Morgunblaðið - 13.12.1998, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.12.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1998 C 15 berjaþyrnar rispa húðina á fótum og höndum. Eg kemst út úr runn- unum en er blóðug. Jæja, það eru hvort sem er mörg ör á höndum mínum og fótum eftir gamlar og nýlegar rispur. Þetta enj bara nokkur í viðbót. Það er engin leið að vera í hlífð- argalla í þessum ægilega hita, það loftar ekki í gegnum þá og veiTa að vera í þeim en að fá ör. Eg vildi óska að við ættum aðra gerð af göll- um. Við fengum þessa gefna og gef- andinn hefur áreiðanlega aldrei unnið við að grafa upp lík, hvað þá á óvenju heitu sumri. Gamall, pólskur málshattur segir að maður eigi aldrei að skoða upp í hest sem manni er gefinn . . . það er að segja ekki kvarta yfir gæðum þess sem maður fær að gjöf. Það er margt að í sambandi við búnaðinn og birgðirnar en við því er lítið að gera. Engir peningar eru til, það er meh-a að segja ekki hægt að borga verkamönnunum. Við Nermin vinnum nú þegar sem sjálf- boðaliðar, kauplaust. Einhver sagði að ég þrælaði mér út og það er reyndar satt. En ég fær mikið út úr því og hef á tilfinningunni að ég sé að gera eitthvað sem er mannúð- legt og kemur að gagni. Tíminn líður og þetta gengur hægt. Jarðvegurinn er mjög þéttur og harður. Það tekur klukkustund að grafa upp tvö lík sem hvíla hvort í sinni gröf, mun lengri tíma mun taka að fást við fjöldagröfina. Mér sýnist að þetta muni verða annar langur dagur. Allir sem ekki eru að vinna sitja eða liggja í skugganum. Við Nermin og Ismet stritum ásamt verkamönnunum í sólar- breyskjunni. Óvænt tillitssemi Líf gi-afara er svo sannarlega ekki auðvelt en eitthvað hlýtur það að vera sem fær fólk eins og Nerm- in eða mig til að taka að sér þetta starf. Nermin er hér að nota frídaga sína til að fá meiri reynslu við uppgröft á likum en ég er bara ruglaður sjálfboðaliði. Litli styrkurinn sem íslensk stjórnvöld veittu mér dugar til að greiða allan kostnað eins og flug- fargjöld, gistingu í Sarajevo og Sanski Most ásamt mat. Eg bý í leiguherbergjum og kemst í raun- inni af með eina máltíð á dag. En þetta er alveg í lagi. Um fimmleytið fer vitnið okkar á brott en kemur fljótlega aftur með stóran kassa. Hún kemur með heil- mikið af nýlöguðu burek sem er bosnískur réttur, eins konar baka með kjöthakki, og nóg af pepsí. En hvað þetta er fallegt af henni! Sér- staklega núna í dag. Við þurfum örugglega að vinna fram á kvöld og allir eru svangir. Verkamennirnir eru ekki með mikinn mat með sér og þeir eru of fátækir til að geta leyft sér að borða góðan mat. Ég borða burekið mitt og sé hvernig holan dýpkar smám saman. Um klukkustund síðar er hún orðin nógu stór. Skurðirnir umhverfís gröfina eru tilbúnir og nú er komið að okkur að fjarlægja síðasta jarð- vegslagið og afhjúpa beinagrind- urnar. Þar sem þegar er orðið framorðið hjálpa nokkrir verka- mennirnir okkur ásamt nokkrum eftirlitsmönnum. Jafnvel vitnið okkar aðstoðar, hún réttir okkur plastpokana. Það tekur klukku- stund í viðbót að afhjúpa allar beinagrindurnar. Ein þeiiTa er inn- an í teppi, tvær eru í öðru teppi en sex án nokkurrar ábreiðu. Einhvers staðar fyiir ofan okkur heyri ég að vitnið okkar snöktir. Þetta eru líkamsleifar föður hennar og frænda. Númeraplöturnar eru festar við beinagrindurnar og náð í spjaldið með nafni staðarins og dagsetningu. Síðan klifra allir upp úr gröfinni og teknar eru myndir. Við stökkvum aftur niður og þrjú okkar láta hverja beinagrind í sér- stakan líkpoka. Botn grafarinnar er kannaður vandlega og þá loks get- um við farið upp úr. Klukkan er hálfátta. Verkamennirnir moka aftur mold ofan í gröfina, við hin söfnum sam- an áhöldunum, fórum úr blautum hönskum, drekkum það sem eftir er af vatninu. Það er ekki eftir neitt DAGURINN er 23. október 1998 í Kozarusa. Síðasti dagur uppgraftar á Prijedor-svæðinu. Hópurinn „minn“, lögreglumenn, embættismenn, verkamenn, bflsljórar og alþjóðlegir eftirlitsmenn. vatn til að þvo sér um sveittar hendurnar. Æ . . . Við setjum allt okkar hafurtask í bílana og ökum á brott. Við ræturn- ar á hlíðinni náum við í líkið í síð- ustu gröfinni. I grennd við gröfina eru ferskju- og plómutré og allir fá sér dálítið af fullþroskuðum ávöxt- unum og maula þetta rólega á með- an við komum okkur aftur fyrir í bílunum. Við erum óhrein og þreytt en einhvern veginn ánægð. Þeir sem enginn saknar Við ökum rólega í átt að þjóðveg- inum á eftir serbneskum lögreglu- bö. Þegar við komum að veginum beygjum við til hægri í átt að Sanski Most. í Ostra Luka stansar lög- reglubíllinn við vegarbrúnina. Kemo kveikir á bláa viðvömnarljós- inu á þaki bflsins þegar við fórum fram hjá. Tíu mínútum síðar föram við inn í borgina. Klukkan er orðin meira en átta og búið að banna um- ferð um aðalgötuna. Þetta merkir að við Nermin verðum að ganga nokkur hundrað metra leið til að komast þangað sem við búum. Enn einn dagur uppgraftar er liðinn, í dag vora líkin 21. Þetta er met hjá okkur. Við grófum upp 16 lík í skóginum í gær. A morgun ætl- um við að fara til Kozerac, hinum megin við Prijedor. Þar hófust þjóðahreinsanir í lok maí 1992. Margra er saknað í Bosníu- Herzegóvínu en hvað með þá sem enginn hirti um að lýsa eftir og heilar fjölskyldur sem hurfu? Eng- inn veit með vissu hve margir eru í reynd týndir. Fram til þessa hafa rúmlega 10% líkanna verið grafin upp. Hvað mun það taka langan tíma að finna og opna allar grafirn- ar? Ég veit það ekki. Enginn veit það. Kannski gætum við grafið upp fleiri lík á hverju ári ef við hefðum meiri peninga til að ráða fleiri verkamenn, ef við hefðum betri búnað, fengjum meiri stuðning. Ef . . . .Hi£ SOLVI & GUÐNY EINKAÞJÁLFUN S. 897 0017 Nokkrar góðar ástæður... ... fyrir því að þú komir og heimsækir okkur upp á þriðju hæð Kringlunnar: Ef þú sérð lægra verð auglýst annars staðar færðu sama verð hjá okkur. Hjá okkur færðu - mesta úrvalið af hlaupaskóm - mesta úrvalið af hlaupafatnaði - mesta úrvalið af aukabúnaði fyrir hlaupara - sérfræðiþjónustu og ráðgjöf Við erum á þriðju hæð (Uppsölum) Kringlunni 8-12 og við hlökkum til að sjá þig í jólaskapi. STOÐTÆKNI áettíiiMiiimmtm hlauparans Kringlunni 8-12 • 3. hæð Uppsölum • Sími 581 4711

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.