% hækkun. „Miðað við það verð sem fékkst fyrir fersk flök í júlí í fyrra hefur verðið hækkað um u.þ.b. einn dollar á pundið, sem er um 35%. Það er yf- irleitt ekki mikil eftirspum í júlí en hækkunin frá því á eftirspurnartím- anum síðastliðið haust er um 20%,“ sagði Kjartan. Markaðurinn úti er uppspenntur Kjartan segir að markaðurinn anni nú ekki eftirspurn seljenda eftir fiski sem hægt væri að selja ferskan úr landi með flugi. „Á móti kemur að markaðurinn er mjög uppspenntur úti. Ástandið er ekki eðlilegt. Þar verða menn að kaupa fisk til að geta staðið við skuldbind- ingar sínar samkvæmt samning- ■B|ím,“ sagði Kjartan. Þess vegna greiði erlendir kaupendur nú allt að því óeðlilega hátt verð fyrir íslensk- an ferskan fisk. Hann segir að eftir- spurnin hafi mest aukist frá Banda- ríkjunum en þorskleysi sé á flestum mörkuðum, enda hafi di-egið úr veiði við Noreg og í Barentshafi. Hann sagði marga þætti leggjast á eitt til þess að þrýsta verðinu upp. Lítið framboð í lok kvótaárs hefði mikil áhrif og eins það að saltfisk- og freðfiskmarkaðirnir hefðu styrkst undanfarið ár. Kjartan sagði að Islendingar byðu mestu gæðin á markaðnum. Sumir aðilar vilji aðeins fisk héðan og við þessar aðstæður sé orðið til verð sem ekki sé hægt að kalla ann- að en yfirmarkaðsverð. Á miðvikudag var selt á fisk- markaði hér 50,1 tonn af þorski fyr- ir 126 króna meðalverð og 17,3 tonn af ýsu á 134 króna meðalverði. Meðalverð á þorski á fiskmörkuð- um á þriðjudag var 131 króna kílóið en þá voru seld 34,4 tonn. Alls voru seld 19,6 tonn af ýsu á meðalverði 118 krónur kílóið en Örn Smárason hjá Faxamarkaði segir að meðal- verðið gefi ekki nákvæma mynd af verðinu því að t.d. hafi verið talsvert um smáa trollýsu sem hafi farið á lágu verði. „Hins vegar voru til nokkur kör af stórri ýsu sem fóru á 150-160 krónur kílóið,“ sagði Örn. Örn sagði að þrátt fyrir gott veð- ur suðvestanlands hefði verið gæft- arleysi um vestanvert landið og því hefðu krókabátar lítið stundað sjó undanfarnar tvær vikur. Lítið fram- boð þaðan bættist við deyfð sem væri yfir í lok kvótaársins. Um 20% hærra verð á mörkuðum Örn kvaðst telja að verð á mörk- uðum væri nú um það bil 20% hærra fyrir þorsk en var á sama tíma í fyrra. Ýsuverðið væri hins vegar breytilegra. Hann tók í sama streng og Kjartan að gi-einilegt væri að all- an fisk vantaði til að selja ferskan úr landi. „Maður áttar sig ekki á því hvort menn eru að kaupa of dýrt og hafa lítið upp úr því eða hvort af- urðaverðið er orðið svona hátt,“ sagði hann. Örn kvaðst búast við því að þótt gæftaleysi ætti talsverðan þátt í hinu háa verði mundi þetta mikla eftirspurnarástand á fiskmörkuðun- um vara fram í miðjan ágúst. Marg- ir séu farnir að ljúka veiðum þetta kvótaár og frí sé framundan. 23. júlí í fyrra voru seld á mörk- uðum hér 120 tonn af þorski fyrir meðalverð 91 krónu og 20,2 tonn af ýsu fyrir meðalverð 92 krónur. Bókasafn í tengibyggingu FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf., Landsbanki Islands hf. og Union Bank of Norway hafa samið við Eignarhaldsfélagið Kr- ingluna hf. um að fjármagna fram- kvæmdir vegna stækkunar Kringl- unnar. Áætlað er að kostnaður við framkvæmdirnar muni nema um 1.800 milljónum króna. Þetta mun vera stærsta lánveiting, sem ís- lenskir bankar hafa haft forgöngu um, til einkaaðila hérlendis. Menningu og verslun blandað saman Að auki mun Eignarhaldsfélagið byggja hús við Borgarleikhúsið þar sem opnuð verða útibú frá Borgar- bókasafninu og nýr salur fyi’ir leik- húsið. Húsið mun tengja Kringluna og Borgarleikhúsið og er ætlunin að blanda menningu og verslun saman á um 60 þúsund fermetra svæði. ■ Kostnaður/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.