Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 11

Morgunblaðið - 13.12.1998, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 C 11 skilti, „Listhús", sem við fjárfestum í saman. Mér fínnst að megi a.m.k. slökkva á stöfunum List og kalla þetta bara Hús,“ segir Sjöfn og er greinilega bæði sár og reul „Hætta ber leik þá hæst fram fer. Eg stend frammi fyrh- því hvað ég ætla að gera í seinni hálfleik, þó eftirsjá sé að þessu. Ég er búin að eyða í þessa hugsjón ofsalegum tíma og fóstra hana í sex ár, vildi vera með í upp- byggingu svona staðar. Maður er kannski svolítið sérlundaðm-, en þetta er tilfinningamál. Ég ætlaði mér að búa mér þarna stað til fram- tíðar og fjárfesti í því. En nú get ég ekki meir. Ætla að selja.“ En eru ekki einhverjar kvaðir á uppbyggingu sem fær forgang út á ákveðna starfsemi? Sjöfn sýnir mér hver tilgangurinn er í lóðasamningi borgarinnar og einnig í byggingar- leyfinu og kveðst vera búin að standa í bréfaskiptum við borgina nær allt þetta ár, til að vita hvar hún stæði eftir að hafa keypt á viss- um forsendum. Hún fór með eig- endum Trélistar á fund borgar- stjóra, sem vísaði á Hjörleif Kvar- an. Hann staðfesti og sendi lóða- leigusamninginn fyrir listamiðstöð og einnig að umsóknin um bygg- ingaleyfi hafi verið samþykkt sem listamiðstöð með vinnustofum og vinnustofuíbúðum ásamt sýningar- aðstöðu. Vísaði málinu svo til athug- unar hjá byggingafulltrúa. Þá setti Sjöfn lögfræðing sinn, Tryggva Gunnarsson hrl., í málið, sem krafð- ist þess að Reykjavíkurborg sem leigusali lóðarinnar að Engjateigi 17-19 og eftirlitsaðili með skipulags- °g byggingarákvörðunum geri þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að uppfyllt séu skilyrði 2. gr. lóðarleigusamningsins við Tryggva og tryggi að afmarkaðar einingar hússins verði hvorki seldar né leigðar til annarrar starfsemi en í samningnum greini. Sjöfn sýnir mér þessi bréfaskipti. En þar sem ekkert kemur út úr því, bara undan- brögð, og haldið er áfram að breyta tilgangi hússins, kveðst Sjöfn ekki geta meir. Ekki vilja eyða meiri orku og tíma í þetta, þó það sé viss eftirsjá. „Mér finnst eins og sé verið að berja niður þessa hugsun sem hér átti að vera ríkjandi. Mér þykir vænt um þetta pláss. Og ég er ekki hætt að mála.“ Flautað inn á seinni hálfleik Sjöfn segist ætla að hætta með stæl. Opna sýningu í miðrýminu nú um helgina í Listhúsinu og listagall- eríinu sínu með hljómsveit Gunnars Þórðarsonar og félaga og veitingum áður en hún kveður. Þótt árið hafi verið henni erfitt, eins og alltaf er eftir hjónaskilnað, lokaði hún sig af úti í sveit og mál- aði. Kveðst hafa verið svo heppin að lenda hjá yndislegu fólki og fá fæði og húsnæði í litlu húsi á Efri-Brú í Grímsnesi, með frábærri aðhlynn- ingu hjá Böðvari Guðmundssyni og konu hans Hildegaard, lifði þar eins og blómi í eggi í kafsnjó, í algerri kyrrð og vann myndir með litkrít á handgerðan pappíi'. Þegar fyi-rver- andi maður hennar hafði keypt hana út úr sumarbústaðnum þeirra í Skorradalnum, þar sem hún hefur málað svo mikið á undanförnum ár- um, var hún eyðilögð yfir að hafa allt. í einu ekki sveit til að vinna í, enda landsbyggðarbarn frá Stykkis- hólmi, og kvaðst hafa verið svo heppin að detta niður á svona já- kvætt, gott og greint fólk á Efri- Brú. Var þar í tveimur löngum vinnulotum. Síðan leigði hún sér í júní lítið hús á Eyrarbakka og í framhaldi annað stærra á Hvoli, þar sem hún hefur unnið eins og ham- hleypa við að mála mörg stór og smá olíumálverk, allt upp í 60x190 cm að stærð og niður í 25x30 cm, al- veg fram á þennan dag. Hún kveðst ekki hafa trúað því fyrir ári að hún færi að standa í einkasýningu, en nú ætlar hún að sýna afraksturinn áður en hún fer úr Listhúsinu. „Það hef- ur svo margt breyst í lífi mínu síðan ég byrjaði aftur á olíumálverkum í sumar eftir langt hlé. Enda reyndist mér erfitt að komast að trönunum, eins og ég þyrfti að klifra yfir gaddavírsgirðningu til að geta byrj- að. Þar hjálpaði hún Ásta mér. Og síðan hefi ég ekki stoppað,“ segir hún. En hvað ætlar hún að gera núna þegar vinnustofugalleríið er farið? I gangi er samstarfssamning- ur við umboðsaðila. Málverkin hennar hætta ekki að koma, en hún ætlar nú að láta umboðsaðila um markaðssetningu og sölu. „Ég fór í djúpa einangrun, sem er hart og fjandi sárt, en eflaust hollt fyrir mann. Semsagt vont en gott,“ segir hún. „Núna dreymir mig um að geta komið mér fyiir úti á landi og málað í einangrun en hætta öllu aukaamstri. Eins og þegar ég málaði í skjóli á Efri-Brú og á Eyrarbakka, sem voru alger forréttindi. Og að vera hreyfanlegri. Eg er í miklu stuði að mála, er enn á besta aldri, og er að flauta inn á seinni hálfleik. Þessi áfangi er búinn.“ Öryggiskerfi í sjó og reyk Breytingin í lífi Sjafnar var mikil við skilnaðinn fyrir rúmu ári. Hún var gift Armanni Armannssyni, sem rekur útgerðina Ingimundur hf. og glæsitogarann Helgu. Að því kom hún með því að litsetja síðustu tvær Helgurnar sem smíðaðar voru í Noregi, sem hún segir að hafi verið mjög gaman. „Þetta eru lúxusskip og vel búið að mönnum um borð, bæði hvað tæki og umhverfi áhrær- ir. Armann hefur lagt metnað sinn í að búa vel að áhöfninni um borð. Ég fékk að gera það sem ég vildi varð- andi umbúnað og liti innanstokks og utan. Hann á hrós skilið fyrir að hafa viljað eyða fjármunum í að gera þetta sem best úr garði. Mér finnst hann vera brautryðjandi á því sviði.“ Þess má geta að Hafrannsókna- stofnun hafði samband við Sjöfn í sumar vegna nýja rannsóknaskips- ins sem á að byggja í Chile, spurði hvort hún hefði áhuga á að litsetja og veita ráðgjöf við vissa innanhúss- hönnun í vistarverum og rannsókna- stofum. Þeir höfðu margskoðað Helguna. „Ég tók mér góða um- hugsun, því ég vissi vel hvers konar verkefni þetta er. Það er ekki hrist fram úr erminni. Svo kom í ljós að í raun og veru töluðu þeir of seint við mig, það var búið að fastsetja of marga hluti og samningar náðust ekki. Mér fannst þetta samt skemmtilegt, að þessi þáttur er far- inn að ná út í flotann og til þessa mikla rannsóknaskips. En þetta hefði ég viljað gera, ég er mikið tengd sjónum og finnst ég nákomin áhöfnunum og velferð þeirra. Ég á tvo bræður, sem eru skipstjórar á risatogurum, AJbert Haraldsson í Chile og Hlöðver Haraldsson á flaggskipi í Suður-Afríku, þrældug- legir strákar. Ég hef t.d. þróað að mestu ákveðið litakerfi, sem á að þjóna öryggismál- um um borð, ef áhöfnin lendir í slysi í dimmu eða reyk, svo ekki sést út úr augum. Þessi skip eru margar hæðir og erfitt að átta sig í reyk og á kafi í sjó. Það felst í því að hver hæð hefur sinn lit og það er 13 cm litaborði greyptur inn í handriðin, svo menn- imir eiga að geta rakið sig að út- gönguleiðum með því að sjá á hvaða hæð þeir eru og hvert þeir eiga að fara þó þeir sjái ekki handa sinna skil. Mér þótti vænt um þegar gamall skipstjóri úr Vestmannaeyjum kom til mín á sjávarútvegssýningu í Laug- ai-dalshöllinni og sagði þetta þá merkilegustu nýjung sem hann hefði séð. Þetta væri hann viss um að yrði að skyldu eftir nokkur ár. Sagði mér að ég ætti að sækja um einkaleyfi á aðferðinni og ég er mjög stolt af þess- um ummælum gamla skipstjórans." Engin kvótakerling En nú er Sjöfn skilin við mann með svo stórt skip og mikinn kvóta, en einmitt daginn áður hafði fallið hæstaréttardómur um hlutdeild frá- skilinnar eiginkonu í kvótanum. Hvað með hana? Er hún þá ekki for- rík af kvóta? Sjöfn hlær og segist svosem hafa heyrt að hún sé milli tannanna á fólki sem ein af þessum kvótadísum. En frá því var gengið með hjúskap- arkaupmála að Ármann ætti sína út- gerð og skipið, fiskurinn sé hans sem séreign, en vinnustofan sem hún átti fyrir sé hennar, svo og málverkin. Með það er hún mjög ánægð. Var fegin þegar sú frétt kom i blöðum og útvarpi að í hennar tilfelli fylgdi ekki kvóti við skilnað. „Mér finnst siðferðilega ekki rétt að ég ætti að fá í minn hlut óveiddan fisk í sjónum, kannski upp á 500 milljónir. Hvað hefði ég svosem átt að gera við það. Kaupa mér götu í Flórída og lána vinum og vanda- mönnum lyklana að húsunum. Mér finnst að þessi réttindi eigi að fylgja verkfærunum, sem eru skipin, en ekki að fara þaðan, hvorki við erfðir né hjónaskilnað. Verkfærin eru skipin, oft yfir milljarðs króna tæki. Auðvitað þurfa útgerðarmenn að geta skipulagt sína vinnu og haft stjórn á sínu fyrirtæki, öllum í hag á sjó og landi og til góðs fyrir efnahag þjóðarinnar. Hafi þeir ekki þennan rétt þá geta þeir ekki staðið í skilum og öll njótum við þeirra einhvern veginn. Um_ allt annað má deila við veiðarnar. Ármann verður semsagt að hafa umráð yfir kvótanum og rekstrargrundvöll á þessu verkfæri sem búið er að fjárfesta í hálfan annan milljarð. Um borð eru kannski 30 manns og í landi söluaðil- ar, sem allir eiga sitt undir þessu. Ég hefði ekkert á móti því að geta keypt mér eitt hús í Flórída, en ég þarf ekki heila götu. Hver veit nema ég geri það einhvern tíma og fari að mála þar.“ Viðtalinu lýkur því á léttu nótun- um þrátt fyrir allt sem yfir Sjöfn hefur gengið á árinu sem er að kveðja og fylgja henni óskir um nýtt og farsælt líf á árinu 1999, sem er að ganga í garð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.