Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 C 9 ,
VIÐSKIPTI
Atvinnumiðstöðin bætir lokaverkefnabanka við þjónustuna
Tengir atvinnulíf og
nám sterkari böndum
NÝVERIÐ var opnaður lokaverkefnabanki á
vegum Atvinnumiðstöðvarinnar, sem er rekin
af Félagsstofnun stúdenta, FS. Markmið
bankans er að tengja atvinnulíf og nám sterk-
ari böndum og auðvelda námsmönnum leit að
áhugaverðum lokaverkefnum.
Að sögn Bernhards A. Petersen, fram-
kvæmdastjóra Félagsstofnunar stúdenta, hef-
ur Atvinnumiðstöðin verið starfrækt síðan í
apríl sl. Hugmyndin að stofnun hennar varð
til í stefnumótunarstarfi stjórnar FS og
starfsmanna fyi-irtækisins um framtíðarsýn
þess til ársins 2005.
„Með Atvinnumiðstöðinni voru ýmis verk-
efni sem FS hefur átt aðild að, ásamt Stúd-
entaráði Háskóla Islands, Bandalagi js-
lenskra sérskólanema, Iðnnemasambandi ís-
lands og Félagi framhaldsskólanema, færð
undir einn hatt í samstarfí við Pricewater-
houseCoopers og Nýsköpunarsjóð náms-
manna. Má þar nefna sumarstarfamiðlun,
hlutastarfamiðlun, verkefnamiðlun og aðstoð
við leit að framtíðarstörfum . Lokaverkefna-
bankinn er nýjasta afurð Atvinnumiðstöðvar-
innar, en lokahluti háskólanáms felst yfirleitt
í verkefnavinnu sem yfirleitt tengist því
nýjasta sem er að gerast á fræðasviðinu.
Námsmenn hafa oft ferskar hugmyndir og
sjá hlutina í nýju ljósi og við verkefnavinnuna
fá þeir tækifæri til að spreyta sig á raunveru-
legum verkefnum og reyna nýjar hugmyndir.
Okkur þótti því rétt að hafa samband við íyr-
irtæki og bjóða þeim upp á þann möguleika
að leggja inn í bankann hugmyndir að verk-
efnum sem þau hafa áhuga á að láta vinna
fyrir sig. Atvinnumiðstöðin heldur utan um
lýsingu á verkefninu og námsmanninum sem
óskað er eftir. Námsmenn leita svo til At-
vinnumiðstöðvarinnar og skoða skráningar í
bankanum í leit að hugmyndum," segir Bern-
hard.
Að hans sögn var boðið upp á sumarstarfa-
og hlutastarfamiðlun hjá Atvinnumiðlun
námsmanna áður en Atvinnumiðstöðin tók til
starfa en með tilkomu hennar er hægt að
bjóða upp á þjónustu árið um kring. Jafn-
framt voru umsóknareyðublöðin tölvutengd
þannig að námsmenn geta skráð sig í gegn-
um Netið hvar sem þeir eru staddir í heimin-
um án þess að þurfa að koma á skrifstofu At-
vinnumiðstöðvarinnar við Hringbraut.
Netið léttir á starfseminni
„Nemendur geta þannig fylgst með hvaða
störf og verkefni eru í boði án þess að koma
við á skrifstofunni. Petta Iétti mjög mikið á
starfinu og fundum við það í vor hvað starfið
varð allt miklu þægilegra og einfaldara. í stað
þess að standa í langri biðröð eftir ski'áningu
og upplýsingum gátu nemendm- skráð sig og
skoðað þau störf sem í boði voru í rólegheit-
um fyrir framan tölvuna. Petta hefur einnig í
för með sér mikinn sparnað í mannahaldi þar
sem nemendur sjá að miklu leyti um skrán-
inguna sjálfir."
Bernhard segir að sumarstarfamiðlunin
hafi gengið mjög vel og fleiri námsmenn feng-
ið vinnu í gegnum atvinnumiðlunina í sumar
en árið á undan. Að hans sögn er hægt að
nálgast yfir tuttugu verkefni á vef FS,
www.fs.is, í lokaverkefnabanka Atvinnumið-
stöðvarinnar. Nýverið voru send fréttabréf til
ríflega 500 fyrirtækja þar sem lokaverkefna-
bankinn er kynntur.
,A-tvinnumiðstöðin hefur milligöngu um
miðlun verkefnanna og áskilur sér rétt til að
leita eftir umsögn kennara um nemendur.
Þegar hæfur námsmaður hefur fundist er
hann sendur til umsjónarmanns til viðræðna,
en nemandinn þarf að fá verkefnið samþykkt
hjá kennara samkvæmt reglum viðkomandi
skóla. Fyrirtækin bera yfirleitt kostnað af
vinnslu verkefnanna og greiða Atvinnumið-
stöðinni væga þóknun fyrir miðlunina, en það
er undir fyiúrtækjunum komið hvort þau
greiða námsmönnunum laun,“ segir Bern-
hard.
Fjölbreyttari flóru verkefna
Hann segist vonast til þess að sem flestar
deildir Háskólans geti nýtt sér lokaverkefna-
bankann og segist ekki sjá neina meinbugi á
því. „Flestar hugmyndirnar sem nú era í
bankanum eru á sviði viðskipta en ég tel að
flóran eigi eftir að verða fjölbreyttari þar sem
það eru verkefni á mörgum öðram sviðum
sem fyrirtæki þurfa að láta vinna fyrir sig.
Við erum ekki bara að kynna lokaverkefna-
banka heldur einnig ýmis önnur verkefni sem
fyrirtæki óska eftir án þess að þau þurfi að
tengjast lokaverkefnum nemenda. Má þar
nefna verkefni á sviði skjalastjórnunar og
þýðinga."
ÖIl þjónustan innifalin í ársgjaldinu
Samstarf PricewaterhouseCoopers og At-
vinnustöðvarinnar er á sviði framtíðarstarfa.
PricewaterhouseCoopers aðstoða námsmenn
við gerð ferilskráa, koma þeim í samband við
vinnumarkaðinn og kynna námsmenn sem
era að Ijúka háskólanámi fyrir fyrirtækjum.
Morgunblaðið/Golli
BERNHARD A. Petersen, framkvæmda-
stjóri Félagsstofnunai' stúdenta.
Námsmenn greiða ekkert fyi'ir þjónustu
Atvinnumiðstöðvarinnar en styrktaraðilar
hennar era Háskóli íslands, menntamála-
ráðuneytið, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið,
Reykjavíkurborg og Kópavogsbær. Auk þess
greiða fyrirtæki fyrir þá þjónustu sem þau fá
hjá Atvinnumiðstöðinni. Jafnframt hefur Fé-
lagsstofnun stúdenta gert árssamning við sex
fyrirtæki, Markhúsið, EJS, Eimskip, Fjár-
festingarbanka atvinnulífsins, Olís og Sjóvá-
Almennar.
Að sögn Bernhards greiða þessi fyrirtæki
ákveðið árgjald fyi-ir þjónustu Atvinnumið-
stöðvarinnar og fá í staðinn alla þjónustu sem
miðstöðin býður upp á án þess að greiða sér-
staklega fyrir hana. „Við viljum gjarna að
fleiri fyrirtæki nýti sér þessa þjónustu og er-
um þess fullviss að það geti verið mun hag-
kvæmari kostur í mörgum tilvikum,“ segir
Bernhard A. Petersen, framkvæmdastjóri
Félagsstofnunar stúdenta.
' Tilboð þetta gildir til ársloka 1998 og miðast við „AST Ascentia VL 5260"
GRENSÁSVEGI 10 • S(MI 563 3050 • BRÉFSÍMI 568 71 1 5 • sala@ejs.is
TIL VINSTRI
kr. 176.900,- stgr. m. vsk*
Er vinnusvæði þitttölvan á skrifborðinu á þriðju hæð, gengið um aðaldyr
inn til vinstri, fram ganginn, inn um dyr á hægri hönd og svo þrjá metra
áfram? Og um leið og tölvan er utan seilingar, þá ertu í raun víðsfjarri
öllum þeim upplýsingum og verkefnum sem þú vilt vinna með, senda frá þér
og taka á móti?
Með öfluga fartölvu í höndunum skapar þú þér nýjar aðstæður. Þú vinnur
ekki aðeins tíma, heldur vinnur þú þar sem þér hentar og þegar þér hentar.
Fartölva veitir þér frið til að hugsa og frelsi til að framkvæma.
Aukin framleiðni og ánægja koma síðan af sjálfu sér.
Einn af hornsteinum gæðakerfis EJS er að velja aðeins til samstarfs
birgja sem uppfylla þarfir kröfuhörðustu notenda upplýsingatækninnar.
EJS býður þér upp á fartölvur frá DELL og AST sem allar eru framúrskarandi
á sínu sviði. EJS býður öllum viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks
þjónustu; leiðbeiningar við val á tölvu og fylgihlutum, sveigjanlega
greiðsluskilmála og örugga og hraða viðhaldsþjónustu.
TILBOÐ:
• Intel 266MHz Pentium MMX örgjörvi
• 32 MB vinnsluminni
• 3,2 GB harður diskur
• 2MB skjáminni
• Móðurborð með Intel 430TX kubbasetti
• 24X geisladrif
• 16 bita hljóðkort og hátalarar
• 12,1“ TFT skjár
• Innbyggður spennubreytir,
disklingadrif og geisladrif
• 3ja ára ábyrgð