Morgunblaðið - 31.07.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 31.07.1998, Síða 8
8 B FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ uðum. „Samkeppni milli þeirra ljósmyndara sem sækja sýningarn- ar er rosaleg. Eg bíð oft í löngum röðum og reyni að láta karlana ekki troða mig undir. Eg kaupi miða upp á von og óvon, fæ kannski lélegt stæði eða kemst hreinlega ekki inn,“ segir Katrín. „Það er líka spuming um heppni hvort maður „veðjar“ á réttan tískuhönnuð þannig að fjárhagsleg afkoma af þessum ferðum er frem- ur ótrygg. Eg lít frernur á sýning- arnar sem spennandi reynslu, mér fínnst gaman að fylgjast með nýj- ustu tískustraumum og það kemur sér vel í kennslunni," en Katrín kennir tískuljósmyndun í fatahönn- unardeild Danish College of Design á Jótlandi. Ofan á allt ann- FRA Sankti Nikulásarkirkjunni í Prag. Verkið er Polaroid-þrykk á vatnslitapappír og er að finna á sýningunni Sköpun 1998 á Isafirði. Myndar konur í sturtu og felur vélina innan klæða Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari kemur víða við með linsuna. Hún myndar gamla kirkjugarða, heimsfrægar fyrirsætur, íþrótta- landslið og Lego-kubba en segist fá minnst borgað fyrir skemmti- legustu verkefnin. Hún hefur hald- ið sýningar í Boston, New York og Flórída og nú bætast æskuslóðirn- ar á Vestfjörðunum við. I spjalli við Sigurbjörgu Þrastardóttur segir Katrín frá líflegri vinnu sinni beggja vegna Atlantsála. Morgunblaðið/Arnaldur KATRÍN Elvarsdóttir hefur bú- ið erlendis í áratug en kemur heim á hverju sumri. EITT af fimm verkum Katrínar sem skreyta nýstofnaða tölvudeild Lego í Danmörku sýnir tölvukóða og þrívíddarskynjun. AUGLÝSINGAMYND eftir Katrínu fyrir tísku- verslunina Allston Beat í Boston, en í þeirri borg stundaði Katrín ljósmyndanám sitt. EFRI tvær myndirnar tók Katrín á sýningu breska hattahönnuðarins Philippe Tracy. Undir slæðunni er ofurfyrirsætan Naomi Campbell. Á neðstu mynd- inni er latexkjóll eftir fatahönnuðinn Tunji Dada í New York en Katrín ákvað að taka myndina í sturtu til þess að undirstrika gúmmíáferð efnisins. ÞEGAR ég var beðin að taka myndir af norska landsliðinu í knattspymu rétt fyrir HM var ég mjög efins því ég hef hverfandi áhuga á fótbolta," segir Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari. „Svo ákvað ég að slá til enda er íþróttaljósmyndun kannski ekki svo frábrugðin því að taka myndir á líf- legum tískusýningum eins og ég er vön.“ Myndimar af norska liðinu vora fyrir Scanorama, tímarit SAS-flugfélagsins, en síðustu mánuði hefur Katrín unnið ýmis verkefni fyrir ritið. Hún er þó ekki í fastri vinnu þar frekar en annars staðar - býr í Danmörku og sinnir lausamennsku allt frá París til New York.“ Katrín lauk BFA-gráðu í ljósmyndun frá Art Institute of Boston árið 1992, en hafði áður stundað ljósmyndanám um tveggja ára skeið í Flórída. Hún sérhæfði sig í tískuljósmyndun og starfaði í Bandaríkjun- um að námi loknu. „Eg myndaði fyrir DNR, Stuff Magazine og fleiri blöð sem öragglega enginn þekldr hér heima,“ útskýrir Katrín og hlær. „I hitteðfyrra ákvað ég svo að breyta til, flutti til Danmerkur og tók til við ýmis verkefni enda lifír enginn þar á tísku- Ijósmyndun eingöngu." Eiginmaður Katrínar, Kristinn R. Þóris- son, starfar hjá leikfangafyrirtækinu Lego við rannsóknir á gervigreind. Þar hefur nú verið stofnuð ný deild, Lego Digital, sem tengir tölvur og hefðbundna kubba í nýjum leikfóngum. Katrín var beðin að skreyta að- setur deildarinnar með listaverkum og not- aði sem myndefni tölvukóða, Legokubba, mannslíkamann og fleira. Aðþrengd af áköfum karlmönnum Á haustin og vorin bregður Katrín sér gjarnan til Parísar eða New York og festir á fílmu nýjustu hátísku frá frægum fatahönn- að. Vestur um haf fer Katrín að jafnaði þrisvar á ári og sem dæmi myndar hún nánast alla fram- leiðslu tískuhönnuðarins Tunji Dada. Nýjasta nýtt frá honum eru flíkur úr latexi með handmáluðu mynstri sem Katrín myndaði í sturtuklefa. Laumulegasti Ijósmyndarinn „í Ameríku er meira litið á ljós- myndun sem listgrein og hærra verð fæst fyrir myndir en í Evr- ópu. I tískuljósmyndun er hins vegar meira að gerast í Evrópu, þar er mikil tilraunastarfsemi í gangi og nýjar stefnur í deiglunni. Svo er margt spennandi að gerast í Ungverjalandi, Rússlandi og öðr- um austlægum Evrópulöndum. Ljósmyndarar þaðan era í það minnsta famir að vera meira áber- andi nú þótt þeir hafi kannski alltaf verið að gera áhugaverða hluti,“ segir Katrín en sjálf er hún nýkom- in frá Tékklandi þar sem hún myndaði af miklum móð í Prag. „Oft þurfti ég að stelast á milli staða með myndavélina falda undir jakkanum því í borginni er víða bannað að taka myndir. Mér fannst það mjög skrýtið en eflaust eru þetta leifar frá kommúnistatíman- um þegar allir óttuðust að verið væri að njósna um sig.“ Afraksturinn af njósnafór sinni til Tékklands sýnir Katrín nú í Slunkaríki og Edinborgarsal á ísa- fírði. í samsýningunni Sköpun 1998 taka þátt auk Katrínar þær Guð- björg Kr. Ingvarsdóttir, skart- gripahönnuður, og Guðrún Hall- dórsdóttir, leirlistakona. ,,Við þrjár eram frænkur og allar Isfirðingar að upplagi," út- skýrir Katrín en fj ölskyldusýning- unni lýkur þann 12. ágúst n.k. Nýjasta tækni og trúarbrögð Verkin sem Katrín sýnir fyrir vestan era unnin þannig að hún þrykkir Polaroid- filmu á vatnslita- pappír og málar of- an í myndirnar eft- ir á. „Stundum fríska ég upp á lit- ina sem fyrir era eða ýki þá í ein- hveija átt. Ég hef líka verið dugleg við að bæta við gyllingum eða kop- arlit,“ segir Katrín og bendir á ljósrit af verkunum sem í verunni eru stærri og grófari. Katrín ljós- myndaði sögufræga staði í Prag og féll sérstaklega fyrir gömlum kirkjum og kirkjugörðum sem era með þeim elstu í heiminum. „Þem- að í verkunum er menning, saga, trúarbrögð og arkitektúr í Prag en borgin er fjársjóður sem gaman var að uppgötva ogjgramsa í.“ Þótt sýningin á ísafírði sé sölu- sýning segist Katrín ekki einvörð- ungu getað helgað sig slíkri list. „Það er eiginlega minnst upp úr því að hafa sem manni þykir skemmtilegast. Þess vegna verð ég að hafa fjölmörg og fjölbreytt járn í eldinum og það gengur prýði- lega.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.