Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.10.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1998 C 17 Morgunblaðið/Golli TVÖ hús við Kjóahraun eru þegar seld og flutt inn í annað þeirra. Gert er ráð fyrir, að sex hús til viðbótar verði tilbúin fyrir áramót og þau sem eftir eru snemma á næsta ári. Hægt er að fá húsin afhent á mismunandi byggingarstigum, en þau eru til sölu hjá H-gæði. HUSIN eiga að falla inn í gömlu byggðina í Hafnarfírði, svo að úr verði ein hefld. Neðri hæðin er um 90 ferm., risið um 60 ferm. auk bflskúrs, sem er um 30 ferm. Samkvæmt skipulagi verður forðast að hreyfa við hraunlandslaginu á þessu svæði. » araðilar tóku sig saman og stofnuðu sérstakt félag um uppbyggingu þessa hverfis. Aðkoma að Víkurhverfi er eftir Víkurvegi, sem liggur frá Vestur- landsbraut til sjávar, en hverfið liggur niður með sjónum með góðu útsýni í átt til Esju og upp í Mos- fellssveit. Hverfið er í góðum tengslum við fjöruna fyrir norðan, en þar er afar skemmtilegt fjöru- svæði. Við Gautavík 33-35 er fasteigna- salan Gimli að hefja sölu á 3ja til 4ra herb. íbúðum í átta íbúða fjöl- býli. í húsinu eru fjórar 3ja herb. íbúðir, sem eru 87 ferm. að stærð og fjórar 4ra herb. íbúðir, sem eru 100,5 ferm. að stærð. Risloft fylgir íbúðum efri hæða til viðbótar, en bflskúrai- fylgja tveimur íbúðum og er annai' þeirra 27 fei-m. og hinn 31 ferm. Þeir eru seldir sér. Allar íbúðirnar eru með sérinngangi. Ibúðirnar á efri hæð eru með vestursvölum og góðu útsýni og tvær íbúðir neðri hæðar eru með sérgarði og ein endaíbúð með svölum á neðri hæð. Verð á íbúðunum er á bilinu 8,3 til 9,5 mfllj. kr. eftir stærð, en þær afhendast fullbúnar en án gólfefna. Þvottahús verður í íbúðunum og innréttingar að eigin vali hjá ákveðnu innréttingafyrirtæki. Að utan er húsinu skilað fullbúnu og það kvarsað. Ibúðirnar verða afhentar næsta vor og sumar. „Byggingaraðili er Húsafl, sem er mjög traust fyrir- tæki með mikla reynslu í nýbygg- ingum,“ sagði Ólafur B. Blöndal hjá Gimli. „Við hjá Gimli höfum selt mikið fyiir þetta fyiirtæki í gegn- um tíðina, bæði sérbýli og fjölbýli og allar tímasetningar þess hafa staðizt fullkomlega." „Sameignin í þessum húsum verður lítil, sem gerir íbúðirnar ódýrari,“ sagði Ólafur B. Blöndal ennfremui'. „Ávinningurinn af stórri sameign er oft ekld í réttu hlutfalli við það, sem hún kostar. Stór sameign nýtist gjarnan illa, en verður til þess að gera íbúðirnar miklu dýi'ari. Þá má ekki gleyma því, að kostnaðurinn við að reka stóra sameign er mikill." „Það hefur þegar komið fram mikill áhugi á þessum íbúðum úti á markaðnum," sagði Ólafur B. Blön- dal að lokum. „Þetta er mjög góður sölustaður og mestallt er þegar selt í hverfinu í kring. Markaðurinn í heild er „sjóðandi heitur“ eins og við köllum það fasteignasalarnir og ég man varla eftir öðru eins. Ég held, að á því verði ekkert lát, því að húsbréfin eru affallalaus að kalla, sem er mjög hagstætt fyrir markaðinn." Ný timburhús í Hafnarfírði Ásókn í timburhús er alltaf tölu- verð. Margir telja, að þau andi bet- ur en steinhús eins og sagt er á fag- máli og af þeim sökum sé í þeim betra loft. Mörgum finnst líka mik- ið til um þann hlýleika, sem gjarn- an einkennir timburhús. Hjá fasteignasölunni H-Gæði eru nú til sölu ný einbýlishús á svo- nefndum Einarsreit í Hafnarfirði, sem er mjög miðsvæðis í gamla bænum í Firðinum. Að sögn Hafþórs Kristjánssonar hjá H- Gæði eru þetta timburhús, sem eru hæð og ris á steyptum grunni og um 190 ferm. að stærð með bflskúr. Byggingaraðili er Grafis ehf., en húsin eru úr timbri, sem flutt er hingað frá Noregi. Neðri hæðin er um 90 ferm., risið um 60 ferm. auk bflskúrs, sem er um 30 ferm. Hægt er að fá húsin af- hent á mismunandi byggingarstig- um. Fullbúin kosta þau 16.650.000 kr., en það er líka hægt að fá þau skemmra komin og þá er verð þeirra frá 10,9 millj. kr. Húsin skiptast þannig, að á aðal- hæð er mjög góð stofa, eldhús og aðal svefnherbergi með baði auk forstofu, hols og þvottahúss, en uppi eru þrjú svefnherbergi með baði. Húsin eru því hentug fyrir venjulega fjölskyldu, þar sem eru tvö til þrjú börn. Hægt er að breyta herbergjaskipan uppi. Húsin eru hönnuð af Friðrik Friðrikssyni, arkitekt í Hafnarfirði. Yfirbragð þeirra minnir á gamla aldamótastflinn á timburhúsum. Aldamótapanell gefur þeim sér- stakt yfirbragð með tilheyrandi skreytingum, en húsin verða með útskurði á veggjum, Húsin eru líka máluð í fallegum litum. Svæðið er frábrugðið öðmm ný- byggingarsvæðum, þar sem öll þjónusta er þegar fyrir hendi í nágrenninu og ekki þarf að bíða eftir því að skólar og íþróttamann- virki verði reist eins og oftast er í nýjum hverfum. Ekki er nema 200- 300 metra göngufjarlægð í alla al- menna verzlun og þjónustu í miðbæ Hafnarfjarðar. Skólar og íþrótta- hús eru í svipaðri fjarlægð og íþróttasvæðið í Kaplakrika er líka í aðeins um 600 metra fjarlægð. Staðurinn liggur þar að auki mjög vel við samgöngum. „Samkvæmt skipulagi verður forðast að hreyfa við hraunlands- laginu á þessu svæði en einkenni þess látin halda sér,“ sagði Hafþór Kristjánsson. „Þessi hús eiga að falla inn í gömlu byggðina í Hafn- arfirði, svo að úr verði ein heild.“ Hafþór bætti því við, að þegar væru seld tvö hús við Kjóahraun og flutt inn í annað þeÚTa. Gert er ráð fyrir, að sex hús til viðbótar verði tilbúin fvrir áramót og þau sem eft- ir eru snemma á næsta ári, en alls verða reist 14 hús af þessum bygg- ingaraðila. „Það er greinilega mikill áhugi til staðar úti á markaðnum á þessum húsum,“ sagði Hafþór ennfremur. „Mestur er áhuginn á meðal fólks, sem þekkir til í Firðinum, en hann er þó alls ekki eingöngu bundin við það. Möguleiki er á lánafyrir- greiðslu fyrir allt að 70% af kaup- verði húsanna eða meiru, sem við aðstoðum fólk með í gegnum lána- stofnanir.“ „Það er stanzlaus umferð um helgar um byggingarsvæðið af fólki, sem vill kynna sér þessi hús,“ sagði Hafþór Kristjánsson að lok- um. „Þetta er svæði, sem er að mörgu leyti einstakt í sinni röð. Það liggur norður af gamla bænum og einkennist af hraunlendi með böl- um og bollum, sem eru svo áber- andi í Hafnarfii'ði." Morgunblaðið/Halldór VIÐ Gnípuheiði 5-7 í Kópavogi eru fasteignasalan Ásbyrgi með til sölu 6 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum, þrjár íbúðir í hvoru húsi. Þessi mynd er af byggingaraðilanum, Birgi R. Gunnarssyni og Ingileifi Einarssyni, fasteignasala í Ásbyrgi með húsin í baksýn. Hlutabréf í Canary Wharf sett í sölu London. Reuters. KANADÍSKI fasteignajöfur- inn Paul Reichmann hyggst koma hlutabréfum í Canary Wharf-húsaþyrpingunni í London í sölu fyrir allt að 1,4 milljarða punda að því er fram kemur í blaðinu Sunday Tel- egraph. Alþjóðleg samtök fjárfesta undir stjórn Reichmanns keyptu Canary Wharf 1995 fyrir 800 milljónir punda. Helsti ráðgjafi þeirra verður bandaríski fjárfestingar- bankinn Morgan Stanley Dean Witter, að sögn blaðs- ins. Nokkrir bankar og verð- bréfafyrirtæki hafa bundist samtökum til að starfa með Morgan Stanley og er talið að þar á meðal séu Crédit Suisse First Boston og Cazenove & Co. I Sunday Telegraph segir að Reichmann voni að með sölu hlutabréfanna megi takast að afla fjár til að ljúka við framkvæmdirnar í Canary Wharf. Skiptameðferð Framkvæmdimar þai’ hófust 1987 á vegum Olympia & York, sem var í eigu Reich- mann-fjölskyldunnar. í maí 1992, á samdráttarárunum í byrjun þessa áratugar, var Olympia & York Canary Wharf Ltd tekið til skiptameð- ferðar, en í október 1993 björguðu fyrirtækinu samtök banka sem höfðu fjármagnað áætlunina. Árið 1995 seldu þessh- bank- ar hlut sinn fyrirtækjasamtök- um undir stjórn Reichmanns með samningi að verðmæti 800 milljónir punda. I samtök- unum var saudi-arabíski auðjöfurinn al-Waleed bin Talal prins. MEÐ SÖLU hlutabréfa í Canary Wharf er vonazt til, að takast megi að afla fjár til að ljúka við þessar miklu byggingafram- kvæmdir. EIGNABORG * 5641500 FASTEIGNASALA if Hamraborg 12, Kópavogi, simi 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar 2JA HERBERGJA IBÚÐIR Skúlagata. 52 tm & 3. hæð, suð- ursvalir, laus strax. V. 4,3 m. (640) Kleppsvegur. 52 fm á 2. hæð, ný- legt gler, vestursvalir, laus strax. V. 4,5 m. (639) Engihjalli. 62 fm á 5. hæð, vest- ursvalir, laus strax. (340) Þverbrekka. 45 fm á 6. hæð, iaus strax. (638). Ásbraut. 82 fm góð (búð á 4. hæð með sér inngangi af svölum, nýlegt bað, áhv. 1,9 m. í Byggsj. (617) Engihjalli. 78 fm á 6. hæð, mikið endum. Skipti á 2ja herb. í Engihjalla möguleg. Laus samkv. samkomulagi. V. 6,4 m. (469). Engihjalli. 90 fm falleg íbúð á 3. hæð, parket á stofu, stórar svalir. Laus samkv. samkomulagi. Áhv. 3,4 m. [ húsbr. V. 6,4 m. (618). 3JA HERBERGJA ÍBÚÐIR H.4RA OG 5 HERBERGJA IBUÐIR. Kríuhólar. 79 fm á 4. hæð í lyftuhúsi, góðar innréttingar, vestursvalir. Laus strax, lyklar á skrifst. V. 5,5 m. (623) Kjarrhólmi. 75 fm mjög góð íbúð á l. hæð, bað nýlega endurnýjað, parket á herb., suðursvalir, þvottahús f ibúð. V, 6,5 m. (641) Vallarás. 83 fm á 4. hæð í lyftuhúsi, góðar innréttingar, flísar á baði, vest- ursvalir. Laus fljótlega. (621) æði. (1532). Hraunbraut. 70 fm neðri hæð i tvíbýli, mikið endurnýjuð. V. 6,9 m. (636). Vallartröð. Vinaleg 3ja herb. risíbúð, parket, laus fljótlega. V. 5,350 m. (591) Ljósheimar. 96 fm á 7. hæð, laus fljótlega. (633). Hamraborg. 95 fm á 3. hæö, 3 svefnherbergi, mjög góöar innréttingar, vestursvalir. (627) SERHÆÐIR Fitjasmári. 134 fm neðri hæð, ásamt 28 fm bílskúr. V. 12,5 m. (625) Holtagerði. 103 fm efri hæð, nýleg innrétting í eldhúsi, nýlegir gluggar og gler, bílskúr. Skipt á minni íbúð t.d. 3ja herb. í Hamraborg. (619) Hlíðarvegur. Þrjár sérhæðir í húsi sem er i byggingu. ( húsinu er þrjár íbúðir hver um 131 fm. Bílskúrar fylgja íbúðum á 2. og 3. hæð. Húsið verður afhent til- búið að utan án málningar, en „fokhelt" að innan. Teikningar og allar nánari upp- lýsingar á skrifstofu. EINBYLISHUS Birkigrund- einbýli. 234 fm á tveimur hæðum, á efri hæð eru 3 rúmgóð svefnherbergi, stofa, eldhús og baðher- bergi. Á neðri hæð eru tvö rúmgóð her- bergi og stofa og bilskúr um 29 fm. Hægt er að hafa 2ja herbergja íbúð á neðri hæð. Eign i mög góðu ástandi, fallegur garður. V. 18,8 m. (626) Klapparberg. 205,6 fm einbýiishús, ásamt 30 fm bílskúr. Á neðri hæð er m.a. stofa, 2 svefnherbergi, gesta wc, eldhús, búr og þvottahús. Efri hæð: 2 svefnherbergi (möguleiki á þriðja herberginu), baðherbergi og sjón- varpshol. Húsið stendur i neðstu húsaröð við Elliðaár, frábært útsýni í austur og suður. (231) ATVINNUHUSHÆÐI Hlíðasmári. Til sölu eða leigu Hlíða- smári 12, Miðjan. Um 358 fm skrifstofu- húsn. tilbúið til innréttingar í nýju lyftuhúsi, öll sameign fullfrágengin. (1031) Norðurland. Vélsmiöja í fullu rekstri í 360 fm eigin húsnæði. öll tæki fylgja, næg atvinna, lagtímalán geta fylgt með. Mikil vinna framundan. Einnig er hægt að fá keypt einbýlishús. Tiboð óskast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.