Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 7

Morgunblaðið - 20.10.1998, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 C 7 Þrenns konar eignarréttur í fjöleignarhúsi Ábyrgð á tjóni fer eftir því, hvort það stafar af séreignarhluta eða sameignarhluta, segir Sandra Baldvinsdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Eigandi ber einn ábyrgð á tjóni, sem stafar af bilun lagnar, er telst séreign. Morgunblaðið/Einar Falur EIGN í fjöleignarhúsi getur verið með þrennu móti: í fyrsta lagi séreign, í öðru lagi sameign allra eigenda og í þriðja lagi sameign sumra eigenda. Eignarréttur eig- anda nær bæði til séreignar og sam- eignar. Þannig fylgir hverri séreign hlutdeild í sameign. Réttarstaða eigenda er hins vegar ekki sú sama gagnvart öllum hlutum hússins. Af þeim sökum er mikilvægt að gi'eina á milli þess hvaða hluti húss er sér- eign og hvaða hluti er í sameign. Eignarrétti eiganda fylgja rétt- indi og skyldur sem eru misjafnar eftir því um hvaða eignarhluta er að ræða. M.a. má nefna mismun- andi rétt til umráða og hagnýtingar og ekki síst hver skuli kosta viðhald og viðgerðir. Ábyrgð á tjóni fer eft- ir því hvort það stafar af séreignar- hluta eða sameignarhluta. Sem dæmi má nefna að eigandi verður einn að sjá um og kosta viðhald á lögn sem telst séreign og hann einn er ábyrgur vegna tjóns sem stafar af bilun hennar. Viðhald og kostnaður vegna lagnar sem er sameiginleg og ábyrgð vegna tjóns hvílir hins vegar á öllum eigendum. Því má segja að afmörkun eign- arhluta í séreign og sameign sé grundvöllur annarra reglna sem lúta að samskiptum eigenda og það getur haft mikla þýðingu að greina þessi mörk. Séreign Fjöleignarhúsalögin hafa að geyma skilgi-einingu á séreign. Samkvæmt þeim er séreign af- markaður hluti af húsi eða lóð eins og honum er lýst í þinglýstri eigna- skiptayfirlýsingu, skiptasamningi og/eða öðrum þinglýstum heimild- um um húsið, ásamt því sem honum fylgir, sérstaklega hvort heldur er húsrými í húsinu sjálfu, bílskúr á lóð eða sameiginlegri lóð margra húsa, lóðarhluti, búnaður eða annað samkvæmt sömu heimildum, ákvæðum laganna eða eðli máls. Þegar eignaskiptayfirlýsing, skiptasamningur eða aðrar þing- lýstar heimildir eins og t.d. afsal, liggja fyrir er yfirleitt ljóst hvort tiltekinn hluti húss er séreign eða sameign. Slíkar heimOdir eru þó ekki alltaf fyrir hendi eða þá að ekki verður af þeim ráðið hvort um sameign eða séreign er að ræða. í fjöleignarhúsalögunum er að finna nánari útlistun á því hvað telst vera séreign húss. Þar er tekið á mörgum atriðum sem voru óljós í gildistíð eldri laga og leiddu til tíðra ágreiningsefna. Er þetta nákvæm upptalning sem á að vera nokkuð tæmandi. Farsæl fasteignaviðskipti = þekking og reynsla rf= Félag Fasteignasala Sem dæmi um séreign má nefna þann hluta gluggaumbúnaðar sem er inni í séreign, svo og gler í gluggum og hurðum, innra byrði svalaveggja, svalagólf og svala- hurðir. Sameign allra Sameign er skilgreind sem allir þeir hlutar húss, bæði innan og ut- an, og lóðar sem ekki eru ótvirætt í séreign, svo og öll kerfi, tækja- búnaður, lagnir og tilfæringar, sem þjóna aðallega þörfum heildarinnar eða hluta hennar með þeim hætti að sanngjamt og eðlilegt er að allir eigendur eða eftir atvikum tiltekinn hópur þeirra beri kostnað og áhættu af þeim. Þótt fjöleignarhús samanstandi af einingum eða hlutum (stigahús- um), sem eru sjálfstæðar eða að- greindar að einhverju leyti, er allt ytra byrði hússins alls staðar, þakið, útveggir og gaflar, í sameign allra eigenda þess. Eins og með séreignir er eigna- skiptayfirlýsing aðalheimildin um hvaða eignarhluti er sameign. Skiptasamningur eða aðrar þinglýstar heimildir geta jafnframt gefið vísbendingu þar um. í fjöleignarhúsum er sameign meginregla, sem þýðir að jafnan eru löglíkur fyrir því að umrætt húsrými og annað sé í sameign. Sameignina þarf ekki að sanna, heldur verður sá sem gerir séreign- artilkall að sanna eignarrétt sinn. Takist honum ekki að sanna eign- arrétt sinn er um sameign að ræða. I fjöleignarhúsalögunum er til- greint nánar hvað fellur undir sam- eign og er þar eins og með séreign- ir tekið á ýmsum atriðum sem leiddu oft til ágreiningsefna í gild- istíð eldri laga. Sem dæmi um sameign má nefna ytri gluggaumbúnað, ytra byrði svala og stoð og burðarvirki þeirra, svo og svalahandrið. Sameign sumra Sameign getur verið sameign sumra. Er þá um eins konar sam- eign innan sameignarinnar að ræða. Slík sameign er undantekn- ing miðað við sameign allra og eru því líkur á að um sameign allra sé að ræða ef um það er álitamál. Nánar tiltekið er um sameign sumra að ræða þegar það kemur fram eða má ráða af þinglýstum heimildum að svo sé eða þegar lega sameignar eða afnot hennar eða möguleikar til þess eru með þeim hætti að sanngjarnt og eðlUegt er að hún tilheyri aðeins þeim sem hafa aðgang að henni og afnota- möguleika. Á það m.a. við þegar veggur skiptii' húsi svo að aðeins sumir séreignarhlutar eru um sama gang, stiga, svalir, tröppur eða annað sameiginlegt húsrými, lagn- ir, búnað eða annað. Þannig er t.d. húsrými inni í einstökum stigahús- um í sameign eigenda þar og öðrum óviðkomandi. Séreign eða sameign Eins og hér hefur komið fram er eignarhaldi í fjöleignarhúsum háttað á mismunandi veg og mikil- vægt getur verið að greina mörk séreignar og sameignar. Mörkin þar á milli eru þó ekki alltaf skýr og þarf oft að leysa úr álitaefnum þar að lútandi. Auk þess sem hér að framan greinir skal við afmörkun séreign- ar og sameignar líta til þess hvern- ig staðið var að byggingu hússins eða viðkomandi hluta þess og hvernig byggingarkostnaðinum var skipt, ef um það liggja fyrir skýr gögn. Hafi byggingarframkvæmd verið sameiginleg og kostnaðurinn einnig, þá er um sameign að ræða ef önnur veigamikil atriði mæla því ekki í mót. Hafi eigandi einn kostað ákveðinn búnað, tiltekna fram- kvæmd eða byggingarþátt, þá eru á sama hátt líkur á því að um séreign hans sé að ræða. Þetta atriði er aðeins eitt af mörgum sem koma til skoðunar og það eitt ræður ekki úr- slitum. Skipholt 50b, 2. Sími 561 9500 Fax 561 9501 ^hAtúii FASTEIGNASALA Opið virka daga: 9.00-18.00 Um helgar: 12.00-14.00 Ásgeir Magnússon, hrl. og lögg. fasteigna- og skiposali. Lórus H. Lórusson sölustjóri. Þórir Halldórsson sölumaður. Kjortan Hollgeirsson sölumaður. Sturla Pétursson sölumoður. 15“,. afstáttur af sölulaunum fyrir eldriborgara. Laugalækur Mjög gott og vel hannað 215 fm raðhús með séribúð í kjallara, og 25 fm bílskúr. Húsið er laust fljótlega og áhv. eru 8,9 millj. i góðum lán- um. 1829 elnb^raöhús Hafnarfjörður - Ný uppgert Endur- nýjað hús í hjarta Hafnarfjarðar. 4 svefn- herbergi, parket á gólfum. Stór lóð og 20 fm svalir. 1808 Neðstaleiti Glæsilegt 245 fm raðhús með 30 fm innbyggðum bílskúr, teiknað Kjartani Sveinssyni. Fallegt útsýni og vandaðar innréttingar, parket, flisar og marmari. 4. mrngóð svefnherbergi. 1794 f Foldahverfi Mjög fallegt og einkar vel staðsett einbýlishús við Logafold. Húsið er ca 234 fm ásamt stómm bílskúr. Sérsm. innr. Fallegur garður. Góð stað- setning. Sjón er sögu ríkari. 110 hwölr Nýbýlavegur - nýtt Mjög falleg of vönd- uð 140 fm jarðhæð ásamt 24 fm bílskúr í nýlegu húsi (byggt 94) Útleigumöguleikar á rúmgóðu forstofuherbergi með sér- baðherbergi og eldhúsaðst. Rúmgóðar stofur, parket á gólfum og vandaðar inn- réttingar. Allt sér. 1813 Fálkagata 98 fm íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi og útg. út í lokaðan garð. Ný- legt baðherbergi. Þetta er ibúð sem býður uppá mikla möguleika í næsta nágrenni Háskólans. Áhv. 3,3 millj. 1201 Miðtún - sérhæð. Hæð og ris, 4. svefnh. Stór stofa og tvö baðherbergi. Nýtt parket á gólfum. Laust strax. Áhv. 5,5 millj. 1825 herbergja harbargja | Espigerði - Gott útsýni. Vomm að fá í einkasölu einstaklega glæsilega ca 136 fm íbúð á fjórðu hæð í góðu lyftuhúsi. Allar innréttingar eins og best er á kosið. Park- et og flísar. Þetta er glæsileg ibúð sem vert er að skoða. Laus fljótlega. 1847 Asparfell Björt og falleg 4ra herbergja íbúð í viðgerðu lyftufjölbýli með suður svölum. Húsvörður sér um sameign. Laus fljótlega. Áhv. 2 millj. í byggsj. Gott verð. Ákveðin sala. Verð 6,9 millj. 1788 Bústaðavegur 95 fm efri sérhæð ásamt risi með byggingarrétti. 3 svefnherbergi og rúmgóð stofa. Áhv. 4,1 millj. Laus strax V. 8,4 m. 1780 Rofabær Vomm að fá i einkasölu mjög fallega og vel innr. 4ra herbergja íbúð á jarðhæð. Sérinngangur. Góðar innrétt- ingar og góð tæki. Flisar og korkur á gólf- um. Sjón er sögu rikari. V. 8,7 m. 1724 Okkur bráðvantar einbýli eða raðhús með sjávamtsýni fyrir viðskiptavin sem búin er að selja. Við höfum mikinn fjölda ákv. kaupanda á skrá. Grensásvegur 3 herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. 2 herbergi og rúmgóð stofa. Vestursvalir með góðu útsýni. Laus flótlega. V. 6,1 m. 1805 Skógarás Góð 80 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýli. Áhv. 2,7 millj. Mögulegt að taka bíl uppi kaupverð. Verð 7,2 m. 1736 Stóragerði - ekkert greiðslumat. Góð ca. 50 fm 2ja herbergja ibúð á jarðhæð í nýviðgerðu fjölbýli. Áhv. 3,6 millj. Verð 5 millj. 1815 Hringbraut - mikið áhv. Ca 66 fm 2ja herbergja íbúð í kjallara í þríbýlishúsi. íbúðin snýr út í garð og er með sérinn- gangi. Nýtt gler og gluggar. Áhv. ca 4 millj. Ekkert greiðslumat. Laus strax. Verð 5,6 millj. 1797 Mikið áhv. - ekkert greiðslumat 2ja herbergja 60 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjöl- býli í Hraunbænum. Vestursvalir, parket á gólfum. Verð 5,3 millj. 1792 [2 herbergja A anrtad Við seljum og seljum! Nú er hart i ári. Allar tveggja herbergja íbúðinar eru að verða uppumar og nú vantar okkur nauð- synlega eignir á skrá strax. Hringdu og við mætum, það ber árangur. Skógarás - Sérgarður Góð 66 fm íbúð í fallegu húsi með sérgarði. Áhv. 2,6 millj byggingsj. Verð 5,5 millj. 1814 Hliðarás Fallegt 195 fm partiús ásamt bílskúr á tveimur hæðum á framtíðarstað í Mosfellsbæ. Frábært útsýni, stór og sól- rikur garður. Selst fokhelt eða eftir sam- komulagi 1820 Lindargata Ca 130 fm iðnaðar/verslun- arhúsnæði á jarðhæð. Ýmiskonar nýting- armöguleikar. Verð 4 millj. 1790 Víö erum fremstir i Fossvogi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.