Morgunblaðið - 03.12.1998, Qupperneq 12
12 C FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Nýtt skipurit
Skeljungs hf.
Stjórn Skeljungs hf.
----------i---------
Forstjóri Kristinn Björnsson
Kynningardeild Starfsþróunardeild
Gunnar E. Kvaran Rebekka Ingvarsdóttir
M-svið smásölu
Margrét Guðmundsd.
M-svið stórviðskipta
Kristinn Bjömsson
Smásala
Margrét Guðmundsd.
Fjármálasvið
Gunnar K. Guðmundss.
.
Bein viðskipti
Friðrik K. Stefánsson
Fjárreiður
Árni Ármann Árnason
Heildsala
Sigurður Kr. Sigurðss.
Hráetni
Þorsteinn A. Guðnason
Fjárhagur
Reynir A. Guðlaugsson
Flugþjónusta
Gunnlaugur Helgason
Innra eftirlit
Ólafur Jónsson
Skeljungur h.f.
Skipurit, des. 1998
Upplýsingatækni
Gunnar Þór Pálmason
Eldsneytisinnkaup
Gunnar K. Guðmundss.
Dreifingarsvið
Þórir Haraldsson
Dreifing
Þórir Haraldsson
Framkvæmdir
STJÓRN Skeljungs hí'. hefur
staðfest breytt skipurit félagsins
og tók það gildi 1. desember.
Breytingarnar eru liður í þeirri
endurskipulagningu og hag-
ræðingu sem undanfarið hefur
farið fram á rekstri félagsins og
miða að því að efla kostnaðareftir-
lit og skilvirkni og að draga úr
rekstrarkostnaði.
Markaðssvið smásölu sér um
rekstur Shell-stöðva, Skeljungsbúð-
ar, Shell-markaða og heildsölu.
Framkvæmdastjóri er Margrét Guð-
mundsdóttir. Hlutverk markaðssviðs
smásölu er að sjá neytendum á
smásölumai-kaði fyiir eldsneyti og
tengdum vörum til bifreiðanotkunar
auk matvöru og skyndibita, tóm-
stundavöru og annarri smávöru.
Heildsala Skeljungs hf., sem annast
innflutning á neyslu- og þjónustu-
vörum, verður rekin sem sjálfstæð
eining innan markaðssviðs smásölu.
Forstöðumaður heildsölu er Sigurð-
ur Kr. Sigurðsson.
Markaðssvið stómotenda: Hlut-
verk sviðsins er að annast þjónustu
og sölu á eldsneyti, smurolíum,
rekstrarvörum og hráefnum til fyr-
irtækja og umsvifamikilla við-
skiptavina. Markaðssvið stómot-
enda heyi'ir beint undir forstjóra
félagsins og greinist það í þrjár
sjálfstæðar undirdeildir. Deild
beinna viðskipta annast samskipti
og þjónustu við útgerðir, verktaka
og flutningaaðila og er þar með tal-
in skipaþjónusta Skeljungs.
Svæðisskrifstofur félagsins á
landsbyggðinni falla einnig undir
deild beinna viðskipta. For-
stöðumaður deildarinnar er
Friðrik Þ. Stefánsson. Hráefna-
deild annast innflutning og sölu á
hráefnum og efnavörum til iðnaðar
og stórframkvæmda og er for-
stöðumaður hráefnadeildar Þor-
steinn Guðnason. Flugþjónusta sér
um samskipti við flugrekstraraðila
og er forstöðumaður hennar Gunn-
laugur Helgason.
Fjármálasvið: Meginhlutverk
fjármálasviðs er yfirumsjón og
stjórnun fjármála félagsins auk
eldsneytisinnkaupa. Fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs er
Gunnar Karl Guðmundsson. Fjár-
málasvið greinist í fjórar undir-
deildir. Fjárreiðudeild annast inn-
heimtu, áhættustýringu og
fjárávöxtun, samningagerð og
eignaumsýslu. Arni Ai'mann Arna-
son fjármálastjóri stýrir fjárreiðu-
deild. Fjárhagsdeild skiptist í bók-
hald, kostnaðareftirlit og hagdeild
og er forstöðumaður fjárhags-
deildar Reynir A. Guðlaugsson.
Upplýsingatæknideild undir stjórn
Gunnars Þ. Pálmasonar sér um
tölvumál og upplýsingakerfi
félagsins.
Fjórða deildin á fjármálasviði er
innra eftii'lit, sem annast innri
• Gunnar Karl Guðmundsson er
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Skeljungs hf. Hann hóf störf hjá
félaginu 1988 sem
deOdarstjóri hag-
deildar og tók síð-
ar við innkaupum
og áhættustjórnun
auk umsjónar með
verðlags- og
tryggingarmálum
félagsins. Gunnar
Karl er 39 ára.
Hann lauk prófi í
hagfræði frá Ohio
University í Bandaríkjunum árið
1985. Hann starfaði áður sem
deildarstjóri hagdeildar Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Gunnai'
er kvæntur Hrefnu Hrafnkelsdótt-
ur, starfsmanni Heimsferða, og
eiga þau tvö börn.
• Margrét Guðmundsdóttir er
framkvæmdastjóri markaðssviðs
smásölu. Margrét réðst til Skelj-
ungs sem for-
stöðumaður þess
sviðs árið 1995. Á
árunum 1986 til
1995 starfaði hún
sem fram-
kvæmdastjóri hjá
olíufélaginu Q8 í
Danmörku, síðast
sem yfirmaður
sölu- og markaðs-
sviðs. Áður hafði
hún starfað hjá Dansk Esso frá
1981 til 1986. Margrét er við-
skiptafræðingur frá HI 1978 og
lauk eand.mere.-prófi frá Við-
skiptaháskólanum í Kaupmanna-
höfn 1981. Margrét er 44 ára, gift
Lúðvíg Lárussyni sálfræðingi og
eiga þau 2 böm.
• Þórir Haraldsson er fram-
kvæmdastjóri dreifingarsviðs.
Hann hóf störf hjá Skeljungi hf.
árið 1991 og varð
yfirmaður fram-
kvæmdasviðs ári
síðar. Þórir, sem
er 45 ára, lauk
prófi í rekstrar-
verkfræði frá Aal-
borg Uni-
versitetscenter
árið 1978 og
starfaði að námi
loknu hjá Bygg-
ingarfélaginu Reyni um árs skeið.
Á árunum 1980 til 1988 gegndi
hann starfi verksmiðjustjóra hjá
Nóa og Síríusi hf. og Hreini hf.
Árið 1988 tók hann við starfi deild-
arstjóra flutningamiðstöðvar Eim-
skipafélagsins. Síðar varð hann
forstöðumaður yfir starfsemi
félagsins í Sundahöfn. Þórir er
kvæntur Maríu S. Þorbjörnsdótt-
ur, móttökuritara hjá Sjúkrahúsi
Þórir
Iíaraldsson
Forstöðumenn í breyttu
skipuriti Skeljungs hf.
Árni Árinann
Árnason
Friðrik Þ.
Stefánsson
Reykjavíkur, og eiga þau þrjá syni.
• Árni Ármann Árnason er fjár-
málastjóri og forstöðumaður fjár-
reiðudeildar Skelj-
ungs hf. Árni er
lögfræðingur að
mennt. Áður en
hann réðst til
Skeljungs 1995
starfaði hann hjá
Landsbanka Is-
lands frá 1988 til
1995. Árni Ár-
mann er 35 ára að
aldri og er hann
kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur
þroskaþjálfa og eiga þau fjögur
börn.
• Friðrik Þ. Stefánsson er for-
stöðumaður beinna viðskipta.
Hann er lögfræðingur frá HI 1982
og kom til starfa
hjá Skeljungi 1985
sem deildarstjóri
fjárreiðudeildar.
Friðrik tók við
starfi forstöðu-
manns beinnar
sölu í desember
1995. Áður en
hann hóf störf hjá
Skeljungi hf.
starfaði hann sem
framkvæmdastjóri hjá Sjúkrasam-
lagi Reykjavíkur. Friðrik er 43 ára,
kvæntur Margréti H. Hauksdótt-
ur, deildarstjóra hjá Flugleiðum,
og eiga þau einn son.
• Gunnar E. Kvaran er for-
stöðumaður kynn-
ingardeildar
félagsins. Áður en
hann réðst til
Skeljungs 1995
starfaði Gunnar
sem fréttamaður
hjá Sjónvarpinu
og Ríkisútvarpinu
og fleírí fjölmiðl-
um um 16 ára
skeið. Hann lauk
mastersprófi í fjölmiðlun frá San
Jose State University í Bandaríkj-
unum árið 1992.
Gunnar, sem er 45
ára gamall, er
kvæntur Snæfríði
Þóru Egilson,
lektor við Háskól-
ann á Akureyri,
og eiga þau tvö
börn.
• Gunnar Þór
Pálmason er for-
stöðumaður upp-
Gunnar E.
Kvaran
Gunnar Þór
Pálmason
lýsingatæknideildar, sem er deild
innan fjármálasviðs. Gunnar Þór
réðst til Skeljungs árið 1996 en
starfaði áður sem verkefnastjóri og
ráðgjafi hjá Netverki frá 1994 til
1996. Gunnar er tölvunarfræðingur
frá HÍ 1989 og með MS-próf í tölv-
unarfræði og MBA í rekstrarhag-
fræði frá University of Southern
Califomia. Gunnar er 32 ára gam-
all.
• Gunnlaugur Helgason er for-
stöðumaður flugþjónustu Skeij-
ungs hf. Gunnlaugur hóf störf hjá
félaginu 1967 sem
sölumaður í
smurolíu- og
verktakaþjón-
ustu. 1971 tók
hann við umsjón
með flugþjónustu
félagsins sem
hann hefur haft
með höndum síð-
an auk þess sem
hann var stöðvar-
stjóri í Skerjafirði og síðar í
Orfirisey til fjölda ára. Gunnlaug-
ur er 62 ára. Hann er véltækni-
fræðingur frá Technishe
Hoehschule í Hamborg 1964.
Gunnlaugur er kvæntur Valgerði
Björnsdóttur, gjaldkera hjá Skelj-
ungi. Gunnlaugur á fjögur börn
frá fyrra hjónabandi, eina stjúp-
dóttur og 8 barnabörn.
• Ólafiir Hvanndal Jónsson er
forstöðumaður innra eftirlits.
Hann hefur starfað hjá Skeljungi
hf. frá 1988, fyrst
sem deildarstjóri
þjónustustöðvar í
Skerjafirði, en síð-
ustu 3 ár hefur
hann haft umsjón
með innra eftirliti,
umhverfis- og
öryggismálum.
Áður starfaði Olaf-
ur um tveggja ára
skeið sem bygg-
ingastjóri
birgðastöðvar og eldsneytisaf-
greiðslunnar á Keflavíkurflugvelli.
Olafur, sem er 42 ára, er bygg-
ingatæknifræðingur frá TI 1979.
Ólafur er kvæntur Guðbjörgu
Árnadóttur og eiga þau þrjá syni.
• Rebekka Ingvarsdóttir er for-
stöðumaður starfsþróunarsviðs.
Hún réðst til Skeljungs sem
starfsmannastjóri félagsins árið
1987 og hefur gegnt því starfi síð-
an. Rebekka er 47 ára. Að undan-
skildu tveggja ára námi í ensku og
Gunnlaugur
Helgason
íslensku við HÍ
starfaði hún sam-
fellt í starfs-
mannahaldi varn-
arliðsins á Kefla-
víkurflugvelli frá
1972, lengst af
sem deildarstjóri.
Rebekka er gift
Einari Á. Krist-
Ingvarsdóttir inssyni húsgagna-
smiði og eiga þau
tvö böm.
• Reynir Arnberg Guðlaugsson
er forstöðumaður fjárhagsdeildar.
Reynir, sem er 33 ára, hóf störf hjá
Skeljungi sem
deildarstjóri hag-
deildar 1992.
Reynir er við-
skiptafræðingur
að mennt og lauk
námi frá Uni-
versity of South
Alabama í Band-
aríkjunum 1990.
Hann starfaði áð-
ur sem viðskipta-
fræðingur í hag-
deild Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Reynir er kvæntur Sigríði Hrand
Guðmundsdóttur, sérfræðingi hjá
Landsbréfum, og eiga þau eina
dóttur.
• Sigurður Kr. Sigurðsson er for-
stöðumaður heildsölu Skeljungs
hf. Sigurður hóf störf hjá félaginu
1991 sem yfirmað-
ur smávörudeildar
og hafði umsjón
með rekstri Skelj-
ungsbúðarinnar.
Áður var Sigurður
með eigin inn-
flutning og
heildsöluna G.
Hinriksson hf.
auk þess sem
hann rak Shell-
stöðina við Hraunbæ í 11 ár. Sig-
urður er kvæntur Erlu Möller og
eiga þau þrjú börn.
• Þorsteinn A. Guðnason er for-
stöðumaður hráefnadeildar Skelj-
ungs hf. Hann hefur starfað hjá
félaginu frá 1988
lengst af sem
deildarstjóri
efnavörudeildar.
Þorsteinn er 38
ára og er vél-
fræðingur að
mennt. Hann
starfaði áður sem
sölu- og þjón-
ustustjóri hjá
Optima. Þor-
steinn er kvæntur Ingigerði Þórð-
ardóttur, starfsmannastjóra hjá
Flugfélagi Islands, og eiga þau
tvö börn.
endurskoðun á einstaka þáttum í
starfsemi félagsins. Forstöðumað-
ur innra eftirlits er Ólafur Jóns-
son.
Dreifingarsvið: Meginhlutverk
dreifingarsviðs er rekstur olíu-
dreifikerfis Skeljungs hf., þar með
talin umsjón og viðhald olíu-
birgðastöðva, flutningatækja, af-
greiðslubúnaðar og annarra eigna
sem tengjast dreifikerfi félagsins.
Dreifingarsvið annast losun úr er-
lendum olíuskipum, birgðahald í
innflutningshöfn, dreifingu og
geymslu birgða á olíubirgðastöðv-
um um land allt og afgreiðslu á
fljótandi eldsneyti í samræmi við
pantanir og þai-fir viðskiptavina
Skeljungs hf. Þá mun dreifingar-
svið fyrst um sinn hafa umsjón
með framkvæmdum á vegum
félagsins. Framkvæmdastjóri
dreifmgarsviðs er Þórir Haralds-
son.
Auk fjögurra meginsviða Skelj-
ungs eru reknar tvær stoðdeildir,
sem heyra beint undir forstjóra
félagsins. Þetta eru starfsþróunar-
deild og kynningardeild.
Starfsþróunardeild stýrir
Rebekka Ingvarsdóttir starfs-
mannastjóri, en auk starfsmanna-
halds heyra öryggismál undir
deildina. Gunnar E. Kvaran, kynn-
ingarfulltrúi er forstöðumaður
kynningardeildar.
Yfírmaður
Rover segir
af sér
London. Reuters.
FORMAÐUR stjórnar hins
brezka dótturfyrirtækis BMW,
Rover Group, hefur sagt af sér í
kjölfar róttækrar niðm'skui'ð-
aráætlunai' þýzka fyrirtækisins
til að koma í veg fyrir að stærstu
verksmiðju Rovers, í Long-
bridge, Birmingham, verði lokað.
Walter Hasselkus sagði
fréttamönnum að hann færi á
eftirlaun eftir 22 ár hjá BMW.
Eftirmaður hans verður Werner
Samann úr stjórn BMW sem
hefur stjórnað véla- og undii'-
vagnsdeild fyrirtækisins í sex ár.
Tap á Rover hefur verið
BMW stöðugur höfuðverkur síð-
an BMW keypti fyrh'tækið af
British Aerospace 1994.
BMW og starfsmenn Rovers
hafa náð samkomulagi um að
2.500 starfsmönnum af 39.000
verði sagt upp og sveigjanlegri
vinnutilhögun tekin upp til að
auka framleiðni í Longbridge.
Tekin verður upp fjögurra
daga vinnuvika í stað fimm og
vinnuvikan stytt í 35 tíma að
meðaltali samkvæmt sveigjan-
legra kerfi úr 37 tímum auk yfh'-
vinnu eins og nú er. BMW segir
að samningurinn muni spara
Rover 150 milljónir punda á ári
frá árinu 2000.
-----------------
Ný bók frá
Bókaklúbbi
atvinnulífsins
BÓKAKLÚBBUR atvinnulifs-
ins hefur gefið út bókina Minnis-
punktar leiðtogans eftir Gabriel
Hevesi, en bókin er hluti af rit-
röð klúbbsins og Viðskiptafræði-
stofnunar Háskóla íslands.
I fréttatilkynningu kemur
fram að í bókinni sé að finna
marga hagnýta punkta um
stjórnun grundaða á þekkingu,
reynslu og innsæi. Lögð sé
áhersla á notagildi og oft séu
dregnar fram andstæðar kenn-
ingar og skoðanir til að hrista
upp í mönnum og hvetja þá til
frjórrar hugsunar. Höfundur
bókarinnar, Gabriel Hevesi, hef-
ur yfir 40 ára starfsreynslu hjá
fyrirtækjum í þremur þjóðlönd-
um og hefur upplifað ótal mis-
munandi aðstæður sem upp geta
komið í daglegum rekstri.