Morgunblaðið - 03.12.1998, Page 10

Morgunblaðið - 03.12.1998, Page 10
10 C FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Iðunn Eir Jónsdóttir leiðbeinir norrænum stjórnendum fyrir IESE-háskólann í Barcelona Fræðsla fyrir fróð- leiksfúsa stjórnendur s Flestir Islendingar setja hina vinsælu ferðamannaborg Spánar, Barcelona, án efa í samband við rómantík, fallegan arki- tektúr og skínandi sól. Færri vita hins veg- ar að borgin hefur einnig að geyma spenn- andi möguleika á sviði viðskipta. Iðunn Eir Jónsdóttir er nú stödd hér á landi á vegum IESE-háskólans í Barcelona til að kynna fróðleiksþyrstum stjórnendum íslenskra fyrirtækja athyglisverð námskeið. Margrét Arna Hlöðversdóttir námsmaður í Barcelona tók hana tali þegar hún var að — 7 undirbúa ferð sína til Islands. Morgunblaðið/Margrét Arna IÐUNN Eir Jónsdóttir er nú stödd hér á landi fyrir hönd IESE-háskólans í Barcelona til að kynna athyglisverð námskeið fyr- ir stjórnendur fyrirtækja. LEIÐBEINENDUR á námskeið- unum skipa sér í fremstu röð í heiminum í viðkomandi fagi, en hér má sjá aðstoðarrektor Har- vard, Earl Sasser, miðla af þekkingu sinni. EFTIRSPURN eftir góð- um námskeiðum fyrir æðri stjómendiu' fyrir- tækja („senior executive programs") hefur aukist verulega undanfarin ár í takt við þá miklu alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað í heiminum. Þeir sem eru ekki stöðugt að fylgjast með nýjungum dragast því óhjákvæmilega fljótt aftur úr á hraðbraut viðskiptanna. Eitt af athyglisverðari nám- skeiðum sem eru í boði f'yrir stjórnendur fyrirtækja í dag eru haldin í IESE - University of Na- varra - í hinni vinsælu ferða^ mannaborg Spánar, Barcelona. I um 40 ár hefur IESE boðið há- skólamenntuðu fólki upp á MBA- nám (master í viðskiptafræði) og síðan 1992 hefur skólinn í sam- vinnu við aðra virta háskóla eins og t.d. Harvard, MIT og Stanford, einnig boðið upp á sérstök nám- skeið fyrir æðri stjórnendur fyiár- tækja. Námskeiðin byggjast að miklu leyti upp á svokallaðri „case study“ aðferð, sem er sú aðferð sem er notuð við kermslu í MBA- náminu. Þessi aðferð hefur gefist vel, en kennslan fer þá þannig fram að nemendur lesa „case“ (mál, til- vik) sem fjalla um raunveruleg vandamál sem fyrirtæki hafa lent í og glíma síðan við að leysa úr þeim í tíma. Það segir meira en mörg orð að IESE skrifar flest „case“ allra skóla í Evrópu, sem endur- STAFRÆNN PRENTARI UÓSRITUNARVÉl. speglar þá miklu rannsóknarvinnu sem er unnin í skólanum, enda er skólinn talinn vera á meðal tíu bestu skóla í heimi á sviði við- skipta. Samvinna við aðra skóla „Það sem IESE hefur upp á að bjóða framyfir aðra auk frábærrar kennsluaðferðar er fyrst og fremst það, að hér er um að ræða fá há- gæðanámskeið þar sem leiðbein- endur eru prófessorar sem skipa sér í fremstu röð í heiminum í við- komandi fagi. I öðru lagi ei'u nám- skeiðin mjög alþjóðleg og í þriðja lagi er allt skipulag námskeiðanna þannig að menn fá gullið tækifæri til að byggja upp öflugt viðskipta- net sín á milli,“ segir Iðunn Eir Jónsdóttir, sem nýverið bættist í hóp þeirra sem hafa yfirumsjón með skipulagningu og kynningu námskeiðanna. Námskeiðin kynnt á Norðurlöndum Sú deild innan IESE sem sér um skipulagningu námskeiðanna hefur verið að þróast og stækka Kassagerðin og Völu- steinn í samstarf KASSAGERÐ Reykjavíkur hf. og Völusteinn ehf. hafa gert með sér samstarfssamning um smásölu og heildsölu á umbúð- um fyrir smávöru ásamt sölu á bylgjupappa í metratali. Samn- ingur þessi er sá fyrsti simiar tegundar sem Kassagerð Reykjavíkur gerir. Samningur- inn tók gildi hinn 1. desembr 1998 og eru þessar vörur fáan- legar í heildsölu Völusteins að Mörkinni 1 í Reykjavík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. „Kassagerð Reykjavíkur hf. hefur um langt skeið boðið ýmsar gerðir umbúða af lager. Með samstarfi við Völustein vill Kassagerð Reykjavíkur auka þjónustu við viðskiptavini sína með því að gera umræddar vör- ur aðgengilegri. Viðskiptavinir geta nú sem fyrr sérpantað undanfarin ár og nú starfa alls 8 manns í deildinni. Það er ekki of- sögum sagt að deildin er mjög al- þjóðleg, því að íslenskunni meðtal- inni tala deildarmeðlimir 10 tungu- mál. Iðunn, sem lauk MBA-námi frá IESE síðastliðið vor, hefur nú ver- ið falið starf framkvæmdastjóra kynningar- og markaðsmála þess- ara námskeiða á Norðurlöndum og einnig í Frakklandi. Undanfarið hefur hún verið á ferð um Norður- löndin að kynna væntanleg nám- skeið fyrir fyrirtækjum þar, nú síðast í Noregi og dagana 4.-11. þessa mánaðar er röðin komin að Islandi. Norsk Hydro í Noregi, Bang & Olufsen í Danmörku, SAS í Svíþjóð og Nokia í Finnlandi eru meðal þekktra fyrirtækja á Norðurlönd- um sem hafa sent fulltrúa sína á námskeiðin. Vert er að gefa sér- stakan gaum að fyrsta námskeið- inu af 9 á næsta ári, sem nefnist á ensku „Learning to Lead through Global Teamwork" og er haldið í samvinnu við Harvard, en Iðunn hefur einmitt yfirumsjón með skipulagningu námskeiðsins. þessar vörur hjá Kassagerð Reykjavíkur séu þær í hag- kvæmu framleiðslumagni. Völusteinn hefur boðið ýmsar gerðir af körfum og skartgripa- öskjum, bæði í heildsölu og smásölu. Með samstarfi þessu mun starfsfólk Völusteins bjóða Eins og nafnið gefur til kynna felst það í að þjálfa stjórnendur í að vinna að lausn vandamála í hóp- um, þar sem þátttakendur eru staddir í mismunandi löndum. Helmingur þátttakenda verður staddur í IESE í Barcelona og hinn helmingurinn í Harvard í Boston og munu þeir hafa sam- skipti með hjálp nýjustu tölvu-, síma- og myndbandstækni. Þó að tækni þessi sé ekki alls óþekkt, hafa ekki verið haldin sambærileg námskeið áður, en því er ætlað að undirbúa stjórnendur íyrirtækja til að taka á þeim flóknu vandamálum sem þeir munu standa frammi fyrir þegar sótt er á markaði í öðrum löndum. Onnur námskeið verða ekki tíunduð hér, en áhugasamir geta haft samband við Iðunni í síma 34 93 253 4360 eða með tölvu- pósti á netfangið Idunn@iese.es. Þá eru upplýsingar um námskeiðin á heimasíðu skólans: www.iese.edu. Samvinnan gefur námskeiðunum aukið vægi Eins og Iðunn segir, heldur IESE námskeiðin í samvinnu við þá skóla sem eru fremstir á sínu viðskiptavinum fjölbreyttara úrval umbúða en áður. Kassagerð Reykjavíkur von- ar að þessi breyting verði við- skiptavinum sínum til hagsbóta og þeir snúi sér til Völusteins með óskir sínar,“ segir í frétta- tilkynningu. Verb SHARP AL-IOOO • Tengjanleg viS tölvu • 10 eintök á mínútu • Fast frumritaborð • Stækkun - minnkun 50%-200% • 250 blaða framhlaöinn pappirsbakki Morgunblaðið/Halldór ÁRNI Björn frá Kassagerð Reykjavíkur og Valgeir Magnússon frá Völusteini með dæmigerðan kassa hannaðan utan um flösku, en hann selst ávallt mikið í desember. sviði og því um að ræða einvalalið leiðbeinenda. „Þessi samvinna við aðra skóla gefur námskeiðunum aukið vægi á alþjóðlegum mæli- kvarða. Til dæmis ef halda á nám- skeið um þjónustu- og markaðsmál er höfð samvinna við Harvai'd þar sem þetta er þeirra sterkasta svið, ef halda á námskeið á sviði upplýs- ingatækni er höfð samvinna við MIT, sem er í forystu á því sviði o.s.frv. Hér er um að ræða fá há- gæðanámskeið sem eru aðeins haldin einu sinni á ári hverju, en ekki fjöldaframleiðslu á námskeið- um eins og víða tíðkast. Það getur vissulega skipt sköp- um í viðskiptum að þekkja venjur og hefðir þeirra landa sem við- skipti eru stunduð við. Hámarks- þátttakendur á námskeiðum IESE eru 30 og koma þeir að meðaltali frá 15 löndum svo það gefur auga- leið að námskeiðin eru alþjóðleg með afbrigðum. Þetta er einmitt ein af höfuðástæðunum fyrir því að skólar frá Bandaríkjunum leita mikið eftir því að halda námskeið með IESE þar sem okkar nám- skeið eru miklu alþjóðlegri en hjá þeim, þar sem meirihluti þátttak- enda er yfirleitt Bandaríkjamenn. Þeir gera sér grein fyrir því hversu mikilægt það er í hinu alþjóðlega umhverfi að fá innsýn í líf og menn- ingu annarra landa,“ segir Iðunn. Þátttakendur valdir sérstaklega Eins og alkunna er skipta við- skiptatengsl ekki hvað síst máli í viðskiptum og á þessu er einnig tekið í skipulagi námskeiðanna. „Fræðslan fer ekki eingöngu fram í fyrirlestraformi heldur einnig ut- an skólastofunnar. A meðan á nám- skeiðunum stendur, sem geta var- að allt frá 3 dögum upp í 3 vikur, búa þátttakendur og leiðbeinendur á sama hóteli og því hægt að koma með spurningar og ræða málin yfir morgunverðarborðinu eða kaffi- bolla. Þátttakendm-, sem eru sér- staklega valdir á þessi námskeið af skipulagsnefndinni, fá þarna einnig gullið tækifæri til að fræðast og fræða meðþátttakendur sína hvaðanæva úr heiminum og mynda öflug viðskiptatengsl sín á rnilli," að sögn Iðunnar. Það hlýtur að vera kostur fyrir stjómendur fyrirtækja sem ætla að mennta sig á þennan hátt, að læra í öðm umhverfi en þeir eru í dags daglega. Þá geta þeir einbeitt sér alfai-ið að menntuninni án stöðugs áreitis í hæfilegi’i fjarlægð frá daglegu amstri. Þeir sem hafa komið til Barcelona geta án efa tekið undir það að umhverfið hér spillir síður en svo fyrir. Total og Petro- Fina í eina sæng París. Reuters. TOTAL SA í Frakklandi hefur sameinazt PetroFina í Belgíu í sjötta stærsta olíufélag heims, en bréf í félaginu fengu slæma útreið á verðbréfamarkaðnum í París. Samningur félaganna hljóðar upp á 39 milljarða dollara og var gerður sama dag og Mobil samein- aðist stærsta olíufélagi heims, Exxon. Með því að kaupa belgíska félag- ið verður Total stærra en keppi- nauturinn Elf Aquitaine SA og verður stærsta olíuféla Frakk- lands. Þó vora fjárfestar lítt hrifnir af sameiningunni. Verð bréfa í Total lækkaði um 7,8% í 650 franka þegar viðskipti hófust. Viðskiptum með bréfin var hætt að nokkrum mínútum liðnum og verðið ákveðið 604 frankar. Hið nýja Total Fina fyrirtæki verður undir stjórn stjórnarfor- manns Totals, Thierry Desmarest. Sala í fyrra nam 52,96 milljörðum dollara, hagnaður nam 1,92 millj- örðum dollara og sameiginlegt markaðsvirði fyrirtækjanna nemur 38,8 milljörðum dollara miðað við verð hlutabréfa á föstudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.