Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 4
4 C FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIDSKIPTI
Eimskipafélagið er ósátt við málalyktir í útboði bandaríska hersins vegna varnarliðsflutninganna
Brotá
milliríkja-
samningi?
s
Forsvarsmenn Eimskipafélags Islands hafa
kært samning bandaríska hersins við syst-
urfélögin Transatlantic Lines Iceland - Atl-
antsskip og Transatlantic Lines Inc. fyrir
alríkisdómstólnum í Washington. Meginrök
ákærunnar byggjast á því að hann brjóti
gegn ákvæðum milliríkjasamnings þjóð-
anna frá 1986. Elmar Gíslason kynnti sér
ákæruatriðin og ólík sjónarmið í málinu.
Morgunblaðið/Ásdís
EIMSKIPAFELAG Islands telur samning flutningadeildar bandaríska hersins við skipafélagið Transatlantic
Lines Iceland brjóta gegn milliríkjasamningi þjóðanna frá 1986.
DEILUR um fyrirkomulag
flutninga íyrir varnarliðið
á Keflavíkurflugvelli eru
ekki nýjar af nálinni. Eftir
að Eimskipafélagið og Hafskip höfðu
séð alfarið um verkefnið frá 1970 til
ársins 1984, gerðist það að banda-
ríska skipafélagið Rainbow Na-
vigation krafðist þess að flutningam-
ir yrðu eingöngu boðnir út í Banda-
ríkjunum. Beiðni félagsins grund-
vallaðist á bandarískum lögum írá
1904 sem kveða á um að þarlend yf-
irvöld hafi greiðan aðgang að banda-
rískum skipum til flutninga á haettu-
tímum. A móti kröfðust skipafélög í
landinu að fá forgang að öllum flutn-
ingum fyrír herinn sem var sam-
þykkt. Með vísan til þessara laga
gerði Rainbow Navigation tilboð í
flutninga hersins til Islands og ann-
aðist þá alfarið fram til ársins 1987.
íslensk stjómvöld töldu slík for-
réttindi bandarískra skipafélaga
óréttmæt. Gerð var krafa um jafnan
aðgang íslenskra flutningafyrir-
tækja að verkefninu á hverjum tíma
á sömu forsendum þ.e. að hér á
landi væri jafn mikil þörf fyrir ís-
lensk skipafélög sem nýst geti á
hættutímum. Niðurstaðan varð of-
angreindur milliríkjasamningur
sem veitti íslenskum skipafélögum
kost á að taka virkan þátt í flutning-
um fyrir varnarliðið.
Frá árinu 1987 hafa flutningamir
síðan verið boðnir út reglulega af
flutningadeild hersins og var síð-
asta útboðið auglýst í janúar á
þessu ári. Lægstu tilboðin áttu
Trans Atlantic Lines LLC í Banda-
ríkjunum og Atlantsskip, sem skráð
er í Garðabæ. Forsvarsmenn Eim-
skipafélagsins telja að með samn-
ingnum hafí flutningadeild hersins
sniðgengið meginákvæði milliríkja-
samningsins frá 1986 og hefur fé-
lagið kært herinn fyrir undirrétti í
Bandaríkjunum.
Hafa ekki burði til að tryggja
flut.ninga á hættutímum
Að sögn Þórðar Sverrissonar,
framkvæmdastjóra flutningasviðs
hjá Eimskipi, byggist kæra félags-
ins á hendur bandaríska hernum að-
allega á tvennu: „Við gerð milliríkja-
samningsins á milli íslenskra og
bandarískra stjórnvalda árið 1986
var það grundvallarmarkmið haft að
leiðarljósi að bæði íslensk og banda-
rísk skipafélög gætu tekið þátt í
flutningum fyrir varnarliðið. Samn-
ingurinn byggist á því að vegna ör-
yggishagsmuna íslands er nauðsyn-
legt að þjóðin eigi skipafélag sem
tryggt geti samgöngur til lengri
tíma í siglingum á milli íslands og
Bandaríkjanna. Slíkt skipafélag þarf
einnig að hafa sfyrka fjárhagsstöðu
til að geta veitt Islandi það öryggi í
flutningaþjónustu sem landinu er
nauðsynlegt á hættutímum.“
Að sögn Þórðar uppfyllir Atlants-
skip ekki þessi skilyrði að þeirra
mati m.a. vegna þess að 75% fyrir-
tækisins eru í eigu bandarískra að-
ila. Þar af leiðandi geti Atlantsskip
11-11 kaupir
Omron-
verslunar-
kerfi
NÝHERJI hf. og Kaupás hf., sem
rekur 11-11 verslanirnar, hafa
gert með sér samstarfssamning
um kaup á Omron-verslunarkerf-
um og tilheyrandi búnaði fyrir
allar 11-11 búðirnar. A meðfylgj-
andi mynd sjást Lúðvík Andreas-
son, söíustjóri Omron-kerfa hjá
Nýherja, og Sigurður Teitsson,
framkvæmdastjóri Kaupáss,
handsala samninginn en hægra
megin við þá stendur Jón K.
Jensson, þjónustustjóri PC-deild-
ar Nýherja.
Jafnframt gekk Kaupás frá
þjónustusamningi við Nýherja um
eftirlit og þjónustu á öllum tækj-
um 11-11 verslananna og þeim
ekki talist íslenskt fyrirtæki sam-
kvæmt milliríkjasamningnum auk
þess sem það hefur hvorki reynslu
né fjárhagslegan sfyrk tií að
tryggja samgöngur Islendinga á
hættutímum.
Einungis um eitt útboð að ræða
Hitt atriðið sem Þórður nefnir
sem samningsbrot snýi- að því að
bæði Atlantsskip og Ti'ansatlantic
Lines eru að stærstum hluta í eigu
sama aðila, American Automar Inc.
(AAI) sem hefur aðsetur í Bathseda
í Maiyland. „Samkvæmt milliríkja-
samningnum og bandarískum sam-
keppnislögum er sama aðilanum
eða systurfyrirtækjum óheimilt að
bjóða í íslenska og bandaríska hlut-
ann í einu og sama útboðinu. Full-
trúar hersins hafa reyndar haldið
því fram að um sé að ræða tvö að-
skilin útboð, en samkvæmt úrskurði
sem kveðinn var upp af Alríkisdóm-
stólnum í Washington í máli Rain-
bow Navigation 1988, var úrskurðað
að um eitt útboð væri að ræða. Sá
úrskurður hefur hingað til verið
virtur, þar til nú að AAI setti upp
lepp á Islandi til að ná til sín öllum
skipaflutningum fyrir herinn á milli
íslands og Bandaríkjanna".
Þórður leggur áherslu á að með
málaferlunum sé Eimskipafélagið á
engan hátt að reyna að koma í veg
fyrir aukna samkeppni, heldur sé
hér um að ræða skýrt samningsbrot
að þeirra mati sem ekki er hægt að
láta viðgangast. Hann segir að með
aðgerðum sínum hafi bandaríska fé-
lagið brotið gegn ákvæðum milli-
ríkjasamningsins og við því þurfi að
tölvum og tækjum á skrifstofu
Kaupáss, sem tengjast Omron.
Omron-verslunarkerfin notast
við Ebenezer söluhugbúnað, sem
tengist bókhaldskerfi skrifstofu
bregðast. „Eins og eðlilegt þykir við
upphaf slíkra málaferla þar vestra,
fórum við fram á það við dómstólinn
í Washington að lögbann yrði sett á
flutningasamninginn. Samkvæmt
bandarískum lögum þarf' mjög ríka
ástæðu til fá sett lögbann og er í
raun einungis tekið til greina ef
hægt er að sýna fram á óbætanlegt
fjárhagslegt tjón fjTÍr lögbanns-
beiðanda vegna málsins. Þeim
beiðni var synjað og í framhaldinu
lögðum við málið formlega í hendur
réttarins í Washington sem mun
dæma í málinu á næstu mánuðum.“
Snýst um að drepa
niður samkeppni
Guðmundur Kjærnested vildi í
samtali við Morgunblaðið ekki tjá
sig um hvernig eignarhaldi Atlants-
skipa væri nákvæmlega háttað,
enda málinu óviðkomandi að hans
sögn. „Hvort skipafélagið sé að
hluta eða öllu leyti í eigu erlendra
aðila skiptir ekki máli svo fremi sem
það uppfylli lög um skráningu og
rekstur fyi-irtækja á íslandi. Þannig
er ekkert sem mælir gegn því laga-
lega að útlendingar stofni og starf-
ræki fyrirtæki á Islandi. Þetta hafa
m.a. forsvarsmenn Eimskips undir-
strikað með ríkri áherslu á að bæði
íslenskum og erlendum skipafélög-
um sé frjálst að stunda siglingar til
Islands og frá. Ég fæ því ekki séð
annað en að aðgerðir Eimskipafé-
lagsins í málinu snúist miklu fremur
um að drepa niður nýjan samkeppn-
isaðila á siglingaleiðinni heldur en
brot á milliríkjasamningi."
Guðmundur bendir einnig á vax-
Kaupáss. Allar verslanir 11-11
eru tengdar aðalskrifstofunni
með ISDN simahnu og getur hún
því verið í sainbandi við búðirnar
hvenær sem er sólarhringsins.
andi áherslu á að laða að erlenda
fjárfesta til landsins ætli íslending-
ar að fylgja eftir þeirri þróun sem
er að eiga sér stað á erlendum fjár-
málamörkuðum. „Þetta má m.a. sjá
hjá Samskipum sem eru að hluta til
í eigu erlendra aðila. Þeir hafa
margsinnis boðið í umrædda varn-
arliðsflutninga án þess að Eim-
skipafélagið hafi séð ástæðu til að
hafa af því afskipti. Á sama hátt
hlýtur það að vera málinu óviðkom-
andi hver á meirihluta í Atlants-
skipum, ef félagið er skráð á fslandi
og stjórn og starfsemi þess lýtur ís-
lenskum lögum.“
Ágreiningur yfírvalda
Þórður Ægir Oskarsson, skrif-
stofustjóri á Varnarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins, staðfesti í
gær að ákveðinn túlkunarági'eining-
ur ætti sér stað á milli yfirvalda hér
á landi og í Bandaríkjunum varð-
andi tiltekin atriði í samningnum
sem sneru að samkeppnisþættinum.
„Við komum sjónarmiðum okkar á
framfæri við þarlend stjórnvöld í
september sl. og höfum átt í skoð-
unarskiptum við bandaríska utan-
ríkisráðuneytið síðan.“ Þórður Æg-
ir segir enga niðurstöðu liggja fyrir
að svo stöddu en að málinu verði
hraðað eins og frekast sé unnt.
Hann leggur áherslu á að þær við-
ræður sem átt hafa sér stað á milli
stjórnvalda ríkjanna, séu á engan
hátt tengdar málaferlum Eimskipa-
félagsins, sem fyrirtækið rekur sem
einkamál fyrir bandarískum dóm-
stólum, án nokkurra tengsla við
ágreining yfirvalda.
Ný samstarfs-
fyrirtæki
Vildarkjara
SÍFELLT fjölgar fyrirtækjum sem
Vildai-kjör ehf. gera samninga við.
Með samningum við þrjú ný fyrirtæki,
Árvík, Höld og Ólaf Gíslason - Eld-
varnarmiðstöðina, eru samstarfsfyr-
irtækin nú orðin um tuttugu talsins.
Vildarkjör hafa nú starfað í tæp tvö
ár. Tilgangur fyrirtækisins er að
veita viðskiptavinum sínum (áskrif-
endum) aðgang að góðum vörum og
þjónustu á hagkvæmara verði en al-
mennt gerist á mai'kaðnum. Er það
gert með samningum við valin fyrir-
tæki sem til fyrirmyndar eru talin á
sínu sviði varðandi gæði vöru og þjón-
ustu, segir í fréttatilkynningu frá
Viklarkjörum.
Áskrift veitir aðgang að samning-
um Vildarkjara um vörur og þjónustu
á sérkjörum. Afslættir eru mismiklir
eftir vörutegundum og geta numið
allt að þriðjungi af smásöluverði.