Morgunblaðið - 03.12.1998, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Nýjar hugmyndir um breytt form á dreifíngu og sölu víns hér á landi
gætu sætt sjónarmið andstæðra fylkinga í áfengismálum
Sjálfstæðar sölu-
einingarí verslunum?
Enginn vafí leikur
á um að mjög skiptar
skoðanir eru á lofti
hvað varðar afstöðu
manna til áfengismála
hér á landi. Undanfarin
ár hafa Kaupmanna-
samtökin barist fyrir
því að sala á léttvíni og
bjór verði gefin frjáls
á Islandi en hafa mætt
harðri andstöðu
bindindismanna.
Elmar Gíslason ræddi
við forsvarsmenn
fylkinganna og
fræddist um hugsan-
lega málamiðlun.
AFENGIS- og tóbaks-
verslun ríkisins, ÁTVR,
starfrækir í dag 26 út-
söluverslanir á landsvísu.
Þar af eru átta á höfuðborgarsvæð-
inu. Á Vesturlandi eru fjórar versl-
anir, í Borgamesi, Ólafsvík; Stykk-
ishólmi og á Akranesi. Ibúar á
Vestfjörðum gátu þar til í fyrra
eingöngu keypt sér áfengi á ísa-
fírði en nú hefur Patreksfjörður
bæst í hópinn. Auk verslunar á
Akureyri eru fjórar búðir á Norð-
urlandi, nánar tiltekið á Húsavík,
Siglufirði, Sauðárkróki —---------
og Blönduósi. Þá rekur
ríkisfyrirtækið þrjú úti-
bú á Austurlandi. Eitt er
staðsett á Egilsstöðum,
annað á Seyðisfírði og ___________
hið þriðja í Neskaupstað.
Tvö útibú þjónusta íbúa á Suður-
landi. Annað er á Höfn í Hornafirði
en hitt er á Selfossi, sem er í um
400 kflómetra fjarlægð. Þá er ein
verslun í Vestmannaeyjum og önn-
ur í Keflavík.
Á síðasta ári opnaði ÁTVR tvær
verslanir, á Patreksfirði og í Kópa-
vogi. Utsölustöðum verður ekki
„ Morgunblaðið/Kristinn
MUNU Islendingar geta nálgast léttvín og bjór hjá kaupmönnum í framtíðinni?
Afram strang-
ar reglur varð-
andi dreifingu
og sölu
fjölgað á þessu ári en samkvæmt
upplýsingum frá fyrirtækinu, þá er
stefnt að því að opna verslun í
Mosfellsbæ á næsta ári, auk
tveggja útibúa á landsbyggðinni en
staðsetning þeirra fékkst ekki upp-
gefin.
Augljós mismunun
Af þessari upptalningu er ljóst
að íbúum landsins er stórlega mis-
munað hvað varðar aðgang að
áfengisverslunum þeim sem hið
opinbera hefur einokun á að reka.
Þetta hafa margir gagn-
rýnt og krefjast þess að
sala á bjór og léttari vín-
um verði gefin frjáls.
Kaupmannasamtök ís-
lands eru meðal þeirra
sem hafa gengið hvað
harðast fram í málinu og krefjast
þess að sala á umræddum vörum
færist í hendur verslunarinnar.
Á morgunverðarfundi sem sam-
tökin stóðu fyrir á dögunum viðr-
uðu nokkrir fulltrúar andstæðra
fylkinga skoðanir smar á málinu.
Þeirra á meðal var Óskar Magnús-
son, stjórnarformaður Baugs hf.,
sem kynnti niðurstöour úr nýlegri
skoðanakönnun sem nemendur í
viðskipta- og hagfræðideild við
Háskóla íslands unnu fyrir fyrir-
tækið um afstöðu fólks á höfuð-
borgarsvæðinu til málefnisins.
Niðurstöðurnar sýna ótvíræðan
stuðning manna við afnám einka-
réttar ríkisins. 61% þeirra sem
svöruðu vildu færa viðskiptin í
hendur kaupmanna en einungis
27% voru því andvíg og 12% óá-
kveðin. Þá tóku rúmlega 90% fólks
undir 27 ára aldri afstöðu með
frjálsri sölu samanborið við 52%
fylgni meðal fólks yfír 46 ára aldri.
Fleiri fylgismenn
á landsbyggðinni
Benedikt Kristjánsson, formað-
ur Kaupmannasamtakanna, telur
að leiða megi líkur að því að mál-
efnið eigi sér enn fleiri fylgismenn
á landsbyggðinni en í höfuðborg-
inni ef litið er til þess að íbúar í
Reykjavík hafa mun betri aðgang
að vörunni en þeir sem búa úti á
landi og þurfa margir hverjir að
fara um langan veg til að sækja
þjónustuna. „Núverandi ástand er
augljóslega til að mismuna kaup-
mönnum. Það hefur sýnt sig að fólk
vill geta gert öll sín innkaup á
sama stað og þar með talin áfengis-
kaup. Þeir kaupmenn sem reka
verslanh' í nábýli við áfengisútsölur
njóta þ.a.l. ákveðinna fori’éttinda af
þeim sökum. Ágætt dæmi um þetta
má finna á Vestfjörðum. Þar sækir
fólk sífellt í auknum mæli til ísa-
fjarðar til að gera öll sín innkaup.
Það er m.a. af þeirri ástæðu sem
verið er að loka verslunum bæði á
Suðureyri og Flateyri um þessar
mundir“. Benedikt telur
víst að ef svo heldur fram
sem horfir, þá gæti þró-
unin orðið sú að margir
kaupstaðir verði án mat-
söluverslana í framtíð-
Snýst um að
draga úr
áfengisneyslu
unglinga
Sjóðvélar
Einfdldar
öruggar
-og endingargóöc
26.900,
Stgr. m/vsk
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
irni
ax
Virðulegu fjárfestar
Nú er tækifærið fyrir áramót!
Eignaval býður nú um þessar mundir upp á afar góða
fjárfestingakosti. Bæði nýjar og eldri góðar húseignir.
Einnig bjóðum við endurnýjaðar eignir sem hafa fjölmarga
nýtingarmöguleika. Ef þú ert eigandi stóreignar og hefur
hug á að selja hana fyrir áramót, endilega hafðu samband
og við bjóðum þér kostakjör.
Kveðja,
sölumenn atvinnuhúsnæðis Eignavals.
Dilbert á Netinu
vfj> mbl.is
\í-l.iy\s= &rrrn\ML£> /vy'/ /
mm.
Á liðnu sumri var samþykkt
breyting á áfengislögunum. Sem
ætti að geta dregið nokkuð úr því
misræmi sem ríkir í dreifingu vör-
unnar. Einkaleyfið er áfram í
höndum ÁTVR en samkvæmt 10.
gr. núgildandi laga nægir meiri-
hlutasamþykkt innan viðkomandi
bæjar- eða sveitarstjórnar til að
geta óskað eftir áfengisútsölu á
svæðinu en áður fyrr þurfti að
fara fram kosning um málið meðal
íbúa. Benedikt segir breytinguna
vissulega vera skref í rétta átt en
bendir jafnframt á að yfirvofandi
alþingiskosningar í vor geri mönn-
um erfitt fyrir að sækja málið af
krafti. „Við áttum nýlega fund
með Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra um málið. Hann tók undir
það sjónarmið okkar að bæta þurfi
dreifingarmálin en sagði jafn-
framt að lítill tími gæfíst til að
sinna málinu fyrir næstu kosning-
ar“.
Ómálefnaleg
umræða
Óskar Magnússon segir að öll
umræða um málið hafi hingað til
einkennst af deilum og ómálefn-
anlegum rökstuðningi tveggja
andstæðra fylkinga. Hann segir
mikilvægt að menn geri sér grein
fyrir þessu og að reynt verði að
finna einhvern milliveg sem allir
geti sætt sig við. Sjálfur stingur
hann upp á svokallaðri „þriðju
leið“ sem ætti að geta sameinað
ólík sjónarmið í málinu. Hún felst
í því að setja upp sjálfstæðar sölu-
einingar með áfengi inni í stór-
mörkuðum. Þannig gæti ríkið
komið til móts við auknar og
breyttar þarfir markaðarins án
þess að missa stjórn á dreifingu
og sölu, því opnunartímar, verð-
lagning, fjöldi útsölustaða o.s.frv.
yrðu áfram í höndum hins opin-
bera.
Aðspurður um það hvort hug-
myndin yrði ekki til þess að drepa
endanlega niður samkeppni frá
smærri kaupmönnum, segir Óskar
að í fyrsta lagi sé lítið eftir af slík-
um verslunum auk þess sem sér
virðist önnur þróun ógna tilvist
þeirra meira, þ.e. klukkubúðirnar
svokölluðu. Óskar leggur áherslu á
að tillagan miði að því að strangar
reglur ríki áfram varðandi dreif-
ingu og sölu áfengis. „Hvernig
þeim yrði nákvæmlega háttað er
algjörlega óljóst að svo stöddu og
því ekki hægt að segja að einhver
einn aðili standi betur að vígi en
annar í þeim efnum“.
Snýst um að
vernda unga fólkið
Þórarinn Tyifingsson, yfirlækn-
ir SÁA, segir áfengisneyslu Islend-
inga hafa farið vaxandi undanfarin
ár. Hann segist fúslega geta fallist
á frjálsa sölu áfengis og fjölgun út-
sölustaða ef hægt er að sýna fram
á að drykkja aukist ekki í kjölfarið.
Slíkt sé hins vegar engan veginn
unnt og þ.a.l. verði að spyrna við
fótum gegn frekari útbreiðslu
áfengisvandamála á Islandi sem í
dag kosta þjóðarbúið um 7 millj-
arða króna á ári. „Nú þegar drekka
Islendingar yfir 15 ára aldri að
meðaltali um fimm lítra af sterku
áfengi á ári. Samkvæmt sölutölum
ÁTVR á fyrstu níu mánuðum árs-
ins má álykta að neyslan aukist um
5-10% á þessu ári. Menn geta ekki
horft á þessar tölur án þess að
setja þær í samhengi við áfengis-
vandamál ungs fólks á Islandi sem
hefur aukist. Umræðan snýst ekki
um fullorðið fólk heldur um að
vernda þá sem hafa ekki aldur til
að neyta áfengis samkvæmt lög-
um“.
Þórarinn segist ekkert hafa út á
tillögur Óskars Magnússonar að
setja ef þær mæta þeim grundvall-
armarkmiðum að hefta útbreiðslu
áfengis meðal ungs fólks.
„Það er ekkert skilyrði í
sjálfu sér að ríkið einoki
dreifingu og sölu áfengis.
Málið snýst um að setja
sér markmið og þau eru
að draga úr áfengis-
neyslu ungmenna á íslandi. Ef
kaupmenn geta unnið að þessum
markmiðum, með þeim hætti sem
Óskar nefnir, þá tel ég ekkert at-
hugavert við það í sjálfu sér að
áfengissala verði í höndum versl-
unarinnar", segir Þórarinn.
Hugsanleg
málamiðlun
Sökum þess hversu stutt er til
næstu alþingiskosninga er óraun-
hæft að gera ráð fyrir að einhver
breyting eigi sér stað á yfirstand-
andi þingi. Málið hefur hingað til
strandað á skilyrðislausum kröfum
kaupmanna um frjálsa sölu og
dreifingu á léttvíni og bjór sem
áfengisvarnarmenn telja sýna fram
á að versluninni sé ekki treystandi
til að framfylgja þeim markmiðum
sem snúa að því að halda áfengis-
neyslu íslendinga í skefjum. Skoð-
anakannanir sýna aftur á móti
fram á vaxandi fylgi höfuðborgar-
búa við frjálsa sölu léttra vína og
bjórs auk þess sem sýnt er að að-
gengi landsmanna að vörunni er
misgott eftir búsetu þeirra.
Með tillögu Óskars Magnússon-
ar kann að vera komin fram hug-
mynd sem gæti mætt hagsmunum
andstæðra fylkinga í málinu, þ.e.
kröfum fólks um bættan aðgang að
vörunni yrði svarað, án þess að
stríða gegn markmiðum góðtempl-
ara um að draga úr áfengisneyslu
unglinga.